Morgunblaðið - 26.01.1974, Side 4

Morgunblaðið - 26.01.1974, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974 Fa iii i.i 1.1:11.1 v 'I ÍA'lt' 22-0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 ITEL 14444*25555 mfíif/m I BlLALEIGA CAR RENTAL \é&SLM fHverfisgötu 18 SENDUM \f\ 86060 BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL «‘24460 í HVERJUM BÍL PIOMŒGJ^ ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI Í^J FERÐABÍLAR HF. BMaleiga. — Sími 81260. Fimm manna Citroen G.S. stat- ion. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m bílstjórum) SKODA EYÐIR MINNA. Skodr ' LBOAA AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. ffldV3tmMaí»ií) margfaldar markad yðar STAKSTEINAR Afram í olíunni Nú berast daglega fréttir um að líkur séu á því, að olíubann- inu aikunna verði létt af fyrr en menn óraði fyrir. Bæði hef- ur Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, talið það sennilegt og eins hefur Sadat forseti Egyptalands tekið í sama streng. Ef svo blessunar- lega til tekst á næstunni, verð- ur bjartara um að litast í vest- rænu efnahagslífi. En það er einnig Ijóst, að þó að olíubann- inu verði aflétt á næstunni, þá verður á fslandi hópur manna, sem verður í „olíubanni" næstu þrjú árin. Er hér um að ræða opinbera starfsmenn og fyrir það óuppsegjanlega ollubann mega þeir þakka formanni sín- um, Kristjáni Thorlacíus, deildarstjóra I fjármálaráðu- neytinu og varaþingmanni Framsóknarflokksins. Höfuðið bitið af skömminni Soraskrif Þjóðviljans að und- anförnu hafa verið fordæmd af öllum góðum miinnum. Hann gekk svo langt, að meira segja lesendum Þjóðviljans var brugðið og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína. Síðustu dagana hefur fjöldi manna sagt blað- inu upp og aðrir hótað uppsögn, ef Þjóðviljinn drægi ekki úr soraskrifunum. Þetta varð til þess, að aðeins bráði af Þjóð- viljaköppunum. En I dag bitu þeir höfuðið af skömminni. Nú eru þeir búnir að finna út og flenna það fram I leiðara í gær, að allur sorinn, sem þar hefur birzt aðundanförnu, sé ekki frá þeim Þjóðviljamönnum runn- inn, þeir hafi aðeins tilfært orð hinna ástsælu skálda Þorsteins Erlingssonar og Jóhannesar úr Kötlum!!! Það var og. Það hafa verið þeir Þorsteinn og Jóhann- es, sem að undanförnu hafa kallað forsvarsmenn Varins lands „rottulega karaktera“, „flugumenn Cia“ og þá sem skrifa undir landráðamenn, sem „börn þeirra og barnabörn munu skammast sín fyrir“. Já, það má sannarlega segja. að Þjóðviljinn er sorpblað, sem mælir með sér sjálft. Það liafa lágkúruskrif blaðsins að und- anförnu sannað. Hneyksli Á alþingi I gær spunnust nokkrar deilur vegna auglýs- inga ríkisins I tilteknum blöð- um Þjóðmálum og Nýju Landi. Bjarni Guðnason þingmaður Frjálslynda flokksins sakaði opinbera aðila um að auglýsa I Þjóðmálum — blaði „Samtak- anna" I þeim tilgangi einum að styrkja blaðið. Gengi þetta svo langt, að þar væru birtar aug- lýsingar um hluti, sem ættu að gerast löngu áður en viðkom- andi blað kæmi út, þannig að auglýsingin væri út í hött, þeg- ar hún loksins birtist. Karvel Pálmason svaraði Bjarna Guðnasyni I sömu mynt og til- færði ýmis dæmi um, að hið sama gerðist iðulega I blaði Bjarna Guðnasonar Nýju Landi. Þóttist Karvel góður að geta sýnt fram á, að þetta hneyksli þrifist víðar en I sínu blaði. Bjarni Guðnason kallaði þetta rán. En Bjarna gekk ekki til að kveða niður hneykslið, hann kvartaði yfir því, að Þjóð- mál fengju stærri hlut I ráninu en hans eigið blað. Þannig er siðferðið á vinstri kantinum. Þetta minnir á þann atburð er vinstri flokkarnir á einum