Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1974 Skatt- framtal árið ’74 húsaleigu, vaxtatekjur og arð. Þessar tekjur skal færa í viðkom- andi liði í teknahlið framtals. Tekjur af útleigu eða reiknaða húsaleigu af íbúðarhúsnæði, svo og öll gjöld vegna hennar, svo sem fasteignagjöld, fyrningu, við- hald og vaxtagjöld, sem tilgreind eru á rekstrarreikníngi, ber á sama hátt aðdraga út úr rekstrar- reikningi með áritun þar á eða gögn með honum. Hreinar tekjur af útleigðu íbúðarhúsnæði ber að telja til tekna í tölulið 2, eins og þar er fyrír mælt. Reiknaða húsa- leigu skal telja til tekna í tölulið 3, en gjöld tengd henni til frá- dráttar. sbr. töluliði 1 og 2 í IV. kafla. Endurgjaldslaus afnot laun- þega (og fjölskyldu hans) af íbúð- arhúsnæði í eigu vinnuveitanda ber að telja til gjalda í rekstrar- reikningi með 3% af gildandi fasteignamati hlutaðeigandi íbúð- arhúsnæðis og lóðar, en sömu fjárhæð ber framteljanda aðtelja til tekna í tölulið 3 í teknalið framtals. Sama gildir, ef hluti íbúðarhúsnæðis í eigu atvinnu- rekenda er notaður vegna at- vinnurekstrarins. Rekstrarkostnað bifreiða, sem skráðar eru sem fólksbifreiðar, ber að tilgreina fyrir hverja ein- staka bifreið. Láti vinnuveitandi starfsmönnum sínum í té afnot slfkra bifreiða endurgjaldslaust eða gegn óeðlilega lagu endur- gjaldi, ber að láta rekstrarreikn- ingi fylgja upplýsingar þar um, sbr. skýringar um útfyllingu launamiða. Hafi framteljandi hins vegar sjálfur, fjölskylda hans eða aðrir aðilar afnot slíkra bifreiða, ber að láta fylgja rekstr- arreikningi upplýsingar um heild- arafnot bifreiðarinnar á árinu í eknum km og umrædd afnot í eknum km og draga gjöld vegna þessara afnota frá rekstrargjöld- um, með áritun á rekstrarreikn- ing eða gögn með honum. Nú vinnur einstaklingur eða hjón, annað hvort eða bæði eða ófjárráða börn þessara aðila, við eigin atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi, og ber þá aðgeta þess með athugasemd á rekstrar- reikning eða gögn með honum og tilgreina vinnuframlag framtelj- anda sjálfs, maka hans og ófjár- ráða barna hans. Laun reiknuð framteljanda sjálfum, maka hans eða ófjárráða börnum hans, sem hafa verið færð til gjalda á rekstr- arreikningi, ber að tilfæra sér- staklega á honum, aðskilið frá launagreiðslum til annarra laun- þega, og gera viðeigandi úrbætur, sbr. 4. mgr. þessa töluliðar. Hreinar skattskyldar tekjur skal síðan færa á framtal undir 1. tölulið III eða rekstrartap undir 13. tölulið IV 2. ffreinar tekjur af eignaleigu, þ.m.t. útleiga fbúðarhúsnæðis samkv. með- fylgjandi rekstrarvfirliti. Ilai i li ainleljandi tekjur al' eigna leigu, án þess að talið verði, að um atvinnurekstur sé að ræða í því sambandí, ber honum að gera rekstraryfirlit, þar sem fram koma leigutekjur og bein útgjöld vegna þeirra, þ.m.t. vaxtagjöld, sem eru tengd þessari teknaöflun. Sé slfkra tekna aflað í atvinnu- rekstrarskyni, ber að gera rekstr- arreikning skv. tölulið 1. Hafi framteljandi tekjur af út- leigu íbúðarhúsnæðis, hvort heidur hann telur það vera í at- vinnurekstrarskyni eða ekki, ber honum aðgera rekstraryfirlit, þar sem fram koma leigutekjur frá hverjum einstökum leigutaka, svo og leigutímabil og fasteignamat útleigðs íbúðarhúsnæðis og hlut- deildar í lóð. Til gjalda ber að telja kostnað vegna hins útleigða, svo sem fasteignagjöld, viðhalds- kostnað