Morgunblaðið - 22.02.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAG UR 22. FEBRUAR 1974
7
listasprang
Eftír
Artta Johnsen
Leikara-
kvöld-
vakan í
Þjóðleik-
húsinu
Q Magadansmeyjarnar llða um sviðið.
Húsfyllir var i Þjóðleikhúsinu á
kvöldvöku teikara s.l. mánudag
og verður skemmtunin endur-
tekin n.k. mánudag kl. 20.
Við litum inn á æfingu hjá
leikurunum og fyrst kom islenzki
listdansflokkurinn fram. Með
hverjum mánuði má sjá framför
hjá flokknum, sem er orðinn mjög
glæsilegur og fágaður í fram-
komu og leikni dansaranna
blómstrar stöðugt nýjum blóm-
um. Enginn, sem sér listdans-
flokkinn, fer leiður af þeim fundi.
Þá er feiknmikill magadans á
dagskránni og fer þar fram mikill
húlasláttur þótt flagð reynist
undir fögru skinni. Árni Tryggva-
son hefur upp gamanþátt; Didda,
Róbert og fleiri fara með þáttinn
PÍP og andvaka og fjallar hann
um samskipti islenzks knatt-
spyrnumanns og kínverskrar
knattspyrnugeysu. Er það kát-
broslegur þáttur.
Rósa Ingólfsdóttir syngur ein-
söng og „konur" i leikarastétt
flytja hinn sigilda feikþátt
Saumaklúbbinn.
Þá má nefna að Valur, Róbert,
Geirlaug Þorvalds, Kristbjörg
Kjeld, Nina og fleiri flytja þátt úr
Sjálfstæðu fólki. Hörður Torfason
syngur með gítarundirleik, Dóra
Reyndal syngur einsöng, Nina
syngur gamanvisur, Geirlaug og
Sigrún flytja smá þátt og leikþátt-
urinn Hús til sölu verður fluttur.
Það er þvi sitthvað á dagskrá
og kynnir er Rúrik Haraldsson, en
hann kynnir i hinu kunna gaman-
gervi, sem hann skóp i Itölskum
stráhatti þar sem enginn gat
trúað þvi hvað honum var óskap-
lega heitt. Þá má ekki gleyma
kossadansinum og í hléi verður
væntanlega farið i megrun.
0 Saumaklúbburinn
0 Listdansflokkurinn hitar sig upp áður en dansararnir taka að liða eins
og huldukroppar um sviðið.
0 Áskell trymbill dansflokksins.
^ Valur og Róbert að búa sig undir handknattleikslandsleikinn við
Noreg, eða hvað? Ljósmyndir Mbl. Ól. K. M.
FLYGILL
óskast til kaups. Gerið svo vel að
hringja nafn og heimili i sima
92-1 659
TILSÖLU
Scania Vabis vörubifreið L 71 árg
1 955. Burðarmagn 8,2 tonn.
Uppl. I sima 523 71.
MOHAIR-GARN
Saba-garnið er svissnesk gæða-
vara og er einnig ódýrt.
Verzl. Hof
Þingholtsstræti 1.
KEFLAVÍK — SUÐURNES
Til sölu mjög gott eldra einbýlis-
hús á rölegum stað i Ytri-Njarðvik.
Bila og fasteignaþjónusta
Suðurnesja,
simi 92-1 535 eftir kl 1 3,
eftir lokun 2341.
TILSÖLU
er Moskvich station árg 1972
Góður bfll, litið ekinn.
Upplýsingar i sima 95-1 360.
IsmnRGrniDRR
7| mnRKHflVflRR
EXGELSIOR HARMÓNÍKUR
Nýkomnar Excelsior harmóníkur. Pantanir óSkast sóttar
sem fyrst.
Guðni S. Guðnason, hljóðfærasala og viðgerðir,
Hverfisgötu 69, kjallara,
sími 26386, e.h.
Hllððfæralelkarar
Árshátíð félagsins verður haldin í Veitingahúsinu Glæsi-
bæ miðvikudaginn 27. n.k.
Aðgöngumiðar fást í skrifstofu félagsins frá og með 25.
þ.m.
Félag íslenzkra hljómlistarmanna.
Volvo