degi seildust eftir 32 inilljónum I ríkissjóð eftir peningum til að strykja þau blöð, sem almenn- ingur vildi ekki kaupa. Þessu lýsti Svavar Gestsson, ritstjóri Þjóðviljans, með eftirminnileg- um hætti f sjónvarpinu á dög- unuin. Hann kom með þá kenn- ingu, að fyrst eitt blað seldist betur en annað, þá yrði samfé- lagið að grípa til þess bragðs að skenkja öðrum blöðum pen- inga. Sem sagt: Fyrst fólkið vill ekki kaupa blöðin okkar, þá verðum við, samfélagið, 31 þingmaður að ná okkur I það sem á vantar. Með hinni nýju skýrgreiningu sinni á samfé- laginu fer maður að skilja, hvað þessi ritstjóri á við með samfélagslegum aðgerðum. Haukur Ingibergsson- HUOMPLÖTUR Bob Dylan: Dvlan Stereo, LP Plötuprotið. Að Bítlunum og Rolling Ston- es frátöldum hafði enginn einn aðili jafn sterk áhrif á tónlist og poppmenningu áranna 1964 — 1970 og bandaríski söngvarinn og tónskáldið Boh Dylan. Hann varð frægur fyrir alvöru á ár- inu á árinu 1964 og hann kom með nýja vídd inn í poppið, hann lék einfalda tónlist á kassagítar og munnhörpu, enda var hún ekki aðalatriðið heldur textarnir og á þessum árum samdi hann fjölda texta, sem slógu í gegn. Aðalyrkisefni hans var þjóðfélagið og hinir mörgu gallar þess. Var munur- inn á áhrifum Dylans og áður- nefndra hljómsveita e.t.v. sá, að Bítlarnir og Stones náðu ítök- um í öllum stéttum og greindar- flokkum þjóðfélagsins á meðan áhrif Dylans voru mest á meðal háskólastúdenta og ýmissa pólitískra hópa. Veldi Dylans var mest fram til 1967 — 68, en þá hvarf hann að verulegu leyti af sjónarsvið- inu og hefur lifað kyrrlátu og alldularfullu lífi síðan. Um þetta leyti mun hann hafa lent í alvarlegu umferðarslysi. Síðan hefur hann ekki samið nein lög, sem jafnast á við þau, sem hann samdi á sínum fyrstu árum. Þessi plata, sem einfaldlega ber nafnið „Dylan', kom út seint á síðasta ári, en hefur vakið verulega athygli. Söngur- inn er að vísu sá sami og áður, sönglandi óánægðs rnann.s, en efnið er breytt. Flest laganna eru eftir aðra og úr ýmsum áttum, og hinn hvassi broddur er horfinn. Þarna eru m.a. lög eins og sagan um Ira Heyes, Indíanann frá Arizona, ástar- sagan um Lily of the West, hið fræga Iag Joni Mitchell: Big yellow taxi, Spanish is the lov- ing tounge, sem er undir spænskum áhrifum eins og nafnið bendir til, og eitt gamalt Presleylag; Can't help falling in love. Tónlistin er fábrotin; kassa- gítarinn og munnharpan auk orgels og rythmahljóðfæra. Einnig notar hann töluvert af kvenröddum og eru allar út- setningar nokkuð gamaldags, sem bendirenn til þess, að Dyl- an hafi staðnað æði snemma. Má því segja um þessa plötu, að nú sé Bleik brugðið. spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Hrtngið í síma 10100 kl 1 0— 1 1 frá mánudegt ttl fostudags og bið|ið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs ms Q Bréf sex daga á leiðinni í Kópa- vog úr Reykjavík Sigrfður Gísladóttir, Hvassaleiti 26, Reykjavfk, spyr: „Eg starfa í Kópavogi, og fæ þangað að staðaldri bréf úr þremur stöðum I Reykjavík. Þau eru yfirleitt lengi á leið- inni t.d. fékk ég 8. nóvember bréf, sem stimplað var í póst- húsinu við Langholtsveg 2. nóvember. Hvað veldur því, að bréfin eru svo lengi á leið- inni?" Matthfas Guðmundsson, póstmeistari f Reykjavík, svar- ar: „Það dæmi, sem neft er, hlýt- ur að teljast til undantekninga, en gerist hliðstætt atvik aftur, ætti að bera málið undir póst- þjónustuna á staðnum, í þessu tilviki Kópavogi, sem þá myndi sjá um, að það yrði kannað til hlítar." Q Póstþjónusta stefnubirting? Steinunn Þórisdóttir, Völvufelli 30, Reykjavík, spyr: „Er ékki hægt að fá póstaf- greiðlu eða a.m.k. frímerkja- sölu í Breiðholt III, þar sem langt er niður í Breiðholt II og erfiðar samgöngur á milli, sér- staklega fyrir gangandi vegfar- endur?" Matthías Guðmundsson, póst- meistari í Reykjavfk, svarar: „Eins og málin standa í dag er ekki reiknað með nema einu pósthúsi í Breiðholti. Hins veg- ar kemur til greina, að seld verði frímerki víðar, en erfitt er að fá fyrirtæki til að hafa frímerki til sölu að staðaldri, vegna lögbundinnar álagning- ar, sem er lág, eða 4%.