Morgunblaðið - 26.01.1974, Side 1
32 SIÐUR
21. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1974. Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Grikkland:
Verða morðingj-
arnir náðaðir?
Miklar öryggisráðstafanir
Grfskir hermenn f brynvörðum vagni á verði við Aþenuflugvöll. Þota frá Oiympicflugfélaginu er að
koma inn til lendingar.
Aþenu, 25. janúar, AP.
HERVÖRÐUR i Grikklandi var í
dag stóraukinn við oliuhreins-
unarstöðvar, iðnfyrirtæki og flug-
velli af ótta við hefndaraðgerðir
skæruliðasamtakanna Svarta
september vegna dauðadómanna,
sem kveðnir voru upp i gær yfir
tveimur félögum samtakanna fyr-
ir morðin á 5 manns á Aþenuflug-
velli á sl. ári.
Grísk stjórnvöíd óttast, að
skæruliðasamtökin muni með ein-
hverjum aðgerðum reyna að fá
mennina látna lausa, eða að um
hreinar hefndaraðgerðir verði að
ræða.
Sem kunnugt er gerði hópur
skæruliða tilraun i sl. mánuði til
að fá mennina látna lausa, er þeir
rændu farþegaflugvél frá Luft-
hansa eftir fjöldamorð á Rómar-
flugvelli. Tóku ræningjarnir 14
gísla og flugu með þá til
Grikklands, þar sem þeir hótuðu
að taka þá alla af lífi ef grísk
yfirvöld létu ekki morðingjana
lausa. Yfirvöldin hétu hins vegar
að fara mildum höndum um
ræningjana við réttarhöldin og
héldu þá flugvélarræningjarnir
til Kuwait, þar sem þeir gáfust
upp, en stjórnvöld afhentu þá
siðar samtökum Palestínu-Araba.
Talið er hugsanlegt, að forseti
Grikklands. Gizikis hershöfðingi,
náði morðingjana og visi þeim
úr landi en i dómsúrskurði
réttarins í Aþenu er mönnunum
tveimur lýst sem ógnun við öryggi
Grikklands.
3. herinn laus úr
herkví á mánudag
Jerúsalemmálið
erfiðast, segir
Kissinger
Washington og Tel-Aviv,
25. janúar, AP.
HENRY Kissinger utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna skýrði frá
því í gær, að hann hefði haft
samhand á ný við sýrlenzka ráða-
menn um aðskilnað herja Sýr-
lands og ísraels í Golanhæðum:
„Við vonum, að þetta geti leitt til
samningaviðræðna," sagði Kiss-
inger, en vildi ekki ræða nánar
um málið, er fréttamenn spurðu
hann. Kissinger sagði, að ísraelar
hefðu nú til athugunar tillögur
Sýrlendinga og myndu koma með
gagntillögur, sem Bandaríkja-
menn myndu senda Sýrlands-
stjórn.
Kissinger sagði þetta, er hann
kom af fundi með utanrfkismála-
nefnd fulltrúadeildarinnar. Einn
þingmanna hafði það eftir Kiss-
inger, að samningaviðræðurnar
milli Sýrlendinga ög ísraela yrðu
miklu erfiðari en viðræðurnar
milli ísraela og Egypta og að
vandamálin i sambandi við rétt-
indi ísraela og Palestínu-Araba í
Jerúsalem yrðu erfiðust viðfangs.
Annars sagði þingmaðurinn, að
Kissinger hefði lftið viljað segja
um viðræðurnar vegna þess, að
þær væru á svo viðkvæmu stigi.
Skv. fréttum frá Tel-Aviv er
talið líklegt, að ísraelar verði
komnir svo langt með brottflutn-
ing herja sinna frá vesturbakka
Súezskurðar á mánudag, að hægt
verði að byrja að flytja hermenn hafa verið i sl. 3 mánuði. Um 20
úr þriðja her Egypta yfir skurð- þúsund menn eru í 3. hernum. Þá
inn úr þeirri herkví, sem þeir Framhald á bls. 18
Færeyjar:
Alger samstaða um
að hafna EBE-aðild
r
Atti að sparka
Kissinger ?
Los Angeles,25. janúár, AP.
BANDARÍSKA stórblaðið Los
Angeles Times skýrði frá því í
dag, að Henry Kissinger utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna
hefði verið þeirrar skoðunar,
að rannsókn leyniþjónustu-
deildar Hvíta hússins, sem
nefnd hefur verið „pfpulagn-
ingadeildin", á fréttaleka frá
bandaríska öryggisráðinu,
hefði miðað að því að hrekja
sig úr starfi.
