Morgunblaðið - 26.01.1974, Side 31

Morgunblaðið - 26.01.1974, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974 31 Stórt tap í fyrsta leik Polar Cup ISLENDINGAR léku sinn fyrsta leik f Polar Cup-keppninni f körfu- knattleik í gærkvöldi og mættu þá Svfum. Eins og vænta mátti fóru Svíarnir með öruggan sigur af hólmi, skoruðu 101 stig gegn 68, í leikhléi var staðan 52:28. Þó svo að munurinn á liðunum virðist mikill, ef litið er aðeins á tölurnar, var viðureignin þó alls ekki svo ójöfn. Islenzka liðinu tókst sæmilega upp í varnarleiknum, en f sókninni gekk dæmið hins vegar ekki upp. Norskur dómari leiksins dæmdi Svfunum mjög í vil og hefur íslenzka körfuknattleikssambandið nú neitað að leika ef hann á að dæma. Leikurinn hófst með því, að Sví- arnir skoruðu fjögur fyrstu stigin og misstu aldrei forystuna í leikn- um. Eftir 15 mínútna leik var staðan 38:20 og síðustu mínútur fyrri hálfleiksins juku Svíarnir muninn í 52:28. Munurinn jókst svo lítillega í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 101:68, eins og áður sagði. Svíarnir eru allir mjög hávaxn- ir, meðalhæð leikmanna er 198 sm Þessum risum varð þó lítið ágengt undir körfunni, en hittni þeirra fyrir utan var þeim mun betri og aðalskytta þeirra, Ar- ström hitti úr hverju einasta lang- skoti sínu. I sókninni gengu þau leikkerfi, sem islenzka liðið hefur verið að æfa, ekki upp gegn sterkri „mað- ur á mann“ vörn Svíanna. Leikur- inn var harður, t.d. þurftu fjórir leikmanna íslenzka liðsins aðyfir- gefa völlinn með fimm villur. Áður er minnzt á þátt hins hlut- dræga, norska dómara og hafði dómfærsla hans ekki svo lítil Frestanir í 2. deild TVEIMUR leikjum, sem fram áttu að fara í kvöld í 2. deildinni í handknattleik, hefur verið frestað þangað til í næstu viku. Eru það leikir KR og Breiðabliks, sem fram fer á þriðjudaginn og leikur Þróttar og Gróttu, sem fram fer á fimmtudaginn. Þá hafa tveir frestaðir leikir í 1. deild kvenna verið settir á þriðjudag- inn, leikirnir KR—FH og Valur—Fram. Hefst fyrri kvenna- leikurinn klukkan 19.30 á þriðju- daginn og leikurinn í 2. deild að leikjum stúlknanna loknum. áhrif á að skapa þennan mikla mun. Enda var svo komið í íþróttahöllinni, að áhorfendur púuðu á hann í hvert skipti, sem hann blés í flautu sína. Bezti maður íslenzka liðsins var Þorsteinn Hallgrímsson, sem átti stórleik bæði i vörn og sókn. Þá SKÍÐAKAPPARNIR þrír, Haukur Jóhannsson, Árni Óðins- son og Hafsteinn Sigurðsson, kepptu í sínu þriðja móti nú í vikunni. Fyrstu tvö mótin höfðu verið í Evrópubikarkeppninni og lentu þeir félagarnir um miðju. 1 þriðja mótinu, sem var sterkt al- þjóðlegt skíðamót í Sestriere á Norður-ltaliu, gekk þeim mun betur og er greinilegt, að þeim fer fram með hverju móti. í stórsviginu varð Haukur Jóhannsson í 14. sæti af 86 keppendum, en bæði Árni og Haf- steinn voru dæmdir úr leik. I sviginu náði Haukur svo 7.sæti og það tryggði honum fjórða sætið í Göngumót GÖNGUMÓTIÐ, sem fresta varð um síðustu helgi vegna veðurs, verður haldið við Skíðaskálann í Hveradölum ef veður