Morgunblaðið - 22.02.1974, Page 23

Morgunblaðið - 22.02.1974, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR 1974 ég þóttist greina sumt. Einar var kominn heim — til hjálpar þeim sem voru hjálpar þurfi. Þar var hans rétta eðli — eins og foreldranna fyrrum. Það var mikið slys er Einar hvarf okkur um daginn, langt um aldur fram. Hann Var á leið í vinnu, að morgni. Það fannst mér táknrænt, árröðull í fari hans til hinzta dags. Enginn vissi betur en hann hver þörfin er á lækni í afskekktu héraði. En gamlir skólabræður, sem deildu með Ein- ari kreppu og styrjaldarárum, vita hvað þeir hafa misst. Með Einari hverfur dýrmætur hluti af lífi þeirra úr þessum heimi. Megi vonir Einars og þroski gefa börn- um hans, móður og öðrum venzla- mönnum styrk á þessari þung- bæru stund. Kannski að landið hans góða fyrirfinnist einhvers staðar. Einar Pálsson. Einar Helgason læknir látinn. Hniginn svo fljótt. Fluttur úr jarðvist á annað tilverusvið. Að kvöldi glaður og hress. Eftir mið- næturskeið er tjaldið fallið og næsta lífssvið tekið við. Sál hans flogin, líkaminn lifvana. Svo skjótt skipar tilvera okkar manna mörkum milli heims og hels. Við hjónin, ég og Asta Sighvats- dóttir urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast vináttu Einars, sem myndaðist mæstum samtímis og hann kynntist konu sinni, Mar- gréti, dóttur séra Jóns M. Guð- jónssonar og frú Lilju Pálsdóttur, konu hans, að Kirkjuhvoli á Akra- nesi. Fjölskyldur okkar beggja, mín og sr. Jóns, fluttust til Akra- ness, með aðeins eins árs bili. — árin 1946 og 1947 og voru heimili okkar sem eitt væri. Það er að visu önnur saga, en fléttast þó hvor inn í aðra. Sorg Margrétar og fjölskyldu hennar vérður því einnig okkar. Orð eru oft fánýt, en hugsanir þess meira virði. Svo verður einn- ig nú. Við hjónin nutum þó mest og bezt bæði vináttu Einars og læknisþekkingar, þegar kona mín var ósjálfbjarga flutt í Sjúkrahús Akraness til hans og hugðu þá fáir hana eiga aftur- kvæmt þaðan. Mörgum hafði Einar hjálpað undir hinum'erfið- ustu sjúkdómskringumstæðum og naut hann því trausts svo margra, sem töldú sig hafa endurheimt ástvini sína fyrir hans hjálp, — notið hans mikilvægu læknis- þekkingar og miklu umhyggju á erfiðum úrslitastundum. Þær voru margar andvökunætur Ein- ars, þegar svo stóð á. Þá var hug- ur hans bundinn sjúklingnum einum. Sjálfum sér gleymdi hann. Þetta er að sjálfsögðu ekki sér- kenni eins læknis, heldur hinna mörgu, sem starfinu helga sig. En tilfinninganæmi Einars var mik- ið. Minningarorð þessi verða ekki fleiri. Við hjónin sendum hljóða bæn til guðs, að hann veiti elskulegri Margréti þann styrk og hugarró, sem hún nú þarfnast og að sam- vera og minning Einars Helgason- ar verði henni og öllum ástvinum hans leiðarljós framtíðarinnar. Karl Helgason. Hní^ þú höglega i hafskautið mjúka, röðull rósfagur, og rís að morgni frelsari, frjóvgari fagur guðs dagur blessaður, blessandi blíður röðull þýður. Svo kvað Jónas um sólsetrið. Það má líkja mannlifinu við