Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 7

Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. J ANUAR 1974 7 Egypzkir og ísraelskir herforingjar ræða' skipulagningu aðskilnaðar herjanna við Súez-skurð. Árangurinn af sáttaferðum Henry Kissingers utanríkisráð- herra Bandarikjanna, sem leiddu til aðskilnaðar herja Egypta og ísraela við Súez-skurð, hefur vald- ið ýmsum bandamönnum Egypta miklum áhyggjum. Það var undirstöðuatriði í til- raunum Kissingers að koma á að- skilnaði hersveitanna á austur- bökkum skurðarins, og láta gæzlu- sveitir Sameinuðu þjóðanna taka sér stöðu á milli þeirra. Nú er það ætlun ráðherrans að reyna að koma á sams konar aðskilnaði á sýrlenzku vígstöðvunum og draga þannig úr hættunni á frekari átök- um ísraela og Araba Kissinger og Anwar Sadat for- seti Egyptalands — sem nú virð- ast sammála um flest — telja nauðsynlegt að minnka hættu- ástandið á sýrlenzku vigstöðvun- um áður en friðarviðræður hefjast á ný í Genf. Þrátt fyrir nokkra óánægju Sýrlendinga með samninga ísraela og Egypta, virð- ast horfur á, að það takist. Áður en það verður þarf Sadat forseti að sannfæra bandamenn sina um, að aðskilnaður hefjanna við Súez-skurð sé hvorki uppgjöf né fyrsta skrefið að sérstökum friðarsamningi Egypta og ísraela. í því skyni sagði liann nýlega í orð- sendingu til bandamannanna: ,,Við erum nú i sterkri aðstöðu. Við höfum mætt ísraelum á vig- völlunum (með góðum árangri), og þvi skyldum við ekki geta mætt þeim við samningaborðið?" Gagnrýnendur lians heima og heiman telja, að þótt aðskilnaður- inn við Súez-skurð megi teljast ávinningur (þar sem ísraelar draga her sinn frá skurðinum), slái liann sterk vopn úr hendi Araba, mögu- leikana á að herja styrjöld á ný. Svar egypzku stjórnarinnar við þessari gagnrýni er, að þótt dregið verði úr styrk egypzka hersins á austurbakka skurðarins, sé ekkert því til fyrirstöðu að senda þangað liðsauka fyrirvaralaust. Því er þó ekki að neita, að á meðan gæzlu- lið Sameinuðu þjóðanna er i varð- stöðu milli herjanna og ísraelski herinn í Giddi og Mitla fjallaskörð- unum er hernaðarstaða Egypta mun óhagstæðari en hún var fyrir októberstyrjöldina eða á fyrstu vikum vopnahlésins. Efasemdirnar meðal annarra Arabaþjóða í garð Egypta (samningar Kissingers liafa einnig valdið miklum deilum í ísrael) stafa ekki livað sízt af þeirri miklu leynd, sem hvfldi yfir samninga- viðræðunum. Sadat hefur reynt að draga úr þessum efasemdum með íSSiH, THE OBSERVER Éftir John de st. Jorre skyndiheimsóknum til hinna Arabaríkjanna til að skýra málið. Hann leggur áherzlu á, að samningurinn við Israela sé hernaðarlegs eðlis og að stjórn- málahlið málsins, sem varðar öll Arabaríkin og Palestinu-Araba, verði aðeins leyst með sameigin- legu átaki Araba á friðarráð- stefnunni í Genf. Kissinger og Sadat virðast telja óþarft að hlusta á gagnrýni frá Libýu og írak og róttækari sam- tökum Palestinu-Araba, en þeim beri að leggja aðaláherzluna. á að ná samningum um Sýrland. Sadat liefur mestan áhuga á að hefja á ný viðræðurnar i Genf, en Kissing- er að draga úr spennunni á sýr- lenzku vígstöðvunum og fá Feisal konung Saudi-Arabíu til að af- nema bannið við sölu á oliu til Bandarikjanna. Egyptaland og Sýrland þurfa að standa saman. Án stuðnings egypzka hersins stafar ísrael engin ógnun af Sýrlandi, og Assad Sýrlands forseti veit, að lionum reynist erfitt að koma málum sín- um á framfæri i Genf án