Morgunblaðið - 05.03.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.03.1974, Blaðsíða 5
' MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 5 ###### (jj^? (jj^? (jj^? (j^? (jj^? ij^? Norræn ungbændaráð- stefna á vegum UMFÍ NORRÆN ungbændaráðstefna hófst að Leirárskóla I Borgarfirði á föstudag og stendur fram á mið- vikudag. Ungmennafélag tslands stendur fyrir henni, en UMFl er aðili að samtökum ungbænda og ungmennafélaga á Norðurlönd- um. Þau samtök hafa m.a. á stefnuskrá sinni að halda sltkar fræðslu- og kynningarráðstefnur f löndum aðildarfélaganna. Ráðstefnugestir verða um fimmtíu, þar af 32 frá hinum Norðurlöndunum: 14 frá Svíþjóð, 6 frá Noregi, 11 frá Danmörku og 1 frá Finnlandi. Átta íslenzkir bændur sækja ráðstefnuna auk nemenda og kennara frá bænda- skólanum á Hvanneyri. t fréttatilkynningu frá UMFt segir, að á ráðstefnunni verði fjallað um íslenzkan Iandbúnað og stöðu hans í íslenzku atvinnu- lifi, um þau landgæði, sem höfuðþýðingu hafa fyrir landbún- aðinn í hverju landi, um mögu- leika ungs fólks í löndunum til að gera landbúnað að ævistarfi sínu og hvað geri landbúnaðarstörf eftirsóknarverð í augum ungs fólks. Auk ráðstefnuhaldsins verður farið í kynningarferð um Borgarfjörð. Nokkrir þátttakendanna á norrænu ungbændaráð- stefnunni — Ljósm. Ó. K. Mag. (jjjjj? i^? íjj|? Skáli við Eyfirð- ingahóla? Mælifelli 1. marz. Aðalfundur Ferðafélags Skaga- fjarðar var haldinn áSauðárkróki í gær. Formaðurinn Ingólfur Nikódemusson flutti skýrslu stjórnarinnar og veitti ýmsar uppl. um félagsstarfið en Bragi Skúlason gerði grein fyrir reikn- ingum og er skuldlaus eign félags- ins 173 þús. Á sl. sumri voru farn- ar 6 ferðir á vegum félagsins og var þátttaka 12—14 manns i flest- um ferðunum. Ekki reyndist þó unnt að fara í Tryppaskál á Hörg- árdalsheiði og enn einu sinni féll niður fyrirhuguð gönguferð á Tindastól á Jónsmessunótt vegna dimmviðris. I undirbuningi er skálabygging félagsins við svo- nefnt Lambahraun á Hofsafrétti hið næsta Hofsjökli. Rætt var um staðarval og kom fram sú hug- mynd frá Bimi Egilssyni á Sveinsstöðum, sem er gagnkunn- ur á öræfunum, að skálinn yrði reistur við Eyfirðingahola vestan Jökulsár, enda nokkurt haglendi þar og nægt vatn. Verður þetta mál kannað til hlítar I sumar og lokaákvörðun tekin á næsta aðal- fundi. Friðrik Jónsson sýndi lit- skuggamyndir úr öræfaferðum og voru myndir hans af fjöllum mjög athyglisverðar. í Ferðafélagi Skagafjarðar eru 196félagar. Séra Ágúst. Stórum kúabúum fjölgar UM þessar mundir er verið að setja upp fjölda pfpu-mjaltakerfa á búum hérlendis, meðal annars eru þar tvö kerfi fyrir 100 mjólkurkýr hvort. Þessi kerfi eru sett upp I fjósum f Sveinbjarnar- gerði á Svalbarðsströnd og að Ármótum f Rangárvallasýslu. Að sögn Gunnars Gunnars- sonar, deildarstjóra Búvéla- deildar SÍS, er ótvfræð hreyfing í þá átt um þessar mundir að stækka búin á sama tíma og þeim fækkar. Leggja bændur mikið upp úr því, að sjálfvirkni verði sem mest á búunum, þannig að einn maður geti annað flestum þáttum bústarfans. SÍS hefur umboð fyrir ofangreind mjalta- kerfi og sagði Gunnar, að eftir- spum eftir þeim væri mikil. Með þessum mjaltakerfum á einn mað- ur að geta mjólkað 45 kýr á klukkustund og samkvæmt þvi taka mjaltir á stórbúunum tveim- ur, sem getið er hér að ofan — Sveinbjarnargerði og Ármótum, ekki nema röskar tvær klukku- stundir. m m m 'Us? m m # KARNABÆR ^ AUSTURSTRÆTI 22 ÞAÐ ER SVO SANNARLEGA - Komlnn tíml tll að gera góð kaup á - ÚTSÖLUMARKAÐNUM AD AUSTURSTRÆTI 22 40%-70% AFSLSLÁTTUH - ÓTRÚLEG KJÖR TAKIÐ VEL EFTIRI □ STAKIR HERRAJAKKAR 100% SKOZKT TWEED — GÓÐ SNIÐ □ FÖT MEÐ VESTI ÚR TERYLENE & ULL — MJÖG GÓÐ SNIÐ □ HERRAKULDAJAKKAR 100% □ HERRAKULDAJAKKAR, STUTTIR, KÖFLÓTTIR, EINLITIR □ LOÐFÓÐRAÐIR STUTTJAKKAR — FLAUEL □ LOÐFÓÐRAÐIR RÚSKINNSSTUTTJAKKAR□ STUTTIR LEÐURJAKKAR □ 100% ULLARKÁPUR, BÆÐI KÖFLÓTTAR OG EINLITAR — GÓÐ SNIÐ □ LOÐFÓÐRAÐIR KVENKULDAJAKKAR □ KVENKULDAJAKKAR 100% ULL □ KVENLEÐURJAKKAR □ DRENGJA- OG TELPNA BUXUR ÚR Tery- lene & ull, denim og flaueli □ BLÚSSUR □ DÖMUPEYSUR □ SAMKVÆM- ISBLÚSSUR OG BOLIR Q SAMKVÆMISBUXUR □ SÍÐ PILSQ SÍÐIR KJÓLAR □ SMEKKBUXUR □ HERRASKYRTUR □ BOLIR □ DENIM SKYRTUJAKKAR — MJÖG HENTUGIR FYRIR SKÍTVINNU m # m m m m __________________________ ’lF slL -Skl. ^ <S| KARNABÆR (^?(j^?(^?(i^?(^?(i^?(^?(^?(i^?(i^?<j^?(j^?^(^? m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.