sólar- upprás og sólarlag. Við fæðumst og deyjum, það er það eina, sem staðreyndirnar sýna okkur. Arin milii fæðingar og dauða eru okk- ur hulin, við fetum okkur áfram, reynum að ná einhverju ákveðnu takmarki. Stundum heppnast okkur það, stundum ekki. Einar Helgasyni heppnaðist að ná sinu takmarki. Draumar hans rættust í þvi að hjúkra og likna öðrum. En svo þegar sólin var hæst á lofti í hans lífi var sem kæmi skyndi- lega sólarlag, svo snöggt, að við, sem þekktum hann, gátum ekki trúað því. Minningarnar streyma fram í hugann, allt það góða ög göfugmannlega, sem við, er vor- um tengd honum, þekktum hann af. Við fyrstu kynni féll hann inn í systkinahópinn og varð eins og bróðir okkar allra, sem við gátum alltaf leitað til, og góðu ráðin hans hjálpuðu okkur. Hjónaband hans og Möggu stóð stutt, aðeins rúml. 2 ár. Við vitum það öll, Magga mín, að þú varst hans hjálpar- hella og gerðir allt, sem þú gazt til að skapa honum fallegt heimili, sem við dáðumst að. Eins varstu hans hægri hönd á lækningastof- unni fyrir norðan. Við tökum undir með skáldinu og látum það tala með þér Magga mín: Hví hafa örlög okkar beggja skeiði þannig skipt? Hví var mér ei leyft lífi mínu öllu með þér una? Við biðjum allmáttugan Guð að styrkja þig í sorg þinni. Hins sama biðjum við aldraðri móður hans, sem hann var svo góður, börnunum hans, sem sakna góðs föður, móðursystrum, bræðrum og mágkonum. En fyrst og siðast þökkum við honum allt, sem hann gerði fyrir pabba og mömmu. Þar var hann sannnur sonur. Við þökkum stundirnar, sem við áttum saman. Við söknum Einars úr hópnum, en minninguna um hann munum við geyma í hjörtum okkar. Við biðj- um honum fararheilla með orðum skáldsins: Flýt þér vinur, í fegra heim krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans. Systkinin frá Kirkjuhvoli Minn gamli vinur Einar Helgason læknir lézt á Ölafsfirði norður laugardaginn 16. febrúar, aðeins 48 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavik 13. júní 1925, sonur hjónanna Helga Þorkelssonar klæðskera og Ingi- bjargar Sigurbjörnsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum i Reykjavík vorið 1945 og settist i læknadeild. Að lækna- prófi loknu gerðist hann héraðs- læknir á Reykhólum, en hélt síðan til framhaldsnáms í lyf- læknisfræði i Greifswald i Austur-Þýzkalandi. Eftir heim- komuna starfaði hann lengst af sem sérfræðingur i efnaskipta- og hormónasjúkdómum hér i Reykjavík, þar til hann gerðist yfirlækriir lyflæknisdeildar við sjúkrahúsið á Akranesi. Á nýliðnu ári hélt hann svo no ður yfir fjöll, gerðist héraðslæknir á Ölafsfirði og dó þar í embætti. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Inga Hrefna Búadóttir hjúkrunarkona, og eignuðust þau 4 börn: Ingibjörgu, við háskólanám, Björn og Kjartan við nám í menntaskóla og Ilrefnu í gagnfræðaskóla. Fyrir hjóna- band eignaðist Einar dóttur, Elínu, sem er gift og býr i Karls- ruhe í Þýzkalandi. Síðari kona Einars var Margrét Jónsdóttir. Þau áttu ekki börn. Þetta er í sem allra fæstum orðum lifshlaup Einars Helga- sonar, en ívafið vantar, og það vantar míkið í persónulýsingu Einars Helgasonar, ef ekki er sagt frá fádæma dugnaði og kunnáttu, lipurð, hjartahlýju og natni við sjúklinga sína og kröfuhörku við sjálfan sig og aðra þeirra vegna. Honum þótti litið til þeirra kollega sinna koma, sem varla fengust til að líta á annað en „interessant" tilfelli. Fyrir hon- um var það fyrst og fremst „interessant" að lækna fólk og gera þvi lífið sem bærilegast. — Hann gekk ævinlega heill og óskiptur að því, sem hann gerði, unni sér lítt hvíldar og vafalaust er það „streitan", sem leggur hann i gröfina svo langt um aldur fram. Þrátt fyrir stuttan starfsaldur eignaðist Einar fjölda vina í starfi, enda óþreytandi að sinna sjúklingum. Það er gott vega- nesti yfir landamærin að hafa verið drengur góður og hjálpsam- ur hér á jörðu. Ástvinum Einars sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur okkar hjóna og barna okkar. Guðni Guðmundsson. Rey kj a víkurskákmótið 12. uinferð Reykjavíkurskák- mótsins bauð ekki upp á mikla spennu fyrir áhorfendur, sem voru raunar með fæsta móti. Einhvern veginn finnst manni sem þetta mót sé ekki nógu skemmtilegt, einhvem neista virðist vanta, hvar svo sem hann er að finna. Þetta er þeim mun furðulegra þegar þess er gætt, að nú hafa verið tefldar fjölinargar skemmtilegar skákir. Kannski veldur frainmistaða íslending- anna mestu um, en þegar á heild- ina er litið verður að segja, að hún sé mun lakari nú en ásíðasta móti. Núna hafa íslendingarnir, að Friðrik Ólafssyni undanskild- um, að vísu unnið fleiri skákir af erlendu þátttakendunuin en sfð- ast, en í öðrum skákum hefur mótstaðan verið mun ininni. Kannski mótast stemmningin fyr- ir mótinu að nokkru leyti af því, að menn telja úrslit of margra skáka ráðin fyrirfram. I fyrrakvöld urðu þeirForintos og Ciocaltea fyrstir til þess að Ijúka skák sinni og henni lauk auðvitað með jafntefli. Forintos hugsar auðvitað fyrst og fremst um að tryggja sér stórmeistaratit- ilinn og skulum við vona að hon- um takist það, það hafa margir skákmenn hlotið alþjóðlega titla að minni verðleikum. Ciocaltea virðist hins vegar vera freriiur áhugalaus, hann getur ekki náð einu af allra efstu sætunum héð- an af og þá er að tryggja sér verðlaunasæti. Guðmundur og Smyslov urðu næstir og er skemmst frá því að segja að Guðmundur sá aldrei hina minnstu glætu i þeirri skák. Guðmundur hefur valdið aðdá- endum sinum töluverðum von- brigðum i þessu móti, en þá ber þess að gæta, að þetta tímabil, upphaf atvinnumennskunnar, er vafalaust mjög erfitt fyrir hann. Kristján Guðmundsson átti í höggi við Bronstein. Kristjáni urðu snemma á slæm mistök og eftir það var ekki að sökum að spyrja, Bronstein innbyrti vinn- inginn mjög örugglega. Skák Magnúsar og Ingvars var býsna spennandi, Magnús virtist fá gott tafl út úr byrjuninni, en síðan náði Ingvar sóknarfærum, vann peð og í endataflinu fékk Magnús ekki við neitt ráðið. Skák þeirra Tringovs qg Júlíusar var lengi vel í jafnvægi, en í tíma- hrakinu missti Júlíus tökin á stöð- unni og vann stórmeistarinn þá örugglega. Freysteinn tefldi af mikilli hörku gegn Ögaaixl og virtist manni, sem hann væri að ná und- irtökunum á tímabili. 