Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 Höröur Sigfússon — Minningarorð Fæddur 24/12 1919. Dáinn 24/1 1974. MIG setti hljóðan.er ég að morgni þess 25. þ.m. frétti andlát mfns góða vinar Harðar, en hann lézt skyndilega kvöldið áður. Fyrir skömmu höfðum við hjón- in verið að skemmta okkur með Herði og konu hans, eins og við gerðum oft i seinni tíð, og vorum jafnframt búin að ákveða, hvenær við færum aftur út saman. Þa' kvaddi hann okkur með sínu hlýja brosi og þéttu handtaki. Þá kom mér ekki i hug, að það yrði síðasta skiptið. Hörður var fæddur að Skarði í Landmannahreppi í Rangárvalla- sýslu, þann 24/12 1919. Foreldrar hans voru hjónin Sigfus Guðna- son og Jóna Jónsdóttir. Sigfús var sonur Guðna fyrrum bo'nda f Skarði, en sú ætt hefur búið þar mann fram af manni um alllangt skeið. Jóna kona hans var ættuð úr Arnessýslu. Arið 1920 fluttust þau hjón að Háfi í Djúpárhreppi og bjuggu þar til ársins 1934, en þá fluttust þau til Reykjavikur og bjuggu í Blönduhlið, en nytjuðu einnig jörðina Kirkjuból. Búrekstur þeirra var aðallega mjólkurframleiðsla, en alltaf höfðu þau eitthvað af hest- um. Var það nauðsynlegt vegna búrekstursins, því að þá var vélaöldin ekki skollin á, og svo hafa þeir Skarðsverjar alltaf verið hest- hneigðir, og urðist það fylgja ætt- inni nokkuð fast. Þau hjón eign- uðust 11 börn, tvö dóu í æsku, en hin náðu öll fullorðins aldri. Hörður ólst upp hjá foreldrum sínum og vann á búi þeirra tíl fullorðins ára. Hann var næstelzt- ur sinna systkina og elztur af bræðrunum og því ekki ólíklegt, að hann hafi verið styrkasta stoð föður síns við bústörfin, meðan þau yngri voru að vaxa upp. Hann vandist því ungur öllum bústörf- um, þar með að hirða og umgang- ast búpening. Ahugi hans á hest- um og hestamennsku vaknaði snemma, og hafði hann mikið >mdi af þeim eins og hann átti kyn til, en starfs síns vegna gat hann ekki sinnt þessu hugðarefni sinu eins mikið og hann hefði kosið. Árið 1941 réðst hann til Almenna byggingarfélagsins og vann hjá því ósliúð í nær 30 ár, eða þar til félagið hætti störfum. Vinna hans þar var margþætt. Hann vann mikið við akstur, oft með stóra bíla f véla- og tækja- flutningum. Einnig vann hann mikið með þungavinnuvélum og þess á milli á verkstæðum. Eftir að Almenna byggingarfélagið hætti störfum, rak hann, ásamt fleiri, vélaverkstæði f tvö ár. Eftir það vann hann á vélaverkstæðum og nú að síðustu hjá Hegranum h/f. Hann var félagi f Járnsmiða- félaginu og var með hinu langa og giftudrjúga starfi sínu búinn að vinna sér þar full félagsréttindi. Svo sem að framan greinir hefur Hörður unnið meginhluta ævi sinnar við bíla, vélar og viðgerðir á þeim. Eg er ekki kunnugur starfi hans þar, en eftir því, sem að ég bezt veit, hefur hann reynzt dugmikill og traustur starfs- maður og sérstaklega hugkvæmur og úrræðagóður, enda vafalaust oft þurft á þeim eiginleikum að halda i sambandi við starf sitt. Hörður kvæntist árið 1944 Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Kjörseyri i Hrútafirði, hinni ágætustu konu, þau hafa lengst af búið i Barðavogi 26. Þau hjón eignuðust tvö börn, Sigrúnu, gifta Guðjóni Inga Sigurðssyni leiksviðsstjóra hjá Þjóðleikhúsinu, og Halldór, trúlofaðan