Morgunblaðið - 25.01.1974, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.01.1974, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974. Palestínu-Arabar fái fulltrúa í Genf EGYPTAR og Sovétmenn hvetja til þess, að fnlltrúi Palestínu- Araba fái að sitja friðarsamn- ingaráðstefnuna um Miðaustur- lönd og verði það samþvkkt hið allra fyrsta. Var þetta kjarni f orðsendingu, sem birt var í Moskvu, eftir að Ismail Fahmvs, utanríkisráðherra Egyptalands, Mann- skaðar 24. jan. AP. MARGIR brunar urðu i heiminum í gær og urðu í þeim manntjón og eignatjón. Auk hrunans mikla í Belgíu, þar sem skóladrengir létust, varð eldsvoði í íbúðarbvggingu í New York og létust ellefu manns. I Burma kom upp eldur í járnbrautarklefa og hlutu þeir, sem voru í klefanum, aivarleg brunasár. A Eilippseyjum létust 18 manns og 21 slasaðist, er fólks- flutningabíll fór út af veginum og eldur kom upp í honum. I Suður-Kóreu brann til ösku stærsta vefnaðarverksmiðja landsins. Fjórtán hundruð verkamenn voru við störf, þegar eldurinn kom upp og er ekki vitað til annars en þeir hafi komist út, heilir á húfi. Nýársmót TBR ÞÖ að tæpur mánuður sé liðinn af nýja árinu gengst TBR fyrir nýársmóti sinu í badminton 2. og 9. febrúar n.k. Mótið fer fram í Alftamj'rarskólanum og hefst klukkan 16.50 báða dagana, fyrri daginn verður leikið í einliðaleik, a- og b-flokkum karla og kvenna, og síðarí daginn í meistaraflokki beggja kynja. Þátttaka tilkynnist til Hængs Þorsteinssonar í síma 35770 eða 82725 fyrir 31. janúar. Fimmtug í DAG verður Elsa Elíasdóttir 50 ára. Hún er nú til heimilis á Hjálpr'æðishernum í Reykjavik. í hennar lífi sem margra ann- arra hafa skipzt á skin og skúrir. Heilsuleýsi hefur hún átt við að stríða frá því hún var 35 ára Elsa óist upp á Ljósstöðum í Glerárþorpi, Akureyri, hjá þeim sæmdarhjónum Olafi Eiríkssyni og Bj ö rgú H al ldórsdótt u r. Elsa hefur verið svo gæfusöm að velja sér Jesú sem leiðtoga lifs síns, því að hann er einasti vinur- inn, sem gefur kraft og styrk, þegar oss finnast haföldur lífsins himinháar. Guð bíéssi þér daginn Elsa mín og gefi þér gæfuríka framtíð. S.L.E. var að ljúka þriggja daga opin- berri heimsókn í Sovétríkjunum. Segir í orðsendingunni, að mál þessi verði ekki til lykta leidd með neinum sóma né að neinu gagni, nema fulltrúar Palestínu- manna fái að leggja orð í belg. — 39 milljónir Framhald af bls. 36 viðgerð stóð. Hluti af þessari kröfu, um 6 milljónir króna, er tengdur atriðum, sem telja verður til stofnkostnaðar skipsins — og eru því ekki allir kröfuliðir vegna galla. Eiu þar t.d. ýmsar lagfæringar, sem teljast felast í stofnkostnaði. Líkur benda til, að lögfræðileg deila geti komið upp í sambandi við ábyrgð ríkissj-óðs, en Reykja- víkurborg telur ríkisvaldið skaða- bótaskylt, þar sem hún gerði kaupsamníng við ríkið um kaup á skipinu. Hefur því borgin eingöngu samning við rfkið, sem aftur gerði samning við spænsku skipasmíðastöðina. F E RÐAÁÆTLU N ICELAND TOURS 1974 . Forsíðan á bæklingi Ferðafélagsins 1974. Aukin þátttaka hjá F.í. — Ferðaáætlun 1974 komin KOMIN er út ferðaáætlun Ferða- félags Islands fvrir árið 1974. A sl. ári var ferðum fjölgað í 222 og jafnframt urðu þátttakendur fleiri en árið á undan eða 6343. Varð aukningin 21,7%, því á árinu 1972 voru farnar 168 ferðir með 5212 farþega. Af 6343 far- þegum sl. ár voru útlendingar 960 eða 15%. Flestir urðu farþegarn- ir í Þórsmörk eða 2656 í 52 ferð- um. Næst komu Landmanna- laugar með 22 ferðir og 804 farþega. 43 fararstjórar voru í ferðum F.