Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 15 SVIPMYND tJR KREPPUNNI Aumingja Edwin Bahruth er heldur súr á svipinn þarna sem hann horfir á umferðina — og í henni alla hugsanlegu viðskiptavinina — fara fram hjá bensínstöðinni sinni. Bensínstöð Bahruths, sem er í Edison, New Jersey, í Bandaríkjunum, hefur nefnilega verið bensínlaus síðan 10. janúar, og á ekki von á nýjum birgðum fyrr en 1. febrúar. „Samt koma þeir og heimta leiguna,“ segir Eddie veslingurinn, og fær smá útrás með orðaleiknum á skiltinu. Daily Express: 200 mílur útiloka sovézka njósnatogara EINS og frá var skýrt fyrr í vikunni hélt brezka blaðið Daily Express því fram, að brezka stjórnin hefði ákveðið að styðja til- löguna um 200 mílna fisk- veiðilögsögu. Þessu var strax neitað af opinberri hálfu í Bretlandi, en blaðið heldur fast við, að frásögn þess sé rétt, en að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að halda málinu leyndu eins lengi og kostur sé, einkum með tilliti til bandamanna sinna f EBE. I frétt, sem Daily Express birtir 29. fyrra mánaðar í framhaldi af fyrstu frásögn sinni, s.egir, að yfirmenn brezka flotans og hersins styðji tillöguna um 200 míina fiskveiðilögsögu, þar sem hún muni útiloka sovézk njósna- skip, dulbúin sem togara, sem lóni undan Bretlandsströndum með mjög fullkomin fjarskipta- og rafeindatæki til að njósna um brezkar varnarstöðvar, leitá uppi Moskva: r I strætisvagni að sendiráðinu Moskvu, 1. febrúar AP. SOVÉZKUR maður ók í fyrra- kvöld strætisvagni framhjá sov- ézkum vörðum við bandaríska sendiráðið I Moskvu og upp að dyrum með 14 ára son sinn, þar sem hann tjáði sendiráðsstarfs- mönnum að hann vildi flytjast til Bandarfkjanna. Maðurinn, sem er 42 ára að aldri og heitir Rayzantsev, var afhentur sovézkum yfirvöldum klukkustundu siðar eftir að bandarísku sendiráðsstarfs- mennirnir höfðu verið fullviss- aðir um, að hann fengi mannúð- lega meðferð. Að sögn sendiráðsstarfs- mannanna bað maðurinn ekki um pólitískt hæli, en ræddi per- sónuleg vandamál og spurði spurninga áður en hann yfirgaf sendiráðið af frjálsum vilja. Framhald á bls. 18 Forsíðufrétt Daily Express um 200 mflna landhelgi 28. fyrra mánaðar. neðansjávarkapla og önnur fjar- skiptatæki. Segir blaðið, að Sovét- menn leiki sama leikinn undan ströndum annarra þjóða, m.a. Bandarikjanna, og því muni Rússar leggjast mjög eindregið gegn 200 mílna fiskveiðilögsögu á hafréttarráðstefnunni, sem hefjast á í Caracas í Venezuela í júní n.k. Þá segir blaðið í lok fréttarinnar, að brezki flotinn hafi nú nýlega sent fjögur her- skip til að gæta fiskveiðilögsögu Breta. Blaðið segir að stuðn ingurinn við 200 mílna fisk- veiðilögsöguna hafi komið fram á tveggja daga fundi, sem Joseph Godber fiskimálaráðherra hafi haldið með opinberum embættis- mönnum og forustumönnum brezka fiskiðnaðarins í síðustu viku. Hraun í þrónum fyrir 9 mán. — nú loðna Skortur á öllu nema dugnaði, áræði og kjarki FESIÐ í Eyjum, eða Fiski- mjölsverksmiðja Einars Sig- urðssonar, er byrjuð að taka á móti loðnu af fullum krafti. Starfsmenn verksmiðjunnar hafa unnið algjört stórvirki f undirbúningi undir vinnslu loðnunnar og m.a. hafa þeir orðið að hreinsa hraun úr einni þró verksmiðjunnar. Hrað- frystistöðin, sem var áföst FES- INU, fór undir hraun f fyrra eins og kunnugt er og aðalhús fiskimjölsverksmiðjunnar færðist nokkra sentimetra á grunninum áður en hraunjað- arinn stöðvaðist. Feikileg vinna hefur farið f að undirbúa vinnsluna og m.a. hreinsa hraun f burtu til þess að opna aftur aðkeyrsluna að þrónum, sem taka 7000 lestir af loðnu, Næst eru þrær FESINS hálf- fullar af hrauni og ösku og á- föst er verksmiðjubygging f iskimjölsverksmiðjunnar og ieifarnar af Hraðfrystistöðinni. Myndin var tekin 22. ágúst, en nú hefur orðið breyting á fyrir harðfylgi athafnamanna. en ein þróin er ónothæf þar sem hún fylltist alveg af gló- andi hrauni. Þá á verksmiðjan við rafmagnsskort að strfða auk vatnsskorts, en þau mál komast ekki í gott lag fyrr en kapal- skipið, sem er á leið til Eyja, hefur lokið lögn leiðslunnar, sem á vantar. Það hefðu vfst fáir trúað þvf fyrir 9 mánuðum þegar 1100 gráðu heitt hraun rann ofan f þrær FESINS að uggi f nokk- urri mynd ætti eftir að koma f þær þrær, en nú hafa Eyja- menn brotið niður margra metra þykkt hraunstál til þess að koma stöðinni f gagnið. Þier hafa hvergi hvikað og aldrei gefizt upp þótt miklir erfiðleikar hafi mætt þeim á flestum stigum viðreisnarstarfsins. Til þess má nefna ýtumálið fræga, þ.e. stóra ýtan sem fékkst aldr ei afgreidd til Eyja og enginn getur gefið skýringu á, en hún bfður ennþá í Reykjavík eins og hún hefur gert sfðustu mán- uði. Það hefur verið skortur á öllu til viðreisnarstarfsins nema dugnaði, áræði og kjarki þeirra, sem réðust í þetta nær vonlausa verk eins og það leit út s.l. vor. Hraunið bullar á Hraðfrystistöðinni, sem brotnaði að mestu niður eins og siá má á einni meðfylgjandi mynd. Loönu sturtaö i þrær FESINS, en f fjarska sést hraunstálið og Brjóta varð niður hraunstálið á stóru svæði til þess að búa út Eldfellið, sem öllu olli. Ljósmyndir Mbl: Sigurgeir Jónasson. nýjan veg að þróm verksmiðjunnar. Sést það vel á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.