Morgunblaðið - 22.02.1974, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1974
SUNNUD4GUR
24. febrúar 1974
17.00 Endurtekið efni
Staldrað við framfarir
Fræðslumynd um ljósmynd-
un úr lofti og kortlagningu
óbyggðra svæða með nýtt
landnám fyrir augum.
Þýðandi og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
Áður á dagskrá 23. janúar
síðastl.
17.50 Höllin í Oplontis
Bresk fræðslumynd um upp-
gröft fornleifa skammt frá
Pompei á Suður-ítalíu.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
18.00 Stundin okkar
Öskudagsskemmtun.
Meðal efnis eru söngvar og
dansar um bolludag, sprengi-
dag og öskudag.
Leikið er sexhent á píanó, og
töframaður fer á stjá með
stafinn sinn. Soffía frænka
og ræningjarnir í Kardi-
Þetta litla danspar keinur fram í „Stundinni okkar“ á sunnudag-
inn.
mommubæ láta til sin heyra,
og lítil börn sýna dansa.
Einnig er í þættinum teikni-
mynd um Jóhann, og loks
verður sýnt þýskt ævintýri,
sem nefnist Brimaborgara-
söngvararnir.
Umsjónarmenn Sigriður
Márgrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefánsson.
18.55 Gítarskólinn
Gitarkennsla fyrir byrjend-
ur.
3. þáttur endurtekinn.
Kennari Eyþór Þorláksson.
19.20 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Það eru komnir gestir
Ömar Valdimarsson tekur á
móti Guðrúnu Ásmundsdótt-
ur, Herði Torfasyni og
Kristínu Ólafsdóttur I sjón-
varpssal.
21.05 Torgið
Breskt sjónvarpsleikrit eftir
Jonathan Raban.
Leikstjóri J. Cellan Jones.
Aðalhlutverk Edward Fox,
Elaine Taylor, Hermione
Baddeley og Liam Redmond.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
Aðalpersónurnar eru ung
hjón, sem taka ibúð á leigu af
öðrum hjónum, eldri og af
annari þjóðfélagsstétt, og lýs-
ir leikurinn samskiptum
þeirra.
í HVAÐ EB AÐ SJA?
A SUNNUDAGSKVÖLD kl.
20.25 verður Ömar Valdimars-
son á ferðinni ásamt gestum i
þættinum ÞAÐ ERU KOMNIR
GESTIR.
Svo ví 11 til, að allir gestir
þáttarins að þessu sinni eru
leikarar, en þó kvað Ömar þau
svo til ekkert ræða um leiklist
eða leíkhús. Gestirnir eru
Kristín Ölafsdóttir, sem auk
„leikaraskapar" er kunn þjóð-
lagasöngkona og nú síðast út-
varpsþulur líka, Guðrún Ás-
mundsdóttir, ein fremsta leik-
kona okkar um árabíl, sem um
þessar mundir leikur Nóru í
„Brúðuheimi li“ Ibsens, og
Hörður Torfason leikari,
söngvari og lagasmiður.
Hjartaknúsarinn Henry Darr-
ow og Maria Gomt'z í hlutverk-
um sínum i „Tíðindalaust i
Tueson" úr flokknuin „Að
Heiðargarði" á föstudag.
„Við ræðum einna mest um
trúmál," sagði Ömar, þegar við
töluðum við hann, „um sann-
færingu manna í ýmsum efn-
um, en Guðrún er t.d. mikil
trúmanneskja." Þá ber söng
eitthvað á góma, og öll taka þau
lagið I þættinum. Kristín syng-
ur ásamt nokkrum undirleikur-
um, — félögum sínum, sem
fram komu í einni af Síðdegis-
stundunum í Iðnó í vetur, Guð-
rún syngur söng gleðikonunnar
úr „Þjófar, lík og falar konur"
og Hörður flytur lag og texta
eftir sjálfan sig, sem að líkind-
um kemur út á nýrri plötu með
vorinu.
A SUNNUDAGSKVÖLD kl.
21.50 sýnir sjónvarpið tvær
myndir um eitt af geigvænleg-
ustu vandamálum nútímans, —
eiturlyf og eiturlyfjaneyzlu.
Þessar fræðslumyndir, sem
gerðar eru á vegum Sameinuðu
þjóðanna, eru í flokki mynda
um þetta mál. en nefnist The
Narcotics File“ eða EITUR-
LYFJASKÝRSLAN.
