Morgunblaðið - 14.02.1974, Side 31

Morgunblaðið - 14.02.1974, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14, FEBRUAR 1974 31 ROSE- ANNA 31 Stýrimaðuririn hafði verið yfir- heyrður á ný og hann taldi sig hafa selt farmiða manni, sem líkt- ist manninum á myndunum. Hann mundi ekki hvenær og ekki einu sinni með vissu hvort það hefði verið f fyrrasumar. Hann hafði mjög óljósa endurminning um þennan mann. Hann gat hafa verið með hjól með sér og veiði- stöng. Það var svo algengt, að sportveiðimenn fengju að vera á ferðamannaplássi einhvern hluta áætlunarleiðarinnar. Ahlberg hafði sjálfur yfirheyrt hann og reynt að komast með hann eins og hægt var. Afrit af þeirri yfirheyrslu var f skjala- tösku Martins Beck. Ahlberg: Er algengt að far- þegar fái að vera á þessu ferða- mannaplássi hluta leiðarinnar? Vitnið: Það var eiginlega meira um það áður fyrr, en það er þó alltaf slangur af slíkum far- þegum. A: Hvar koma þeir um borð? V: í öllum höfnum, þar sem skipið leggst að. En við höfum þó ekki nema takmarkað rými fyrir þá núna og það er ekki ætlunin að þeir ryðji öðrum frá, sem hafa borgað fulltgjald. A: Er nokkuð, sem mælir á móti því, að slíkur farþegi hafi komið um borð í Söderköping? V: Alls ekki. Hann gæti hafa komið nánast alls staðar. Við kom- um mjög víða við. A: Hvað hafið þið marga far- þega, sem ferðast svona um borð? V: Sjaldan eru þeir fieiri en tíu. Oftast ekki fleiri en tveir eða þrír. A: Hvers konar fólk er það? Einvörðungu Svíar? V: Nei, nei. Oft útlendingar. Það geta nánast verið hverjir sem er, en oftast fólk, sem hefur gam- an af að ferðast með skipi. A: Og þeir eru ekki skráðir á farþegalistann? V: Nei. A: Geta þeir fengið að borða um borð? V: Já, hæglega, ef þeir greiða sérstaklega fyrir það. Og borða á eftir hinum. A: Þe'r hafið sagt, að þér munið ekki eftir konunni á myndunum, sem um ræðir, en nú segist þér halda, að þér munið eftir þessum manni. Ég vænti þess, að þér fylg- ist talsvert með farþegunum meðan á ferðunum stendur? V: Eg tek við farmiðunum, þeg- ar farþegarnir koma og ég býð þá velkomna. Að öðru leyti læt ég þá í friði. Það er ekki meiningin með þessum ferðum, að við séum með einhverja ferðamannafræðslu. Af slfku fá þeir nóg annars staðar. A: Er það ekkert einkennilegt, að þér skulið ekki kannast við þetta fólk? Það er þó um borð í þrjá sólarhringa. V: Allir farþegarnir eru ósköp keimlíkir í minum augum. Og auk þess ferðast um tvö þúsund með okkur á hverju sumri. Það eru tuttugu þúsund á tíu árum. Og þegar ég er i vinnu er ég uppi í brú. Við erum ekki nema tveir, sem getum tekið þær vaktir, svo að það er tólf tima vakt fyrir hvorn. A: En þetta ætti nú að hafa verið dálitið sérstæð og eftir- minnileg ferð vegna bilunar- innar. V: Eg hef brúarvakt tólf tíma sólarhrings. Og auk þess var kon- an mín með i þessari ferð. A: Hún er ekki á farþega- skránni. V: Nei, því skyldi hún vera það. Yfirmenn hafa leyfi til að taka ættingja með i ferðirnar. A: Þær upplýsingar, sem hljóða upp á, að áttatíu og sex manns hafi verið um borð í skipinu í þessari ferð, eru sem sagt ekki