Segir blaðið, að rannsókn
þessi hafi verið gerð að
undirlagi ráðgjafa Nixons,
þeirra Johns Erlichmans og
Roberts Haldemans, sent
grunuðu Kissinger um
græsku vegna fyrri ráð-
gjafastarfs hans hjá Nelson
Rockefeller þáverandi ríkis-
stjóra i New York og að þeir
hefðu einnig verið orðnir
hræddir um, að aukinn hróður
Kissingers gæti varpað skugga
á stöðu forsetans sjálfs. Rann-
sóknin var í sambandi við leka
af fundum öryggisráðsins, en
fréttir. þaðan birtust í dálki
hins kunna og umdeilda Jacks
Andersons árið 1971.
Þórshöfn, Færeyjum,
25. janúar.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Jogvan Arge.
ALGER samstaða var hjá ölium
flokkum í Lögþingi Færeyja í
gær um, að færeyska heima-
stjórnin geti ekki mælt með aðild
Færeyinga að Efnahagsbandalagi
Evrópu og jafnframt stUddu allir
flokkar tillögu um, að Færey-
ingar hefji viðræður um við-
skiptasamniug við EBE, einkum
varðandi fisk og fiskafurðir.
Mai'kaðsmálanefnd Lögþings-
ins fékk tillögur landsstjórnar-
innar og stjórnarandstöðuflokks-
ins til meðferðar á þriðjudag og
var hún Jbeðin að hraða störfum,
þar sem Danir þurfa að tilkynna
ákvörðun Færeyinga á ráðherra-
fundi EBE, sem haldinn verður i
Briissel nk. miðvikudag, og leggja
fram óskina um samningsvið-
ræður.
Meany
vill
Nixon
fyrir
rétt
Washington, 25. janúar, AP.
GEORGE Meany formaður
bandarísku verkalýðssamtak-
anna AFL-CIOsendi í dag bréf
til 113 aðildarfélaga sam-
bandsins, þar sem hann sagði,
að Nixon forseti hefði. með því
að nota sér glufur skattalag-
anna, sett fordæmi. sem setti
efnahagskerfi landsins í mikla
hættu.
Sagði Meany í bréfinu, að ef
bandarískur almenningur færi
að fordæmi forsetans, myndi
sá efnahagsgrundvöllur, sem
stjórn landsins byggði á,
bresta. Að sögn talsmanns
samtakanna er tilgangurinn
með bréfi þessu að fá verka-
lýðsforingja í Bandaríkjunum
til að auka þrýsting á þing-
menn landsins um, að Nixon
verði dreginn fyrir ríkisrétt
með embættissviptingu i huga.
Engin
undan
London, 25. janúar, AP.
VONIR Breta um, að hægt yrði að
snúa aftur til eðlilegrar vinnu-
viku urðu að engu í dag, er
Patrick Jenkin orkuinálaráð-
herra Breta skýrði frá því í
brezka þinginu í dag, að yfirvof-
andi allsherjarverkfall kola-
námainanna gerði það nauösyn-
legra en nokkru sinni áður, að
brezkur iðnaður héldi sig við
þriggja daga vinnuviku og al-
menningur sparaði enn meira við
sig rafmagn heima fyrir, til þess
glæta fram-
hiá Bretum
að forða frá enn frekari styttingu
vinnuvikunnar.
Jenkin sagði, að rikisstjórnin
hefði ihugað að létta hömlunum
af vinnutímanum, en ákvörðun
framkvæmdaráðs kolanáma-
manna um að láta fara fram alls-
herjaratkvæðagreiðslu um verk-
fallsheimild, hefði útilokað slikar
aðgerðir. Framkvæmdaráðið sam-
þykkti sem kunnugt er með 16
atkvæðum gegn 10 að hvetja til
allsherjarverkfalls. Niðurstöður
atkvæðagreiðslu verkamannanna
munu liggja fyrir síðar í þessari
viku.
Jenkin sagðist vilja taka það
skýrt fram, að brezka stjórnin
væri með aðgerðum sínum að
vernda brezku þjóðina gegn verð-
bólgu og sagði, að fyrri ríkis-
stjórnir landsins hefðu verið sam-
mála um, að of háar launakröfur
hefðu ætið verið meginástæðan
fyrir verðbölgu. Hann neitaði því,
að rikisstjórnin væri að knýja
fram átök við kolanámamenn og
verklýðssamtökin i heild.