Hólmfríði Sigurjóns- dóttur frá Sveinsstöðum í Dala- sýslu. Jóhanna bjó manni sínum og börnum gott heimili; hjónin voru einstaklega samhent, og á heimilinu rikti mikill einhugur, þangað var gott að koma og þar leið manni vel. Ég kynntist börn- um þeirra ungum, þau dvöldu oft á sumrin á bernskuheimili Jóhönnu, Kjörseyri, þar yoru þau f nánum tengslum við fjölskyldu mína. Þau báru heimili sínu got’t \itni, sakír prúðmennsku og hlýrrar, en fastmótaðrar fram- komu. Þo að Hörður ynni megin- hluta ævi sinnar hér í höfuðborg- inni, unni hann sveitalífinu. Hann naut sin bezt úti i náttúr- unni, hafði mikið yndi af því að ferðast um landið og var fróður um landshætti. Hann átti sumar- bústað á Skarði, ættarsetri sínu, og þar var margri helginni eytt í faðmi fjalla og í nánum tengslum við móður jörð. Hörður Sigfússon var mikið prúðmenni, dulur, hóg- vær, en framkoman einstaklega alúðleg, svo að hann hrinti engum frá sér. Við nánari kynningu komst maður að raun um, að bak við hógværð og fastmótaða framkomu sló hlýtt hjarta og sterkar tilfinn- ingar. Hann var traustur vinur og skemmtilegur félagi. Ég minnist þess sérstaklega, að við unnum eitt sinn saman að því að leysa vandamál þriðja aðila, kunningja okkar. Þá fyrst kynnt- ist ég honum allnáið, og ég gat ekki annað en dáðst að því, með hve miklu raunsæi og hjartahlýju hann lagði til, að málið yrði leyst. Hörður var einn af þeim mönn- um, sem eru sívinnandi, öll hugs- un hans snerist um starf hans og heimili. Hann var umhyggjusam- ur heimi lisfaðir og heimakær, hann eyddi margri frístundinni í það að fegra og snyrta heimili sitt. Með Herði er burt kallaður ágætur starfsmaður, mikili dreng- skaparmaður og traustur vinur. Það er bjart yfir minningu hans. Konu hans, börnum, tengda- börnum, aldraðri móður og öðrum aðstandendum sendum við hjónin hlýjar samúðaikveðjur við hið sviplega fráfáll hans. Jón Kristjánsson, frá Kjörseyri. Atburðir gerast stundum svo snöggt og óvænt, að þeim verður vart trúað. Þannig varð mér innanbrjósts, þegar mér var sagt lát Harðar Sigfússonar, að ég átti erfitt með að trúa og sætta mig við það, sem orðið var. Enginn má sköpum renna, víst er það. Að morgni þess 24. janúar sl. kom Hörður til vinnu sinnar hress og glaður að vanda en nokkrum klukkustundum síðar veiktist hann skyndilega og lézt að kvöldi sama dags. Ég átti ekki því láni að fagna að þekkja Hörð náið nema stuttan tima, allt of stutían, því miður. Viðmót hans var að vísu á þann veg, að ekki þurfti löng kynm til þess að ljóst var, að þar var á ferð mætur drengur, sem gott var að hitta og umgangast, hafði bæt- andi áhrif á umhverfið með lipurð sinni og hjálpfýsi. Oft er talað um, að menn séu af „gamla skólanum", og erþá átt við, að þeir séu þeim kost- um búnir, sem prýða mest, svo sem stundvísi, samvizkusemi og skyldurækni. Til þessara manna taldist Hörður, og kom það vel fram á vinnustað, að hann var þessum kostum búinn í ríkum mæli. Slíkir menn eru mikils virði fyrir hvert fyrirtæki beint og Þegar notkun þungavéla tók f auknum mæli að ryðja sér til rúms hér á landi um 1940, var Hörður meðal þeirra fyrstu, sem helguðu þeim starf ^tt. Vettvangur þeirra varð hans ævistarf frá þvi að hann hætti störfum