Morgunblaðið - 22.02.1974, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1974
/fr(i//isiírt}tír-hniijbtr
MfrwTnfl
ar-ysfe:
\ l.ntnfn
'iiiftiatti
tuník/ir^^
ittiHi/k,
81 <i Frmmu n nix»-
.Afréfhu
k . «00
kf\<Zh/ii/(irii-
>Wi/j/(f/i/ikrnk,< r'
umfaíÍMj
VíprðutVíj
•5aiiAFeil
Mi ?Kl^t ördr-d^'
'ÍBrfclI*
iíitórt l>
l! ifin/tv
wkh* •fav
OrrtuM/fn
i ýi/duttf,.
Vk‘í kálijhais
•**■ ■*/'
ihirt)TLfli
l^fUiíjóh/iLii
.'C^j Orama(/&r'h.
itú.rbiu|i
f ns .
ihfarnafknúkar‘fy "[ ^C- ‘
'ffli ->67 WtlúiðáfVll
fúitttrktiv
(StfttÓflÍA/ufj
»*44 St’titu*
tbu*ir
Ýíí/jujt*otirj'
ChMm
wtu
kniarfúilAi
(tifíZn
HofknoAiU\ Á |{
a, 't|.i*l<t|ló«i>\'i^u
tí<t'(j<inúr
Stói'íiSo!
AtrHótoi*
, A*4
k/ahájvir^éýÁf.
[ItiiníjnoiAiíVn
Pálmi Jónsson og Gunnar Gíslason:
Næsta stórvirkjun
verði á vestan-
verðu Norðurlandi
Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins^ í Norðurlands-
kjördæmi vestra Pálmi
Jónsson og Gunnar Gísla-
son hafa lagt fram á Al-
þingi tillögu til þingsálykt-
unar um að næsta stór-
virkjun íslendinga verði á
vestanverðu Norðurlandi,
annaðhvort í Blöndu eða
Jökulsá eystri og vestri í
Skagafirði.
í greinargerð með tillög-
unni leggja flutningsmenn
áherzlu á eftirfarandi
atriði:
□ Tímabært er og nauð-
synlegt að taka þegar
ákvörðun um næstu
stórvirkjun lands-
manna, þar sem talið er
að raforka frá Sigöldu-
virkjun verði fullnýtt á
1. eða 2. ári eftir að sú
virkjun tekur til starfa
og Kröfluvirkjun muni
einungis fullnægja þörf
á Norðaustur- og Aust-
urlandi.
□ Rannsóknir benda til,
að virkjanir Blöndu og
Jökulsánna í Skagafirði
séu með hagkvæmustu
virkjunarkostum hér á
landi. Yrði vinnslu-
kostnaður orkunnar
1/6—1/3 minni miðað
við kwh en frá Sigöldu-
virkjun.
□ Dreifing orkuvera
um landið er nauðsyn-
leg út frá öryggissjónar-
miðum. Benda þeir á, að
Búrfellsvirkjun og Sig-
ölduvirkjun séu báðar á
mesta eldgosasvæði
landsins.
□ Blöndu- eða Jökulsár-
virkjun eru vel í sveit
settar ineð tilliti til
flutningslína og valda-
mál af völdum ístrufl-
ana og aurframburðar
eru hverfandi lítil.
Þingsályktunartillagan hljóðar
svo:
„Alþingi ályktar aS fela ríkis-
stjórninni að láta hraða svo sem
mögulegt er öllum nauðsynlegum
undirbúningi, til þess að unnt sé
að taka ákvörðun um stórvirkjun
á vestanverðu Norðurlandi, er
verði næsta stórvirkjun lands-
manna og verði annaðhvort í
Blöndu eða Jökulsá eystri og
vestri í Skagafirði. Skal allur
undirbúningur, þar á meðal loka-
rannsóknir og hönnun, við það
miðaður, að hefja megi virkjun-
arframkvæmdir eigi síðar en árið
1977. Þá skal og við það miða, að
sem minnst spjöll verði á landi,
og hafa um þau efni náið samráð
við hlutaðeigandi sveitarstjórnir
og gróðurverndarnefndir.“
Hér fer greinargerðin með til-
lögunni áeftir íheild:
ORKUKREPPAN
KNYR A
„A undanförnum mánuðum
hefur fátt valdið meiri umræðum,
bæði á Alþingi og utan þess, en
orkumál. Kemur þar öðru fremur
tvennt til. Eftir að oliukreppan
reið yfir heiminn fyrir lok síðast
árs, vöknuðum við íslendingar
til nýs og aukins skilnings á því,
að við höfum vanrækt óhæfilega
vinnslu eigin orkulinda á síðustu
mikilvægur þáttur þessa máls,
sem ekki verður rætt um hér.
Erfitt er að sjá fyrir, hve orku-
þörfin vex ört á komandi árum.
Síðustu ár hafa allar spár um
það efni brugðist að þvi leyti, að
orkunotkunin og orkuþörfin
hafa farið langt fram úr öll-
um áætlunum þar um. Víst
er þó, að nú verður stökkbreyting
á þessu sviði, vegna
þess að liklegt er talið, að
olíuverðið hækki upp í 13—14 kr.
á næstu mánuðum. Af því leiðir
m.a., að nálega allir þeir lands-
menn, sem ekki eiga þess kost að
hita upp hús sín með jarðvarma
munu óska eftír að taka upp raf-
hitun í stað olíukyndingar.
