Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 23
23 Karl Guðmundsson — Minningarorð F. 21/5. 1947. D. 5/12. 1974. MIG setti hljóðan, þegar mér barst sú harmafregn, að æsku- vinur minn, Kalli, hefði drukknað, er bátnum, sem hann var á, hvolfdi og hann sökk f óveðrinu, sem gekk yfir Norð- fjörð 5. desember síðastliðinn. Hann var ungur maður, þegar þetta hörmulega slys varð. Karl var sonur hjónanna Ólafiu Karls- dóttur og Guðmundar Björns- sonar, næstelztur sjö systkina. Foreldrar hans fluttust að Þor- láksstöðum í Kjós 1958, þá byrjuðu okkar kynni og við urðum mjög góðir vinir upp frá þvi. Hann var mjög kátur og góður félagi, alltaf í góðu skapi og mjög lifsglaður. Hann var aðeins sautján ára, þegar hann trúlofaðist Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Þau eignuðust tvö börn, OLafíu 8 ára og Björn Gunnar 7 ára. Sambiið þeirra varð örlát á yndisleg börn, en mjög skammvinn. Þau slitu sambúð eftir þrjú ár. 1967 gekk hann að eiga eftir- lifandi eiginkonu sína, Birnu Lárusdóttur frá Hafnarfirði. Eignuðust þau tvo syni, Axel, 4 ára, og Lárus Steinar, 3 ára. 1971 fluttust þau austur til Norðfjarðar, þar sem Birna stundaði hjúkrunarkonustarf. Snemma byrjaði Kalli að stunda sjómennsku, því þar var hugur hans, eins og fleiri röskra manna. Var hann búinn að eignast eigin trillu, sem hann gerði út á sumrin, en honum fannst ekki nóg að vera bara á sjönum þann stutta tíma, svo hann réð sig á m/b Hafrúnu frá Norðfirði. Við skyldustörfin þar kom allt í einu kallið, sem allir þurfa að hlýða, óvænt og miskunnarlaust, að mér finnst, en vegir Guðs eru órann- sakanlegir. Ég £>akka þér Kalli minn fyrir allar ' ógleymanlegu samveru- stundirnar, sem við áttum saman, frá þvi að við vorum 11 ára gamlir. Ég hef þá trú, að faðir þinn, sem þér og hinum systkinum þínum þótti sérstaklega vænt um, hafi staðið á ströndinni og tekið á móti þér, þvi að mannlegum mætti var það ekki viðráðanlegt. Ég votta öllum aðstandendum þínum mína dýpstu samúð. Kári Jakobsson frá Möðruvöllum í Kjós. ÞAÐ hefur dregizt lengur en ég ætlaði að minnast með nokkrum orðum þessa kæra vinar míns, sem var einhver ágætasti maður, sem ég hef kynnzt um ævina. Fæddur 11. febrúar 1947. Látinn 19. janúar 1974. Smæð sína og takmörkun hlýt- ur sérhver maður að finna, þegar hann leitar lausnar gátunnar miklu og stórbrotnu um eðli og tilgang hins jarðneska lífs ... lífs, sem blómstrar um dag, en fölnar, visnar og deyr að morgni hins næsta. Áleitnar spurningar hrannast upp, hrópa á svar, krefj- ast svara, en allt er hljótt . . . hljótt nema tifið f gömlu vegg- klukkunni, sem æ skærar hljóm- ar, hraðar og trylltar ómar. Er til almætti og þá líf eftir dauðann? Lifum við til þess eins að lifa lifinu, viðhalda mannkyn- inu, en hverfa svo til moldar að loknu dagsverki? Slikum spurn- ingum, hversu mjög sem við ann- ars reynum, verður aldrei svarað með sönnunaraðferðum tengdum hinum efnislega, jarðneska heimi. Hlutlægt svar við einni hinna ótal spurninga um ráðn- ingu lífsferilsins leiðir jafnan af sér aðra gátu enn flóknari og margbrotnari. Eg minnist þess nú, sem ég sit Mig setti hljóðan, er ég heyrði þau sorgartíðindi, að Karl vinur minn hefði hlotið þau örlög að drukkna, slysið bar að þann 5. des. síðastliðinn. Karl fæddist þann 25. mai 1947, hann ólst upp i Kópavogi til tiu ára aldurs, en þá fluttist hann að Þorláksstöðum í Kjós, og þar hófust kynni okkar, sem urðu mjög náin, og gagnkvæm vinátta. Karl heitinn var búinn að vinna nokkur ár við bifvélavirkjun, en alltaf var i honum sama