Morgunblaðið - 05.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.03.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 Lovísa Jónsdóttir Akureyri -Kveðja í DAGer til moldar borin Sesselja Lovísa Jónsdóttir. Hún fæddist 7. júní 1892 og lézt 23. febr. síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Anna Arnadóttir og Jón Jónsson barna- kennari, ættaður úr Vogum. Hann fluttist vestur i Strandasýslu til að stunda barnakennslu og þar kynntust þau Anna. Þau eignuð- ust 4 börn og var Lovísa þeirra elzt og fæddist að Stað hjá prests- hjónunum Sesselju og séra ísleifi, en hjá þeim bjuggu þau Anna og Jón fyrsta árið, en fluttust þá að Drangsnesi, þar sem þau bjuggu í 30 ár. Síðutu æviárin áttu þau hjá dætrum sínum á Akureyri. Okkar fyrstu kvnni hófust, er við dvöldum sumartima að Hvíta- dal í Dalasýslu hjá merkishjónun- um Önnu Eymundsdóttur og Magnusi bróður Stefáns frá Hvítadal. Hjá þeim var gott að vera. Við vorum þarna fimm ung- menní og var oft sprett úr spori á sunnudögum, þegar okkur voru lánaðir hestar og var þá glatt á hjalla. Við litum öll upp til Lovísu og löðuðumst að persónu hennar, hún var sikát og skemmtileg og öllum jafngóð. Ekki grunaði mig þá, að við ættumst eftir að tengj- ast fjölskylduböndum, en ég gekk síðar að eiga bróður hennar. Lovísa giftist Jóni Kistjánssyni, bjuggu þau allan sinn búskap á Akureyri og var heimili þeirra rómað fyrir smekkvísi og gest- risni Þangað var alltaf elskulegt að koma og börnum okkar ætíð sýnd hlýja og umönnun, er þau voru á ferð. Við söknum Lovísu, en við vit- um, að hún var orðin hvíldarinnar þurfi og erum þess fullviss, að hún sé komin til himneskrar sæluvistar. Hafi hún þökk fyrir allt. Minningin um hana er okkur kær. Friðurguðs umvefji hana. Mágkona og bróðir. í dag fer fram frá Akureyrar- kirkju útför frú Lovísu Jónsdótt- ur, fyrrum húsfreyju að Þing- vallarstræti 20, er lézt á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 23. febrúar s.l. 81 árs að aldri. Sesselja Lovísa Jónsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd 7. júní árið 1892 að Drangsnesi við Steingrímsfjörð i Stranda- sýslu, dóttir hjónanna Jóns Jóns- sonar, bónda þar og barnakenn- ara og konu hans önnu Sigríðar Arnadóttur. Var Lovisa elzt fjög- urra systkina og eru þau flest látin. Lovisa ólst upp á miklu myndarheimili foreldra sinna, allt til tvitugsaldurs, er hún réðst til Reykjavikur í vist, eins og titt var um ungar stúlkur á þeim ár- um, er vildu afla sér nokkurrar menntunar. Hneigðist hugur hennar um þær rnundir að verzl- unarstörfum og stundaði hún verzlunarnám um eins vetrar skeið í Verzlunarskólanum og vann síðan við afgreiðslustörf í verzlun, er hún og stundaði um nokkurt skeið, eftir að hún flutt- ist til Akureýrar. Þann 29. sept- ember árið 1917 giftist Lovísa Jóni Kristjánssyni, útgerðar- manni á Ákureyri, er ættaður var þaðan, hinum ágætasta manni. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau að Hafnarstræti 50 ( Matthías- arhúsi) í sambýli við tengdafor- eldra hennar, þar sem þrjú elztu börn þeirra hjóna voru fædd, en þau eru: María, gift Gilbert Ström, tryggingafulltrúa í Kalm- ar í Svíþjóð, Kristján, forstjóri á Akureyri kvæntur Sigþrúði Helgadóttur og Mikael, fram- kvæmdastjóri á Akureyri, ókvæntur. Yngstur barna þeirra hjóna er Jón Árni, menntaskóla- kennari á Akureyri, kvæntur Maríu Pálsdóttur. Áður en Lovisa giftist eignaðist hún son, Tryggva, framkvæmdastjóra í Kópavogi, sem kvæntur er Kristínu Magnúsdóttur. Auk barna sinna ólu þau hjón upp bróðurdóttur Lovísu, Margréti Ödu Ingimarsdóttur, sem gift er ísak Hallgrímssyni lækni í Reykjavík. Haustið 1938 tóku þau hjón sig upp með fjölskyldu sína og flutt- ust til Kaupmannahafnar, þar