Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 2. FEBRUAR 1974 Bœndaskólarnir Arni G. Eylands: Oft verður mér hugsað til bændaskólanna á Hólum og Hvanneyri, og búnaðarnámsins á landi hér, bæði þess, sem á þess- um skólum er stundað, og náms, sem gert er ráð fyrir að efna til á nýjum stað — á Suðurlandi. Um nýjan skóla hefir verið rætt undanfarið, bæði í blöðum og útvarpi. Hefi ég undrazt mjög þær umræður, hvernig rætt er um nýja búnaðarkennslu á nýjum stað eða stöðum, án þess að minnast á vanbúnaðinn á Hólum og Hvanneyri. Mér er spurn: vilja menn fjölga bændaskólunum, fá einn til viðbótar á Suðurlandi, án þess að koma þeim tveimur, sem starfræktir eru, í sæmilegt lag? M argir munu hugsa svo, eða stafa mistökin og umbótavan- rækslan á Hólum og Hvanneyri af því, að háráðamenn í ríkisstjórn og á Alþingi koma ekki auga á, hve mikið skortir á góða búnaðarnámsaðstöðu og gott búnaðarnám á bændaskólunum tveimur, sem ríkið á og rekur? Eitthvað er það gruggut, þegar á þingi er veitt fé til upphafs nýs bændaskóla á Suðurlandi án þess að fé sé fyrir hendi eða/og veitt til umbóta á Hólum og Hvanneyri. II. Um kunnugleika mfna á Hólum og Hvanneyri má ef til vill segja, að þeir séu nokkuð í molum, en þó er það varla svo, að mér sé hætt við missýnum og ósanngjörnum dómum, er ég lít til búnaðarskóla- málanna. Fékk alveg nýlega ábendingu, sem ýtir undir mig að minnast á þetta allt: bænda- skólana tvo, sem eru þroskaðir að áratugum, og nýja skólann ófædda. Að Hólum kom ég fyrst — til dvalar — 1897, og hefi ávallt verið nokkuð kunnugur j)ar síðan, á einn eður annan hátt; þangað hefir hugur minn oftast leitað mest allra staða á landi hér. Minningar bernskuáranna, þroskaáranna og námsáranna hafa lengi haldið þar um stýrið. Að Hvanneyri kom ég í fyrsta sinn vorið 1915, en kom lítt til að kynnast þar að ráði fyrr en 1921, en þá urðu kynnin lengi mikil og góð. Hins vegar hefir það farið svo fáein siðustu árin, að ég hefi ekki komið að Hvanneyri, ekki síðan þær framkvæmdir hófust þar að byggja nýtt og mikið skóla- hús fyrir kennslu og skólavist. Skólaskýrslur, er fræði um árlegan rekstur skólanna og ástand, eru fyrir alllöngu hættar að koma út, um þær er ekki að ræða. Frá Hvanneyri kemur samt eitt, sem vert er um að geta: skýrslur um búvélaprófun á vegum bútæknideildar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Þær fræða, en ekki um skólans rekstur og starf sérstaklega né almennt. III. N úna á jólunum barst mér í hendur umsögn um Hvanneyri, bændaskólann þar, sem mér finnst ástæða til að gera kunna í umræðunum um bændaskólana sérstaklega fjölgun þeirra. Norskir bændur og bændasynir frá Rogalandi voru hér á ferð í sumar sem leið (1973). Einn bóndi, sem ég veit deili á, skrifaði fáeinar greinar um ferðalagið og staði, sem þeir heimsóttu. Greinar þessar birtust í mjög kunnu búnaðarblaði (vikublaði), sem ég les ávallt og hefi haldið saman í tugi ára. Bændaflokkurinn gisti á Hvanneyri og bóndi þessi skrifaði um það og sumt, er þeir sáu á staðnum. Eftir að hafa hælt heimavistar- og kennslubyggingunni nýju segir hann meðal annars svo frá: „Otihúsbyggingin, gamla heimavistarhúsið og gamla aðal- byggingin eru litinn spöl frá nýbyggingunni, rétt við kirkju eina. Jafnvel þótt búrekstufs- hyggingin reyndist drjúg á að líta, var þetta forn og úrelt bygging (forelda greier), þröng og öfug á allan hátt, svo hér er full þörf nýrrar byggingar." — Þótt ég líti ekki á bóndann, sem þetta skrifar, sem neinn stór- snjallan mann, efast ég ekki um, að félagar hans á ferðalaginu og viðheimsókninaá Hvanneyri hafa verið honum sammála, er þeir skruppu í fjósbygginguna á Hvanneyri. Þeim hefir þótt skorta þar afarmikið á, að útihúsin á skólanum (skólabúinu), það er fjósið með meiru, séu sæmileg til nytja og skólafræðslu, svo að nemendur skólans megi sem verð- andi bændur öðlast þar fyrir- mynd og kunnáttu í góðum fjós- verkum og fleira þar að lútandi. M ér kemur þessi umsögn um fjósið á Hvanneyri með meiru ekkert undarlega fyrir. Ég þekki töluvert nýjustu kröfur um við- leitni bænda allvíða í Noregi að koma sér upp hentugum fjósum og öðrum útihúsum, það er þannig gerðum, að vel fari um gripina og bústörfin vinnist vel og alllétt og fljótt. Þess vil ég geta hér um leið, að fjósið á Hvann- eyri, sem Halldór byggði 1928—’29, var sín fyrri ár sannar- lega ekki gamaldags, þótt miðað væri við fjós í Noregi. Þess má t.d. geta, að skil á milli bása og á milli bása og jötu voru nork, smíðuð að stofni til í Noregi eins og þá þótti sómasamlegast við byggingu fjósa þar i landi, jafnvel á búnaðar- háskólanum. Nú er víða breytt og og bætt um til vinnuléttisogþæginda með aukinni tækni og kunnáttu. Það mun því rétt hjá norska bóndanum og samkvæmt frásögn hans, að það er þörf mikils nýs, og bættra útihúsbygginga á Hvanneyri. — I sambandi við fjósið og hlöðuna á Hvanneyri er mér minnisstætt, þegar Halldór Vilhjálmsson var að undirbúa bygginguna; þá kom til tals þörfin: heildaráætlun og teikningar varðandi öll útihús á Hvanneyri, en honum var gert það blátt áfram að skilyrði að minnast ekki á neitt nema fjós og hlöðu, mykjuhús og votheys geymslur. Þannig fór það, þess vegna er um fleira að ræða á Hvanneyri, sem þarf mikilla um- bóta og endurnýjunar við, en fjósið með sínu. Bóndinn —frá Jaðri minnist ekkert á, að þeir búnaðar-ferðalangarnir hafi skoðað hesthús, hænsnahús og svínahús á Hvanneyri og að það hafi allt verið „forelda greier“. Nóg er að minnast á, að hesthús ið langa við heimreiðina á Hvann eyri hefir alla tíð verið hálfgerð vansköpun og enginn bændalær- dómur. — Nóg um þetta, en vel mættu mætir menn á Alþingi athuga það, að góð heildarlausn varðandi útihús á Hvanneyri mun vafalaust kosta tugi milljóna, hennar er mikil þörf og óhyggi- legra að verja mörgum tugum milljóna, til að byggja nýjan bændaskóla á Suðurlandi en gera nauðsynlega hluti á Hvanneyri. IV. Lítum svo norður að Hólum. Þar er búið að verja nýlega nokkru fétilumbóta áheimavist og gera haná drýgri með því að ðyggja yfir starfsfólk. En lítum til útihúsa, fjóss, hlöðu og votheys- turna, en án svinahúss og hænsnahúss, að ég nefni nú ekki kennsluhæft hesthús og loks búvélageymslu og vélakennslu- hús. Hér þarf mikla athugun um skipulag og byggingaráætlun, sem ekki má dragast, ef skólinn á Hólum á að geta heitið sæmilegur bændaskóli. Fjósið, sem byggt var 1914, og allt, sem því fylgir og með því var byggt bæði þá og síðar, þarf aðhverfa, enda óhæft með öllu, miðað bæði við stað- hætti, nútima þörf og bútækni. Þá ber um leið að láta núverandi „búvélageymslu, hesthús og hlöðu“, — sem svo var nefnt, hverfa sem slíka samsteypu, en í stað þess þarf endilega, bæði vegna heimilissjónar og nytja, að koma skólahús til bóta og drýg inda. Þessi fráleita bygging, sem nú er, var byggð á brunarústum og kjallaramúrum fyrsta skóla- hússins á Hólum, sem brann 1926. Þar er fegursti og heiðarlegasti byggingarstaður fyrir byggingu til viðbótar sjálfum skólahús- unum. Þess vegna þarf vanmeta- bygging sú, sem þarna er nú, að hverfa með fjósi og hlöðu og því, sem aumast er. Svo aumt var það síðast, er ég sá það súmarið 1973, að ekki má verra vera. Allt er þetta, eins og nú er, alger ósómi og engin bændaskóla-útihús. Milljónirnar eru orðnar smáar, vafalaust ekki ofsagt að verja þurfi, að öllu sanngjörnu, 100 milljónum króna til umbóta á Hólum, áður en farið er að byggja nýjan bændaskóla á Suðurlandi. Þannig krefjast skólarnir á — Vilja