Morgunblaðið - 22.02.1974, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEQRÚAR 1974
| ÍI'IHÍnMHÍIIIII MOWIMIUIISIIIIS
Fréttamenn
fóru létt
með dómara
EINS og fyrri daginn bauö leikur
dóinara og blaðainanna upp á
inikla skemmtan, þar sem blaða-
menn höfðu mun skemmtilegra
liði á að skipa og unnu glæsilegan
sigur 10:9. Eru dómarar að sögn
orðnir langeygir eftir að ná sér
niðri á blaðamönnum. en loks
famir að sjá að það gera þeir ekki
á íþróttavel linutn.
Omar Ragnarsson var aðal-
skipuleggjari Iiðs íþróttafrétta-
manna og sá meðal annars um að
misnota 7 vítaköst. Á hitt ber þó
að lita að Ömar vildi ekki skyggja
á skyttur landsliðsins sem sýndu
listir sínar í Höllinni að loknum
leik dómara við blaðamenn.
Ingvar Viktorsson var fremstur í
flokki dómara og skoraði eitt stór-
glæsilegt inark (án alls gamans)
eftir fléttu sem Björn Kristjáns-
són átti heiðurinn af ásamt Karli
Jóh.
Snæfell heldur
sínu striki
SN.EFELL frá Stykkishólmi
heldur sfnu striki í 2. deild, og
eftir tvo sigra liðsins um helgina
aukast mjög líkur liðsins á að
heimta sæti í 1. deild. Um næstu
helgi mætir liðið Þór frá Akur-
eyri, eina liðinu sem getur keppt
við þá um lausa sætið í 1. deild, og
má þá búast við fjörugum leik.
Snæfell lék gegn Breiðablik um
helgina, og þrátt fyrir að Iiðið
næði sér aldrei á strik var ekki
spurning um hvar sigurinn myndi
lenda. Að vísu var þetta ekki
átakalaus sigur fyrir Snæfell,
jafnt var í hálfleik 38:38, en loka-
tölur erðu 86:67.
Hinn sterki miðherji Snæfells
Kristján Ágústsson, var stighæsti
maður leiksins með 25 stig, Einar
Sigfússon 19.
á sunnudag lék svo Snæfell við
UMFG í Njarðvik, og eftir mikinn
barning framan af, sigraði Snæ-
fell auðveldlega með 64 stigum
gegn 42. — UMFG hafðí oftast
frumkvæðið í fyrri hálfleiknum,
en náði þó aldrei nema 4 stiga
forustu. Staðan í hálfleik var
26:24 fyrir Snæfell. En I síðari
hálfleik sýndi Snæfell hinsvegar
yfirburði, og lokatölur voru tal-
andi dæmi um yfirburði þeirra
þá, nefnilega 64:42. — Og.UMFG
skoraði aðeins 18 stig I síðari hálf-
léik. Magnús Valgeirsson var
bestur „Hólmara" I þessum Ieik,
og sá sem byggir upp allt þeirra
spil í 1—3—1 sóknarleik. Þá eru
þeir afar sterkir miðherjarnir
Einar Sigfússon og Kristján
Ágústsson og Sigurður Hjörleifs-
son. Þessir menn eru burðarásar
liðsins.
Nú bíða menn bara spenntir
eftir leik Snæfells gegn Þór um
næstu helgi, en þá fæst e.t.v.
endanlega úr því skorið hvort
Snæfell vinnur sér rétt til þátt-
töku í 1. deild í fyrsta skipti.
Mótherjar þeirra frá Akureyri
Þörsarar hafa leikið í 1. deild
undanfarin ár, og leggja eflaust
áherslu á að endurheimta sitt
gamla sæti meðal bestu körfu-
knattleiksliða landsins.
gk.
Búningar blaðamanna vöktu
mikla athj'gli og ótta meðal dóm-
araliðsins og kom þetta hræðilega
leynivopn dómurum í opna
skjöldu og sömuleiðis áttuðu dóm-
arar sig ekki á því er íþrótta-
fréttaritarar hófu að nota tvo
knetti.
Ömar Ragnarsson var mark-
hæstur í liði fréttamanna með 4‘A
mark og í liði dómara skoraði
Karl „hat-trick" og var mark-
hæstur.
Dómararnir stóðu sig mjög vel,
en leikínn dæmdu þær Sigrún
G uðmundsdóttir og Ragnheiður
Lárusdóttir. Ef eitthvað var þá
högnuðust dómararnir á dóm-
urunum . ..
—PG
Eitt af mörkum fþróttafréttamanna að fæðast. Óinar Ragnarsson — snillingurinn í liði fréttainanna —
er til vinstri á myndinni.
Auðveldur sigur landsliðsins
tSLENSKÁ landsliðið í hand-
knattleik burstaði hina ný bök-
uðu Islandsmeistara FH f fjörug-
um leik á miðvikudagskvöld með
32:21. Eins og þessar tölur bera
með sér hefur varnarleikurinn
ekki verið eins og hann getur
bestur orðið, sóknarleikur lands-
liðsins var hins vegar mjög góður.
