Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 27. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 PrentsmiSja Morgunblaðsins Pólveriarn- ir vilja til ýmissa landa Hamborg, Kaupmannahöfn, 1. febrúar, NTB. PÓLVERJARNIR 81, sem flúðu nnnimTTm Pólska farþegaskipið Stefan Batory í höfn- inni í Hamborg. Brezku verkalýðsfélögin: Samþykkja nýjan samninga- fund en vilja ekki neinu lofa London, 1. febrúar, NTB. NÁMUVERKAMENN hafa nú allir greitt atkvæði um hvort þeir vilji fara í allsherjarverkfall eða ekki en niðurstöðurnar verða ekki birtar fyrr en á mánu- dag. Það er hins vegar talið fullvíst, að verkfall hafi verið samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta og er þá hafin milli verkalýðsins og ríkisstjórnarinnar svo stórfelld barátta, að annað eins hefur ekki sézt síðan í allsherjarverkföllunum 1926. Edward Heath forsætisráð- herra sendi í dag áskorun til verkamannanna um að láta skyn- semina ráða í þessari deilu í brezku atvinnulífi. Einasta vonin um lausn er nú nýr samninga- fundur, sem forsætisráðherrann bað um á elleftu stundu. Brezku verkalýðssamtökin til- kynntu í dag (föstudag), að þau hefðu fallizt á að mæta til nýs fundar en tóku skýrt fram, að þau vildu ekki lofa neinu fyrirfram um árangurinn. Kolanámuverka- menn halda því fram, að starf þeirra sé svo erfitt, óþrifalegt og hættulegt og kolin svo mikilvæg efnahag landsins, að þeir eigi skilið að bera meira úr býtum i þessum nýjustu kjarasamningum en aðrar stéttir. Stjórnin hefur sett lög um hámarkshækkun launa og er það liður í baráttu hennar við verðbólgu í landinu. Atvinnulíf i Bretlandi er nú að miklu leyti lamað vegna yfir- vinnubannsins, sem námumenn- irnir hafa verið í undanfarna mánuði og ef þeir fara nú í algert verkfall mun skapast algert neyðarástand á skömmum tíma. Engar aukabirgðir af kolum eru til i landinu og atvinnufyrirtæki hafa að undanförnu þurft að þrauka með þriggja daga vinnu- viku. Atvinnuleysi eykst auðvitað stöðugt þvi mörg fyrirtæki hafa orðið að segja upp starfsfólki af farþegaskipinu Stefan Batory, hafa flestir beðizt hælis sem póli- tískir flóttamenn. Það hefur kom- ið f ljós, að þeir hafa hugsað sér að setjast að í ýmsum löndum, sumir vilja til Vestur-Þýzkalands, sumir til Kanada, sumir til Ástra- lfu og nokkrir vilja vera á Norð- urlöndum. Einn þeirra, sem flúðu i Ósló, er verkfræðingur að nafni Nowak og sagði hann, að verkalýðurinn í Póllandi væri ekkert ánægðari með kjör sfn en menntafólk en það væri aðeins menntafólkið, sem gæti skrapað saman þær upp- hæðir, sem þyrfti, til að fara með skemmtiferðaskipum. Flestir þeirra, sem flúðu, eru háskóla- borgarar. Nowak kvaðst hamingjusamur yfir að vera i Noregi. Hann tók sérstaklega eftir þvi, að úti á göt- um var hann stöðvaður af ýmsu fólki, sem rak áróður annaðhvort trúariegs eða pólitisks eðlis. „Þetta gæti eldrei gerzt heima í Póllandi." Þá sagði hann, að það væri mik- il nýjung að sjá verzlanir fullar af alls kyns vörum og sagði, að verð- lagið væri ótrúlega lágt miðað við það, sem hann ætti að venjast heima. Olíumálin: VILJA EKKI AÐ VERÐ Á OLÍU VERÐI LÆKKAÐ 7—8% atvinnuleysi í Bandaríkjunum í ár? Christina trúlofast Stokkhólmi, 1. febrúar, NTB. TILKYNNT var í sænsku kon- ungshöllinni í dag, að Christina prinsessa hefði trúlofazt Tord Magnuson framkvæmdastjóra. Magnuson er 32 ára gamall og lagði stund á hagfræði og þjóðfé- lagsfræði við háskólann í Stokk- hólmi en starfar nú við bygginga- fyrirtæki, sem hann á ásamt bróð- ur sínum. Prinsessan er 30 ára gömul og sfðastliðin tfu ár hefur hún mjög viða ferðazt sem fulltrúi