ekki Framhald af bls. 1 sérstakar áhyggjur af þróunar- löndunum, sem hafa enga mögu- leika til að mæta hækkuðu verði. Ýmis Afríkuríki eru þegar í mikl- um efnahagsörðugleikum vegna hækkunarinnar og gjaldeyris- varasjóðir þeirra, ef einhverjir voru, hafa þurrkazt út á skömm- um tíma. Olíuframleiðsluríkin hafa m.a. ákveðið að setja upp sérstakan sjóð til að hjálpa þróunarlöndun- um, en það tekur tíma að hann komist I gagnið og að honum verði beitt á réttan hátt og á meðan sverfur að þróunarlöndunum. — Minning Framhald af bls. 23 kona. Hún var af börnum og af- Komendum sæl og frá henni er kominn mikill og mannvænlegur ættbogi. Á langri ævi átti Stefanía yfir- leitt við góða heilsu að búa. Tvö síðustu árin var hún þó alveg rúmliggjandi. Hún átti því láni að fagna að vera með ástvinum sín- um á heimili Sigurlínu, dóttur sinnar, sem stunduðu hana af kærleika og fórnfýsi til hinztu stundar. Fyrir það var hún ein- læglegaþakklát. Ég er þakklátur fyrir kynm mín af Stefaniu Olafsdóttur. Slík kona gleymist seint. Blessuð sé minning hennar. Ásberg Sigurðsson. Hólum og Hvanneyri mikils, sem ekki má ógert vera sökum þess, að vafasamur bændaskóli á Suður- landi sitji hjá ríkisstjórn og alþingismönnum I fyrirrúmi um fé til framkvæmda. V. Bændaskóli á Suðurlandi, það er aum sagá. Eitt sinn átti að fara að byggja hann í Skálholti. Sann- gjarnt og rétt, og öll umliðin and- staða gegn bændaskóla þar í landareign hefir sannarlega verið — og er — fánýtur hégómi. I því sambandi er þess að minnast og geta, að það var mikil heppni er hætt var við að byggja hina undir- búnu bændaskólabyggingu I Skál- holti, þarna á árunum. Heppni var það sökum þess, að teiknuð var til afnota mjög heppileg skólabygging og til vansæmdar fyrir staðinn. Hugmyndin um bændaskóla í Odda er heldur bág. Fjarstæða að sæma ekki Skálholt — hina miklu landareign þar — með skólanum, ef' hann á að byggjast og verða rekinn sem skóli og allstórt skólabú. En úr þvf að hinir kristi- legu eigendur og forráðamenn Skálholts sjá vansæmd i því, að þar sé bændaskóli álengdar, fjarri kirkjunni og biskupssetrinu, en í bróðuraðstöðu við lýðháskólann, lít ég svo á, að bezt sé að víkja bændaskólamálunum á Suður- landi inn á algerlega nýja braut. Það er einfalt mál, hvernig bændaskóla ég get hugsað mér á Suðurlandi, svo sem nú er komið málunum, en þvl aðeins, er átökin verða gerð til að bæta skólana á Hólum og Hvanneyri, þótt það kosti tugi milljóna, nú næstu árin. — En án stórumbóta á skólunum gömlu engan nýjan skóla. Ég hygg bezt fara, að nýi skólinn — Suðurlandsskólinn — verði eins vetrar skóli, á Selfossi, að langmestu leyti bóklegur skóli, án bús og verklegra fram- kvæmda, nema þá á aðstandandi ætta- og dvalarheimilum. Nánari skýringar á þessu kem ég ekki með f þetta sinn. Skólinn í upp- hafi aðeins eitt hús, sem er bústaður skólastjóra, kennslu- stofur, samkomusalur og dvalar- herbergi fyrir allmarga nem- endur þó að gera megi ráð fyrir að margir nemendur gisti utan skólans og sæki hann eingöngu dag hvern meðan kennslan fer fram, og svo auðvitað, þegar efnt er til funda og móta i skólanum. Slíkir bændaskólar eru ekki ókunnir erlendis, þar sem land- búnaður er allvel stundaður. Er næst að nefna Vinterlandbruks- skolen í Ósló, sem hefir starfað í Framhald af bls. 15 Var honum skýrt frá því hvað þyrfti að gera til að sækja um leyfi til að flytjast til Banda- rikjanna. Sovézkur leyniþjónustumað- ur tók við Rayzantsev er hann kom út úr sendiráðinu og leiddi hann á brott, en syninum var ekið burtu í strætisvagninum. r — Ymsir forystu- menn aðilar Framhald af bls. 32 andi skattarannsóknastjóri og nú- verandi lögfræðingur SÍS undir- ritaði áskorunina. Uti á landi skrifaði fjöldi