Morgunblaðið - 05.03.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 3 Nýrsilungur á boðstólum allan ársins hring Stærsta fiskeldisstöð landsins •• tekin til starfa að Oxnalæk f.v. Guðmundur Hjaltason framkvæmdastjóri Tungulax H/F ásamt stjórn féiagsins, Þurlður Finnsdóttir, KristinnGuðbrandsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Dýrfinna Tómasdóttir. „Það er von okkar, sem að þessu félagi stöndum, að þessi tilraun megi bera þann árang- ur, að víða um land verði hafizt handa um silungsrækt, að upp- spretturnar og bæjarlækirnir verði notaðir einn af öðrum til fiskræktar og hún geti orðið það btisilag á mörgum býlum, sem ummunar," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson stjórnarfor- maður Tungulax h/f f ræðu, sem hann flutti við opnun fisk- eldisstöðvar fyrirtækisins að öxnalæk við Hveragerði sl. laugardag. Hér er um að ræða merkan áfanga í fiskeldis- málum á íslandi og er öxna- lækjarstöðin hin stærsta hér á landi, húsið sjálft um 900 fer- metrar, og í vor verður hafizt handa við gerð útitjarna, en alls verða 7000 fm undir vatni þar á staðnum. Mikill fjöldi gesta var við- staddur opnunina, en í stöðinni er fyrst og fremst ætlunin að aia silung til manneldis, bæði bleikju og sjóbirting. Verða seiðin alin innandyra í u.þ.b. 10 sm stærð, en síðan flutt í úti- tjarnirnar, þar sem þau verða alin í u.þ.b. 200 g þyngd, en þá sett á markað, og er hver fiskur einn málsverður. Vonir standa til þess, að framleiðslan geti orðið um 50 tonn á ári, en jafn- framt verður um að ræða eldi á silungs- og laxaseiðum til sölu og tii að sleppa i þær ár, sem félagið er að rækta. Eyjólfur Konráð rakti í ræðu sinni þró- un félagsins og sagði m.a. ,,Á þessu ári eru 5 ár liðin síðan hlutafélagið Tungulax var stofnað, en rúmur áratugur er síðan þeir félagar prófessor Snorri Hallgnmsson, Kristinn Guðbrandsson og Oddur Olafs- son hófu tilraunir til fiskeldis og byggðu litla fiskræktarstöð að Keldum. Þeir hófu og fisk- Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og Már Elísson fiskimálastjóri skoða Öxnalækjarstöðina. rækt á Skaftársvæðinu og gerðu ræktunarsamning um Eldvatn í Meðailandi. Aðalhvatamaðurinn að stofn- un Tungulax h/f var Snorri heitinn Hallgrímsson, sem af eldlegum áhuga vann að fisk- ræktarmálum öllum stundum, sem hann gat varið frá erfiðu prófessors- og læknisstarfi, og var hann fyrsti framkvæmda- stjóri félagsins. Tungulax h/f hefur haldið áfram rekstri fiskræktar- stöðvarinnar að Keldum og lít- ils tilraunabús á Öxnalæk, sem þeir Snorri Hallgrímsson og Kristinn Guðbrandsson reistu vorið 1969. Þá hefur félagið haldið áfram ræktun í Tungu- læk og Hæðarlæk í Landbroti og ræktun Eldvatns í Meðal- landi, sem er ein stærsta berg- vatnsálandsins. Við Hæðarlæk hefur félagið reist 360 fermetra eldishús og eru þar gerðar tilraunir með lax og sjóbirting, sem m.a. er Framhald á bls. 31 Séð yfir Öxnalækjarstöðina. SKOGI PLANTAÐ I SER- STAKA ÞJÓÐHÁTÍÐARLUNDI Í ár eru liðin 75 ár frá upp- hafi skógræktar á islandi. Árið 1899 var gróðursett til skógar í hallið austan Almannagjár á Þingvöllum. Að þessu stóðu fá- einir áhugamenn, bæði Danir og islendingar. Á síðastliðnu ári ákvað stjórn Skógræktarfélags íslands að beita sér fyrir þvf, að þessa afmælis yrði sérstaklega minnzt samtimis því, sem skóg- ræktarfélögin tækju þátt í að minnast ellefu alda byggðar í landinu. Stjórnin lagði til, að þetta yrði fyrst og framst gert með þvi, að félögin beittu sér fyrir sem almennastri þátttöku í gróðursetningu trjáplantna á völdum stöðum í héruðum landsins. í hverju héraði yrði þannig plantað i sérstakan þjóðhátíðarlund. Stjórn Skógræktarfélagsins kynnti þessar hugmyndir fyrir héraðsskógræktarfélögunum. Þeim var þar mjög vel tekið. Eitt félag, Skógræktarfélag Árnesinga hafði þá þegar ákveðið að minnast þessara af- mæla með sérstökum átaki i plöntun og verja til þess hálfri milljón króna. Af ofangreindu tilefni var haldinn sameiginlegur fundúr stjórnar Skógræktarfélags ís- lands, formanna héraðsskóg- ræktarfélaganna og