sem Jón maður hennar kom á fót verksmiðju. Eigi varð dvöl þeirra ytra löng, því að sumarið 1939 hverfa þau aftur til Akureyrar þar sem hún bjó til dauðadags. Árin 1940—1947 bjuggu þau hjón í leiguhúsnæði hjá þeim heiðurs- hjónum Páli Tómassyni og Önnu Jónsdóttur að Skipagötu 2 eðaþar til þau fluttust í eigin íbúð að Þingvallastræti 20, þar sem þau bjuggu unz Jón maður hennar lézt þann 22. nóv. 1962. Eftir það hélt Lovísa heimili fyrir Mikael, son þeirra hjóna, eða allt til að heilsa hennar þraut og hún flutt- ist á Elliheimili Akureyrar i jan. 1972. Naut hún þar ágætrar að- hlynningar, dáð og virt af vist- fólki og starfsliði. Um langt skeið starfaði Lovísa að félagsmálum m.a. í Kvenfélag- SVARMITT o 0 EFTIR BILLY GRAHAM ÉG hef brugðizt Guði, en ég þrái að þjóna honum. Vill hann gefa mér tækifæri að nýju? Vill Guð taka á móti mér? VIÐ værum öll illa á vegi stödd, ef Guð vildi ekki taka við þeim, sem hafa brugðizt honum. Margir mestu menn Biblíunnar brugðust honum einhvern tíma. Móse varð manni að bana í reiðikasti. Pétur braut tvö boðorð, þegar herra hans hékk á kross- inum. Hann afneitaði Drottni og sagði ósatt. Þessir menn og margir aðrir sneru sér aftur í iðrun til Drottins, og hann notaði þá á stórkostlegan hátt. Þar sem Guð fer ekki í manngreinarálit, samkvæmt orðum Biblíunnar, getið þér verið þess fullviss, að hann vill fyrirgefa yður. Spámaðurinn Hósea skrifar um vissu sína: „Hjá þér hlýtur hinn munaðarlausi líkn. Ég vil lækna fráhvarf þeirra, elska þá af frjálsum vilja, því að reiði mín hefur snúið sér frá þeim. — Þeir, sem búa í skugga hans, skulu aftur blómgast eins og vínviður. Hann skal verða eins nafntogaður og vínið frá Líbanon.“ (Hósea 14,4—8). Ólafur B. Hjartar frá Þingeyri — Minning inu Framtíðin, Kvenfélagi Akur- eyrarkirkju og Slysavarnafélag- inu. Var hún jafnan virkur félagi í öllum þessum félögum og vann heil og óskipt að hinum ýmsu velferðar- og mannúðarmálum. Sá er þetta ritar kynntist Lov- ísu á efri árum hennar. Olli þar um, að um nokkra frændsemi var að ræða. Var jafnan gott að koma á heimili hennar, er hún bjó manni sínum og börnum af hinum mesta glæsibrag. Andaði jafnan á móti þeim, er að garði bar, hlýju og mikilli gestrisni. Góðvild og glaðværð sátu þar jafnan í önd- vegi. Var heimilisbragur þar allur til fyrirmyndar og sambúð for- eldra og barna með miklum ágæt- um. Undanfarna mánuði hefir land vort verið hulið klakahjúpi myrk- urs og kulda. I slíkum vetrarfrera dregur oft ský upp f hugum mannanna. Margir erfiðleikar vilja þá oft koma í kjölfarið. Ég vildi óska þess, að þeir, sem við slíkar aðstæður byggju, ættu kost á að kynnast konu á borð við Lovísu. Með hjartahlýju sinni og góðvild gaf hún svo mörgum af gnægð hjarta síns, það sem við mennirnir megum sizt vera án. Þess vegna var gott að vera í návist hennar. Á einum stað stendur: „Þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir.“ Ég hygg, að fá orð eigi hér betur við en þetta forna spakmæli. Þennan innri styrk, þetta skæra ljós, sem jafn- an lýsti umhverfis hana og hún gaf svo mörgum hlutdeild í, er voru svo heppnir, að kynnast þessari göfugu konu, var hún sér þess meðvitandi, að hún hefði þegið úr æðri heimi. Albúin og fagnandi hvarf hún á brott úr þessum heimi, er kraftar og heilsa voru á þrotum, i fullri vissu um óendanlega náð Drottins, vegna þess að Guðstrú hennar var heiðog björt. Að lokum vil ég færa henni þakklæti okkar fyrir bjartar sam- verustundir á liðnum árum og flyt börnum hennar og öðrum ást- vinum innilegustu samúðarkveðj- ur yfir fjöllin. Og bið Guð að blessa hana á æðri tilverustigum, er hún er horfin til. Arni Sigurðsson. Ólafur Hjartar járnsmiður frá Þingeyri andaðist