1 tímahrak- inu missti Freysteinn hins vegar öll tök á stöðunni, sem var raunar fullflókinn til þess að teflast á naumuin tíma, og þá náði Norð- maðurinn vinnandi sókn. Nú skulum við lita á viðureign þeirra Jóns Kristinssonar og Vel- imirovic. Hvítt: Jón Kristinsson. Svart: I). Velimirovic. Kóngsindverskt tafl. 1. Rf3 — Rf6, 2. g3 — g6, 3. Bg2 — Bg7, 4. 0-0 — 0-0, 5. d3 — d6, 6. e4. (Hér er einnig oft leikið 6. c4, en hvítur kýs að tefla kóngsind- verska vörn með skiptum litum). 6. — c5, 7. Rbd2 — Rc6, 8. Hel — Dc7, 9. a4 — b6! (Virkasta uppbyggingin). 10. Rc4? (Þarna stendur riddarinn illa, betra var 10. Rfl). 10. — Bb7, 11. c3 — Had8! (Nú byrja gallarnir við 10. leik hvíts að koma i ljós. Svartur hótar að leika d5 og stæði hviti riddar- inn á fl væri alltaf hægt að svara því með e5). 12. Db3? (Drottningin varð að flytja sig af skotlinu hróksins, en þarnastend- ur hún illa, betra var 12. De2). 12. — Ba6!, 13. Bg5 — h6, 14. Bxf6? (Hvítur á i vandræðum með að finna haldbæra áætlun, en þenn- an biskup mátti hann þó alls ekki láta af hendi. Þess vegna hefði verið betra að hörfa til d2). 14. — Bxf6, 15. Hadl — e6, 16. Re3 — Bg7, 17. h4 — Kh8, 18. d4 — Re7, 19. Rh2 (Hvitur hyggur á sókn á mið- borði, en við það veikir hann stöðu sína um of. Hér kom til greina að leika 19. dxc5). 19. — Bb7, 20. f4 — cxd4, 21. cxd4 — e5!, (Þvingar fram opnun stöðunn- ar, en við það verða svörtu biskuparnir stórveldi). 22. fxe5 (22. dxe5 — dxe5, 23. f5 var engu betra). 22. — dxe5, 23. d5 — f5!, (Nú hrynur hvíta staðan í fáum leikjum) 24. exf5 — Rxf5, 25. Rxf5 — gxf5, 26. d6 — Dc5+, (Auðvitað ekki 26. — Hxd6, 27. Hxd6 — Dxd6, 28. Bxb7). 27. De3 — e4, 28. Dxc5 — bxc5, 29. g4 (29. He2 hefði kannski lerigt skákina eitthvað, en trauðla hefði það dugað til að bjarga hvítum). 29. — Bxb2, 30. gxf5 — Bc3, 31. He2 — Bd4+, 32. Khl — Hxf5, 33. Bxe4? (Tapar strax, en úrslitin voru ráðin). 33. — He5! og hvítur gafst upp. (Áframhaldið hefði getað orð- ið: 34. Hdel — Hxe4, 35. Hxe4 — He8, 36. d7 — Hxe4 37. d8D+ — He8+ og vinnur auðveldlega). í kvöld kl. 19 verður 14. og næstsíðasta umferðin tefld og tefla þá saman: Guðmundur og Friðrik, Forintos og Smyslov, Tringov og Ciocaltea, Jón og Bronstein, Magnús og Júlíus, Ogaard og Velimirovic og Frey- steinn og Ingvar. Að loknum 12 umferðum er staðan þessi, í sviga er sýnt hve margar skákir viðkomandi hefur teflt: 1. Smyslov 9'Á v. (11), 2. Forintos 9!4 (12), 3. Friðrik 8v. (11), 4. — 5. Bronstein og Velimirovic 7'A (11), 6. Ögaard 7 v. (11), 7. Tringov 7 v. (12), 8. Ciocaltea 6 v. (11), 9. — 10. Magnús og Guðmundur 5 v. (11), lí. Ingvar 4 v. (11), 12. — 13. Jón og Freysteinn 'Z'A v. (11), 14. Kristján 2'A (12), 15. Július 'A v. (11). Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.