útþráin til hafsins. Sjómennskan virtist hafa verið honum i blóð borin, þar var áhuginn og starfs- löngunin mest. Karl var geðugur maður og ávann sér hylli allra, sem hann starfaði með, því að hann var aldrei hálfur f átarfi, gekk að hverju verki með áhuga og vöndun. Fyrir nokkrum árum kvæntist Karl eftirlifandi konu sinni, Birnu Lárusdóttur úr Hafnar- firði. Þau fluttust til Neskaupstaðar og þar áttu þau orðið hlýlegt og snoturt heimili og tvö elskuleg börn. Það fylgir því undarlegur söknuður og tómleiki, þegar maður fréttir, að einhver sam- ferðamanna hafi horfið skyndi- lega, en þegar það er góður vinur og æskufélagi, grípur mann sár söknuður, ekki sizt þegar það eru menn á bezta aldri, sem manni finnast lífið hafa brosað við, en skyndilega er öllu kollvarpað á snöggu augabragði, maður skilur svo litið í örlagaþráðum lífsins í þessum fallvalta heimi. Ég óska þess heitt, að vinur minn Karl hafi tekið umskipt- unum vel, er hann kom yfir móðuna miklu. Eftirlifandi konu hans og börn- um óska ég blessunar Guðs í þeirra stóra harmi. Kristján Harðarson. MIG langar til að kveðja vín minn, Karl Þorstein Guðmunds- son, með nokkrum orðum, en hann drukknaði sem kunnugt er inni á höfn á Neskaupstað eftir að hafa barizt á leið til lands, marga klukkutima í ofsaveðri i desem- bermánuði síðastliðnum. Ekki ætla ég að fara að tala um hina órannsakanlegu vegi Guðs, eins og svo algent er i svona til- vikum; þó að Karl hafi efalaust hugsað um það með sjálfum sér, þá var hann ekki sú manngerð, sem lét slikt uppi. Heldur reyndi hann að brjóta sér, konu sinni og börnum sinum eigin veg. Hann var hörkuduglegur við það, sem hér og læt hugann svífa á vit endurminninganna . . . samveru- stundanna með vini mfnum og skólabróður, Jóni Ásgeirssyni, hve mjög við rökræddum okkar á milli um þessi mál. Jón, vinur minn, trúði heitt og 'ákaft á lif eftir dauðann . . . og að tilvera mannsins á jarðriki væri einungis undirbúningur og skóli fyrir annað líf, er væri betra, fegurra 'W hann tók sér fyrir hendur, og veit ég, að sá trúnaður, sem fyrrum vinnuveitandi okkar beggja sýndi honum, var ekki að ástæðulausu. Við höfðum mikið samband, og sagði hann mér oft, að á Neskaup- stað, þar sem hann bjó siðast, liði sér vel. I þeirri trú, að honum líði vel á þeim stað, þar sem við öll lendum fyrr eða siðar, vil ég votta konu hans, Birnu Lárusdóttur, og börn- um, móður hans og allri fjöl- Stefanía Ölafsdóttir frá Hofi á Höfðaströnd, sem andaðist 27. f.m., verður kvödd í Fossvogs- kirkju i dag kl. 10:30, en síðan jarðsett á Hofi. Stefanía var fædd að Lónskoti í Sléttuhlíð, Skagafirði, 14. ágúst 1878 og var því á 96. aldursári, þegar hún lézt. Foreldrar hennar voru Guðrún Magnúsdóttir og Ölafur Stefánsson, ógift vinnuhjú í Málmey. Hún ólst upp með föður sínum, sem var í vinnumennsku á ýmsum bæjum í Skagafirði, en hann dó er hún var á 9. aldursári. Eftir það var hún hjá vandalaus- um til fermingaraldurs og átti misjafnt atlæti. Að vinna svangur og kaldur var hlutskipti umkomu- lausra barna og unglinga á þess- um árum. Um skólagöngu var ekki að ræða. Aðeins var kennt að lesa, en þarflitið talið að kenna stúlkubarni aðskrifa. Um fermingaraldur fór Stefanía til móður sinnar, sem þá var vinnukona hjá Birni Bjarna- syni, bónda i Brekku f Seylu- hreppi og voru þær siðan samvist- um meðan móðir hennar lifði. Björn var ekkjumaður og átti Andrés skáld og Sigurbjörgu f Deildartungu. Stefanía giftist og fullkomnara. Hann trúði á ævarandi tilvist sálarinnar og flutaing hennar á æðra stig til- veru að