Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRUAR 1974 3 Sjálfstæðis- menn þinga um sveitar- stjórnarmál Geir Hallgrímsson flytur ávarp. Við borðið frá. vinstri sitja ritararnir Halldór Finnsson og Sigrfður Asgeirsdóttir og fundarstjóri Halldór Jónsson. Fjær sitja framsögumenn, Birgir Isl. Gunnarsson, Arni Grétar Finnsson, Asthildur Pétursdóttir og Ólafur B. Thors. Ráðstefna Sjálfstæðis- flokksins um sveitar- stjórnarmál hófst í gær- morgun með ávarpi for- manns flokksins Geirs Hailgrfmssonar. Mættir voru til þessarar tveggja daga ráðstefnu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins f sveitarstjórnum víðs veg- ar að af landinu. Fundar- stjóri var Halldór Jóns- son, en ritarar Sigríður Ásgeirsdóttir og Halldór Finnsson. Að ræðu formanns lokinni fluttu framsöguerindi Ölafur B. Thors um framtíðarverkefni og tekjustofna sveitarfélaga, Asthildur Pétursdóttir um frumkvæði sveitarfélaga í fé- lagslegri þjónustu, Birgir Isl. Gunnarsson um verndun nátt- úru og mótun umhverfis og Arni Grétar Finnsson um orku- mál og sveitarfélögin. Fimmti framsögumaður var Sigurður Sigurðsson, en þar sem hann var veðurtepptur á Akureyri, gerði Sigfinnur Sigurðsson grein fyrir málaflokknum um byggðastefnuna. Síðdegis voru þessi mál rædd í umræðuhópum, þannig að stjórnendur og framsögumenn fluttu sig á milli hópa og allir fjölluðu því um alla málaflokk- ana. Stjórnendur umræðuhóp- anna voru Ölafur G. Einarsson, alþingismaður, Markús örn Antonsson, Lárus Jónsson, Sig- finnur Sigurðsson og dr. Gunn- ar Sigurðsson. Ráðstefnan hefst aftur í dag kl. 10 með umræðum um álit umræðuhópanna. En eftir há- degishlé verða almennar um- ræður um sveitarstjórnarmál og stefnumörkun í þeim. I kaffihléi verður hið nýja Sjálf- stæðishús skoðað og bjóða Hvatarkonur upp á kaffi þar. Albert Guðmundssón flytur ávarp. Kl. 17 verður haldið áfram fundum og ráðstefnunni lokið um kvöldmatarleytið. A sunnudag hefst önn- ur ráðstefna með sömu fulltrúum á Hótel Loft- leiðum. Er það ráðstefna Sjálfstæðisflokksins um undirbúning sveitar- stjórnarkosninga. Við setningu ráðstefnu sjálfstæðismanna um sveitarstjórnarmál í gærmorgun Fálkinn gefur út leikritið Sókrates á hljómplötu FALKINN h.f. hefur gefið út hljómplötu með leikritinu Sókra- tes eftir Matthfas Johannessen. Leikritinu var útvarpað í nóvem- ber 1971. Leikstjóri er Helgi Skúlason, tónlist er eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og er leikin af hljómsveit undir stjórn hans. Hlutverkaskrá er þannig, að Sókrates leikur Valur Gíslason, Madame de Pampadour leikur Helga Bachmann, Van Gogh leikur Arni Tryggvason, Darwin leikur Gunnar Eyjólfsson, Galileó leikur Ævar R. Kvaran, Sólkon- unginn leikur Jón Aðils, Sölva Samræma sumartíma á Norður löndum RAÐHERRANEFND Norður- landa, sem átti fund hér I Reykja- vfk f gær, ákvað að skipa nefnd til þess að athuga möguleika á þvf að samræma reglur um sumartima á Norðurlöndum öllum eða nýjan meðaltfma. Nefndin skal hraða störfum sfnum og skila áliti fyrir mittár 1974. Með því að breyta klukkunni yfir sumarmánuðina og færa hana eftir þvl, hvenær sól kemur upp og sól sezt, nýtist t.d. mun betur birtaii og sparast þá orka. I Noregi hafa verið ákvæði um að sumartimi gildi frá 1. mai til 14. september ár hvert, en nokkur ár eru frá þvf er íslendingar felldu niður vetrartíma og er nú ávallt hérlendis sumartími, sem er hinn sami og meðaltími áGreenwitch. Helgason leikur Þórhallur Sigurðsson og þulinn leikur Helgi Skúlason. Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri ritar á umslagssíðu um íslenzka leikritun og leikritun Matthíasar Johannessen. Sveinn segir um Sókrates: „Skömmu síðar samdi svo Matthías þennan leikþátt, Sókra- tes, fyrir útvarp. Þetta er gletti- legt verk,skreytt skáldlegum hug- dettum, leynir á sér og lofar góðu fyrir framtfðina.