“ Hreppurinn, sem fór 1 eyði SLETTUHREPPUR 1702 — 1952 Útgefandi: Átthagai'élag Sléttuhrepps, Re.vkjavík 1971. Það er misjafnt, hvernig bæk- ur vekja á sér athygli, enda tilgangurinn með ritun þeirra misjafn, einnig hvatir höfunda og útgefenda. Gróðahyggjan í útgáfustarfsemi bóka hin síðari ár er áberandi, og auglýsinga- flóðið í fjölmiðlum á jólavertíð- um hóka ber henni vitni. En allar reglur hafa undantekning- ar. Eg hélt, að útkoma hókar eins og þessarar færi ekki framhjá mér.því aðhún er í þeim flokki rita, sem ég hefi gjarna í hóka- skáp mínum í seilingarfæri frá sæti mínu. Ég varð hennar þó fyrst var í þessum máhuði í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins. Ekki fann ég hana í neinni bókabúð, en fékk eintak að láni í Borgai'bókasafni Reykjavíkur. Þegar ég fór að lesa bókina varð mér strax ljóst, að hér var á ferðínni merkilegt, fallegt og vel unnið heimildarrit um hyggðarsögu eina hreppsins á Íslandi, þar sem byggð hafði algerlega lagzt niður. Það er greinilegt, að hók þessi er ekki rituð í gróðaskvni, heldur með ást á viðfangsefn- inu og til þess að varðveita menningarsögu afskekktasta og harðbílasta hreppsins á íslandi, og hefur þetta tekizt með ágæt- uin. Hin 227 hrepps- og sveitar- félög landsins ættu að líta í eigið kot og athuga, hvernig þessum málum er komið i heímabyggð þeirra. Því að ef mannlaus hi'eppur við norður- skautslxaug getur fest sögu sína jafn myndarlega á pergament, hvaðættu þá ekki hínir að geta gert, þar sem enn er búið og brauð bakað? Nær allir hreppar landsins eiga sina sagnaþuli og fræði- menn, en ritstörf þeirra eru oft- ast lítt skipulögð, enda jafnan unnin af áhuga á viðfangsefn- inu til eigin fróunar fremur en til þess að varðveitast á prenti sem heimildarrit. Því er starf þessara manna alloft í molum. Nú heiti ég á allar hrepps- nefndir og sveitarfélög lands- ins að verða sér úti um eintak af bókinni „SLÉTTUHREPP- UR, fyrrum Aðalvíkursveit ", og taka hana til fyrirmyndar um ritun slikrar byggðarsögu fyrir eigin lirepp, skreytta myndum af býlum og búendum eins og kostur er, og gefa sjálfum sér og hreppsbúum í afmælisgjöf á 1100 ára afmæli islandshyggð- ar. FVam, fram fyiking. . . og gangi starfið aðóskum. Bókin „Sléttuhreppur, fyrr- um Aðalvíkursveit" er 480 blað- síður. Höfundar eru Kristinn Kristmundsson skólameistan á Laugarvatni og Þórleifur Bjarnason námsstjóri í Reykja- vík. í henni eru lýsingar jarða, landkostir, áhúð og afkoma og ýtarleg ábúendatöl. Sfðasti kafli bo'karinnar ber fyrirsögn- ina: Hvers vegna eyddist Sléttuhreppur? Að lokum er nafnaskrá og heimíldaskrá. Eins og ég áður nefndi, þá hefi ég ekki orðið var við, að bók þessi væri auglýst eða henni haldið að kaupendum síð- ustu jólabókavertfðir. En þetta er vissulega eigulegri bók held- ur en flestar þær, sem boðnar voru fyrir síðustu jól. Bókin fæst hjá formanni út- gáfunefndar, Gunnari Friðriks- syni forstjóra, Garðastræti 6, Reykjavík. Verð hennar er 1200 krón ur. Reykjavfk, 21. janúar 1974. Stefán Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.