Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 í » mörk fyrir kj arna- HEITAR umræður fara nú fram vegna mikilla breytinga á kjarn- orkustríðsáætlun Bandaríkj- anna. James R. Schlesinger varnarmálaráðherra tilkynnti um breytingarnar um miðjan janúar, og þær felast einkum í því, að kjarnorkuefldflaugum Bandaríkjanna er miðað á ný skotmörk í Sovétrlkjunum. Það er mikið í veði, m.a. viðræðurn- ar við Sovétríkin um takmörk- un vígbúnaðar, framlag Banda- ríkjanna til varnarmála og gildi varna landsins. Hernaðarsér- fræðingar og diplomatar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa tínt til svör við ýmsum spurn- ingum, sem þessar breytingar hafa í för með sér. Hvað eru Bandaríkin að gera? Tölvur þær, sem stýra bandarísku eldflaugunum, eru fyrirfram stilltar inn á ákveðin skotmörk í Sovétríkjunum og stjórna flaugunum að þessum skot- mörkum, ef til stríðs kemur. Það, sem Bandaríkin eru að gera, er að fóðra tölvurnar á nýjum upplýsingum sem valda því, að þær stýra flaugunum að nýjum skotmörkum. Þeim er nú í aukn- um mæli beint að hernaðrmannvirkj- um, svo sem eldflaugastöðvum Rússa sjálfra, í stað stórborga og annarra þéttbýlla svæða. Hvaða breytingar eru þetta? Allt fram til þessa hefur bandarfska herstjórnin nær eingöngu beint flaug- unum að rússneskum borgum. Aðeins fá hernaðarlega mikilvæg svæði eru ! sigti. Hugmyndin að baki þessarar hernaðaráætlunar er I stuttu máli á þá leið, að ef Sovétríkin skytu eldflaugum sínum að Bandaríkjunum, þá myndu bandarískar flaugar, sem skotið væri i hefndarskyni, frá kafbátum og eld- flaugastöðvum á landi, þegar leggja I rúst helstu borgir Sovétríkjanna. Vitneskjan um þetta á að hindra Sovét- ríkin ! að gera árás. Nú verður flaugunum beint meira að skotmörkum sem eru beinlínis hernað- arleg í eðli sínu, svo sem eldflauga- stöðvum, flugvöllum og herstöðvum. Hvernig hjálpa þessar breyt- ingarvörnum USA? Þetta gefur forsetanum fleiri mögu- leika, en hann er sá eini, sem hefur vald til að fyrirskipa notkun kjarnorku- vopna. Við skulum taka til sem dæmi, ef flotastöðin i Norfolk yrði fyrir rússneskri kjarnorkuflaug. Þá gefa þessar breytingar forsetanum mögu- flaugarnar leika á að eyðileggja svipað skotmark i Sovétríkjum i stað þess að hafa ekki um annað að ræða en leggja Moskvu i rúst. Kenningin er á þá leið, að eftir að „skipst" hefur verið á eldflaugum á tiltölulega lítil skotmörk þá hefðu stór- veldin tvö ennþá möguleika á að tala saman og semja, áður en lagt yrði út i gereyðingarstrið. Hvers vegna var þetta ekki gert fyrr? Ein ástæðan er sú, að bandarísku flaugarnar hafa ekki verið nógu nákvæmar til að geta hitt beint á hin ýmsu hernaðarskotmörk, sem eru dreifð um Sovétríkin. Miklum fjárhæð- um verður nú varið til að auka enn nákvæmnina, sem hefur aukist til muna á síðustu árum. Hernaðarsérfræðingar hafa einnig haldið því fram, að ef miðað væri á hernaðarleg skotmörk auk stórborg- anna þá myndi það í reynd hafa í för með sér hraðara vígbúnaðar- kapphlaup. Samkvæmt kenningu þeirra þá hefði það stór- veldanna, sem gæti eyðilagt eld- flaugar andstæðingsins, áður en þeim yrði skotið á loft, í