“ Umslagssiða er skreytt af Hall- dóri Péturssyni, en hún er prentuð hjá Grafik h.f. I bréfi, sem Morgunblaðinu barst frá Haraldi Ólafssyni for- stjóra Fálkans í tilefni útgáf- unnar segir: „Á sölumarkað er að koma hljómplata með leikritinu Sókra- tes eftir Matthfas Johannessen skáld. Leikrit þetta var leikið f útvarpi f nóvember 1971, en ekki síðan. Ég fór þess á leit við Matthias Johannessen, að hann gæfi Fálkanum heimild til að gefa út leikrit eða leikþátt eftir hann, og datt okkur fyrst í hug leikþáttur- inn Jón gamli, sem sýndur var í sjónvarpinu. En þegar til kom, var ekki hægt að nota upptöku þá, sem til var, til útgáfu á hljóm- plötu, þótt ýmsir agnúar væru sniðnir af. Þá kom okkur Matthíasi saman um að gefa út á hljómplötu leik- ritið Sókrates, sem mér fannst mjög athyglisvert eftir að hafa hlustað á uppfærslu þess í Ríkis- útvarpinu. Hér teflir Matthfas saman ýmsum þekktum persón- um veraldarsögunnar, svo sem Sókratesi, Darwin, Galileó, Van Gogh, Lúðvík 14. og lagskonu hans, Madame de Pompadour, ásamt Sölva Helgasyni. Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri skrif- aði umsögn á baksíðu umslagsins, og Halldór Pétursson listmálari teiknaði framhliðina. Ég sendi yður hér með eina hljómplötu til umsagnar og vænti þess, að þér getið hennar að ein- hverju sem fréttar, ef yður þykir ástæða til. Þessi útgáfa er ekki gerð í gróðaskyni. Heldur tel ég, að hljómplata þessi, sem og aðrar hljómplötur með flutningi fslenzkra bókmennta, er áður hafa komið út á vegum Fálkans, eigi erindi til almennings og hafi nokkurt menningarlegt gildi.“ Stefán Jónsson segir sögur á Alþingi A FUNDI sameinaðs þings sl. fimmtudag flutti Stefán Jóns- son Alþýðubandalagsþingmað- ur ræðu, sem sennilega verður f minnum höfð f þingsögunni. Ræðu þessa flutti þingmaður- inn, er verið var að ræða um þingsályktunartillögu um að hrundið yrði þeirri ákvörðun að fella niður z f ritmáli. Var hann á móti tillögunni, taldi allt málfræðistagl vera skólakennslu til óþurftar og sagði sögur máli sinu til stuðnings. Ein sagan, sem þingmaðurinn sagði, var eitthvað á þessa Ieið: Þegar hann kom fyrst að Laugaskóla til að taka þar við störfum sem kennari, hefði gamall maður tekið á móti sér. Sá hefði sagt við sig, að varla liði nú langur tími, þar til Stefán yrði hrakinn frá kennslunni. Nú hvers vegna? Jú, ástæðan var sú, að skólavist- in væri nemendunum svo mikil kvöl, að þau gerðu líf kennar- ans að martröð. Dæmi væri um það frá skólanum einn vetur- inn, að kennari hefði skömmu eftir áramótin verið kominn á fremsta hlunn með að hengja sig og stuttu síðar hefði skóla- stjórinn verið fluttur brott af staðnum í spennitreyju. Þá sagði þingmaðurinn, að ekki hefði verið hægt að komast inn f efnafræðistofu skólans, þar sem hurðin hefði verið læst. Hann hefði þvi kikt á gluggann og séð, að fyrir innan hefði verið búið að skera og brenna leðurlíki á stólum skólastofunnar og einhver hefði hægt sér á skólaborðið (Orðalag Mbl. Blaðið telur orðalag þingmannsins óprent- hæft i dagblaði). Morgunblaðið hafði samband við þingmanninn til að fá leyfi til að hafa orðrétt eftir honum úr ræðunni. Fór hann þess á leit við blaðið, að það birti ekki framangreinda sögu, þar sem hann hefði ekki tekið nægilega skýrt fnam, að hún hefði verið ýkjusaga, höfð eftir gömlum manni á staðnum. Ekki var orð- ið við þeim tilmælum, en hins vegar þykir Morgunblaðinu rétt, að með fylgi framangreind skýring þingmannsins á orðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.