og vaxtagjöld, sem beint eru tengd þessari teknaöflun. Enn fremur skal telja fyrningu húsnæðisins, sem nemur eftirfar- andi hundraðshlutum af fast- eignamati hins útleigða húsnæð- is: íbúðarh úr steinsteypu 1,0% — — hlaðið úr steinum 1,3% — — úrtimbri 2,0% Frádráttarbær viðhaldskostnað- ur nemur eftirfarandi hundraðs- hlutum af fasteignamati hins út- leigða húsnæðis: íbúðarhúsnæði úrsteini 1,5% úrtimbri 2,0% Hreinar tekjur eða rekstrartap skv. rekstraryfirliti ber því að leiðrétta um mismun gjaldfærðs viðhaldskostnaðar og frádráttar- bærs viðhaldskostnaðar, með árit- un á rekstraryfirlit, og færa síðan hreinar skattskyldar tekjur á framtal undir 2. tölulið III eða rekstrartap undir 13. tölulið IV. í þessum tölulið má ekki teljá tekjur af útleigðu íbúðarhúsnæði, sem framteljandi lætur öðrum í té án eðlilegs endurgjalds, þ.e., ef ársleiga nemur lægri fjárhæð en 3% af fasteignamati Ibúðarhús- næðis og lóðar. Slíkar tekjur ber að telja í 3. tölulið III. 3. Reiknuð húsaleiga af íbúðar- húsnæði, sem eigandi notar sjálf- ur eða lætur öðrum í té án eðli- legs endurgjalds. Af ibúðarhúsiueði. sem framtelj andi notar sjálfur, skal húsaleiga reiknuð til tekna 3% af fasteigna- mati íbúðarhúsnæðis (þ.m.t. bfl- skúr) og lóðar, eins þótt um leigu- lóð sé að ræða. Á bújörð skal þó aðeins miða við fasteignamat íbúðarhúsnæðis. Nú er fbúðarhúsnæði i eigu sama aðila notað að hluta á þann hátt, sem hér um ræðir, og að hluta til útleigu, og skal þá fast- eignamati húss og lóðar skipt hlutfallslega miðað við rúmmál, nema sérmat í fasteignamati sé fyrir hendi. Á sama hátt skal skipta fasteignamati húss og lóð- ar, þar sem um er að ræða annars vegar íbúðarhúsnæði og hins veg- ar atvinnurekstrarhúsnæði í sömu fasteign. Af íbúðarhúsnæði, sem fram- teljandi lætur launþegum sfnum (og fjölskyldum þeirra) eða öðr- um í té án endurgjalds eða lætur þeim i té án eðlilegs endurgjalds (þ.e. gegn endurgjaldi, sem lægra er en 3% af fasteignamati íbúðar- húsnæðis og lóðar), skal húsa- Ieiga reiknuð til tekna 3% af fast- eignamati þessa íbúðarhúsnæðis i heild, svo og af fasteignamati lóð- ar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. Á bújörð skal þó aðeins miða við fasteignamat íbúðarhús- næðis. i ófullgerðum og ómetnum íbúðum, sem teknar hafa verið í notkun, skal eigin leiga reik-nuð 1% á ári af kostnaðarverði í árs- lok eða hlutfallslega lægri eftir því, hvenær húsið var tekið í notkun og að hve miklu leyti. 4. Vaxtatekjur. i A-lið framtals, bls. 3, ber þeim, sem ekki eru bókhaldsskyldír, að sundurliða vaxtatekjur af þar framtöldum eignum. Enn fremur skal tilgreina skattskylda vexti af útteknum innstæðum og innleyst- um verðbréfum á árinu. Hafi framteljandi einungis talið þar skattskylda eign og skattskyldar vaxtatekjur, ber að færa samtölu vaxta í kr. dálk skattskyldra vaxta. Hafi framteljandi hins veg- ar talið fram allar innstæður og verðbréf, ber að færa samtölu vaxta í þar til gerðan dálk, draga siðan frá hlutfall skattfrjálsra vaxta og færa niðurstöðu í kr. dálk skattskyldra vaxta. i B-lið framtals, bls. 3, ber að sundurliða vaxtatekjur af þar framtöldum eignum og vaxtatekj- ur af slikum eignum, sem inn- leystar hafa verið á árinu. Skatt- skylda vexti skv. A-lið, ásamt vöxtum skv. B-lið, þó að frádregn- um vöxtum af stofnsjóðsinnstæð- um, ber að færa í kr. dálk vaxta- tekna og færa þá fjárhæð í 4. tölulið III á framtali. 