Morgunblaðið - 14.02.1974, Page 32

Morgunblaðið - 14.02.1974, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1974 Vélhjólum stolið FÖSTUDAGINN 8. febr. sl. kl. 16.30—18.00 var tveimur vélhjól- um af Honda-gerð stolið, þar sem þau stóðu við Hafnarbíó. Annað hjólið var blátt Honda 50, árgerð 1973, með einkennisstafina R-299. Hitt var blátt, árgerð 1971, með einkennisstafina G-2. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um hvarf vélhjólanna, ferðir þeirra frá því á föstudag eða hvar þau er nú að finna, eru beðnir að láta lögregluna vita. Mikið starf hjá ung- um sjálfstæðismönn- um á Akranesi Akranesi, 11. febrúar. MIKILL starfsáhugi er nú ríkj- andi i Félagi ungra sjálfstæðis- manna á Akranesi. Samkomur hafa verið haldnar af og til i fé- lagsheimili félagsins, með ræðum, söng og dansi. Næstkomandi miðvikudag, 13. febrúar, verður haldinn fundur í sjálfstæðishúsinu við Heiðar- braut 20. Friðrik Zophusson for- maður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna kemur á fundinn og ræð- ir um sögu og stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Að því loknu mun hann svara fyrirspurnum fundar- manna. Miðvikudaginn 20. febrúar verður þjóðlagakvöld á sama stað. Þar mætir Árni Johnsen blaða- maður og stjórnar dagskránni. Allir eru velkomnir á þessa fundi, en búast má við, að unga fólkið fjölmenni á samkomurnar. Júlfus. Reykjavíkurskákmótið MAGNUS Sólmipidarson var hetja dagsins þegar hann sigraði búlgarska stórmeistarann G. Tringov í 7. umferð Reykjavíkur- skákmótsins í fyrrakvöld. Hér kemur skákin. Hvítt: Magnús Sólmundarson Svart: G.Tringov Kóngsindversk vörn I. c4 — Rf6, 2. Rc3 — g6, 3. e4 — d6, 4. d4 — Bg7, 5. f3 (Sámischafbrigðið er ein tráustasta uppbygging hvfts gegn kóngsindverskri vörn). 5. _ 0-0, 6. Be3 — b6, (Þessi leikur á alltaf nokkru fylgi að fagna, en algengara og sennilega betra er að leika hér 6. — e5). 7. Bd3 — Bb7, (Ekki 7. —c5 vegna8. e5). 8. Dd2 — c5, 9. Rge2 — Rc6, 10. 0-0 — e5. (Þessi leikur getur tæpast talizt góður. Svartur nær að vísu góðu valdi á d4 reitnum, en hvítur nær líka öllum völdum á d5 og það reynist haldbetr'a þegar fram í sækir. Hér kom mjög til álita að leika Re8 og svara síðan d5 með e6). II. dxe5 — dxe5, 12. Hfdl — Rd4, 13. Rd5 — Dd7, 14. b4! (Nú nær hvítur frumkvæði á drottningarvæng og grefur jafn- framt undan svörtu miðborðsstöð- unni). 14. _ Hfc8, 15. bxc5 — bxc5, 16. Da5! (Eykur þrýstinginn á hin veiku peð svarts á c5 og a7 og rýmir jafnframt c3 reitinn fyrir kóngs- riddaranum). 16. — Re8, 17. Rec3 — Bf8, 18. Hbl — Bc6, 19. Hb2 — Hcb8,20. Hdbl — Dc8, (Svartur hefur ekkert spil í stöðunni og reynir því að fórna peði til þess að losa um sig. Til greina kom að leika hér 20. — Hb7). 21. Hxb8 — Hxb8, 22. Dxa7 — Ha8, 23. Re7+ (Nú verður svartur að láta kóngsbiskupinn af hendi og þá verður kóngsstaðan viðsjárverð). 23. — Bxe7, 24. Dxe7 — Ha3, 25. Bh6 — Re6, 26. Hb3 — Hxb3, 27. axb3 — Db8(?), (Neyðir hvítan til þess að bæta manni í sóknina. Betra var 26. — Da8). 28. Rb5 — Da8, 29. Ra7 — Bb7, 30. h3 — Rg7, 31. Rb5 — Bc6. 32. Dd6 — Db8, (Tapar strax en svartur átti enga haldgóða vörn hvort eð var). 