Olíukreppan leíðir einnig til
þess, að stóraukin eftirspurn
verður eftir raforku til orkufrekr-
ar stóriðju.
NÆSTA STÖRVIRKJUN A
VESTANVERÐU
NORÐURLANDI
Talið er að raforka frá Sigöldu-
virkjun, sem lokið verður við á
síðari hluta áratugsins, verði full-
nýtt á 1. eða 2. ári, frá því að sú
virkjun tekur til starfa. Sömu
sögu er að segja um jarðgufu-
virkjun á Kröflusvæðinu, sem
vonandi kemst upp fyrir lok þessa
áratugs, að hún muni einungis
fullnægja þeirri þörf, sem þá
verður fyrir hendi á Norðaustur-
og Austurlandi, miðað við liklega
þróun þessara mála.
Virkjun Jökulsár eystri og vestri í Skagafirði.
Stífla í Jökuisá eystri við Hraunlækjartorfu. Lón þaðan og mun Vestri polla. Safnað í það kvíslum úr
Hofsjökli. Veitt þaðan í skurði um Orravatnsrústir, Rústakvfsl að stíflu við Stafnsvatnshæðir. Anni veitt
með skurði úr lóni í Giljamýrum og Stafnsvötnum út Giljamúla að stöðvarhúsi í Vesturdal eftir 400 m
fall. Virkjun 150 IMW. Stífla í Vesturdal hjá Bjarnastaðahlíð. Jarðgöng yfir í Austurdal gegnt Merkigili.
100 m há jarðvegsstífla undan Stekkjarflötum. Virkjun 25—30 MW, sem unnt er að tvöfalda.
Augljóst er því, að tímabært er
og nauðsynlegt að taka sem allra
fyrst ákvörðun um næstu stór-
virkjun landsmanna. Slíka
ákvörðun verður að taka út frá
nokkrum meginforsendum, og
eru hagkvæmni og öryggi veiga-
mest.
Meðal annarra þátta, sem verð-
ur að hafa i huga, er að forðast
svo sem verða má að spilla landi
eða náttúruminjum og valda
vistfræðilegri röskun. Einnig er
réttmætt að taka tillit til byggða-
sjónarmiða.
Með tillögu þeirri, sem hér er
flutt, er lagt til, að næsta stór-
virkjun landsmanna verði á vest-
anverðu Norðurlandi, annað
tveggja með virkjun Blöndu eða
Jökulsár eystri og vestri í Skaga-
firði. Til þessa liggja veigamiklar
röksemdir.
Rannsóknir benda til þess, að
virkjanir Blöndu og Jökulsánná í
Skagafirði séu einhverjir hag-
kvæmustu virkjunarkostir, sem
um er að ræða hér á landi. Þessar
rannsóknir eru nokkru skemmra
á veg kómnar á Jökulsársvæðinu
en við Blöndu og gefa því ekki
jafnmikið öryggi, en samt virðist
ótrúlega margt líkt með þessum
tveimur virkjunarkostum.
Blönduvirkjun er áætluð 150 mw
eða liðlega ‘4 minni en Búrfells-
virkjun (210 mw). Hún er talin
sérlega einföld í framkvæmd og
örugg og hagkvæmnin slík, að
vinnslukostnaður orkunnar yrði
1/6—1/3 minni miðað við kwh en
frá Sigölduvirkjun. Það munar
um minna. Jökulsárnar í Skaga-
firði eru taldar bjóða upp á svip-
aða kosti, bæði að því er snertir
framleiðslumagn og verð orkunn-
ar, með virkjun í Vesturdal, auk
þess sem auðvelt virðist og hag-
kvæmt að virkja 25—30 mw virkj-
un skömmu ofar en árnar koma
saman, undan Stekkjarflötum á
Kjálka. Þá virkjun mætti tvöfalda
síðar. í þessum fallvötnum er því
um mikla orku að ræða, sem mjög
hagkvæmt er að beisla.
ÐREIFING ORKU-
VERA NAUÐSYNLEG
Öryggið er ekki minna um vert.
Flm. telja, að dreifing orkuvera
Framhald á bls. 14.
Blönduvirkjun
Stífla í Blöndu undan Reftjarnartungu og stífla í Kolkukvfsl við
Kolkuhól. Lón í Kolkuflóa. Anni veitt þaðan í skurð um Þrístilku,
Smalatjörn, Eystra-Friðmundarvatn og Gilsvatn í lón f Eldjárns-
staðaflá, sem myndast við stíflu við Heygarðsás. Jarðgöng með315 m
falli að stöðvarhúsi skammt frá Eiðsstöðum. Virkjun 150 MW.
árum, og í annan stað afhjúpaði
kuldakastið í nóv. og des. sJ.
orkuskortinn i landinu mjög
greinilega.
Öllum ætti nú að vera ljóst, að
taka verður á þessum vandamál-
um með a.m.k. tvennum hætti: í
fyrsta lagi með því að grípa til
allra skynsamlegra ráða til þess
að vega á móti þeim bfáða vanda,
sem nú blasið við m.a. með því að
hraða virkjunum, sem fullhann-
aðar eru, þótt smáar séu. í
öðru langi verður að taka föstum
tökum undirbúning að fram-
tíðarlausn þessara mála með
ákvörðun um næstu stórvirkjun
landsins. Nýting jarðvarm-
ans er auðvitað stórkostlega