réttar. Með þilfarsfarþegum og ættingjum skipshafnar gætu vel hafa verið hundrað manns um borð, er það ekki rétt til getið? V: Jú. A: Jæja, maðurinn á þessum myndum, hvenær haldið þér að hann hafi farið i land? V: Þar sem ég er ekki einu sinni viss um, að ég hafi séð hann, veit ég ekki hvernig ég ætti að geta sagt um, hvenær hann fór i land. Sumir farþeganna, sem þurftu að halda áfram til að ná lestum eða flugvélum, fóru í land um nóttina þegar við komum til Lilla Bomm- en. Aðrir sváfu út og fóru ekki fyrr en komið var fram undir hádegi. A: Hvenær kom kona yðar um borð? V: Hér i Motala. Við eigum hér heima, eins og þér vitið. A: I Motala. Um hánótt? V: Nei, á fyrri leiðinni til Stokk- hólms. A: Hvernig er yður innan- brjósts, þegar yður verður hugsað til þess, sem gerðist í þessari ferð? V: Eg held ekki það hafi gerzt eins og þér haldið. A: Hvers vegria ekki? V: Það hlyti einhver að hafa tekið eftir því. Þér getið rétt ímyndað yður það. Næstum hundrað manns um borð og þetta á að gerast inni í klefa, sem er varla stærri en músarhola. Martin Beck hélt áfram að blaða í pappírum sínum og meðal annars tók hann fram lista yfir starfsfólk á Díönu síðustu fimm árin. Hann hvarflaði augum yfir listann, tók fram blýant og merkti við eitt af þessum nöfnum. Þar stóð: Göta Isaksson, þjónustustúlka, Polhelmsgatan 7, Stokkholmi, Starfar á S . . i gistihúsinu frá og með 15. september 1964. Á „Diönu" 1959—61, „Juno“ 1962, „Diönu“ 1963 og „Juno“ 1964. Það var ekkert merkt við þetta nafn að öðru leyti og hann álykt- aði því sem svo, að hvorki Kol- FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI berg né Melander hefðu yfirheyrt hana. Hann fékk engan leigubil og varð að taka lestina. Móttöku- stjórinn á S . . . gistihúsinu var úrillur og önnum kafinn, en hann vísaði honum þó til sætis við eitt af borðum þeim, sem Göta sá um. Martin fékk matseðilinn og síðan fór hann að svipast um. Næstum öll borð voru setin, en hann veitti því athygli, að konur voru fámennar i þessum ’hópi. Við mörg borðanna sátu karl- menn einir sér, flestir komnir yfir miðjan aldur. Hann þóttist vita, að langflestir væru fastagest- ir. Martin fylgdist með þjónustu- stúlkunum, sem voru á þönum fram og aftur og velti fyrir sér hver myndi vera Göta. Það liðu næstum því tuttugu mínútur, áð- ur en hann komst að þvi. Hún hafði kringluleitt, viðfelld- ið andlit.ekki var hún sérstaklega vel tennt og hárið var stutt og úfið. Hann pantaði samloku með buffi og Amstelbjór og hann borð- aði hægt og rólega. Þegar hann hafði borðað og drukkið fjóra bolla af kaffi höfðu flestir af gest- um Götu lokið snæðingi og voru farnir og hún kom að borðinu til hans. Hann sagði henni, hvers vegna hann væri kominn og sýndi henni myndir af manninum með der- húfuna. Hún horfði á hann og sagði að bragði: — Já, ég kannast vel við hann. Ég veit ekki hver hann er, en hann hefur oft verið með bát- unum. Bæði „Juno“ og „Díönu", held ég áreiðanlega. Martin Beck rak myndina alveg upp að nefinu á hénni. — Eruð þér alveg vissar? sagði hann. — Myndin er ekki sérlega skýr. Gæti ekki