Morgunblaðið - 14.02.1974, Qupperneq 18
18
RÍORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Bjorn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, slmi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
j lausasölu 22,00 kr. eintakið.
HALLDÓR LAXNESS:
FASISMI
í tilefni af handtöku Solzhenitsyns og nauðungarflutn
ingi hans frá Rússlandi
Yfirleitt lögregluvald og ríkisstjórnir
móti rithöfundum — þaö er jú það,
sem við eigum við m.a. með fasisma
i
TÓMAS GUÐMUNDSSON:
jr
— I gœr var hún múski brún þessi böðulshönd
sem blóðug og rauð í dag sínu vopni Igftir
Eftir Bernard Gwertsman Vinnubúðir og
fangelsi í Sovétríkjunum
WASHINGTON — A þeim
tuttugu árum, sem liðin eru frá
andláti Stalíns, hafa sovézk
yfirvöld beitt fangelsunum í
mun minna mæli en áður
tíðkaðist. Engu að síður eru
vestrænir sérfræðingar þeirrar
skoðunar, að enn sitji um það
bil ein milljón sovézkra borgara
i fangelsum, þar af eru nær tiu
þúsundir pólitiskra fanga.
Fangelsi og vinnubúðir i Sovét-
ríkjunum eru talin vera um niu
hundruð talsins og er þeim
dreift vitt og breitt um hið
vi’ðlenda ríki.
Nýjasta bók sovézka Nóbels-
skáldsins Alexander Solzhenit-
syn, „Gulag Eyjahafið: 1918 —
1956“, fjallar um fangelsis-
kerfið á tímabilinu frá október-
byltingunni og fram yfir dauða
Stalíns, en það er einmitt
útkoma þessarar bókar, sem
hefur komið af stað nýjum um-
ræðum um þessi mál á Vestur-
löndum.
Solzhenitsyn telur, að fjöldi
þeirra, sem sátu í fangelsum í
Sovétrikjunum, hafi aldrei
orðið meiri en 12 milljónir
manna, en sú tala mun eiga við
siðustu árin fyrir dauða Stalíns.
í bók sinni fjallar Solzhenitsyn
um nær 40 ára tímabil, en hann
gefur aldrei neitt heildaryfirlit
yfir fjölda fanga. Bandaríska
leyniþjónustan áætlar tölu
sovézkra fanga um það bil 2,4
til 2,5 milljónir og styðst þar við
myndir teknar úr gervi-
tunglum. Utanríkisráðuneytið
og ýmsir sérfræðingar, eins og
til dæmis Peter Reddaway, sem
er fremsti sérfræðingur Breta
um sovézk fangelsi, telja þessar
tölur hins vegar of háar og
segja að ein milljón sé nær lagi.
Reddaway, sem er virtur kenn-
ari við The London School of
Economics, telur að af þessari
einu milljón muni um það bil
tíu þúsund vera pólitískir
fangar.
Ef miðað er við höfðatölu,
þýðir þetta, að fangar í Sovét-
ríkjunum séu helmingi fleiri en
í Bandaríkjunum, en fjöldi
bandarískra fanga er um 425
þúsund og er það hæsta tala á
Vesturlöndum.
Siðan skömmu fyrir 1930
hafa Sovétríkin engar upplýs-
ingar gefið um tölu glæpa eða
fangelsiskerfið og lítið er vitað
um tölu venjulegra fanga.
Engu að síður hefur tekizt að
afla allmikilla upplýsinga með
viðtölum við fyrrverandi fanga,
sem fengið hafa leyfi til að
flytjast til annarra landa, t.d. til
Israels eða Bandarikjanna. Að
auki hafa ýmsir, þar á meðal
Peter Reddaway, stundað ná-
kvæmar rannróknir á þessu
sviði, meðal annars með lestri
hinna fjölrituðu neðanjarðar-
blaða sovézkra, sem almennt
ganga undir nafninu samizdat,
en það þýðir nánast „sjálf-
útgefið".
I hópi pólitískra fanga eru til
dæmis menntamenn, sem hafa
verið handteknir fyrir að skrifa
og dreifa plöggum, sem talin
eru andsovézk af yfirvöld-
unum, þeir sem hafa reynt að
stunda trú sína utan hins fyrir-
skipaða kerfis, og síðast en ekki
sízt þeir, sem hafa komizt í ónáð
fyrir að styðja kröfur ýmissa
minnihlutahópa.