5. Arður af hlutabréfum. Hér skal færa arð, sem framtelj- andi fékk úthlutaðan á árinu af hlutabréfum sínum. 6. Laun greidd í peningum. i lesmálsdálk skal rita nöfn launa- greiðenda og launaupphæð í kr. dálk. Ef vinnutímabil framteljanda er aðeins hluti úr ári eða árslaun óeðlilega lág, skal hann gefa skýr- ingar i G-lið bls. 4, ef ástæður koma ekki fram á annan hátt i framtali, t.d. vegna náms, aldurs, veikinda o.fl. 7. Laun greidd f hlunnindum. a. Fæði: Skattskyld fæðishlunn- indi: (1) Fullt fæði innan heimilis- sveitar: Launþegi, sem vann innan heim- ilissveitar sinnar, skal telja til tekna fullt fæði, sem vinnuveit- andi lét honum í té endurgjalds- laust (frítt). Rita skal dagafjölda í lesmálsdálk og margfalda hann með kr. 250 fyrir fullorðinn og kr. 200 fyrir barn, yngra en 16 ára, og færa upphæðina til tekna. Fjár- hæð fæðisstyrks (fæðispeninga) þess í stað skal hins vegar teljast að fullu til tekna. Sama gildir um hver önnur full fæðishlunnindi, látin endurgjaldslaust í té, þau skal telja til tekna á kostnaðar- verði. (2) Fæðisstyrkur (fæðispening- ar) á orlofstfma. Fjárhæð fæðisstyrks (fæðispen- inga), sem launþega er greidd, meðan hann er í orlofi, skal telj- ast að fullu til tekna. (3) Önnur skattskyld fæðishlunn- indi: a. Launþegi, sem vann utan heimilissveitar sinnar og fékk fæðisstyrk (fæðispeninga) í stað fulls fæðis, skal telja til tekna þann hluta fæðisstyrksins, sem var umfram kr. 300 á dag. Sama gildir um fæðisstyrk greiddan sjó- manni á skipi meðan það var í heimahöfn eða utan. b. Launþegi, sem vann hvort heldur innan eða utan heimilis- sveitar sinnar og fékk fæðisstyrk (fæðispeninga) í staðhluta fæðis, skal telja til tekna þann hluta fæðisstyrksins, sem var umfram kr. 125 á dag. c. Allt fæði, sem fjölskylda framteljanda fékk endurgjalds- laust (frítt) hjá vinnuveitanda hans, fjárhæð fæðisstyrkja (fæð- ispeninga) þess í stað, svo og hver önnur fæðishlunnindi, látin endurgjaldslaust i té, skal te ;*jíi tekna á sama hátt og greinir i iið (1). Fritt fæði, sem eigi telst fullt fæði, látið þessum aðilum í té, skal telja til tekna hlutfallslega af mati fyrir fullt fæði. i þessu sam- bandi skiptir eigi máli, hvort framteljandi vann innan eða utan heimilissveitar sinnar. b. Húsnæði: Hafi framteljandi (og fjölskylda hans) afnot íbúðar- húsnæðis, sem vinnuveitandi hans lætur endurgjaldslaust í té, skal framteljandi rita í lesmáls- dálk fjárhæð gildandi fasteigna- mats þessa íbúðarhúsnæðis og lóðar og mánaðafjölda afnota. Telja skal til tekna 3% af þeirri fjárhæð fyrir ársafnot eða hlut- fallslega miðað við mánuði. Hafi framteljandi (og fjöl- skylda hans) afnot ibúðarhús- næðis, sem vinnuveitandi hans lætur i té gegn endurgjaldi, sem er lægra, miðað við ársafnot, held-ur en 3% af gildandi fast- eignamati íbúðarhúsnæðis og lóðar, skal framteljandi telja mis- muninn til tekna. c. Fatnaður eða önnur hlunnindi: Til tekna skal færa fatnað, sem vinnuveitandí lætur framteljanda í té án endurgjalds og ekki er reiknaður til tekna í öðrum laun- um. Tilgreina skal, hver fatnaður- inn er, og telja til tekna sem hér segir: Einkennisföt karla ....kr. 6.700 Einkennisföt kvenna .... kr. 4.600 Einkennisfrakki karla .. kr. 5.200 Einkenniskápa kvenna kr. 3.400 Einkennisfatnað flugáhafna skal þó telja sem hér