lokinni dvöl i mennskum, jarðneskum likama. Hugmyndir sínar og sterka trú á gildi mannkærleikans og full- komnun almættisins tel ég Jón, vin minn, tvimælalaust hafa fengið í föðurhúsum, en þar bjó amma hans, Brynhildur, fjölvitur kona og spök. Margar stundirnar mér um alla tíð ógleymanlegar hlýddum við Jón á gömlu konuna segja frá dulrænni reýnslu sinni, auk þess sem hún miðlaði okkur af sínum mikla þekkingarforða um dulspeki og trúmál. Hvort sem við sessunautarnir sátum á skólabekk, sigldum saman á togara, glöddumst yfir höfgum veigum á gleðinnar stundum, eða á annan hátt deild- um súru sem sætu, voru það mannkostir, greind og fjölþætt kímni Jóns Ásgeirssonar, sem gæddu stundir þessar litrikum heillandi áhrifum. Margar á ég minningarnar um traustan og tryggan vin minn, Jón Ásgeirs- son, er segja ég vildi, en slikt yrði efni i annað og meira en rúmast hér i fátæklegum yfirgrips- kenndum ,,minningarorðum“ um mér nú horfinn vin. Jón Asgeirsson átti frá barn- æsku við að stríða veikindi, sem voru afleiðing slyss, höfuðhöggs. Ég minnist þess nú, að þessi náni skyldu, mina innilegustu samúð og f jölskyldu minnar. Þinn vinur, Kristján Hermannsson. SlMINN hringir. Kunnugleg rödd, en samt svo annarleg. Illur grunur sezt að. Að simtalinu loknu er allt orðið breytt. Grundvellinum hefur verið kippt undan tilveru þriggja manneskja, sem okkur þykir vænt um. Hann Kalli er farinn í sjóinn. Við spyrjum ráðþrota. Hvers vegna? Hvers vegna einmitt þau? Núna, loksins þegar allt var farið að ganga svo vel. Eh hversu oft hefur ekki mannveran staðið ráð- þrota og spyrjandi gagnvart almættinu? En það hlýtur að vera tilgangur. Við verðum að trúa því til að geta haldið áfram. Minningarnar koma, ein af annarri. Sumar bjartar, aðrar dimmari. Það er sólbjartur sumardagur. Stór vörubill stanzar fyrir utan. Ökumaðurinn býður litlum þriggja ára dreng upp á það ævin- týri að aka með sér það sem eftir er dagsins. Litill drengur með bíladellu fær að sitja i stórum vörubil, sem ekur með möl, sem mokað er á af stórri alvörugröfu. Birni um tvítugt og bjuggu þau lengst af i Brekku, en siðar um tíma að Reykjarhóli og Krossnesi i sömu sveit. Björn var frekar heilsutæpur og hneigðari fyrir fræðimennsku og lækningar en búskap. Þó búnaðist þeim Stefaníu mæta vel. Bústofninn var ekki mikill, en dugnaður og hagsýni húsfreyj- unnar óvenjuleg. Hún hafði yndi af skepnum og gerði vel við þær, þannig að arðsemi búsins var mjög góð. Þau Björn og Stefania eignuðust sex dætur, meðan þau bjuggu í Brekku, en einkasonur þeirra, Andrés Björnsson út- varpsstjóri, er fæddur i Kross- nesi. Öll eru þessi systkini kunn að dugnaði og gáfum. Þrátt fyrir barnafjöldann var afkoma heimilisins i Brekku betri en víða annars staðar og vakti það athygli. Öll umgengni innanhúss og utan var til fyrirmyndar og fatnaður dætranna bar myndar- skap húsfreyjunnar fagurt vitni. Árið 1921 brugðu Björn og Stefanía búi og fluttust með Sigurlinu dóttur sinni og Jóni Jónssyní, tengdasyni sinum, að Hofi á Höfðaströnd og þar andað- vinur minn var oft frá lestri lang- tlmum saman vegna kvala og sárs- auka í höfði. Það var eigi fyrr en Jón dvaldi við háskólanám í Gautaborg c® sjúkdómur hans var i algleymingi, að menn gerðu sér fulla grein fyrir alvarleik sjúk- dómsins. Það lá aldrei fyrir Jóni að kvarta eða barma sér vegna veikinda sinna, og því hugði margur veikindi hans með öðrum hætti en raun varð á. Jón Ásgeirsson lézt á Borgar- spítalanum laugardaginn 19. janúar, blessuð sé minning hans. Til mikillar gleði og upp- örvunar