Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 12 STÁMLCT KUBRICKS MKORH ÍR!kNC£j Væntanlegar mynd- ir í Austurbæjarbíói Austurbæjarbió fær meiri- hlutann af þeim myndum, sem þar eru sýndar, frá bandarfska stórfyrirtækinu Warner Bros, sem er eitt stærsta dreififyrir- tæki heims. Velgengni þess hef- ur verið mikil upp á siðkastið og þar hafa verið gerðar fjöl- margar myndir, sem hlotið hafa mikla aðsókn og lofsamlega dóma. Þetta kemur vel fram á upptalningunni hér á eftir. 0 I næsta mánuði hefjast sýn- ingar á einni umtöluðustu mynd síðari ára, þ.e. A CLOCK- WORK ORANGE, sem gerð er af meistara Stanley Kubrick. Hún er af flestum talin eitt hans bezta verk, og hefur nú farið sigurför um heiminn, bæði hvað snertir aðsókn og lofsyrði. Einn sá alharðasti . . . Ron O’Neal I SUPER FLY. Efni myndarinnar verður ekki lýst í fáeinum línum, en hún gerist í náinni framtíð, þegar daglegar venjur manna verða orðnar næsta ólíkar því, sem gerist i dag veröldin ramb ar á barmi glötunar. „A.C.O.“ er hlaðin ofbeldi, en það listi- lega er farið með efnið, að áhorfandinn fær viðbjóð á því — öfugt við venjuna. Þar hefur Kubrick náð takmarki sínu, með góðri aðstoð aðalleikarans, Malcolm McDowells. Hann er frábær, enda lét Kubrick svo ummælt, að „A.C.O.", hefði aldrei orðið til, ef Malcolms hefði ekki notið við! Ég vil að- eins hvetja sem flesta til að sjá þetta sérstæða meistaraverk og dæma hver fyrir sig. • STEELYARD BLUES nefnist hressileg gamanmynd með skötuhjúunum úr „Klute“, Jane Fonda og Donald Sutherland. En sá, sem stelur myndinni, er enginn annar en Peter Boyle, (,,Joe“), sem þyk- ir fara á kostum. Leikstjóri er Alan Myerson. 0 Costa-Gavras hlaut heims- frægð fyrir ádeilumynd sína á grísku ,,juntuna,“ ,,Z“. I mynd- inni JÁTNINUNNT, ræðst hann að öðrum svörtum kapít- ula í mannkynssögunni, hreins- ununum í Tékkóslóvakíu 1952, á miðri ógnaröld Stalinismans. Eins og í „Z“, fara þau hjónin Yves Montand og Simone Signoret með aðalhlutverkin. Þess má til gamans geta, að þau eru bæði félagar i franska kommúnistaflokknum, likt og Gavras. Hlutu þau að launum illt auga austan tjalds, að sögn. En þau sáu svo til, að þau urðu ekki lengi í ónáð „Sovétséff- anna,“ því að í nýjustu mynd sinni ræðst Gavras heiftarlega á utanrikisstefnu Bandarikja- manna í S-Aineriku. í mynd- inni, sem nefnist „State of Siege“, fer Montand með aðal- hlutverk. • SUPER FLY er ein alhress- asta „svartamarkaðsmynd", sem gerð hefur verið. Fjallar um kokainsala í Harlem, sem beitir öllum tiltækum brögðum til að komast af i lifsbaráttunni. Leikstjóri er Gordon Parks jr., sá sem helypti þessari gerð mynda af stað, með „Shaft“. • í myndinni THE CANDIDATE, með Robert Red- ford í aðalhlutverki, er skyggnzt á bak við tjöldin í kosningaher- ferð fyrir nýjum frambjóðanda Demókrataflokksins banda- ríska. Reynt er að sýna brot af því baktjaldamakki, hrossa- kaupum og skrumshætti, sem fram fer án vitundar hins al- menna kjósanda. Þeir Peter Boyle og Melvyn Douglas fara einnig með stór hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Michael Ritchie. • WUTHERING HEIGHTS, er byggð á hinni frægu sögu Brontés, sem út hefur komið í íslenzkri þýðingu og jafnframt verið sýnd í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum sem framhalds- myndaflokkur. Efnið er því mörgum kunnugt. Cathy og Heathcliff eru leikin af lítt þekktum leikurum, Önnu Calder-Marshall og Timothy Dalton. Leikstj. er Robert Fuest. 0 BILLY JACK fjallar um ungan Indíána, sem er nýkom- inn af blóðvellinum í Vietnam. Fær stríðshetjan heldur óblíðar viðtökur meðal landa sinna vegna litarháttarins. Wárner frumsýnd ,,B.J“ á árinu 1972 og gekk hún þá mun verr en vonir stóðu tiL En í desember sem leið hófu þeir endursýningar á myndinni með gjörbreyttri auglýsingaherferð. Og það hreif heldur betur, því að myndin varð ein sú vinsælastá vestan hafs í fyrra. 0 Þá er væntanleg hin fræga mynd Viscontis, DEATH IN VENICE, með Dirk Bogarde í aðalhlutverki. Fjallar hún um Malcolm McDowell sem Alex í meistaraverkl Kubricks, A CLOCK WORK ORANGE. tímabil i ævi tónskáldsins Gustav Mahlers, og þá sérstak- lega ást hans til 14 ára drengs, sem hann kynnist í stuttu sumarleyfi i Feneyjum. Harm- þrungin og áhrifarik mynd, eins og við mátti búast frá hendi þessa furðulega leik- stjóra. 