allra starfs- manna Skógræktar ríkisins dagana 2. og 3. marz að Hótel Holti i Reykjavik. Á þessum fundi var rætt um, á hvern hátt þessu máli yrði komið í framkvæmd, og hve mikið hvert og eitt félag gæti lagt af mörkum. Frá formannafundi skógrœk tarfélaga Samþykkt var, að skógrækt- arfélögin hefðu forgöngu um þetta, hvert á sínu starfssvæði. Félögin nytu til þessa aðstoðar Skógræktarfélags íslands og Skógræktar ríkisins. í hverju héraði yrði valið hent- ugt svæði fyrir „Þjóðhátfðar- lund“ f girðingum skógræktar- félaganna eða öðrum girðing- um, sem til fengjust. Þarna yrði einstaklingum, stofnunum og hvers konar fé- lögum gefinn kostur á að gróð- ursetja eða kosta gróðursetn- ingu i afmarkaða reiti, sem yrðu merktir þeim, er að þeim stæðu. Fram kom, að skógræktarfé- lögin sjálf munu gróðursetja verulega meira á þessu ári en endranær. Áformað er, að á vegum skógræktarfélaganna verði gróðursettar um 600 þús- und skógarplöntur. Til greina gæti komið, að þessu til viðbót- ar kæmu plöntur til siðsumars- gróðursetningar. Á fundinum voru m.a. sam- þykktar eftirfarandi ályktanir: 1. Sameiginlegur fundur for- manna héraðsskógræktarfé- laga, stjórnar Skógræktarfélags íslands og starfsmanna Skóg- ræktar ríkisins skorar á lands- menn alla að taka þátt í því að minnast 11 alda byggðar í land- inu og 75 ára afmælis skógrækt- ar á íslandi með því að leggja nokkuð af mörkum til eflingar skógrækt og landgræðslu. Þvi er beint til allra sveitarfélaga að leggja hér nokkuð af mörk- um og ekki minna en sem svar- ar 10 kr. á hvern íbúa. 2. Fundurinn minnir á, að Skógræktarfélag íslands var stofnað á Þingvöllum á Al- þingishátíðinni 1930. Að margra dómi var það bezta gjöf- in, sem þjóðinni hlotnaðist á því afmælisári. Landgræðslu- sjóður var stofnaður lýðveldis- árið 1944 með mjög almennum fjráframlögum hvaðanæva af landinu. Landgræðslusjóður hefur reynzt mikil lyftistöng skóg- ræktarstarfsins og staðið straum af plöntuframleiðslu gróðrarstöðvanna að verulegu leyti. Þetta ætti að vera hverjum Islendingi hvatning til þess að taka þátt í landgræðslustörfum nú á þessu þjóðhátiðarári, og gera með því sitt til þess að þjóðin standi í skilum við land- ið. 3. Fundurinn fagnar því, að ríkisstjórnin tók það upp i mál- efnasamning sinn, að gerð skyldi „heildaráætlun" um landgræðslu og skipulega nýt- ingu landsgæða. Sú áætlun hef- ur nú verið gerð, og mun við það miðað, að þjóðin minnist 11 alda byggðar í landinu með verðugu heildarátaki í þessum efnum. Fundurinn skorar á Alþingi að veita verulega fjármuni til landgræðslumála í samræmi við áætlun þessa. 4. Fundurinn vill hvetja al- menning til að ganga í skóg- ræktarfélög og gerast þar virk- ir félagar. Félögin eru hvött til aukinna starfa á öllum sviðum skógræktarmála og sérstaklega til aukinnr kynningar á árangri þeim, sem náðst hefur með skógrækt á íslandi. 5. Fundurinn beinir þeirri áskorun til skólastjóra og ann- arra forráðamanna skóla í land- inu, að þeir gefi skólafólki kost á og hvetji það til virkrar þátt- töku i skógrækt og öðrum land- græðslustörfum. Fundurinn lýsir stuðningi við þær hugmyndir, sem koma fram í frumvarpi um land- græðslustörf skólafólks. 6. Fundurinn vill beina því til hvers konar félaga, stofnana og einstaklinga, sem vilja taka þátti plöntun þjóðhátíðarlunda eða ljá skógrækt á einhvern hátt lið á þjóðhátíðarárinu, að þau snúi sér til viðkomandi skógræktarfélags eða Skóg- ræktarfélags islands. Félögin eru fús til samvinnu og reiðu- búin til að veita hvers konar leiðbeiningar og fyrirgreiðslu. Á fundinum var skýrt frá því, að stjórn Skógræktarfélags ís- lands hefði látið gera minnis- pening vegna 75 ára afmælis skógræktar á íslandi. Pening- urinn, sem teiknaður er af Hring Jóhannessyni, listmál- ara, verður í takmörkuðu upp- lagi sleginn. Hann verður síðan til sölu hjá Skógræktarfélagi ís- lands og skógræktarfélögunum. Þá hefur Skógræktarfélag Is- lands beitt sér fyrir því, að eitt frimerki verði á þessu ári til- einkað skógrækt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.