rauninni ,,fyrstu-árásar-getu'' á þeirra máli, en það þýðir að það gæti skotið eldflaug- um sínum á andstæðinginn, án þess að hann hefði möguleika á að koma fram hefndum. Eins og vígstaðan er núna er talið, að hvorki Bandaríkin né Sovétríkin hafi þessa getu. Sumir gagnrýnendur halda því fram, að hin nýja áætlun, sem Schlesinger lýsti, verði túlkuð í Moskvu sem tilraun Bandaríkjanna til að öðlast „fyrstu-árás ar-getu'' og muni hún leiða til nýs og hættulegs spretts í vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Hvers vegna eru Bandaríkin þá aS þessu? Yfirmenn varnarmála í Washington neita þvi, að þetta sé tilgangur þeirra. Þeir segja, að á siðustu árum hafi það orðið æ nauðsynlegra fyrir Bandaríkin, að um eitthvað annað væri að velja en „algjöra hefndarárás". Nixon forseti fjallaði um þetta í ræðu sinni til þjóðar- innar um ástand og horfur I heimsmál- um, árið 1 970, og siðar. Schlesinger lýsti þessu á eftirfarandi hátt i greinargerð sinni: „Það er orðið nær óhjákvæmilegt, að ef annar aðilinn beitir styrk sfnum i „algjörri árás" á borgir hins, mun það hafa I för með sér umsvifalausa hefndarárás á hans eigin borgir. Þar af leiðandi geta nú mun margvislegri að- stæður en áður leitt til þess að hugsað yrði um „algjöra áráé" á borgir and- stæðingsins og því er æskilegt að hafa aðra valkosti en það að gera það sem myndi óhjákvæmilega vera sjálfs- morðsárás. Sumir evrópskir sérfræðingar benda líka á, að breytingin muni gera verndarhlif þá sem bandarisku eld- flaugarnar eru, mun trúverðugri en áður gagnvart bandamönnum Banda- rikjanna. Margir Evrópumenn og Jap- anir hafa dregið i efa, að Bandaríkin myndu í rauninni beita kjarnorkuvopn- um gegn Sovétrikjunum, ef gjaldið fyrir það.yrði eyðilegging bandariskra borga. Þróunin i Sovétrikjunum hefur svo einnig haft áhrif á stefnu Banda- rikjánna. Hvað hafa Rússar gert? Þar er um að ræða bæði það, sem þeir hafa gert, og það, sem þeir hafa ekki gert. ( fyrstu umferð viðræðnanna um takmörkun kjarnorkuvigbúnaðar, sem nefndar hafa verið SALT viðræð- urnar (Strategic Arms Limitation Treaty) var gerður bráðabirgðasamn- ingur til fimm ára um hámarksfjölda langdrægra eldflauga Samþykkt var, að Rússum yrðu leyfðir nokkrir yfirburðir, hvað snertir fjölda eldflauga og þann þunga, sem þær geta borið milli heimsálfa Richard Nixon og Leonid Brezhnev undirrituðu bráðabirgðasamninginn 1 972. Slðari umferð SALT-viðræðnanna stendur nú yfir í Genf og í þeim átti að reyna að ná samkomulagi um endan- legan hámarksfjölda kjarnorkuvopna, og var vonast til, að hægt yrði að ná fram fækkun á langdrægum árásareld- flaugum. Nixon, forseti, vonaðist til að geta undirritað samkomulag þar að lútandi, þegar hánn fer i fyrirhugaða heimsókn sina til Moskvu, siðar á þessu ári. Fram til þessa hefur þó hvorki gengið né rekið i Genf, aðallega vegna þess að Rússar neita að ræða eftirgjafir. Það sem meira er, Rússar eru að smiða fjögur ný eldflaugakerfi, sem staðsett verða á landi og einnig nýjan kafbát, sem verður vopnaður árásareld- flaugum. Auk þess virðast þeir stað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.