Fyrr í vetur var sýnd fyrsta
myndin í þessum flokki, og hét
hún „The Source" eða „Upp-
tökin". Þar var fjallað um rækt-
un þeirra plantna, sem eiturlyf-
in eru unnin úr, og þá, sem
stunda ræktunina, en þeir eru
sjálfir margir hverjir forfallnir
eiturlyfjaneytendur. Myndirn-
ar, sem sýndar verða á sunnu-
dag, heita „Tlie Connections"
eða „Samböndin" og „The
Victims" eða „Fórnarlömbin".
Eins og sjá má af nöfnum
myndanna, leiða viðfangsefni
þeirra hvert af öðru. Sú fyrri
fjallar um smygl, dreifingu og
sölu eiturlyfja f Asíu, Evrópu
og Bandaríkjunum og baráttu
ýmissa aðila gegn henni, t.d.
með þvi að reyna að fá bændur
til að rækta eitthvað annað, en
viðkomandi jurtir. Hin siðari
tekur hins vegar fyrir lif eitur-
lyfjaneytenda, fyrirbuggjandi
ráðstafanir og tilraunir til að
lækna þá, sem þegar eru sokkn-
ir í fenið. En það reynist erfitt
eins og menn vita.
A MIÐVIKUDAGSKVÖLI)
verða kvikmyndaunnendur því
miður af miðvikudagsmynd-
inni. Þess í stað fá þeir, sem eru
með varnarmálin á heilanum,
sitthvað fyrir sinn snúð, þvi að
þetta ,mál málanna" í dag,
„mál, sem hefur algeran for-
gang", og „þjóðþrifamál" verð-
ur rætt i einhvers konar mara-
þonumræðum á miðvikudags-
kvöldið.
Þessi varnarmálaþáttur mun
standa i hálfan annan tíma og
er ætlunin, að málíð verði reif-
að frá sem flestum sjónarmið-
um og fjöldi þátttakenda því
mikill. Þegarþetta erskrifaðer
þó ekki búið að ákveða hverjir
þátttakendurnir verða, en
stjórnandi umræðnanna verður
Magnús Bjarnfreðsson. Er ekki
að efa, að hann verður að hafa
sig allan við til að hafa hemil á
mönnum í þessu hitamáli, en
þátturinn verður sendur út í
beinni útsendingu og því aldrei
að vita hvað kemur út úr öllu
saman.
Er skemmst að minnast líf-
legs karps í útvarpinu á sunnu-
dagskvöldið, þar sem Hjörtur
Pálsson stjórnaði beinni út-
sendingu á deilum mætra
manna um þetta mál. Áður
höfðu sömu menn fjallað um
sina afstöðu til varnarmálanna
í stuttum erindum i síðustu
viku. Þannig verður ekki annað
sagt en ríkisútvarpið veiti mál-
inu ríflegan skammt af dag-
skrártíma sinum. Aðeins verð-
ur að vona, að þetta verði ekki
gert enn eitt eilifðarmálið sem
menn verða svo leiðir á, að
hvaða lausn sem er verði viðun-
andi, — bara til að losna við
þrasið.
A LAUGARDAGSKVÖLD kl.
20.50 verður þriðji þátturinn af
hinni endurnærðu UGLA SAT
A KVISTI. í þetta sinn taka
þeir félagar Jónas R. Jónsson
og Egill Eðvarðsson fyrir Bítla-
timabilið svonefnda með öllum
þess kostum og kynjum — tíma
bil, sem kannski hefur haft
hvað byltingarkenndustu og
mest mótandi áhrif á lífsstíl
manna í dag.
„Við fórum í filmusafnið hjá
okkur," sagði Jónas f stuttu
spjalli „til þess að athuga, hvað
til væri af efni frá þessum tíma,
því að okkur fannst ekki vit í að
fá þessar grúppur saman aftur.