verið að þér fær- uð mannavillt. — Nei, ég er alveg viss. Þó ekki væri annað, þá man ég, að hann VELVAKAIVIDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 1 0 30 — 11 30, frá mánudegi til föstudags. % Vill hafa Lands- horn á öðrum degi Guðjón Kristinsson skrifar og leggur til, að fréttaskýringaþætt- inum Landshorni verði sjónvarp- að á einhverjum öðrum degi vik- unnar en föstudegi. Guðjón telur, að margir missi af þættinum, m.a. vegna þess, að á föstudagskvöld- um eru sumar búðir opnar til kl. 22. Hann telur, að flestir vilji fylgj- ast sem bezt með stórmálum inn- anlands og því eigi sjónvarpið að taka þessi tilmæli til athugunar. % Afgreiðslutímar sölubúða Þetta minnir Velvakanda á ann- að, þ.e. hina margbreytilegu af- greiðslutíma sölubúða hér í borg. Af einhverjum ástæðum hafa kaupmenn, verzlunarfólk og neyt- endúr ómögulega getað komið sér saman um þennan tíma, og afleið- ingin er svo óskiljanleg ringul- reið, öllum til ama og óþæginda. Sem dæmi má nefna það, að sumar búðir eru lokaðar á mánu- dagsmorgnum, en aðrar ekki. Ein- hvern tíma var gert ráð fyrir því, að kaupmenn gætu haft opið til kl. 22 tvisvar í viku, þ.e.a.s, á þriðjudögum og föstudögum. Reyndin hefur orðið sú, að ein- staka búðir hafa haft þennan hátt á, en enginn veit, hvaða búðir þetta eru, nema hann hafi fyrir því að kynna sér það i einstökum tilvikum. I seinni tíð hefur það sifellt færzt í vöxt, að vinnandi lýður hér eigi frí á laugardögum og sunnu- dögum, en enn sem komið er hef- ur afgreiðslufólk í verzlunum ekki fengið þessu framgengt. Þegar minnzt hefur verið á þann möguleika, að þessi stétt eigi fri á laugardögum eins og langflestar stéttir hefur jafnan verið rekið upp ramakvein mikið í ýmsum áttum, og þá ekki sízt hjá sumum neytendum. En er þessi hugmynd raunveru- lega svo fjarstæðukennd, eða jafnvel „tilræði við hagsmuni hins almenna neytanda", eins og það hefur verið fjálglega orðar? Mætti til dæmis ekki hugsa sér, að verzlanir yrðu opnar frá kl. 9 til 6 frá mánudegi til föstudags, að fimmtudeginum undanskiidum. Þá væri hugsanlegt að opna búð- irnar kl. 1 og hafa þær opnar til kl. 9 eða 10. Áreiðanlega yrðu margir fegnir því að geta verzlað eitt ákveðið kvöld i viku, og þvi er fimmtudagskvöldið nefnt hér, að nú til dags byrjar helgin eiginlega á föstudagskvöldi, a.m.k. hjá flest- um stéttum. % Lokað á laugar- dögum á Akranesi Við fréttum, að á Akranesi væri sá hátturinn hafður á, að þar væru verzlanir lokaðar á laugar- dögum, og þess vegna höfðum við samband við Einarsbúð. Fyrst varð þar fyrir svörum afgreiðslu- stúlka, og ságðist hún vera mjög ánægð með þessa tilhögun á Akranesi, og vissi hún.ekki annað en viðskiptavinir væru einnig þeirrar skoðunar. Þá fengum við samband við kaupmanninn, og sagði hann, að þetta hefði verið tekið upp fyrir rúmum tveimur árum og hefði gefið góða raun. Allar matvöru- verzlanirnar hefðu samræmdan afgreiðslutíma og lokað á laugar- dögum, en einstaka sérverzlun hefði opið á öðrum tímum. Við ræddum næst við Kristján Sveinsson í verzluninni Öðni. Þar er verzlað með leikföng og bús- áhöld, auk þess sem þar er happ- drættisumboð DAS, en Öðinn er ein fjögurra verzlana, sem hafa opið á laugardögum. Kristján sagðist ekki verða var við það, að fólk verzlaði meira þar á laugar- dögum en aðra daga, en það kæmi sér betur að hafa opið á laugar- dögum vegna happdrættisins. Kristján var á þeirri skoðun, að neytendur á Akranesi hefðu van- izt breytingunni og væru nú al- mennt ánægðir með afgreiðslu- tima sölubúðanna. 