segir: Einkennisföt karla ....kr. 3.350 Einkennisföt kvenna .... kr. 2.300 Einkennisfrakki karla .. kr. 2.600 Einkenniskápa kvenna kr. 1.700 Fatnaður, sem ekki telst ein- kennisfatnaður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð í stað fatnaðar, ber að telja hana til tekna. Önnur hlunnindi, sem látin eru í té fyrir vinnu, ber að meta til peningaverðs eftir gangverði á hverjum stað og tíma og telja til tekna í tölulið 7. c. III á framtali. M.a. teljast hér sem hlunnindi afnot launþega af bifreiðum, sem skráðar eru sem fólksbifreiðar, látin honum í té af vinnuveitanda endurgjaldslaust eða gegn óeðli- lega lágu endurgjaldi. i lesmáls- dálk skal rita afnot bifreiðarinnar í eknum kllómetrum (þ.m.t. akst- ur úr og i vinnu) og margfalda þann kílómetraf jölda með kr. 9,70 fyrir fyrstu 10.000 kílómetraaf- not, með kr. 8,10 fyrir næstu 10.000 kílómetraafnot og kr. 6,85 fyrir hver kílómetraafnot þar yfir. Fjárhæð, þannig fundna, ber að færa í kr. dálk, þó að frá- dregnu endurgjaldi, ef um það var aðræða. Fæði, húsnæði og annað fram- færi framteljanda, sem býr í for- eldrahúsum, telst ekki til tekna og færist því ekki í þennan lið, nema foreldri sé atvinnurekandi og telji sér nefnda liði til gjalda. 8. E1 li- eða örorkulífeyrir frá alm.trygg. Hér skal telja til tekna ellilífeyri og örorkulífeyri úr almannatrygg- ingum. Upphæðir geta- verið mismun- andi af ýmsum ástæðum. Til dæmis er ellilífeyrir greiddur í fyrsta sinn vegna næsta mánaðar, eftir að lífeyrisþegi varð fullra 67 ára. Heimilt er að fresta töku elli- lífeyris, og fá þá þeir, sem það gera, hækkandi lífeyri, eftír því sem lengur er frestað að taka líf- eyrinn. Almennur ellilífeyrir allt árið 1973 var sem hér segir: Fyrst tekinn: frá 67 ára aldri — 68 — — — 69 — — — 70 — — Einstaklingar kr. 99.075 — 107.499 — 119.943 — 132.300 — 148.602 — 165.531 Hjón kr. 178.335, þ.e. 90% af lífeyri tveggja einstaklinga, sem báð- ir tóku lifeyri frá 67 ára aldri. Ef hjón, annað eða bæði, frest- uðu töku lífeyris, hækkaði lifeyr- ir þeirra um 90% af aldurshækk- un einstaklinga. Ef t.d. annað hjóna frestaði töku lífeyris til 68 ára aldurs, en hitt til 69 ára aldurs, var lífeyrir þeirra árið 1973 90% af (kr. 107.499 + kr. 119.943) eðakr. 204.697. Örorkulífeyrir skal teljast hér til tekna. Örorkustyrkur, af hvaða ástæðum sem hann er greiddur, telst hins vegar til tekna f tekjulið 13 „Aðrar tekjur“. 9. Sjúkra- eða slysabætur (dagpeningar). Hér skal telja til tekna sjúkra- og slysadagpeninga. Ef þeir eru frá almannatryggingum, sjúkrasam- lögum eða úr sjúkrasjóðum stétt- arfélaga, þá komá þeir einnig til frádráttar I frádráttarlið 12. 10. Fjölskyldubætur frá alm.trygg. Fjölskyldubætur frá almanna- tryggingum skulu færðar til tekna undirtekjulið 10. Fjölskyldubætur á árinu 1973 voru kr. 15.803 fyrir hvert barn á framfæri allt árið. Margfalda skal þá upphæð með barnafjölda. Áuk þess voru á árinu 1973 greiddar uppbætur fyrir hvert bótaskylt barn í des. 1972 kr. 333'og ber að telja þá upphæð með fjöiskyldu- bótum 1973 og færa heildarupp- hæðina til tekna. Fyrir börn, sem bætast við á árinu, og börn, sem ná 16 ára aldri á árinu, þarf að reikna bæt- ur sérstaklega. Fjölskyldubætur fyrir barn, sem fæðist á árinu, eru greiddar frá 1. næsta mánaðar eftir fæðingu. Fyrir barn, sem verður 16 ára á árinu, eru bætur greiddar fyrir