Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974
5
Karpov
Karpov
sigraði
á stór-
mótinu i
Madrid
Skömmu fyrir áramót lauk í
Madrid miklu stórmeistaramóti
og varð sovézki stórmeistarinn
A. Karpov sigurvegari, hlaut
11 v. af 15 mögulegum. Arang-
ur Karpovs á þessu ári er mjög
athyglisverður, hann hefur orð-
ið efstur eða í 2. sæti á hverju
stórmeistaramótinu á fætur
öðru. 1 lok þessa móts var
Karpov kjörinn skákmaður árs-
ins, hlaut hin svokölluðu
Óskarsverðlaun skákarinnar.
Spassky varð i öðru sæti i kjör-
inu og heimsmeistarinn
Fischer þriðji.
Urslit mótsins urðu annars
sem hér segir: 2. Tukmakov
(Sovétr.) lO'/í v., 3. Furman
(Sovétr.) 10 v., 4. — 5. Hort
(Tékkósl.) og Uhlmann (A-
Þýzkalandi) O'/í, 6. — 7.
Andersson (Sviþjóð) og
Portisch (Ungverjal.) 9v.
o-sv.frv.'
Tukmakov varð, eins og fyrr
segir, i öðru sæti og vildu ýmsir
álíta, að þar sem Karpov fengi
verðlaun sem bezti skákmaður
ársins, ætti Tukmakov lika að
fá verðlun — sem misjafnasti
skákmaður ársins. Seymon
Furman er nú orðinn 54 ára
gamall og hefur ekki teflt ýkja
mikið á alþjóðavettvangi að
undanförnu, hins vegar mun
hann hafa stundað skákrann-
sóknir allmikið og eins og
kunnugt er, hefur hann verið
þjálfari Karpovs nú siðustu
árin. Furman var lengi vel í
efsta sæti og allt leit út fyrir, að
hann yrði jafn Karpov, en i
næst síðustu umferðinni tapaði
Furman óvænt fyrir spænska
alþjóðameistaranum R. Calvo,
og þar með var draumurinn
búinn. En þó ekki alveg,
Furman fékk fegurðarverð-
launin fyrir eftirfarandi skák.
Hvítt: S. Furman
Svart: O. Panno (Argentfnu)
Drottningaringarindver.sk
vörn
1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — b6, 3. d4
— Bb7, 4. Rc3 — e6, 5. a3
(Þessi leikur gæti helzt minnt
á byrjanda, sem ekki yissi,
hverju hann ætti að leika, en
leikurinn'er þó runninn undan
rifjum ekki minni manns en
Petrosjans).
5. — d5, 6. cxd5 — Rxd5, 7. e3
— Be7, 8. Bb5+!
(Þessi leikur miðar að þvi að
þrengja áhrifasvið svörtu
mannanna og auðvelda þannig
framrás hvitu miðborðspeð-
anna).
8. — c6,
(Auðvitað ekki 8. — Rd7
vegna 9. — Re5).
9. Bd3 — 0-0, 10. e4 — Rxc3, 11.
bxc3 — c5, 12. 0-0 — cxd4, 13.
cxd4 — Rc6,14. Be3 — Bf6.
(Hinn „strategiski“ farvegur
skákarinnar er nú ljós. Hvítur
leitast við að nýta peðameiri-
hlutann á miðborðinu til sókn-
ar á kóngsvæng, en svartur
reynir hins vegar að einfalda
stöðuna, ná mótspili á c-linunni
og halda peðameirihlut — á
drottningarvæng, sem gæti
komiðsér vel í endatafli).
15. Bbl — Hc8, 16. Dd3 — g6,
17. Ba2! (Undirbýr framrás d-
peðsins og eykur þrýstinginn á
svörtu kóngsstöðuna).
17. —Dd7,18. Hadl — Ra5(?)
(Hér var sennilega betra að
leika Hfd8. Þessi leikur veikir
varnir svarts á kóngsvæng og
miðborði, sem Furman er fljót-
ur að notfæra sér)..
19. Bh6 — Hfe8, 20. Rg5 —
De7, 21. f4 — Dc7, 22. f 5!
(Nú er sóknin í fullum gangi.
Hvitur teflir mjög markvisst og
skemmtilega, en lítið verður
um varnir hjá svörtum).
22. — Bxg5,
(Riddarinn var of hættulegur
til þess að lifa, en nú verður
svarti kóngurinn næsta ber-
stripaður).
23. Bxg5 — Dc3, 24. dxe6 —
fxe6, 25. De2!