0 Hvað segir neytandinn? Þá lá næst fyrir að leita álits neytendanna. Af handahófi völd- um við fjögur símanúmer, og þar kom fram eftirfarandi: Ölína Jónsdóttir sagðist vera mjög ánægð með núverandi af- greiðslutima verzlananna. Hún sagðist vera fegin þvi að komast ekki í verzlanir á laugardögum, vegna þess að þá yrði helgin drýgri og helgarfriið byrjaði fyrr. Hún sagðist hafa góða aðstöðu til að geyma þær matvörur, sem keyptar væru fyrir helgar, en þó gæti verið nokkrum erfiðleikum bundið að kaupa mikla mjólk til nokkurra daga í einu eins og nauðsynlegt væri fyrir barn- mörg heimili, sérstaklega þar sem mjólkurbúðir væru ekki opnaðar fyrr en kl. 10 á mánudagsmorgn- um. Gróa Gunnarsdóttir sagði, að sér líkaði núverandi afgreiðslu- tími verzlananna ágætlega, — nú væru góðar geymslur á flestum heimilum, þannig að engin vand- kvæði væru á því að gera innkaup til nokkurra daga í einu. Næst var rætt við Bjarna Guð- mundsson. Hann sagði, að sér heyrðist yfirleitt á fólki, það hefði ekkert við laugardagslokunina að athuga nema síður væri. Hann sagðist búast við því, að húsmæð- urnar væru dómbærari á þetta, en sagðist jafnframt oft gera inn- kaup fyrir heimili sitt, og gerði hann þá helgarinnkaupin á föstu- dögum. Að siðustu höfðum við tal af Halldóri Sigurjónssyni, sagðist hann kunna ágætlega við þennan afgreiðslutíma verzlananna. Þessar símhringingar okkar eru að sjálfsögðu engin sönnun þess, að þetta sé almenn skoðun neyt- enda á Akranesi, en óneitanlega má taka nokkurt mark á þessu. Þarna höfum við rætt við sjö aðila, sem allir eiga einhvern hlut að máli, og í ljós kemur, að þeir eru allir á sama máli. Það væri ánægjulegt ef ein- hverjir létu i sér heyra varðandi málið, en vitað er, að afgreiðslu- fólk alls staðar á landinu sækir það fast að eiga frí á laugardög- um. 0 Endurtekning óskast María Markan hafði samband við Velvakanda, og bað hann um að koma þeirri ósk sinni á fram- færi, að endurtekinn yrði þáttur Elinar Pálmadóttur, „Það eru komnir gestir", sem sjónvarpað var sl. sunnudag. María sagðist hafa haft sérstaka ánægju af að hlusta á samræður Elinar og Sig- urðar Karlssonar, og nú hefði hún orðið vör við, að margir, sem misst hefðu af þættinum, óskuðu eftir, að hann yrði endurtekinn og er þvi hér með komið á fram færi. — Vinnubúðir Framhald af bls. 16 rifna og skituga poka, sem þeir fylltu með hálmi. Við komu fanga var honum úthlutað gömlu teppi og tveim koddum, sem hann varð að notast við allan þann tfma, sem hann dvaldist í búðunum. Koddana og teppin varð hver og einn að þvo sjálfur, mánaðarskammtur- inn af sápu var átta únsur á mánuði og tannbursta og greiður varð að kaupa i fangels- isverzluninni. „í hverjum svefnskála var arinn og til að hita upp, fengu fangarnir 22 pund af kolum og 2 pund af eldiviði á dag.