33. Dxc6 — Dxd3, 34. Rd6 — I AR FLYTJUM VIÐ AÐEINS INN HUSVAGNA, SEM SER- BYGGÐIR ERU FYRIR ÍSLAND OG SVÍÞJÓÐ. EFTIR SÆNSKUM ÖRYGGISKRÖFUM OG FYRIR KALDA VEÐRÁTTU. FULLKOMIN EINANGRUN 34—44 M.M POLYSTYREN TVÖFALDIR GLUGGAR ÖRYGGISGLER TRUMATIC OFN, VÖNDUÐ GERÐ RAFMAGNSLJÓS RYÐFRÍR STÁLVASKUR ELDUNARTÆKI MEÐ ÖRYGGISVENTLI GASKERFI EFTIR SÆNSKUM ÖRYGGISKRÖFUM ELECTOLUX ÖRYGGISLOFTVENTLAR „KEMISKT"SALERNI LJÓSATENGILL FYRIR BIFREIÐ STÓR GASKÚTAGEYMSLA ÖFLUGRI HEMLABÚNAÐUR KÆLISKÁPUR í STÆRRI GERÐUM INNIFALINN VATNSDÆLA. ffjinnai S4ó^ehóóm h.f. CARAVAN INTERNATIONAL Stærstu ng reyndustu husvagna framleidendur i heimi. - Suðurlandsbraut 16 - Sími 35200 Dxb3, 35. Dc8+ — Rf8, 36. Dc7 — Rge6, 37. Dxf7+ og svartur gafst upp. Freysteinn Þorgergsson hafði hvítt gegn Forintos, sem beitti Benónývörn. í fyrstu virtist svo sem Freysteinn ætlaði að fá gott tafl út úr byrjuninni, en smám saman seig á ógæfuhliðina og í timahrakinu lék Freysteinn af sér drottningunni og mátti gefast upp. Friðrik Ölafsson beitti Sikil- eyjarvörn gegn Ingvari Ásmunds- syni. Friðrik náði snemma að voru I heiftarlegu tímahraki. En þá varð slysið, Jón lék af sér heil- um hrók og varð að gefast upp. Taflmennska Jóns berþess glöggt vitni að hann er eini keppandinn, sem vinnur fullan vinnudag með mótinu, framan af gengur ailt vel, en þegar líða tekur á kvöldið fer þreytan að segja til sín og þá vill fara sem í þessari skák. Kristján Guðmundsson beitti kóngsindverskri vörn gegn ögaard og fékk ágæta stöðu út úr byrjuninni. Norðmaðurinn tefldi af miklu öryggi og þegar skákin fór í bið hafði hann unnið peð. Biðstaðan er hins vegar tvísýn, þar sem ennþá er mikið af mönn- um á borðinu. Velimirovic er harla hugdjarf- ur maður. I þessari umferð hafði hann hvítt gegn hinum ósigrandi Smyslov og beitti skozka bragðinu (1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — exd4, 4. c3). Lenti Smyslov i hin- um mestu kröggum, sem honum tókst þó að klóra sig út úr og komast út i endatafl, þar sem hann hefur tvo riddara og fjögur peð gegn biskupapari og fjórum peðum Júgóslavans. Skákin fór í bið í mjög tvísýnni stöðu, sem jafna taflið og tókst að ná frum kvæði með skemmtilegri peðs- fóm. Skömmu siðar varð Ingvari á slæm yfirsjón, sem kostaði drottninguna fyrir hrók og þá var ekki til neins að berjast lengur. Það á ekki af Jóni Kristinssyni að ganga. Hann var búinn að ná upp mjög skemmtilegri sóknar- stöðu gegn Guðmundi, stöðu sem hlýtur að hafa verið unnin ein- hvers staðar, þótt ekki væri auð- velt að gera sér nána grein fyrir atburðarásinni, þar sem báðir öllum venjulegum mönnum hlýt ur þó að firrnast fremur jafnteflis- leg. Bronstein og Ciocaltea skiptu upp á mönnum og sömdu síðan jafntefli. Eftir 7. umferðir er staða efstu manna þessi: 1. Smyslov 6v. og biðsk. 2. Forintos 6v., 3. Friðrik 5’/4 v. 4. Bronstein 5 v. 6. Guð- mundur 4V4 v„ 7. Ciocaltea 4 v. 8. Velimirovic 3‘/4 v. og biðsk. Jón Þ. Þór. 4585 farþegar í janúar t MÁNAÐARYFIRLITI útlend- ingaeftirlitsins fyrir janúarmán- uð 1974 um komu farþega til Is- lands kom f ljós, að alls komu til landsins 4585 farþegar, þar af 4555 með flugvélum. í þessum hópi eru Islendingar að sjálfsögðu fjölmennastir, en af þeim komu 1752 með flugvélum, en 18 með skipum. Bandaríkja- menn koma næstir, en 1647 komu til landsins i janúar, allir með flugvélum. Bretar komu þar næst með 180 manns, þá Danir 171, Svíar 116, Norðmenn 112, Vestur- Þjóðverjar 111 og Kanadamenn 101. Afgangurinn skiptist síðan milli 48 þjóða og má geta þess, að þar af eru 8 Kínverjar, 2 frá Hong Kong, 2 frá Singapore og 14 frá Ástraliu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.