leyfir. Mótið á að hefjast klukkan 14, en nafnakall verður klukkutíma fyrr. Mótsstjóri verður Jónas Ásgeirsson og brautarstjóri Haraldur Pálsson. stóðu þeir Þórir Magnússon, Kol- beinn Pálsson, Kristinn Jörunds- son og Gunnar Þorvarðsson allir vel fyrir sinu — einkum þó í vörninni. Stighæstir leikmanna íslenzka liðsins voru Þorsteinn Hallgrims- son, með 12 stig, Kristinn Jörundsson, með 10 stig, og þeir Gunnar Þorvarðsson, Jón Sigurðs- son og Þórir Magnússon með 8 stig hver. Arström skoraði mest fyrir Svi- ana, eða 25 stig, og Hanson skor- aði 16 stig. í dag leikur íslenzka liðið við Finna og á morgun við Norð- menn. Alpatvíkeppninni. Árni varð niundi og Hafsteinn kom 14. i mark. Sigurvegari í báðum grein- unum varð Svisslendingurinn Hemmí. Um helgina taka þeir þátt i móti f Evrópukeppninni, sem fer fram í Sviss. Svanasöngur Mary Peters Frjálsíþróttakonan fræga, Mary Peters, hefur nú ákveðið að draga sig í hlé frá iþróttaiðkunum. Peters, sem vann fimmtarþraut kvenna á Ólympíuleikunum i Múnchen, keppti hér á landi i sumar í Evrópubikarkeppninni. Það var að loknum sigri i fimmtarþraut Samveldisleikanna í gær, að hún tilkynnti, að þessi keppni hefði verið hennar siðasta. — Þetta var minn svanasöngur, sagði hún, þetta hefur verið dá- samlegur timi, en nú er ég hætt. Eg ætla mér að helga íþróttaæsk- unni í Norður-Irlandi krafta mina í fraintíðinni. Haukur varð 4. í Alpatvíkeppninni Kolbeinn Pálsson, fyrirliði landsliðsins, átti ágætan leik gegn hinu sterka landsliði Svíanna. Blak; Forkeppninni að ljúka Blakmenn verða mikið á ferð- inni um helgina, og fara þá fram siðustu leikirnir í forkeppni ís- landsmótsins — Suðurlandsriðli — og leikið verður til úrslita um það, hvaða lið úr Norðurlands- riðli komast í lokakeppnina. Fjögur lið af sex í Suðurlands- riðlinum komast í úrslitin, og má fullvíst telja, að það verði lið UMF Biskupstungna, UMF Hvatar, IS og Víkings. Öll þessi lið keppa um helgina. I dag, laugardag, hefst keppni í íþrótta- húsi Háskólans kl. 14.00 og keppa þar fyrst lið HK og UBK og síðan leika lið tS og Vikings. Má ætla, að báðir þessir leikir verði hinir jöfnustu og skemmtilegustu. Á morgun leika svo á Laugarvatni lið UMF Biskupstungna og lið UMF Laugdæla og er það jafn- framt barátta um sigurinn i riðl- inum. Á Akureyri verður leikið bæði í dag og á morgun. Keppa fyrst lið IMA og HSÞ, síðan verður leikur milli UMSE og HSÞ og loks leika svo IMA og UMSE. Unglingameist- aramót Unglingameistaramót i lyfting- um fer fram í Laugardalshöllinni 23. febrúar næstkomandi og hefst klukkan 14.30. Þátttaka tilkynnist fyrir 12. febrúar Öskari Sigur- pálssyni í síma 72382. Þátttöku- gjald er krónur 200. Bekkjardeildir keppa í Breið- holtshlaupi Fyrsta Breiðholtshlaup IR, það er fara átti fram siðastliðinn sunnudag, en fresta varð vegna færðar, svellbunka og foræðis á hlaupabrautinni, fer fram á morg- un ef færð leyfir. Hlaupið á að hefjast klukkan 14 og skrásetning byrjar klukkan 13.30. Akveðið hefur verið að koma á keppni í hlaupinu á milli bekkjardeilda í