fram- sóknarmanna undir. Þar á meðal var t.d. Þórður Pálmason, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri í Borgar- nesi og einn forystumanna sam- vinnuhreyfingarinnar í Borgar- firði í áratugi. Á ísafirði skrifaði skattstjórinn Jón Jóhannsson, á Akureyri Jakob Frímannsson stjórnarformaður SlS og fram- kvæmdastjóri Heklu, Asgrimur Stefánsson. í Keflavík má t.d. nefna Valtý Guðjónsson, vara- þingmann framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi. Þá má og geta þess, að formaður Framsókn- i arfélags Reykjavíkur, Jón A. Ólafsson, ritaði undir eins og raunar hefur komið fram. Frá 1. janúar 1974 hættir skrifstofa ríkisspítalanna að annast bókhald fyrir Hjúkrunarskóla íslands, Upptökuheimilið í Kópavogi og Vistheimilið í Breiðuvík, en ríkisbókhaldið mun taka við því. Reikningar frá sama tíma óskast sendir beint til viðkomandi stofnana til áritunar, en ríkisféhirðir mun síðan senda greiðslu I ávísun með pósti til viðkomandi kröfuhafa. Reykjavík, 29. janúar 1 974 Skrifstofa ríkisspítalanna — Moskva 88 ár og starfar nú sem vetrar- skóli. Rétt er að geta þess, að sum eins vetrar námskeiðin eru fyrir nemendur, sem hafa lokið menntaskólanámi og prófi. Vetrarskóli á Selfossi á góða aðstöðu og umhverfi hið bezta á landi hér. Þar og þaðan er margt að kynna nemendum bæði á staðnum og út um sveitir Suður- lands. Nefna má: Mjólkurbú, sláturhús, kaupfélög, verkstæði, Laugardælabúið, Tilraunabúið á Sámsstöðum, Garðyrkjuskólann í Hveragerði, landgræðsluna í Gunnarsholti, fóðurframleiðslu þar og á Hvolsvelli, Flóaá- veituna og þannig má vist fleira telja, að ógleymdu því, að skólinn, nemendur hans og kennarar, mega og munu heimsækja góð bú bænda, þar sem fróðleik og fyrir- mynd er að lita, t.d. nýja tækni og byggingar, sem um er að ræða. Varðandi þetta velflest er Búnaðarsamband Suðurlands að sjálfsögðu mikill aðili. Varðandi aðstöðuna á Selfossi má ekki gleyma Bóka- og byggðasafninu, sem getur orðið og ætt'i að verða góður aðili bændaskólans á Sel- fossi. Læt nú lokið umræðu um þetta, að minnsta kosti fyrst um sinn. — Lokaorð: Engan bænda- skóla í Odda Eðlilegt væri, að Lýðháskólinn i Skálholti — forráðamenn hans — sæktu það fast og innilega, að væntanlegur bændaskóli á Suður- landi yrði I Skálholtslandi, en úr þvi þeir eru lystarlausir, þrátt fyrir mikið land og miðstöðvar- og menningaraðstöðu, er að mörgu athuguðu álitlegast og albezt að stofna umræddan vetrarskóla á Selfossi og ekki annað. — En at- huga verður og muna að sá skóli á ekki neinn rétt á sér nema mjög mikið sé gert til umbóta á Hólum og einnig allmikið á Hvanneyri. 15. janúar 1974. Árni G. Eylands. — Loðna Framhaid af bls. 32 Ölafur Magnússon 180 tonn Albert 320 tonn Grimseyingur 270 tonn Örn 300 tonn Eldborg 540 tonn Arni Magnússon 80 tonn Asberg 330 tonn Þorsteinn 300 tonn Vörður 220 tonn Svanur 280 tonn Pétur Jónsson 300 tonn Alftafell 270 tonn Huginn 170 tonn Fífill 350 tonn Gullberg 150 tonn Þórður Jónasson 360 tonn Rauðsey 300 tonn Kristbjörg II 270 tonn Höfrungur II 210 tonn Jón Garðar 320 tonn Keflvíkingur 250 tonn Tungufell 230 tonn Ásver 200 tonn Loftur Baldvinsson 500 tonn Halkion 190 tonn Víðir NK 250 tonn Magnús 250 tonn Víðir AK 230 tonn Helga Guðmundsdóttir 350 tonn Faxaborg 600 tonn Reykjaborg 490 tonn Náttfari 270 tonn Jón Finnsson 430 tonn Faxi 240 tonn Asgeir 350 tonn Bjarni Ólafsson 300 tonn Vonin 200 tonn Óskar Slagnússon 450 tonn Skírnir 310 tonn Gunnar Jónsson 140 tonn Ottó Vathne 90 tonn Sæberg 260 tonn Helga 220 tonn Arney150 tonn Héðinn 370 tonn Heimir 430 tonn Hafberg 150 tonn Arni Kristjánsson 180tonn Guðmundur 700 tonn Sandafell 200 tonn Kap II 410 tonn Jón Helgason 100 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.