Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 15
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974 15 m* 1 w • f / limes skýrir tra gömlum njósna- hring í Bretlandi London, 25. janúar, NTB. FYRRVERANDI starfsmaður tékknesku leyniþjónustunnar hefur gefið brezkum stjór'nvöld- um ítarlegar upplýsingar um njósnahring, sem starfaði í Bret- landi á sjötta áratugnum. Meðal þeirra, sem hann hafði á sfnum snærum, voru þrfr þingmenn og fjöimargir háttsettir embættis- menn. Leyniþjónustumaður þessi, sem heitir Josef Frolik, flúði fyrir mörgum árum til Bandaríkjanna og býr þar nú undir nýju nafni. Hann kom til London í síðustu viku til að gefa brezku stiórninni FRÉTTA af skákum þeirra Byrne og Spasskys er beðið með hvað mestri eftirvænt- ingu. Spassky hefur nú tvo vinninga, en Byrne engan. Skákmennirnir eru í mikilli taugaspennu upplýsingar og þá náðu frétta- menn frá ,,The Times“ í hann og fengu upplýsingar í leiðinni. í viðtali við Times segir Frolik, að á sjötta áratugnum hafi Aust- ur-Evrópuríkin rekið umfangs- meiri njósnastarfsemi i Bretlandi en nokkru öðru landi að undan- skildum Austurríki og Austur- Evrópuríkin rekið umfangsmeiri njósnastarfsemi í Bretiandi en nokkru öðru landi að undanskild- um Austurríki og Vestur-Þýzka- landi. Leyniþjónustum þeirra tókst að koma mönnum sínum inn í stjörnunarkerfið, þingið og verkalýðshreyfinguna. Að því er Frolik segir, tók brezka leyniþjónustan þing- mennina þrjá til bæna, eft- ir að hún hafði fengið upp- Framhald á bls. 18 I loftbelg upp í 44 þús. fet Indlandi, 25. janúar, AP. TVEIR brezkir loftbelgsflug- menn tilkynntu í dag, að þeir hefðu slegið met í flughæð i „heitaloftsbelgjum" með því að komast upp í 44 þúsund feta hæð, yfir miðhluta Indlands. Fyrra metið var 36.200 fet og var það annar þátttakendanna núna, Juli- an Nott, sem setti það yfir Heres- fordshire í Bretlandi í júlí 1972. Með honum við að setja þetta nýja met var Felix Pole. Loftbelgurinn þeirra heitir Daffodil og sérstakir hæðarmælar skráðu flughæð belgsins. Hæðar- mælarnir verða sendir til „Federation Aeronautic Int- ernationale", sem skráir met og setur reglur um skemmtiflug i loftbelgjum. Chiíe kærir Svíþjóð STJÓRN Chile hefur kvartað umdan því hjá Sameinuðu þjóðunum, að sænska stjórnin hafi lagt fram fé til andspyrnu- hreyfingarinnar í Chile. í kvörtuninni er sagt, að með því að leggja hreyfingu til fé, sem hafi það að yfirlýstu inarkmiði að steypa stjórn landsins með vopna- valdi, hafi Svfþjóð brotið sátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Sænsk yfirvöld halda því fram, að kvörtunin sé á misskilningi byggð. Peningarnir hafi fengizt með einkasöfnun en ekki opin- berri söfnun eða fjárveitingu og þeir voru afhentir Beatriz Allende, ekkju fyrrverandi for- seta landsins, sem lét lífið í bylt- ingunni 11. setpember siðastlið: inn. Olof Palme forsætisráðherra var að vísu viðstaddur afhending- una en yfirvöld segja, að hann hafi verið þar sem formaður sósíaldemókrata, en ekki sem for- sætisráðherra. Þau vilja því ekki fallast á, að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið brotinn í þessu tilfelli. Svíþjóð hefur engan sendiherra f Chile, síðan Edelstam var rekinn þaðan fyrir