0 Warner Bros gerir yfirleitt eina mynd á ári með hinum ókrýnda konungi hestbakanna, John Wayne. Okkar skammtur í ár er THE COWBOYS, gerð af Mark Rydell, (The Fox“) og þykir mjög óvenjulegur „John Wayne vestri". • PRESTSFRÚIN, nefnist gamanmynd með æðstu guðum ítalskrar kvikmyndagerðar, Sophiu Loren og Marcello Mastroianni. Ponti gamli fram- leiðir. 0 Og þá er komið að mynd, sem fjölmargir fslenzkir kvik- myndaáhugamenn bíða eftir, DELIVERANCE John Boor- mans. Þessi mynd hefur hvar- vetna hotið óspart lof gagnrýn- enda og mikla aðsókn. Hún seg- ir frá helgarferð nokkurra borgarbúa, sem í staðinn fyrir golfvöllinn halda til fjalla. Ætla þeir i veiðiferð niður hina straumhörðu Cahulawassee-á í Appalachian-fjöllunum, en þar býr „fjallafólkið" fræga, hálf- villt og ómenntað. Veiðiferðin verður öll hin óhugnanlegasta og verður ekki rakin hér nánar. Með aðalhlutverkin fara garp- arnir Jon Voight og Burt Reynolds. • THE RED CIRCLE, nefnist frönsk glæpamynd með þeim görpunum Alain Delon, Yves Montand og Bourvil. Myndin hefur gengið mjög vel á megin- landinu. 0 Ekki þarf að kynna hann Tinna fyrir yngstu kynslóðinni, en nú er væntanleg myndin TIN TIN, með þeim fræga kappa. Það er ánægjulegt, að eitthvað skulivera hugsað fyrir smáfólkinu. Af öðrum myndum, sem bíóið á von á, en verður fjallað nánar um síðar, eru margar frægar myndir: □ THE THIEF WHO CAME TO DINNER, með Jaquline Bisset og Ryan O’Neal. □ 5 FINGERS OF DEATH, karate frá Hong Kong. □ SCARECROW, með Gene Hackman og A1 Pacino, myndin hlaut Grand Prix á Cannes í fyrra. □ OH.. LUCKY MAN, meistaraverk Lindsey Anders- son, með Malcolm McDowell í aðalhlutverki. □ ENTER THE DRAGON, með Bruce sál. Lee í aðalhlut- verki. □ Og síðast en ekki sízt, MEAN STREET, sem ég fjall- aði um á síðustu síðu! Þess má svo geta að lokum, að hin bráð skemmtilega jólamynd Austurbæjarbfós ætlar ekki að gera það endasleppt, hvað að- sókn snertir, en u.þ.b. 32 þús manns hafa skemmt sér við að horfa á hrakfarir Streisand, O’Neal &CO. Sæbjörn Valdimarsson. Ur hinni heimsfrægu mynd Boormans, DELIV ERANCE. |M I” I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I K I HNI HNNi HHI MM ***** ***** ***** * ó tjaklmu Háskóiablo ★ ★★ H\ ísl og hróp Bergmans er miklu nær að kalla myud- nent Ijóð en krikmynd. Öll nú- tfð myndarinnar t*r íulisluð í rauðu. svörtu og hvitu á þann veg, að helst mínnir á maleiísk vinnnbrögð með penna og pensli. Eg víl mótmæla þeiin skilningi sem ég hef orðið var vtð hjá mörgum. að m.vndin sé lesbísk í eðlí sinu. M.vndin fjalJ* ar um tjánmgarþörf fjögurra kvenna og umkomuleysí þeírra í voröld, sem er miirkuð ein- manaleika. Þessar konur leitast við að finna sannan lilgang með tílvcru sinni, en ekki svar við líkamlegum hvötuin. V.J. ★ ★★★ Engum en Bergman er ietur treystandt til að koina liíntim öteljandi hlæhrigðum gilannnar sem eðhlegustum og ;\hrifamestum fyrir aitgli áhorl- andans. Svo iiK'istaralega með- löndlar hann Inmgdiainaiisk- an efmviðmn, fráhæra leikara og stórmenni i kvikmyiidatiiku, Sven Nykvíst, uð áhorfawl- anum fínnst hann ekki sitja i kvikmyndahúsi, heldur m; hann i smiðju liiframannsms S.V. Tónabfð „Enn heiti ég Trinity ★ ★ |H 'ír bneður liregðast ekkt áhorfenduin. frekar en fytri dagittn. Myndin er fuli af skemmttieghetttim og fyndnum frávikuin frá hinuin hefð- buudtta vestra. S.V. ★ Skopstæiing á „spaglu'ttr’ — vestrum, byggð á munnlegutn útúrsiu'mingt o.g endurtekning- um. Handrjiíð er suinstaðar ail gott en kvikmyndaleg útfærsla og uppbygging er svo barnaleg. að margtr brandararuir eru kæfðir i fæðingu. Ef myndstils og leikstjórnar Sergío Leone n.vti við. hefði myndin öðlast það lif, sem nú skortir í þetta andvana afkvæmi. SSI’ Ef yrði ttú stríð og enginn mætti. 0 Km aí þossutn sprengitlægi- legu gainamnyttdiim. sem við nánari athugun stenst vart þá kröfu að kallasl frambæríleg sem uppfyliingarefni í kvik- myndahúsí milli sýttingarhæfra tnynda llefðbtindin bandarísk langloka með stökuin Ijósmn punklum. V.J. kvik fflUfl /Idflfl SIGURÐUR SVÉRRIR PALSSON VALDIMAR JÖRGÉNSEN SÆBJÖRN VALDIMARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.