Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 MJOG VIÐUNANDI LOÐNUSAMNING- AR VIÐ JAPANI NAÐST hefur samkomulag um verð á frystri loðnu til Japans, en þar sem enn var f gærkvöldi beðið eftir lokastaðfestingu samnings- ins frá Tokyo, var ekki unnt að skýra frá þvf. Fulltrúar frá hin- um japönsku kaupendum hafa verið hér undanfarna daga og rætt við framleiðendur, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Sam- band fslenzkra samvinnufélaga. Morgunblaðinu tókst ekki í gær að ná tali af forráðamönnum SH, en Guðjón B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri sjávarútflutnings- deildar SlS, sagði, að til viðræðna við SlS hefðu verið fulltrúar þriggja kaupenda, en fulltrúar hins fjórða eru væntanlegir. Guð- jón sagði, að Sambandið seldi eins mikið magn og það gæti framleitt eða um átta þúsund tonn. Guðjón sagði, að um talsverða verðhækkun væri að ræða á frystri loðnu miðað við dollara og verðið í fyrra. Hins vegar væri hækkunin mun minni í krónu- tölu, þar sem óhagstæðara gengi dollars gagnvárt krónu rýrði verð- hækkunina, svo og 5%, sem fara í olíusjóðinn. Guðjón sagði, að hann teldi þessa samninga mjög vel við unandi — bæði væri magn- ið eins og unnt væri að framleiða og verðið mjög viðunandi, þótt það væri ekki eins hátt og grund- vallarverðið í Verðlagsráði. HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fákur hefur undanfarið haldið nokkra fundi, þar sem rætt hefur verið um hrossaættir. Hafa hinar ýmsu ættir verið teknar fyrir og hafa verið fengnir til sérfróðir menn, sem flutt hafa fyrirlestra. Mikil aðsókn hefur verið að fundum þessum, en myndin er tekin á einum slfkum. 298 AÐILAR HLUTU LÓÐIR í SELJAHVERFI Að gefnu tílefni SAMÞYKKTAR voru f borgarráði þriðjudaginn 29. janúar tillögur lóðanefndar um lóðaúthlutun, aðallega f Seljahverfi. Uthlutað var aðild að fjölbýlis- og raðhúsa- lóðum fyrir framkvæmdaaðila f byggingaiðnaðinum, aðild að f jöl- býlishúsum fyrir einstaklinga og úthlutun á raðhúsalóðum fyrir einstaklinga. Þeir framkvæmdaaðilar, sem hlutu lóðir, eru þessir: Ós h.f.; Böðvar S. Bjarnason; Ingólfur Isebarn; Haraldur Sumarliðason; Emil Petersen, c/o Nýbýli s.f.; Franz og Gunnar s.f.; Mosfell h.f.; Sigurður Guðmundsson; Jón Gunnar Sæmundsson; Einhamar h.f. og Haukur Pétursson. Auk þessara framkvæmdaaðila hlutu 286 einstaklingar lóðir eða aðild að lóðum. 125 einstaklingar hlutu lóðir undir raðhús. AÐ GEFNU tilefni langar mig að taka það fram, að ummæli þau, er ég lét frá mér fara hér I blaðinu um sýningu þá, sem haldin var á Kjarvalsstöðum á myndverkum í eigu Reykjavíkurborgar, eru rit- uð af fyllstu einlægni og eftir bestu íhugun. En þann 22. janúar birtust eftir mig hér f blaðinu nokkur orð um fyrrnefnda sýn- ingu, og sagði þar meðal annars: „en þarna eru furðulega mörg á- gætis listaverk, og ég held, að segja megi, að það gangi krafta- merki næst.“ — Þetta eru stór orð, en nú er svo komið í blaða- skrifum um þessa sýningu, að ég sé ástæðu til að fylgja þessum orðum eftir með stuttri athuga- semd, þar sem mér láðist að taka það fram í fyrra skrifi mínu, hve merkilegan þátt núverandi borg- Skipað 1 stöður við háskólann Margit Tuure-Laurila. Meri Louhos. Finnsk Ijóðasöngkona Norrœna húsinu i FINNSKA Ijóðasöngkonan Margit Tuure-Laurila heldur tón- Ieika f Norræna húsinu við undir- leik Meri Louhos næstkomandi þriðjudag, kl. 20.30. Söngkonan er Kyrjáli, ein margra, sem urðu að flýja heima- haga sfna í vetrarstríðinu 1939—1940 án þess að eiga aftur- kvæmt.Frú Margit Turre-Laurila hefur áður komið til Island á veg- um Norræna félagsins. Það var í maímánuði 1965. Söng hún þá í Fyrsta loðnan til Akraness Akranesi, 1. febrúar. — FYRSTI loðnufarmurinn barst til Akraness í gær með Höfr- ungi II, sem kom með 204 lest- ir til Sildar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar. Línubátar hafa verið að róa að undanförnu, en afli hefur verið frekar tregur. --JÚIÍUS. Austurbæjarbíói við mjög góðar undirtektir og fékk prýðisgóða dóma fyrir söng sinn. I það skipti söng hún því nær eingöngu lög eftir Jan Sibelius og Yrjö