andspyrnu sina og aðstoð við flóttamenn. Hins vegar er þar sendiráðsritari og eitthvað starfslið, sem er undir mjög ströngu eftirliti. Janúar, AP. ALLIR skákmennirnir átta, sem keppa um réttinn til að tefla við Bobby Fischer um heims- meistaratitilinn, áttu að tefla í dag (föstudag), en taugaspennan er farin að hafa sín áhrif á kepp- endurna. Robert Byrne frá Bandaríkjunum frestaði fimmtu skák sinni við Boris Spassky á miðvikudag vegna ofþreytu og andvökunótta. Henrique Meck- ing, frá Brasilíu frestaði skák sinni við Viktor Korchnoi frá Sovétríkjunum af sömu ástæðu. Byrne og Spassky tefla í Puerto Rico. Spassky hefur unnið tvær skákir, en Byrne en’ga, og þarf Rússinn því aðeins einn vinning ennþá til að komast í undanúrslit- in í apríl. Reglurnar eru þannig, að ef hvorugur keppandinn hefur þrjá vinninga eftir 16 skákir, vinnur sá, sem hefur betri stöðu, þ.e. hefur unnið eina eða tvær skákir. Ef þeir eru jafnir er varp- að hlutkesti. Jafntefli eru ekki talin. Mecking og Korchnoi halda áfram fimmtu skák sinni i Augusta í Georgíu i dag. Skáksér- fræðingar segja, að Korchnoi hafi haft beri stöðu, þegar skákin fór í bið á miðvikudag. Þeir hafa leikið fjórar skákir, sem allar urðu jafn- tefli og munu eigast við í sjötta skipti á morgun. í Moskvu tefla sovézku stór- meistararnir Anatoly Karpov og Lev Polugaevsky sina fimmtu skák í dag. Karpov, sem er 22 ára gamall, var kjörinn bezti skák- maður Sovétríkjanna árið 1973 og hefur einn vinning gegn engum. í Palma á Mallórca eígast svo við þeir Tigran Petrosjan fyrrver- andi heimsmeistari frá Sovétríkj- unum og Lajos Portisch frá Ung- verjalandi. Þeir hafa teflt þrjár skákir til þessa og alltaf gert jafn- tefli. Olíufélögin stór- græddu árið 1973 New York, 25. janúar, AP. ÞRJÚ af stærstu olíufélögum Bandarfkjanna hafa upplýst, að á árinu 1973 hafi tekjur þeirra auk- izt frá 28 og allt upp í 47 prósent. Mobile Oil Corporation, næst stærsta olíufélag landsins, upplýsti, að tekjurnar hefðu auk- izt um 47 prósent, úr 574,2 milljón.um árið 1972 upp í 842,8 milljónir dollara 1973. Shenn, sem er sjöunda stærsta olíufélag Bandaríkjanna, til- kynnti, að tekjurnar hefðu aukizt um 28 prósent, úr 260,5 milljón- um dollara upp i 332,7 milljónir dollara. Stærð félaganna er reikn- uð út frá olíusölu þeirra árlega. Fyrr í vikunni hafði Exxon Corporation, stærsta félagið í olíuiðnaðinum, tilkynnt, áð tekju- aukning þess á árinu hefði verið 59 prósent og Cities Service og Union Oil i Kaliforníu hafa upplýst, að aukningin hafi verið um 50 prósent hjá hvoru þeirra. Háværar raddir hafa heyrzt um það í Bandaríkjunum að undan- förnu, að oliukreppan hafi i raun- inni verið tilbúningur oliufélag- anna, sem hafi m.a. verið að reyna að auka tekjur sínar. Ekki liggja fyrir neinar beinar sannanir um þetta ennþá, en sérstök rann- sóknarnefnd hefur verið skipuð til að fjalla um málið. Viljaekki aukna efna- hagsaðstoð Washington, 24. janúar, AP. FULLTRÚ ADEILD Banda- ríkjaþings felldi í gær tillögu um að hæKka fram- lag til Alþjóðlegu þróunar- stofnunarinnar úr 960 milljónum dollara upp í 1,5 milljarð, og er talið, að því hafi valdið bæði reiði vegna olíubanns Arabaríkjanna og andstaða gegn aðstoð við er- lend