stuðnings Egypta. Á liinn bóginn þarfnast Egyptar enn stuðnings Sýrlend- inga, bæði vegna þess, að hugsan- legar hernaðaraðgerðir — sem nú eru taldar mjög óliklegar — væru ekki jafn líklegar til að bera árang- ur án þátttöku Sýrlendinga, og vegna þess, að stuðningur Sýr- lendinga auðveldar Sadat að sann- færa aðrar Arabaþjóðir um hag- kvæmni friðarstefnunnar. Það má því búast við, að næsti þáttur i leik þeirra Kissingers og Sadats gerist i Damaskus. Henry Kissinger og Anwar Sadat. vilj a frið FRAMTALSAÐSTOÐ Veitum aðstoð við gerð skattfram- tala einstaklinga og fyrirtækja Tölvfs h.f., Hafnarstræti 18, Simi 22477 ÍBÚÐTIL LEIGU 4ra herb íbúð í Breiðholti til leigu i 6 til 7 mán. Uppl í sima 93 — 6313 SKATTFRAMTÖL Önnumst skattframtöl Guðjón Steingrímssom hrl., Ólafur Jóhannesson, Linnetsstig 3, Hafnarfirði, símar 53033 og 52760 KJÖTBÚÐ ÁRBÆJAR, Rofabæ 9, Sími 81270. býður yður úrvals þorramat i árshátiðir Komum með matinn Munið okkar vinsæla kalda borð Afgreiðum Þorrakassann eftir pöntunum SKATTAFRAMTÖL * Veitum aðstoð við skattframtöl Pantið tíma sem fyrst Fasteignasalan Hús og Eignir, Bankastræti 6, símar 16516 og 16637. FÓLKSBIFREIÐ TIL SÖLU Benz árg. 19 74, týpa 190 diesel, engin útb. eri mánaðargreiðslur. skipti koma til greiria. Uppl. i sima 71 725 og 99-3250. SKATTFRAMTÖL Veitum aðstoð við skattframtöl Pantið tima sem fyrst. Símar 41095 og 85789 Framtalsþjónustan MagnúsÁ. Bjarnason, Þórólfur Kristján Beck. ÍBÚÐ ÓSKAST 2ja — 3ja herb ibúð óskast til leigu strax Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Upplýsirigar i sima 18451 BIFREIÐASTÆÐI til leigu i miðborginni. Upplýsingar i sima 1 9999 SKATTFRAMTOL Veiti aðstoð við skattframtöl og reikningsskil eiristaklmga og fyrir- tækja. Jón 0. Hjörleifsson, viðskiptafræðirigur, simi 33313 ÍBÚÐ Á LEIGU Ung barnlaus hjón óska eftir að taka á leigu 2ja eða 3ja herbergja íbúð Fyrirframgreiðsla fyrir hendi, ef óskað er. Nánan upplýsingar i sima 21 779. BORÐSTOFUSETT Borðstofuskápur ásamt borðstofu- borði m/lengingarmöguleikum og sex stólum Gott verð Uppl i sima .83239 MERCURY COMETÁRG. '72 til sölu. Sjálfskiptur, vökvastýri og Iftil 8 cyl. vél. Litið ekinn. Uppl. i sima 23355 milli kl. 14 — 1 7 i dag og næstu daga UNG KONA óskar eftir vinnu fyrir hádegi Allt kemur til greina, einnig húshjálp Tilboð sendist afgr Mbl merkt „3104" EINBÝLISHÚS 3ja herb. og eldhús ásamt bilskúr til sölu Lítil útborgun Laust fljót- lega. Uppl. i síma 5925, Hellu, Rang HÚSGOGN 12 hansahillur. skrifpúlt, viriskáp- ur, 6 léttbyggðir stólar og skrif- borð. Sanngjarnt verð. Uppl. i sima 83239. RÁDSKONUSTAÐA óskast til vors, helst í nágrenni Reykjavikur. Upplýsingar i sima 72405, kl 10—12 f.h. næstu daga TILSOLU Skania Vabis vörubifreið árg. 1964 i mjog góðu ástandi Upp- lýsingar i simum 93-1494 og 93- 1830 Til sölu bátavél (ásamt gear) Scania Vabis 200 ha. vel með farin í góðu lagi. Uppl. ísíma 96-33130 eða í 96-331 26. Félag lárnlðnaðarmanna w ALLSHERJAR- ATKVÆDAGREIRSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 1 8.00 þriðjudaginn 29. janúar n.k. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 1 4 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Tillögum skal skila til kjörstjórnar í skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 16, 3. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 70 fullgildra félagsmanna. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.