“ Hreinlætisaðstæður voru nær engar, til dæmis höfðum við sjaldan vatn til þess að þvo okkur uppúr eftir að vinnu lauk á daginn. Á morgnana hafði enginn tíma til að þvo sér. Fyrir hverja 120 fanga var einn vaskur, sem sex eða sjö manns gátu staðið við í einu. Við feng- um að fara í bað einu sinni á hverjum tiu dögum, hálftíma i senn. Vatn til fataþvotta fengum við einu sinni á hverj- um tíu dögum. Mikið var um lús og þann tíma, sem ég dvald- ist i fangabúðunum sýktust margir af blóðkreppusótt. Fangarnir máttu taka á móti ótakmörkuðum fjölda bréfa, en mörg þeirra, sem mér voru send, komu aldrei fram. Pakka máttum við fá einu sinni á hverjum þrem mánuðum, en ekki máttu þeir vera þyngri en ellefu pund. Á fjögurra mánaða fresti máttum við fá heimsókn vina eða ættingja, og máttu þeir dvelja hjá okkur í fjórar klukkustundir. Makar máttu hins vegar aðeins koma í heim- sókn á sex mánaða fresti, en fengu þá að dveljast hjá okkur í allt að þrjá mánuði." Peter Reddaway, brezki sér- fræðingurinn um sovézk fangelsismál, segir, að þegar makar komi í heimsókn í fang- elsin, leyfi yfirvöld fúslega kynferðislegt samræði, en hins vegar noti þau sviptingu slíkra leyfa gjarnan í refsingarskyni. Raiza Palatinik sagðist hafa unnið átta stundir á dag í fata- verksmiðju fangabúðanna. Það sem eftir lifði sólarhringsins gat hún notað til svefns, lesturs, skrifta, eða þá til þess að rölta um. Fangarnir voru Iokaðir inni í tuttugu og þrjá tíma á sólarhring, en fengu að fara út undir bert loft eina klukkustund. Ýmislegt var gert til skemmt- unar, spilað og teflt, bókasafn var í fangabúðunum og hafði það fram að bjóða sovézkar bækur og dagblöð. Ekki fengu fangarnir að hafa útvörp eða sjónvörp, en hátalari var á staðnum og um hann útvarpað fyrstu dagskrá Moskvuútvarps- ins. Fangar héldu stundum tón- leika og kvikmyndasýning var á hverjum sunnudegi. Á sunnu- dögum voru haldnir pólitískir fyrirlestrar, en ekki kvaðst Raiza hafa veitt þeim mikla at- hygli. í vinnulaun fékk Raiza greiddar 60 til 65 rúblur á mán- uði, það er jafnvirði u.þ.b. 700 króna. Helmingurinn af kaup- inu rann til viðhalds vinnubúð- anna og á hverjum mánuði varð hún að greiða 15 rúblur í fæðis- kostnað. Ef fangi áfrýjaði máli sinu, varð hann að greiða allan kostnað sjálfur, en það, sem eftir var af kaupinu, þegar fastir liðir höfðu verið greiddir, rann til verzlunarinnar, i auka- matarskammta. Þegár Raiza var látin laus, átti hún inni 108 rúblur og fékk hún þær greiddar skilvíslega. Raiza var í fangelsi nr. 308/34 í borginni Dneprodz- erzhinsk í Ukraínu. Reynsla hennar af fangelsisvistinni er mun betri en margra þeirra, sem sendir eru til fangabúða í Mordvinianhéraði i rússneska lýðveldinu, en þangað fer enn sem komið er meirihluti póli- tískra fanga. Þetta er þó nokkuð að breytast, þar sem æ fleiri pólitiskir fangar eru nú sendir til Permhéraðsins í Ural- fjöllum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.