Fjórar gerðir
vinnubúða
Óþarft er að taka það fram,
að fangelsisvist er allsstaðar
heldur ömurleg, en sovézka
fangelsiskerfið er einstætt að
því leyti, að nær allir sakamenn
eru dæmdir til vistar I vinnu-
búðum, aðeins örlitið brot
hinna dæmdu fær að taka út
refsingu í venjulegum fang-
elsum.
Vitnisburðir fyrrverandi
fanga eru með ýmsu móti, en
almennt eru þeir fangar, sem
verið hafa í fangabúðum nýlega
á einu máli um, að vistin mótist
fyrst og fremst af því, í hvaða
tegund búða menn lendi.
Samkvæmt sovézkum lögum
eru fangabúðirnar einkum
fernskonar.
1. „Venjulegar búðir“, og
þangað eru flestir dæmdir.
2. „Ögunarbúðir".
3. „Harðneskjubúðir”.
4. „Sérbúðir".
Tvær síðastnefndu teg-
undirnar hýsa yfirleitt hættu-
lega glæpamenn og pólitíska
fanga.
Margir pólitískir fangar, og
þá sérstaklega þeir, sem eru að
taka út refsingu i fyrsta skipti,
eða sem dæmdir hafa verið
fyrir minniháttar afbrot, hafa
hins vegar verið sendir í
„venjulegar búðir", og einmitt
þess vegna geta pólitiskir
fangar gefið lýsingu á öllum
tegundum fangelsa.
Helztu atriðin í lýsingum
þeirra eru þessi:
Lífið er erfitt í öllum tegund-
um fangelsa, en flestir lifa þó
vistina af og eru látnir lausir,
þegar þeir hafa tekið út refs-
ingu. Þetta er nokkuð, sem
sjáldan átti sér stað á valda-
dögum Stalíns.
Ef fyrrverandi fangi heldur
sig frá þátttöku í málefnum,
sem talin eru vera andstæð
hagsmunum ríkisins, þarf hann
ekki að óttast að verða fyrir
frekari óþægindum. Reyni við-
komandi hins vegar að verja sig
opinberlega, eða taki þátt í
þeim málum, sem leiddu til
þess, að hann var handtekinn I
upphafi, má hann eiga von á
harðri refsingu.
Vinnubúðirnar eru ekki al-
gjörlegir eymdarstaðir. Vmsir
fyrrverandi fangar töldu sig
hafa haft gott af vistinni, bæði
vegna þess að þeim gafst þar
tækifæri til sjálfsskoðunar og
til viðræðna við fólk úr ýmsum
stéttum þjóðfélagsins, sem þeir
áttu ekki kost á að hitta annars
staðar.
Sovézkir fangar láta ekki
kúga sig baráttulaust. Margir
þeirra eru sér fullkomlega með-
vitandi um rétt sinn, og hafa
gripið til þess neyðarúrræðis,
að fara i hungurverkfall, þegar
yfirvöld hafa brotið á þeim.
Yfirleitt hafa hungurverkföll
leitt til betri meðferðar, en —
bara á þeim, sem hafa farið i
þau.
Lýsing á
mildustu
fangabúðavist
— A síðustu árum hafa vest-
rænir sérfræðingar átt þess
kost, að kynnast ýmsu um
sovézk fangelsi með þvi að ræða
við fyrrverandi fanga, sem
fengið hafa að flytjast úr landi.
Raiza Palatnik er Gyðingur
frá Ódessa, sem dæmd var árið
1971 til tveggja ára fangabúða-
vistar fyrir að útbreiða óhróður
um Sovétrikin og hið sósial
istiska kerfi. Raiza var dæmd I
„venjulegar búðir“, en það er
mildasta tegund sovézkrar
fangabúðavistar. Raiza fluttist
til ísrael á siðasta ári og hún
gaf eftirfarandi lýsingu á
mataræðinu í fangabúðunum:
„Við fengum mat þrisvar
sinnum á dag. A morgnana
fengum við þunnan mjölgraut,
úldinn fisk og te með þrem
fjórðu úr únsu af sykri. Kvöld-
verður var hinn sami, nema
hvað enginn sykur fylgdi. Aðal-
máltlðin var hádegisverðurinn,
en þá fengum við kálsúpu, sem
soðin var f vatni og með bein-
um. Annar réttur var haframjöl
og einstaka sinnum lítil kart-
afla og grænmeti. Á hverjum
degi var hverjum fanga út-
hlutað sem nam um það bil
einu pundi af brauði.“
Raiza sagðist hafa búið í her-
bergi, sem var 200 ferfet á
stærð og hýsti 24 konur. I
svefnskálunum voru kojur og
sem dýnur fengu fangarnir
Framhald á bls. 31