(Drottningarkaup hefðu létt
undir með svörtúm).
25. — Dxa3, 26. Df2 — Hc7, 27.
IId3!!
(Stórglæsilegur leikur, sem
gerir í rauninni út um skákina.
Ef nú 27. — Dxd3, þá 28. Bxe6+
— Kh8, 29. Bf6+ — Hg7, 30.
Bxg7+ — Kxg7, 31. Df6+ —
Kh6, 32. Dh4+ — Kg7, 33. Hf7+
og mát í næsta leik).
27. — I)d6, 28. Bf4 — De7, 29.
Bxc7 — Ba6, 30. Bd6! og svart-
ur gafst upp. Eftir t.d. 30. —
Dd7 kæmi 31. Hc3 og mát verð-
ur ekki varið nema ineð
drottningartapi.
Jón Þ. Þór.
Vauxhall Viva
1300 de luxe
VAUXHALL-bilana skorti
lengi sportlegt útlit og kom það
illa niður á sölunni, en Vaux-
hall-verksmiðjurnar brezku,
sem eru dótturfyrirtæki
General Motors i Bandarikjun-
um, bættu úr því með Viva GT
fyrir nokkrum árum. Ódýrasta
Vivan er hins vegar 1300 de
luxe, tveggja dyra.
Vélin er 1256 rúmsm. og 68
hestöfl (bhp). Þjöppunarhlut-
fallið er 9,2:1. Hámarkshraðinn
er um 130 km/klst., en há-
markshraði í lægri girunum er i
1. gír 45 km/klst., 2. 70 km/klst.
og i 3. 110 km/klst. Diska-
bremsur með vökvaaðstoð eru á
framhjólum og er það nýjung á
þessum bil.
Framsætin eru að nokkru
körfulaga og vel bólstruð, en
bakið heldur i lægra lagi. Sætis-
bökunum má halla aftur að
vild. Heldur ódýrir hnakkapúð-
ar eru byggðir inn i framsætis-
bökin, en gera vonandi sitt
gagn þó. Aftursætið er sæmi-
legt, hátt til lofts, en fótarými
lítið eins og í flestum bílum í
þessum stærðarflokki.
Vivan reyndist merkilega vel
i snjónum, þó að hún sé létt að
aftan, þegar hún var reynd á
sumardekkjum í snjónum og
hálkunni!
Bensingeymirinn, sem er aft-
ast undir bilnum, tekur 36 lítra
og eyðslan er frá um 9 1 á 100
km.
Vivan vegur rúml. 800 kg
öhlaðin. Hjólbarðarnir eru 520
x 13, þó að útstæð bretti leyfi
þá mun stærri.
Nokkurn tíma tekur að hita
bílinn og gengur hann fremur
óreglulega á meðan, en vel
strax og hann hitnar og mið-
stöðin, sem er tveggja hraða, er
nú allgóð, en hávaðasöm. Ilita-
strengireru í afturrúðu.
Stýrishjólið hallar litillega til
vinstri, og er það sennilega gert
vegna þeirra, sem liggja sífellt
utan í hliðinni við akstur. Þetta
furðulega fyrirkomulag er þó
ekki til óþæginda við akstur-
inn, a.m.k. meðan ekki er dama
í hægra framsætinu.
Sjálfstæðar gormafjaðrir eru
á öllum hjólum.
Gírskiptingar erú sæmilega
liprar, en girstöngin mætti vera
þrem sentimetrum lengri. Mæl-
ar eru felldir djúpt inn í mæla-
borðið. Tökkum er þokkalega,
en óvenjulega komið fyrir.
Ljósatakkinn er t.d. bak við
stýrishjólið framan við mæl-
ana. Farangursrýmið er all-
stórt.
í Bretlandi er Vivan einnig
fáanleg með 1800 eða 2300
rúmsm. vél. Hingað er hún hins
vegar éingöngu flutt með 1300
vélinni.
Vauxhall Viva GT hefur
nokkuð verið notuð i fólksbila-
kappakstri. í Bretlandi og nú
hafa Vauxhall-verksmiðjurnar
sent frá sér bíl, sem i ýmsum
atriðum er byggður á Vivunni,
en það er Firenza með 2,3 lítra
vél, sem gefur um 190 km/klst.
hámarkshraða.
Verðið á ensku bilunum hef-
ur farið stiglækkandi undanfar-
ið með lækkun pundsins. Viva
1300 de luxe 2ja dyra kostar nú
nálægt 420 þúsund kr. — Um-
boðið hefur véladeild SÍS, Ár-
múla 3.
Br.H.