ættingjum og vinum Jóns Ásgeirssonar lætur hann eftir sig tvö börn, sem í ríkum mæli hafa erft hina fjölþættu og miklu eiginleika föður sins. Ótal hendur munu fúsar til að hjálpa og lið- sinna börnum hans tveim og konu, sem svo mjög mátti reyna og fórna í veikindum manns sins. Ég votta ykkur, börnum Jóns vinar mins, konu, foreldrum, tengdaforeldrum, ömmu hans, Brynhildi, systkinum svo og öðr- um ættingjum og vinum mína dýpstu hluttekningu og vona, að sú fagra mynd og þær ljúfu minn- ingar, sem við öll höfum um drenginn góða, Jón Ásgeirsson, muni lækna sár saknaðarins og vera okkur veganesti um ókomin ár. Róbert Arni. Jón Asgeirsson Minningarorð Minning: , Stefanía Olafsdóttir frá Hofi á Höfðaströnd En dagurinn tekur enda og ævin- týrið með. Það kemur kvöld og dagurinn á morgun er bara venju- legur. Þeir, sem þekktu Kalla, muna glaðlegan, vel gefinn og góðan dreng, sem alltaf var boðinn og búinn að hjálpa öllum þeim, sem hjálpar þurftu með. En við komumst ekki hjá þvi að muna erfiðleikana, veikindin og peningaleysið. Það, sem þurfti að leggja á sig til að ná vissu settu marki. En það er nú liðin tið, sem vissulega hefur þó sett sitt mark á sum okkar, en við vonuðum þó og héldum að væri yfirstigin. Siðast þegar við sáum Kalla, hafði hann skroppið hingað suður til að sækja bíl, sem hann hafði keypt. Hann hafði aðeins nokkra klukkutima til umráða í bænum, en samt gaf hann sér tíma til að heilsa upp á okkur öll, meira að segja fara í heimsókn á spftalann. Þetta er okkur svo dýrmætt, nú þegar við sjáum hann ekki framar. Um leið og við kveðjum Kalla i hinzta sinn, biðjum við algóðan guð að styrkja konuna hans og drengina smáu til að geta horft óttalaus, saman, fram á veginn. Sigga og Gisli. ist Björn árið 1926. Siðan var Stefanía alla tið á Hofi og vann búi dóttur sinnar og tengdasonar vel og dyggilega meðan heilsa og kraftar entust. Það gladdi hana mjög að búskapur á Hofi var með myndarbrag og gestrisni i háveg- um höfð og átti hún sinn þátt í því. Eftir fimmtiu ára dvöl á Hofi fluttist hún með dóttur sinni til Reykjavikur árið 1971, þá þrotin að kröftum. Með Stefaníu Ölafsdóttur er óvenjuleg og merk kona gengin. Hún var mjög vel gefin, víðlesin og margfróð og hélt dagbók til níræðisaldurs. Á unga aldri var hún kvenna fríðust og hélt sér vel alla tíð. Hún átti miklu barnaláni að fagna og var sinnar eigin gæfu smiður. Hún átti óvenju glaða og létta lund, var jafnan full af bjartsýni og elsku til manna og dýra. Að vera glöð og gleðja aðra var hennar aðall. Aldrei heyrðist hún kvarta. Þvert á móti hlakkaði hún til þess að vakna til að vinna og fórna sér fyrir aðra. Aldrei féll henni verk úr hendi meðan heilsa enúst. Aldrei kom barn eða unglingur að Hofi svo að Stefania styngi ekki upp i hann ,,mola“ eða gleddi með einhverjum hætti. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá. Hún mátti ekki heyra barn gráta, án þess að hugga og þerra tár. Minnug æsku sinnar hélt hún verndarhendi yfir öllum, sem minnimáttar voru, og var öllum góð og nær- gætin. Öllum börnum og unglingum, sem dvöldu á Hofi, lengri eða skemmri tíma, var hún einstak- lega ástrik. Á móti hiaut hún i ríkum mæli þakklæti og ást þeirra og kölluðu þau hana „ömmu Stefaniu", þó óskyld væru. — Fáar ömmur hafa borið ömmuheitið með meiri rétti en hún. Nokkrum dögum áður en hún lézt varð hún langa-langa- langamma og voru 6ættliðir á lifi samtimis, sem er mjög fátitt hér á landi, ef ekki einsdæmi. Stefania Ólafsdóttir var gæfu- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.