í. sl. ár. 1 ferðaáætluninni fyrir þetta ár er gert ráð fyrir 200 ferðum, sem skiptast í 22 sumarleyfisferðir, 128 styttrí ferðir, 34 Þórsmerkur- ferðir, 19 Landmannalaugaferðir og 6 Kjalarnesferðir. Tekur lengsta ferðin 17 daga en sú styttsta hluta úr degi. Verður gist í skálum félagsins þegar því verður við komið, annars í tjöld um. Ferðafélagið á nú 16 skála, sem eru misstórir. Stærstir eru Skagfjörðsskáli í Þórsmórk og Tungnafellsskálar á Sprengi- sandi, rúma 160—200 manns hver. Landmannalaugar taka við 110 —150 manns i skála, en minnst rúm er f skálanum á Jökulhálsi við Snæfellsjökul, eða fyrir 10 manns. Sumarleyfisferðir félagsins taka 4—17 daga í sumar. Má þar nefna 5 daga ferð til Vestmanna- eyja, 6 daga ferð um Snæfellspes, Breiðafjörð og á Látrabjarg, 6 daga ferð í Skaftafell og á Öræfa- jökul og gengið um staðinn, 9 daga ferð í Hvannalindir og Kverkfjöll. Þá eru þrjár Hor.n- strandaferðir 7 daga og 10 daga 11 daga ferð í Suðursveit, Horna- fjörð og Lönsöræfi, 17 daga ferð í Kerlingarfjöll og Arnarfell, 9 daga ferð á Mývatnsöræf i, 8 daga ferð um útkjálka og annes Vest- fjarða, 4ra daga ferð um Vonar- skarð og á Vatnajökul, 6 daga ferð í Eldgjá og Fjallabaksveg syðri, 12 daga ferð um Miðlandsöræfin, 12 daga ferð í Kverkfjöll, Brúar- öræfi og á Snæfell, 12 daga ferð um Miðausturland, 9 daga ferð á Snæfjallaströnd, í Grunnavík og á Drangajökul, 6 daga ferð í Hrafn- tinnusker, Eldgjá og Breiðbak, 4ra daga ferð á Trölladyngju og Vatnajökul og 4 daga ferð norður fyrir Hofsjökul og loks 4ra daga aðalbláberjaferð í Vatnsfjörð. A sunnudögum eru farnar styttri ferðir, sem hefjast fyrst kl. 13, sú fyrsta 6. janúar, og sumar kl. 9.30 þegar dag fer að lengja, en þá verða ferðirnar gjarnan lengri. Er mikið gengið um i ná- grenní Reykjavíkur. Og um há- sumarið eru iðulega farnar gönguferðir kl. 8 á kvöldin, byrjað á Jónsmessunni. Siðasta stutta ferðin er svo áramótaferð i Þórsmörk 31. desember. Bæði um hvítasunnu og verzlunarmanna- helgi er um að velja fjölmargar styttri ferðir. En stuttu ferðirnar eru alls 128. Þórsmörk og Landmannalaugar eru mjög vinsælir staðir. Fer Ferðafélagið í Þórsmörk á hverju föstudagskvöldi frá 3. maí til 28. júní. í Landmannalaugar verður farið á hverju föstudagskvöldi frá 31. maí frain í október og á laugardögum er haldið áfram í Eldgjá og Veiðivötn. Kjalferðir eru farnar á föstudagskvöldum 12. júli og til 23. ágúst og ekið þá í Kerlingarfjöll, Hveravelli og Karlsdrátt. Lög eftir Sigfús Halldórs- son flutt í Bústaðakirkju Ford Torino árg. '70, tveggja dyra sportmódel til sölu. Tilbúinn til tollafgreiðslu. Tilboð merkt: „Torino — 3103“ sendist afgr Mbl. Á SUNNUDÁGINN kemur mun kór Garðakirkju á Alftanesi flytja verk eftir Sigfús Halldórsson tón- skáld við messu í Bústaðakirkju i Reykjavík. Söngstjóri kórsins er Þorvaldur Björnsson organisti, og einsöngvari verður Kristinn Hállsson óperusöngvari. Einnig leikur Auður Ingvadóttir einleik á selló. Prestur Garðakirkju, séra Bragi Friðriksson, stígur í stólinn og flytur prédikun, og að auki syngur kór Bústaðakirkju undir stjórn organista kirkjunnar, Birg- is Ás Guðmundssonar. Verk þau, _sem Gaiðakórinn —Húshitun Framhald af bls. 5 hendi. Til þessa þurfi að hraða virkjun nýtanlegrar vatnsorku á Vestfjörðum, auka afköst dreifi- kerfisins og leggja tengilinu til orkuveitusvæðis Landsvirkjunar. 0 Alþingi og ríkisstjórn komi í veg fyrir alvarlega byggðaröskun vegna hins gífurlega mismunar á húshitunarkostnaði — eftir því orkuformi, sem notáð er — og er bent á þessa valkosti: a) Lagður verði á almennur orkuskattur. b) Aflað verði tekna til jöfnun- ar orkuverðs með áframhaldandi á 1 a g n i n g u v i ðl a g agj a I d s. e) Veittar verði ívilnanir við álagningu tekjuskatts í þeitn byggðarliigum, þar sem orkuverð er óeðlilega bátt. flytur nú í Bústaðakirkju, voru flutt í Garðakirkju síðastliðið haust og var frábærlega vel tekið. Er þess því að vænta, að þe'ir muni margir, sem leggja leið sína í Bústaðakirkju á sunnudagirin kl. 2, tií þess að hlýða á flutning þessara laga, sem öll eru samín við sálma eða andleg ljóð. — Endurskins- merki Framhald af bls. 3 degi, slæthri færð og skyggni. Ef