Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 28

Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974 ^r§ 111 Doppa og Dlll á ferðaiagl Henni fannst alltaf svo gaman að heyra til hans. Hann boðaði nýjan dag, og fram að þessu hafði henni fundizt hver dagur svo skemmtilegur, en nú kveið hún fyrir því að fara frá henni mömmu sinni, sem alltaf hafði verið henni svo mikils virði. Hún hafði engan tíma til þess að hugsa meira um þetta. Díli beið eftir henni! ekki fyrr en þau voru komin góðan spöl eftir vegin- um, að þau mundu eftir því, að þau höfðu ekkert borðað. Þau urðu bæði svöng og þyrst, en nú dugði ekki að snúa heim. Þau fundu bæði, að ef þau gerðu það, myndu þau ekki hafa sig af stað aftur. — Ég er svo hræðilega þyrst, sagði Doppa. — Og ég er svo óttalega svangur, sagða Díli. Við skulum fá okkur vatnsdropa þarna úr læknum, það er betra en ekkert. Þeim fannst vatnið bragðlítið og kalt. — Þetta er svo óttalega kalt, sagði Doppa, ég fæ tannakul, það er þó munur eða mjólkin heima. Hver fer upp? Fylgdu þráðunum frá fiugeldunum og reyndu að finna, hvort náunginn á myndinni hefur kveikt í flugeld nr 1, eða 3 við flöskustútinn? ■ij3æq nusSuai uiSnnupio ja getj :jkas eftir Hugrúnu — Við verðum að venja okkur við ýmislegt, sem við höfum ekki þekkt áður, sagði Díli. Við erum ekki lengur neinir pelahvolpar. Doppa var hissa á því, hvað Díli var hress í anda undir svona kringumstæðum. Hana langaði mest til þess að gráta. Hvað skyldi mamma hennar hugsa þegar hún svaf ekki í bælinu hjá henni í nótt, og finnur hana ekki heima við? Vesalins mamma, hvað hún hlýtur að verða hrædd um hana. — Um hvað ertu að hugsa, spurði Díli. — Ekkkert sérstakt, sagði Doppa. — Þú ert eitthvað svo dauf á svipinn. Ertu hrædd við þá stóru? — Nei, nei, sagði Doppa, ég er bara svo óttalega svöng. Hvar ætli við getum fengið mat? — Mat, át Díli upp eftir henni. Heldurðu að við getum ekki haldið út að vera matarlaus einn dag? — Ég veit það hreint ekki, sagði Doppa. Mér er svo ósköp illt í maganum, þegar hann er svona galtómur. — Reyndu að hafa augun hjá þér. Við verðum að bjarga okkur eftir beztu getu, sagði Díli. Það getur verið að við finnum bein til þess að naga. Við skulum hætta á að fara inn í bæinn, sem þú varst að tala um. Þar er kannski mikið til af mat. Nú skulum við ekki fara eftir veginum, heldur þarna eftir ásunum. Þegar orðið er svona bjart er hætta á að við mætum einhverjum, sem þekkir okkur. Kannski fer einhver að leita að okkur. — Þess vildi ég óska, hugsaði Doppa litla, en hún gætti sín að láta ekki á neinu bera. Hennar heitasta ósk var að komast aftur heim til hennar mömmu sinnar og fá folgan, góðan sopa úr matarílátinu sínu. — Nú erum við komin svo langt, að enginn þekkir okkur, sagði Díli. Við skulum fara heim að bænum þarna uppi á hæðinni og vita, hvort við getum ekki fengið okkur eitthvað í svanginn. Doppa var alveg til í það. Hún var orðin máttláus af sulti og þreytu. Þau gengu varlega heim að bænum og snuðruðu í kringum hann. Þau heyrðu til hænsna inni í reisulegu húsi heima við bæinn. Þar gat verið einhver matarvon. Úti fyrir dyrunum sáu þau trog með mjólk. Það var einmitt það, sem þau þráðu, og mjólkin var horfin úr troginu áður en þau vissu af. Þetta var alveg dásamlegt. Nú höfðu þau þó fengið nóg til þess að geta haldið áfram eitthvað lengra. oAJonni ogcTManni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Hásetarnir báðir voru með stórar ullarábreiður undir hendinni og stukku niður í bátinn. Annar greip Manna og setti hann á þóftu. Hinn vafði um bann ábreiðunni, tók hann á hand- legg sér og bar hann upp stigann. Sá fyrri ætlaði nú að fara eins að við mig. En ég vildi ekki láta fara með mig eins og barn frammi fyrir öllum þessum hóp. Ég skauzt framhjá honum og upp í stigann með mestu erfiðismunum. Ég hlýt að hafa verið aumlegur á að líta, snögg- klæddur. rennvotur, fölur og hríðskjálfandi. Þeir hleyptu mér ekki áfram, heldur gripu mig, vöfðu um mig ábreiðunni og báru mig upp. Uppi á þilfari safnaðist heill hópur af liðsforingj- um, hásetum og herskólasveinum í kringum okkur. Nú voru þeir ekki eins glaðlegir og daginn áður. \3Iir voru alvarlegir og kvíðafullir á svip. Það var farið með okkur aftur á. Liðsforingjarnir gengu á undan, hásetarnir, sem báru okkur, eltu þá. Þar vorum við bornir niður breiðan stiga, með málmriði á báðar hendur, tíu eða tólf þrep. Þar kom- um við í lítið, fallegt herbergi, og voru þar tvö rúm, annað vfir hinu. Liðsforinginn dró dumbrautt tjald til hliðar. Mjallhvít lök voru á báðum rúmunum og bláar ull- ardýnur. í miðju herberginu var borð úr rauðaviði. Við báða veggi voru legubekkir klæddir bláu silki. Eftir bendingu liðsforingjans lögðu hásetarnir okk- ur á dúnmjúka legubekkina. Ég stóð strax upp aftur og settist við hliðinaáManna. Liðsforinginn skipaði hásetunum eitthvað. Þó að við skildum ekkert, vissum við, að það var eitthvað uni okkur, því að hann benti fyrst á Manna og síðan á mig. mc&tnorgunkaffinu — Og að lukum eru hér veðurfréttir frá Islandi: Hæg- ur andvari, heiðskfrt og hiti 24 til 27 stig. . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.