lands sins. Síðan í haust hefur hún starfað við sænska Rauða kross- inn. Karl Gustaf konungur hefur ákveðið, að eftir brúðkaupið skuli hún kölluð Christina prinsessa, frú Magnuson. Washington, 1. febrúar AP. FRA því var skýrt í Washington I dag, að atvinnuleysi I janúar hefði verið 5,2%, eða o,4% aukning frá því í desember, sem er mesta mánaðarleg aukning á sl. 4 árum. Er áhrifum orkuskorts á atvinnulífið kennt um þessa miklu aukningu. Um 370 þúsund verkamenn misstu atvinnu í janúar, einkum hjá flugvéla- og bílaverksmiðjum. Sérfræðingar telja, að atvinnu- leysi eigi enn eftir að aukast á næstu mánuðum vegna oliu- skortsins og almennar hnignunar i efnahagslifinu. Telja sér- fræðingarnir, að atvinnuleysi geti farið allt upp i 7—8% um mitt þetta ár, ef ekki rætist úr olíumál- um fyrir þann tíma. Eins og kunnugt, er skýrði Nixon forseti frá því i ræðu sinni til Bandaríkjaþings í fyrrinótt um hag rikisins, að nokkrir Araba- leiðtogar hefðu skýrt sér frá, að um miðjan þennan mánuð yrði haldinn fundur til að ræða afnám oliusölubanns til Bandarikjanna. Það kom þó fram, að forsetinn hafði ekki fengið nein loforð um, að svo yrði, þvi að hann gerði Arabaleiðtogum ljóst í ræðu sinni, að Bandaríkjamenn myndu ekki láta Araba knésetja sig i oliumálum. Vín, 1. febrúar, NTB. MEIRIHLUTI olíuframleiðslu- landanna er á móti þeirri tillögu Saudi-Arabíu að lækka verð á olíu. Þau telja, að rétt sé að láta verðlagið haldast eins og það er núna. FuIItrúar frá oliufram- leiðslurikjunum hafa setið á fundum sfðan á mánudag til að reyna að finna einhverjar leiðir til að halda verðlagi á olíu stöð- ugu. Það var Yamani, oliumálaráð- herra Saudi-Arabíu, sem kom fram með tillögu um að lækka verð á olíunni frá því, sem það er í dag. Fiestir aðrir fulltrúar hafa lýst sig andviga því að lækka verðið. Hins vegar hafa þeir unn- ið að því að finna einhverja lausn, sem getur hindrað að efnahags- Iegt hrun verði í neyzluríkjúnum vegna of hás verðlags. Þeir hafa Framhald á bls. 18 Ungur sagnfræðing- ur ver Solzhenitsyn Moskvu, 1. febrúar, NTB. UNGUR, rússneskur sagn- fræðingur, Vadim Boriev, hefur risið upp til varnar rit- höfundinum Alexander Solzhenitsyn. I bréfi, sem hann skrifaði vestrænum frétta- mönnum i Moskvu, segir Boriev, að þögull meirihluti í. Sovétríkjunum haldi áfram að lesa verk rithöfundarins, i laumi. Hann segir ennfremur, að það finnist áreiðanlega þakklátir Rússar, sem frekar vilji deila örlögum sinum með Solzhenitsyn en að þegja eins og þrælar. Hinni opinberu herferð gegn rithöfundinum er þó langt frá því að vera lokið. Nýjasta árás- in á hann er i blaði rithöfunda: „Literaturnaja Gazeta" en þar niðir rithöfundurinn Vladimir Karpov Solzhenitsyn. Karpov notar nafn rithöfundarins til að svivirða hann í einhvers konar orðaleik. Hann segir að „Sholzhets“ í nafninu sé gamalt rússneskt orð fyrir „lygari" og að „nits“ sýni, að skáidið hafi niðurlægt sig með því að leggjast á kné fyrir fasista og svikara, „vlasovittana". Andstæðingar Solzhenitsyns hafa oft kallað hann bók- menntalegan Vlasovitt, eftir sovézka hershöfðingjanum Vlasov, sem gekk i þjónustu. Þjóðverja eftir að hann var tek- inn stríðsfangi i síðari heims- styrjöldinni. Vlasov var tekinn af lífi fyrir föðurlandssvik árið 1946. I nýjustu bók sinni Gulag- eyjahafið, tekur Solzhenitsyn þetta mál upp og reynir að sýna fram á, að hershöfðinginn kunni að hafa breytt eins og hann gerði vegna aðstæðnanna heimafyrir undir stjórn Stalins. Solzhenitsyn reynir þó alls ekki að verja föðurlandssvik Vlasovs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.