heima og til dauðadags. Eftir stofnun Al- menna byggingarfélagsins h.f. hóf Hörður störf hjá því, fyrst sem bifreiðastjóri, en síðan vinnuvélastjóri og viðgerðarmað- ur og starfaði þar óslitið þar til félagið hætti rekstri, eða hart nær 30 ár. Hlýhugur hans til fé- lagsins leyndi sér ekki, enda húsbóndahollustan of- arlega í huga. Eftir að Almenna byggingarfélagið hættí störfum, rak hann i félagi við tvo samstarfsmenn sina frá Almenna byggingarfélaginu h.f. sjálfstætt viðgerðarverkstæði um skeið, en réðst siðan til Jarðýt- unnar s.f., þar sem einnig var að finna gamla samstarfsmenn frá Almenna byggingarfélaginu h.f. Loks starfaði hann hjá Hegra h.f. síðustu mánuði ævi sinnar. Vinnustaðirnir voru ekki margir um ævina, og gefur það nokkra mynd af festu og tryggð þessa ágæta manns. Hörður fæddist þ. 24. desember 1919 á Skarði í Landsveit, en fluttist ungur með foreldrum sin- um að Háfi í Þykkvabæ og síðan til Reykjavíkur, þar sem hann bjó síðan. Var hann næstelztur 9 systkina, er upp komust, og sá fyrsti þeirra, sem kveður þennan heim. Foreldrar Harðar voru Sigfús Guðnason bóndi og síðar verk- stjóri hjá S.t.S. hér í Reykjavík og kona hans, Jóna Jónsdóttir. Er hún á lífi enn. en Sigfús er látinn fyrir nokkrum árum. Þann 24. október 1944 kvæntist Hörður eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu G uðmundsdóttur frá Kjörseyri. Eignuðust þau tvö börn, Jónu, sem gift er Guðjóni Inga Sigurðs- syni, og Halldór, sem enn er 1 föðurhúsum og nemur húsgagna- smíði hér i bæ. Þessum linum er ekki ætlað að rekja náið æviferil Harðar, aðeins eru þær kveðja frá undirrituð- um og starfsfélögum hjá Hegra h.f. með þakklæti fyrir stutt, en gott samstarf. Fjölskyldu Harðar vottum við innilegustu samúð og óskum Herði góðrar heimkomu handan móðunnar miklu. Asgeir Jónsson. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON, frá Þorkelshóli, andaðistí Landspítalanum 31 . janúar. Anna Þórðardóttir Ingibjórg Þórðardóttir t Minningarathöfn um STEFANÍU ÓLAFSDÓTTUR fra Hofi fer fram í Fossvogskirkju i dag laugardaginn 2. febrúar kl. 1 0.30 Jarðsungið verður að Hofi á Höfðaströnd laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Þeini sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir Fyrir hönd vandamanna. Sigurlína Bjórnsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vínarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur og fósturdótt- ur, ÓLAFÍU RÖGNU MAGNÚSDÓTTUR, Laugateigi 1 6 Ari Agnarsson, Benedikt Arason, Sverrir Arason, Ingrid Esbjornsson, Rúnar Arason, Gréta Björgvinsdóttir, ba rnabórn, Jónina Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu EVLALÍU ÓLAFSDÓTTUR Njálsgötu 56 Ingibjörg Björnsdóttir Lárus H. Eggertsson Ólöf J. Björnsdóttir Agnar Einarsson Friðþjófur Björnsson fngibjörg J. Marelsdóttir og barnabórn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR JÓSAFATSSONAR Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Hólmf riður Jónasdóttir Hörður Guðmundsson Sólborg Valdimarsdóttir Hjalti Guðmundsson Kristfn Svavarsdóttir Anna Jóna Guðmundsdóttir Sigurður Ólafsson Margrét Guðmundsdóttir Stefán Guðmundsson barnabörn og tengdabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.