Þannig fær fólk að sjá þær eins
og þær voru þá, en ekki eins og
þær yrðu í dag.“
Meðal þeirra hljómsveita,
sem við fáum að sjá aftur á
laugardaginn, verða Hljómar,
Flowers, Dúmbó, Öðmenn,
Náttúra, og Ævintýri. Af er-
lendum hljómsveituin mæta
Bítlarnir (t.d. úr„AHard Day’s
Night" og ,,Help“), Rolling
Stones, upptaka frá því er þeir
voru nýbyrjaðir) Gerry and the
Paeemakers, Beach Boys og
fleiri. Jónas sagði, að ekki yrði
skotið inn i viðtölum eins og
verið hefði í tveimur fyrstu
þáttunuin, heldur væru þessi
tónlistaratriði tengd sam'an og
sagt frá helztu einkennum
tímabilsins. Kvað Jónas þá
félaga hafa viljað forðast að
líkja um of eftir uppbyggíngu
rokkþáttarins. „Við ætlum að-
eins að reyna að gefa fólki tæki-
færi til að rifja þetta upp
sjálft.“
Jónas sagði ennfremur, að
,,Uglan“ yrði áfram með svip-
uðu formi út vetrardagskrána,
þótt ekki væri unnt að segja,
hvaða tímabil yrðu tekín fyrir.
Væru þar ýmsar hugmyndir á
lofti, — sumar væri raunar erf-
itt að framkvæma, — en senni-
lega yrði að lokum reynt að
gefa yfirlit yfir stöðuna í dæg-
urtónlistarmálunum, eins og
hún er í dag.
Þóra Friðriksdóttir og Lilja Þórisdóttir f „Postulln" eftir Odd Björnsson,sem verður endursýnt á
inánudaginn.
21.55 Heimsböl
Samböndin og Fórnarlömbin
Tvær samstæðar fræðslu-
myndir frá Sameinuðu þjóð-
unum um eiturlyf og vand-
ann, sem af þeim stafar. I
fyrri mjndinni er fjallað um
seljendur eiturlyfja og dreifi-
kerfi þeirra, en í þeirri síðari
er hugað að fórnarlömbum
eiturlyfjasalanna.
Þýðandi og þulur Ellert
Sigurbjörnsson.
22.45 Frá Reykjavíkurskák-
mótinu
Ingi R. Jóhannsson segir frá
mótinu og skýrir skák
Magnúsar Sólmundssonar og
Tringovs.
23.15 Aðkvöldidags
Séra Þórir Stephensen flytur
hugvekju.
23.25 Dagskrárlok
AIMUD4GUR
25. febrúar 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Dýratemjarinn
Stutt, sovésk teiknimynd í
gamansömum tón.
20.40 Postulfn
Sjónvarps- og útvarpsdag-
skráin er á bls. 25.
Sjónvarpsleikrit eftir Odd
Björnsson.
Leikstjóri Gísli Alfreðsson.
Leikendur Þóra Friðriksdótt-
ir, Lilja Þórisdóttir, Erlingur
Gislason, Nína Sveinsdóttir,
Sigurður Skúlason, Gunnar
Eyjólfsson, Jens Einarsson,
Rúrik Haraldsson og Öskar
Gislason.
Sviðsmynd Snorri Sveinn
Friðriksson.
Stjórn upptöku Tage
Ammendrup. Áður á dagskrá
30. maí 1971.
21.55 Baráttan við krabba-
meinið
Bandarísk fræðslumynd um
orsakir krabbameins og
nýjustu aðferðir við barátt-
una gegn því.
Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald.
23.00 Dagskrárlok
ÞRIÐJUDKGUR
26. febrúar 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Skák
Stuttur, bandarískur skák-
þáttur. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.40 Valdatafl
Bresk framhaldsmynd.
3. þáttur. Akvarðanir
Efni 2. þáttar:
Caswell Bligh hefur verið
valinn forseti útflutnings-
ráðsins, og í tilefni þess býð-
ur hann nokkrum háttsettum
kunningjum sinum til veislu.
Það vekur athygli, að Wilder
er ekki í þeim hópi. Susan
Weldon er aftur á móti í
veislunni og þar kemst hún í
kynni við aðlaðandi fulltrúa
úr fjármálaráðuneytinu. Þau
ákveða að hittast aftur, og
samband ungfrúarinnar við
Wilder fer stöðugt kólnandi.
Kenneth Bligh léggur fyrir
Wilder áætlun um stórfelld-
ar framkvæmdir í nýfrjálsu
Afríkuríki, en þegar hann
hyggst afla sér frekari upp-
lýsinga, kemur í ljós, að
sendiherra landsins hefur
haldið til síns heima, og
nauðsynlegt reynist að fresta
frekari aðgerðum.
21.30 Heimshorn
Fréttaskýringaþ áttur um er-
lend málefni.
Umsjónarmaður Sonja
Diego.
I hverra þágu?
Sænsk fræðslumynd um frið-
samlega nýtingu kjarnorku
og tilraunir manna til að
leysa vanda þann, sem skap-