ríki almennt. Tillagan var felld með 248 atkvæðum gegn 155. Með henni voru 108 demókratar og 47 repúblikanar, en á móti 118 demókratar og 130 repúblikanar. Sumir and- stæðingar tillögunnar bentu á, að stofnunin, sem ep i tengslum við Alþjóðabank- ann, lánaði fé með 1 prósent vöxtum á sama tíma og lægstu vextir i Bandaríkjun- um væru 8,5 prósent. Þeir segja, að Bandarikin eigi nú að einbeita sér að því að styrkja sinn eigin efnahag. Kafbátakapphlaupið: Rússar geta smíðað mun hraðar en USA BANDARÍSKA blaöið „The New York Times“ skýrði frá því nýlega, að Sovétríkin væru að auka getu sína til smíða kjarnorkukafháta og hefðu hafið smíði nýrrar tegundar, sem nefnd hefur verið „Challenge“. Upplýsingar þess- ar, sem koma frá handaríska varnarmálaráðuneytinu, koma ekki mjög á óvart, en eru frek- ari sönnun þess, að Sovétríkin eru staðráðin í að láta Banda- ríkin ekki fara of langt fram úr sér hvað kafbátaflota snertir. Hin nýja kafbátategund Sovétríkjanna er nokkru stærri en Delta-gerðin, sem bættist í sovézka flotann 1972. Höfuð- munurinn er þó sá, að Challenge-kafbátarnir geta bor- ið 16 langdrægar eldflaugar með kjarnaoddum, en Delta- kafbátarnir aðeins 12. Tilkoma þessa nýja kafbáts á rætur sínar að rekja til sam- komulags Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar. í því er meðal annars kveðið á uni há- marksfjölda kafbáta og þeirra eldfiauga, setn þeir mega bera. Sovétrikin mega mest eiga 62 kafbáta, sem geta borið samtals 950 heimsálfuflaugar. Ef þau hefðu haldið áfram að smíða Delta-kafbátana, sem bera 12 flaugar hver, hefðu þau ekki getað náð 950 flauga há- markinu nema með því að smíða of marga kafbáta. Þau hafa því ákveðið að byggja stærri báta til að geta náð báð- um hámarkstölunum. Þegar samkomulagið var gert við Bandaríkin, áttu Sovétríkin 45 kafbáta, sem annað hvort voru þegar komnir á sjó eða verið var að ljúka við smíði á. 1 dag eiga þau um 50 kafbáta á sjó eða í smíðum. Bandaríkin eiga aftur á móti 41 kafbát, sem ber heimsálfuf laugar. Hins veg- ar eru sovézku flaugarnar aðeins vopnaðar einni kjarn- orkusprengju, en þær banda- risku bera márgar, þannig að þótt Sovétrikin eigi fleiri flaug- ar hafa Bandarikin vinninginn, þegar sprengjurnar eru taldar. Bandarikin hafa einnig nýjan kafbát á teikniborðinu, hann er af svonefndri Trident-gerð og ntun geta borið 24 eldflaugar. Það eru þó nokkur ár þangað til bátar af þeirri gerð verða komnir á sjóinn. Bandarikin hafa þó ekki jafn miklar áhyggjur af þessari nýju tegund sovézkra kafbáta og af getu Sovétríkjanna til að smíða þá. Þau eiga nú þegar stóra kafbátasmíðastöð á norður- ströndinni í grennd við Mur- mansk og aðra á Kyrrahafs- ströndinni nálægt Vladivostok. Með þessu geta þau smiðað kaf- báta þrisvar sinnum hraðar en Bandaríkin, ef þeim dettur það í hug. A siðustu árum hafa Sovétrikin framleitt um 12 kjarnorkukafbáta á ári, og er helmingur þeirra ætlaður til að bera eldflaugar, en hinn helm- ingurinn vopnaður tundur- skeytum til að granda skipum og öðrum kafbátum. Bandarík- in hins vegar hafa framleitt um tvo kafbáta á ári og er gert ráð fyrir, að þeim fjölgi upp í fimm á ári í náinni framtíð. m&m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.