afmælismánuðinn. Fjölskyldubætur árið 1973 voru: Jan. — febr. Mars — apríl Mai — sept. Okt. — des. kr. 1.193 á mán. kr. 1.083 á mán. kr. 1.500 á mán. kr. 1.250 á mán. 11. Tekjur barna. Útfylla skal F-lið framtals, bls. 4, eins og eyðublaðið segir til um. Samanlagðar tekjur barna (að undanskildum skattfrjálsum vaxtatekjum) skal síðan færa í tekjulið 11, bls. 2. Ef barn (börn), hér tilgreint, stundar nám I framhaldsskóla, skal færa námsfrádrátt skv. mati ríkisskattstjóra í frádráttarlið 13, bls. 2, og tilgreina þar nafn barns- ins, skóla og bekk. Upphæð náms- frádráttar má þó ekki vera hærri en tekjur barnsins (barnanna, hvers um sig), sem færðar eru í tekjulið 11. Hafi barn hreinar tekjur (þ.e. tekjur þess skv. tekjulið 11, að frádregnum námskostnaði skv. mati ríkisskattstjóra), er nema kr. 23.100 eða lægri fjárhæð, skal færa helming hreinu teknanna í frádráttarlið 13, bls. 2. Hafi barn hreinar tekjur, er nema meira en hálfum persónufrádrætti barns, þ.e. kr. 23.100, getur framteljandi óskað þess, að barnið verði sjálf- stæður framteljandi, og skal þá geta þess í G-lið framtals, bls. 4. í því tilviki skulu tekjur barnsins færðar I tekjulið 11, eins og áður segir, en I kr. dálk I frádráttarlið 13, bls. 2, færist ekki námsfrá- dráttur, heldur sú fjárhæð, sem afgangs verður, þegar kr. 23.100 hafa verið dregnar frá tekjum barnsins skv. tekjulið 11. i les- málsdálk skal rita ,,v/sérskött- unar“ (nafn barns). 12. Laun eiginkonu. Hér skal færa launatekjur eigin- konu. i lesmálsdálk skal rita nafn launagreiðanda og launaupphæð í kr. dálk. Athuga skal, að þótt helmingur eða hluti af launatekj- um giftrar konu sé frádráttarbær, ber aðtelja allar tekjurnar hér. 13. Aðrar tekjur Hér skal færa til tekna hverjar þær skattskyldar tekjur, sem áður eru ótaldar, svo sem: (1) Eftirlauna- eða lifeyris- greiðslur, þ.m.t. barnalífeyrir, úr eftirlauna- eða lífeyrissjóðum eða frá öðrum aðilum. (2) Meðlög með börnum eldri en 116 ára. (3) Skattskyldar bætur frá al- mannatryggingum, aðrar en þær, sem taldar eru undir tekjuliðum 8, 9 og 10, og skulu þær nafn- greindar, svo sem ekkju- og ekkla- bætur, lífeyrir til ekkju eða ekk- ils, lífeyrir vegna maka og barna örorkulífeyrisþega, makabætur og örorkustyrkur. Einpig skal færa hér barnalífeyri, sem greiddur er frá almannatrygg- ingum með börnum eldri en 16 ára, eða greiddur vegna örorku eða elli foreldra (framfæranda), eða með barni manns, sem sætir gæslu- eða refsivist, en barnalíf- eyrir, sem greiddur er frá al- mannatryggingum með börnum, yngri en 16 ára, ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað, færist hins vegar í dálk- inn til hægri á bls. 1, svo sem áður er sagt. Hér skal enn fremur færa mæðralaun úr almannatrygging- um, greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum, sem hafa börn, yngri en 16 ára, á framfæri sínu. Sama gildir um sambærileg laun, sem greidd hafa verið einstæðum feðrum eða ein- stæðu fósturforeldri. Á árinu 1973 voru mæðralaun sem hér segir: Fyrir 1 barn kr. 8.694, 2 börn kr. 47.181 og fyrir 3 börn eða fleiri kr. 94.362. Ef barn bætist við á árinu eða börnum fækkar, verður að reikna sjálfstætt hvert tímabil, sem móð- ir nýtur bóta fyrir 1 barn, fyrir 2 börn o.s.frv., og leggja saman bæt- ur hvers tímabils og færa í einu lagi I kr. dálk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.