bifieið er ekið i myrkri með lágan ljósgeisla sést gangandi vegfar- andi ekki fyrr en í um 25 m fjarlægð. Ef hinn gangandi veg- farandi ber endurskinsinerki sést hann hins vegar i 125 m fjarlægð. — Snjóblásarar Framhald af bls. 2 til borgarbúa um eðlilegan út- búnað, þegar slíkt veðurfar er og færð. í tiðarfari, sem verið hefur að undanförnu, þar sem margs konar veður hefur jafnvei verið sama sólarhringinn, rigning, snjó- koma og frost, er erfitt verk að halda götum og gangstéttum Itreinum og víða í borginni er komið lag á lag ofan af sandi og klaka. Með þessum úrbótum er vonast til þess, að unnt verði að draga úr því hættulega færi, sem venð hefur. — Island — Noregur Framhald af bls. 3 ernes Pressekontor, Oppland Arbeiderblad, Fremtiden (í Drammen), stjórnmálanefnd Arbeiderbladets í Osló og er nú ritstjóri Rogalands Avis i Staf- angri. Evind Berdal upplýsinga- stjóri, f. 1928. Eftir nám i stjórnmálafræðum og blaða- mennsku í Noregi, Bandaríkj- unum og Oxford starfaði hann við bandarísk og norsk blöð. 1961 til 1966 var hann fram- kvæmdastjóri fyrir „Nasjonal- komitéen for internasjonalt ungdomsarbeid" og jafnframt framkvæmdastjóri fyrir „Den norske Atlanterhavskomité" (aðildarfélag að The Atlantic Treaty Association). Starfs- maður upplýsingadeildar At- lantshafsbandalagsins í París og Brússel 1966—'73, síðan upplýsingastjóri hjá norðurher- stjórn NATO, (AFNORTH) í Kolsas í Noregi. Ellmann Ellingsen fram- kvæmdastjóri hjá Den norske Atlanterhavskomité, f. 1943. Lögfræðingur, námsferðir til Suður-Ameríku, Bandaríkj- anna og Kanada, formaður í Norges Konservative Student- erforbund 1968—1970, síðar i miðstjórn Norges Forsvarsfor- ening og er varaformaður í At- iantic Association of Young Politieal Leaders. Johan Jorgen Holst rann- sóknastjóri Norsk Utenrikspoli- tisk Institutt, f. 1937. Háskóla- próf í stjórnmálafræðum fram haldsnám við Columbia Uni- versity, rannsóknir við Center for International Affairs, Har- vard University, rannsóknir við Hudson fnstitute i New York 1967—'69, prófessor við Carle- ton University í Ottawa 1970. Á sæti í ráðgjafanefnd norsku ríkisstjórnarinnar um vígbún- aðareftirlit og afvopnun. Rit- verk m.a.: „Norsk sikkerhets- politikk i strategisk perspek- tiv" (1967), „Why AMB? Policy issues in the Missile Defence Contorversy" (New York' 1969), „El'—Norges vei?" (Oslo, 1972), „Security, Order and the Bomb" (1972), „The Small and the Powerful: Nordic Security and the Naval Situation in the North- East Atlantic" (1972) og „Five Roads to Nordic Securi- ty" (1973). Kjell Magne Bondevik stór- þingsmaður, f. 1947. Þingmað- ur Kristlig Folkepartí fyrir Mæri ogRaumsdal. Hefur starf- að í stjörn Æskulýðsráðs ríkis- ins, stjórn norsku friðarsveit- anna, stjórn Kristlig Fblkepart- is Ungdom og landsstjórn Kristelig Folkeparli. Ritstjóri „Ny veg" 1967—'70. Var ritari forsætisráðherra frá okt. 1972 til ág. 1973. — Loðnulöndun Framhald af bls. 2 Bergá með 40 á Hornafjörð, Hilm- ir með 380 á Eskifjörð, Asgeir með 370 á Seyðisfjörð, ísleifur með 250 á Stöðvarfjörð, Höfrung- ur III. með 260 á Reyðarfjörð, Víðir 250 á Seyðisfjörð, Álftafell með260 á Reyðarfjörð, Harpa RE með 250 á Eskifjörð. Síðan á miðnætti er um að ræða rösklega 6000 lestir frá 27 bátum. Grindvíkingur með 300 lestir á Seyðisfjörð, Kristbjörg II. méð 240 á Hornafjörð, Guðmundur með 720, en ekki var vitað hvort hann færi á Seyðisfjörð eða Vopnafjörð, Keflvíkingur með 220 á Seyðisfjörð og Faxalxirg með 470 á Seyðisfjörð, Héðinn með 350 á Seyðisfjörð, Sæberg með 100 á Eskifjörð, Þórkatla II með 180 á Seyöisfjörð og Ólafur Sigurðsson AK með 70 á Horna- fjörð, en síðasta skipið i upptaln- ingunni meldaði sig kl. 20 í gær- kvöldi. Alls er því í þessari upptaln- ingu um að ræða 40 skip með um 12000 lestir af loðnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.