Breiðholtshverfi. Sigurvegari i þeirri keppni verður sú bekkjar- deild, sem fær bezta þátttökuhlut- fall miðað við stærð deildarinnar. Eins og undanfarin ár verður keppnin öllum opin, sem vilja reyna sig. Hljóta allir þeir, sem ljúka 4 hlaupum, verðlaun, en alls verða hlaup vetrarinssex aðtölu. Kraftlyftingamót KRAFTLYFTINGAMÓT KR fer fram í Melaskólanum í dag og hefst kl. 16.00. „Styðjum landsliðið” segir íþróttaunnandi og sendir 10 þús. kr. gjöf MORGUNBLAÐINU barst ný- lega bréf, og fylgdi því ávísun að upphæð 10.000,00 kr. Er þar um að ræða gjöf til landsliðsins í handknattleik, og hvetur bréf- ritari alla til þess að styrkja landsliðið myndarlega f.vrir heimsmeistarakeppnina i Aust- ur-Þýzkalandi. Segir hann, að viðtal sem birtist f Morgunblað- inu við Viðar Símonarson, hafi orðið hvati þess, að hann fór að hugsa um. hvort almenningur ætti ekki að láta þetta inál til sín taka og leggja fram fé, þannig að unnt va>ri að búa landsliðið sem bezt undir átök- in í A-Þýzkalandi. Gjöfinni fylgir bréf, sem stíl- að er til landsliðsmannanna, en þar sem það er nokkuð langt, er því miður ekköhægt að birta það í heild. En bréfrit- ari vitnar m.a. til viðtals í iþróttaþætti Jóns Ásgeirssonar í útvarpinu, þar sem kom fram, að tóbaksreykingar í Laugar- dalshöllinni séu meiri háttar vandamál og hvetur hann hand- knattleiksmenn að neita að leika í húsinu, nema tekið verði þar fyrir reykingar og bendir á þá leið að fá unglinga úr íþróttafélögunum til þess að vera verði á áhorfendapöllun- um. Hvetur bréfritari landsliðs- mennina einnig til algjörrar reglusemi á áfengi og tóbak. Síðar í bréfi sinu bendir bréf- ritari fólki á leiðir til þess að finna fjármagn til þess að styrkja með landsliðíð og segir þá: 1. Ætlum við að kaupa ein- hvern hlut, frestum því og styðjum landsliðið, með myndarlegu framlagi. 2. Skölaæska: Vilduð þið neita ykkur um dansleik eða t.d. sælgæti í eina viku o.s.frv. og syðja í þess stað landsliðið með framlagi. Margt smátt ger- ir eitt stórt, en verið heilshug- ar. 3. Reykingamenn! Hvernig væri að hætta reykingum einn dag eða eina viku og styðja i þess stað landsliðið með fram- lagi? 4. Víndrykkju- og veitinga- húsagestir. Hvernig væri að neita sér um „eina ferð" i vín- búð eða veitingahús og styðja i þess stað landsliðið? Svona mætti telja áfram. Treysti skólaæskunni að setja af stað öfluga hi'eyfingu í öllum skólum og helzt eiga allir að vera með. Neitið ykkur um eitt- hvað og þið eflið hugarstyrk ykkar til i fórn fyrir aðra og styðjið landsliðið. Þeir eru beztu fulltrúar okkar, sem við getum sýnt umheiminum. Svo sting ég upp á því, að HSI láti útbúa merki, sem á verði letr- að: Styð landsliðið. Allir, sem í verki styðja landsliðið, beri merkið, enda verði það selt ódýrt, t.d. 10 kr. eða 25 kr. Þannig fæst samhugur." Nokkur fleiri atriði fjallar bréfritari um. Framlag hans er hið myndarlegasta og öðrum til éftirbreytni. Verður því komið til fjáröflunarnefndar þeirrar, sem starfar á vegum HSÍ vegna landsliðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.