Vissulega er leikur sem þessi
ekki góður mælikvarði á getu
landsliðsins og framfarir, en það
leynir sér þó ekki að varnarleikur
iiðsins verður höfuðverkur þess í
Heimsmeistaraheppnínni. Þá var
markvarzla liðsins heldur ekki
upp á marga fiska í síðari hálf-
leiknum, en í þeim fyrri hafði
Ölafur varið mjög vel.
Geir Hallsteinsson rétt náði til
leiksins eftir strangt 14 tíma
ferðalag frá Göppingen og var því
greinilega orðin þreyttur. Tækni
Geirs með knöttinn hefur senni-
lega aldrei verið meiri en einmitt
nú og það leyndi sér ekki í þess-
um leik. Hvað eftir annað fékk
hann áhorfendur til að fagna er
hann lék listir sínar með knött-
inn.
Ólafur Jónsson átti stórleik með
landsliðinu, skoraði mikið af
mörkum og var drifandi i öllum
leik liðsins. Axel gerði margt lag-
legt í leiknum og virtist kunna vel
við sig við hlið Geirs, en Axel var
á stundum of bráður og eyðilagði
því góð tækifæri.
Viðar Símonarson gat ekki beitt
sér í þessurn leik og forðaðist öll
átök. Munar um minna fyrir FH-
inga og var það aðeins Gunnar
Einarsson, sem hélt FH-liðinu
uppi í leiknum. Auðunn og Árni
komust þó einnig þokkalega frá
leiknum.
Mörk FH: Gunnar 7, Auðunn 3,
Viðar, Árni, Ólafur, Örn og Þórar-
inn 2 hver, Birgir 1.
Mörk landsliðsins: Axel 7, Ólaf-
ur 6, Gunnsteinn 4, Björgvin 4,
Geir3, Einar 3, Gísli 3, G uðjón 2.
—PG
Geir Hallsteinsson sýndi sínar beztu hliðar f leiknum gegn sfiíuin
göinlu félögum og skoraði þrjú mörk, auk þess sem hann átti þátt f
mörgum iiðrum.
Þeir „gömlu” unnu
á meira úthaldi!
LANDSLIÐIÐ ‘64, sem verið
hefur ósigrandi undanfarið, átti í
miklu basli með Urval annarrar
deildar í fyrrakvöld. En með
snilldarleik í sfðari hálfleiknum
tókst þeim „gömlu“ að sigra 20:16
— strákarnir féllu á úthaldsleysi.
Urvalsliðið byrjaði mjög vel og
eftir aðeins 7 mínútna leik var
staðan orðin 4:1 fyrir 2. deildar
liðinu. Hélt liðið forysti sinni
áfram, mestur munur var fimm
mörk, en í leikhléi var staðan
13:10. Strax í siðari hálfleik fóru
menn að kannast við gömlu menn-
ina, en þá tóku þeir úrvalið í
kennslustund og sigruðu örugg-
lega 20:16.
Beztir I liði Urvalsins voru
frændurnir Björn og Haukur, en
einnig komust Hörður, Atli og
Halldór vel frá leiknum. Urvals-
liðið vantar samæfingu og með
henni hefðu þeir sjálfsagt unnið
leikinn. Auk þess vantaði svo
Akureyrarleikmennina Arna Ind-
riðason Gróttu og Þorstein
Björnsson í liðið, en Þorsteinn
kaus að leika frekar með gamla
landsliðinu, sagðist frekar vilja
vera i sigurliðinu.
Þeir sem enn eru í fullu fjöri í
landsliði '64, eins og Hermann,
Gunnlaugur, Ingólfur, Birgir og
Karl komust bezt frá leiknum og
Karl þó sýnu bezt að öðrum ólöst-
uðum.
Mörk Urvals úr 2. deild:
Haukur 4, Halldór 3, Björn 2,
Hörður 2, Sveinlaugur 2, Atli 2,
Trausti 1.
Mörk Landsliðsins ‘64: Ingólfur
5, Karl 4, Hermann 4, Gunnlaugur
3, Örn 2 og Sigurður Einarsson 2.
—PG
Portúgalska
knattspyrnan
URSLIT leikja í 1. deildarkeppn-
inni í Portúgal urðu þessi um s.l.
helgi:
Oriental — Benfica 1-0
Setubal — Bareirense l-l
Belenenses — Sporting 1-0
Beira Mar — Montijo 3-1
Cuf — Porto 0-0
Farense — G uimares 2-2
Leixoes — Academica 1-0
Boavista — Olhanense 2-0
Sporting hefur forystu í deild-
inni, er með 30 stig, Benfica og
Porto eru með 29 stig, Setubal
með 28 stig og Belenenses með 23
stig.