Kilpinen, einn allra fremsta finnskan sönglagahöfund vorra tíma, en ekkja hans, Margaret Kilpinen, hámenntuð tónlistar- kona, lék undir. A tónleikunum á Runebergs- daginn syngur Margit Turre- Laurila lög eftir Jarnefelt og Kunta auk laga eftir hina tvo fyrrnefndu meistara. — Syngur hún bæði á sænsku og finnsku. Mörg laganna eru Islendingum kunn, einkum lög Sibeliusar. Er ekki að efa, að Reykvíkingar muni fjölmenna á þessa sam- komu, sem mun veita öllu söng- elsku fólki óblandna ánægju, þar eð hér er á ferðinni ein þekktasta ljóðasöngkona Finna. Undirleik- ari hennar að þessu sinni, Meri Louhos, er meðal beztu og þekktustu undirleikara í Finn- landi. Hún hefur bæði leikið i útvarpi og verið undirleikari með flestum frægustu söngvurum Finnlands. Þessir gestir munu koma frain á fleiri tónleikum. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ hefur skipað dósenta og lektora f læknadeild Háskóla Islands. Bjarka Magnússon lækni, dó- sent í líffærameinafræði um fimm ára skeið frá 1. október 1973 að telja, og jafnframt hefur hann verið leystur frá lektorsstarfi i greininni frá sama tíma. Gylfa Ásmundsson sálfræðing, dósent í sálarfræði um fimm ára skeið frá 1. janúar 1974 að telja: Guðmund S. Jónsson eðlisfræðing, dósent i eðlisfræði frá 1. janúar 1974 að telja, og jafnframt hefur hann A FUNDI stjórnarnefndar Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna — United Nations Development Programme — hinn 15. janúar s.I. var formlega sam- þykkt áætlun um tækniaðstoð við tsland á árunum 1973—1976, og á Island að hljóta eina milljón Bandaríkjadala f aðstoð á timabil- inu 1972—1976 eða að meðaltali 200.000 Bandaríkjadali á ári. A sviði landbúnaðar og náttúru- auðlinda er um að ræða hagnýt- ingu og vernd beitilanda, frærannsóknir og jurtakynbætur, rannsóknir á lax- og silungsstofn- um, ræktun fisks í sjó, skógrækt og rannsóknir á nýtingu jarðhita til ræktunar verðmætra gróður- húsajurta. A sviði iðnaðar er um að ræða aðstoð við Utflutnings- miðstöð iðnaðarins, ráðgjafar- starfsemi í iðnaði, skipasmiða- iðnað, notkun gosefna til iðnaðar, fiskvinnslurannsóknir og framhaldsirannsóknir í ferðamál- um. Auk þess er um að ræða heilbrigðismál og loftmyndagerð. A móti ofangreindum fjárfram- lögum leggja íslenzk stjórnvöld fram 90.642.000 krónur og endur- greiða auk þess 8% af því fé, sem veitt er i aðstoð. Samkvæmt fjárlögum fyrir 1974 eru helztu framlög Islands til þróunarmála á alþjóðavett- vangi 21.392.000 krónur til Al- þjóðaframfarastofnunarinnar, 6.040.000 til Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og auk þess 5.000.000 krónur til stofnunar- innar Aðstoð Islands við þróunar- löndin', en það fé rennur fyrst og fremst til þátttöku i Norðurlanda- aðstoð á sviði samvinnumála í Kenya og Tanzaníu. arlögmaður, Páll Lindal, hefur átt í því, sem ég kalla „kraftaverk". Hann hefur manna ötulast staðið að þvi, að keypt hafa verið verk ungra og efnilegra listamanna, og undir hans handleiðslu hefur Reykjavíkurborg eignast mörg á- gæt verk. Þessar linur eru ritaðar í þeim tilgangi einum að verja mín eigin skrif — í karpi, sem ég er annars ekki aðili að. Valtýr Pétursson verið Ieystur frá lektorsstarfi frá sama tíma. Dr. Sigurð S. Magnús- son lækni, lektor í kvensjúkdóm- um og fæðingarfræði um fimm ára skeið frá 1. janúar 1974. Þröst Laxdal lækni, lektor í barnasjúk- dómafræði, einnig um fimm ára skeið frá sama tíma að telja. Elínu Ölafsdóttur lífefnafræðing, lektor 1 lífefnafræði um fimm ára skeið frá 1. ágúst 1973, en jafnframt er hún leyst frá starfi við Mennta- skólann i Hamrahlíð. Magnús Jó- hannsson lækni, lektor 1 sér- hæfðri lyfjafræði frá 1. janúar 1974 að telja. I fyrradag birtist línurit, þar sem sýnt var hvernig appelsínur hefðu hækkað í tíð vinstri stjórnarinnar. Vegna mistaka var nýja verðið, þ.e. verðið á hverju kg af appelsínum hinn 14. janúar 1974 of hátt. Línuritið birtist því hér aftur og eru hlut- aðeigendur beðnir afsökunar á mistökun- um. Milljón dollara tækni- aðstoð við Island Hækkun í tíð vinstri stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.