að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, 26. febrúar s.l. 81 ára að aldri. Með hortum er genginn góður maður og gegn. Ólafur var einn þeirra manna, sem vann mikið ævistarf án þess að flíka þvi. Hann var einn af þeim, sem leggja kjölfestuna í þjóðarskútuna. Hann hafði lifað langa ævi og miklar þjóðlífs- breytingar. Hann hafði líka til að bera í óvenjulega ríkum mæli það, sem nú er stundum kennt við fornar dyggðir, vinnusemi og hollustu í störfum. Á unga aldri réðst hann til iðnnáms í járnsmíði. Þannig bjó hann sig undir lifsstarfið. Hann vann siðan alla tíð ekki einungis í þessari iðngrein heldur og hjá sama meistara og hann hafði lært hjá. I um sex áratugi vann hann því hjá sama fyrirtækinu, Vél- smiðju Guðmundar J. Sigurðs- sonar, Þingeyri. Þannig átti Ólafur Hjartar sinn hlut í þeirri merku sögu, sem fyrirtæki þetta á. Með þeim Guðmundi J. Sigurðs- syni ríkti gagnkvæmt traust og vinátta meðan báðir lifðu. Þótt vinnudagurinn væri langur í smiðjunni átti Ólafur sér mörg önnur áhugamál. Hann var Víðsýnn maður, fróðleiksfús og bókhneigður. Hann var því vel að sér og glöggskygn á margvísleg efni. Þjóðlegan fróðleik og þjóð- félagsmál bar gjarnan á góma í viðræðum við Olaf. Hann aðhylltist hugsjónir sjálfstæðis- stefnunnar í þjóðmálum. Ólafur var gæfuinaður. Hann gekk ungur að eiga eftirlifandi konu sína Sigríði Egilsdóttur, hina mætustu konu, sem var hon- um traustur lífsförunautur. Hann eignaðist mannvænleg börn. BÆJARSTJÖRN Siglufjarðar hefur falið verkfræðifyrirtækinu Vermi að gera könnun á mögu- leikum til hitaveitu fyrir Siglu- fjarðarbæ. Um nokkra valkosti er að ræða og mun Vermir gera til- lögur í því efni. Boraðar hafa ver- ið nokkrar holur í Siglufirði og ein holan hefur gefið góða raun, Hann var hvers manns hugljúfi, sem kynntist honum. Mér er í fersku minni, þegar fjölskylda, ættingar og vinir sátu með Ólafi fjölmennt hóf á áttræðisafmæli hans. Hann flutti þá ræðu og vék að ýmsu á langri ævi. Hann brá upp þjóðlífsmynd af æskuheimili sinu, þar sem f senn ríkti fátækt og reisn. Hann dró fram lýsingar á lífi sínu og starfi af samtvinnaðri alvöru og kímni eins og haps var vandi. Hann stóð þarna eins og hann átti að sér tiginmannlegur og ljúf- mannlegur. Hann flutti ræðu eins og hann hefði einkum fengizt við slíka iðju um ævina. Þannig voru eðliskostir Ólafs Hjartar. Hans hlutur var ávallt vel gerður. Svo hefði verið á hvaða vettvangi sem hann hefði haslað sér völli lífinu. Öllum, sem þekktu frænda minn Ólaf Hjartar, er söknuður í huga við fráfall hans, en mestur er harmur eiginkonu og fjöl- skyldu. Þorv. Garðar Kristjánsson. 18 1 af 67 gráðu heitu vatni á sek. Ljóst er, að sú hola nægir ekki til hitaveitu fyrir allan bæinn og því er nauðsynlegt að frekari könnun fari fram. Reiknað er með að Vermir hafi lokið við sínar tillög- ur I vor, að því er Stefán Frið- bjarnarson bæjarstjóri Siglfirð- inga tjáði okkur. Gangskör gerð að könnun á rekstri hitaveitu í Siglufirði FOLDIN ER í FJÖTRA REYRÐ Bæjum, Snæfjallaströnd, 21. febr. ÞAÐ var ekki tekið út með sitj- andi sældinni að gera við raf- magnsleiðsluna hér á milli bæj- anna, en hún slitnaði niður í ofsa- veðri og mikilli isingu siðasta dag janúar sj. á um kilómetra kafla eða svo. Samfellt í 14 daga var unnið sleitulaust við að endurnýja lín- una, oftast í sortabyl og roki, og urðu menn frá að hverfa aftur og aftur vegna óveðurs. En um 15. febrúar tókst loks að tengja sam- an, og fengu þá allir bæir i Snæ- fjallahreppi rafmagnið á ný frá Mýrarárvirkjun, en áður hafði vara-disilrafstöð, sem rafveitan á, verið notuð fyrir tvo bæina í Bæj- um. Vildi það til happs, að jarðýta ræktunarsambandsins var hér, og var það einasta tækið, sem hægt var að komast á milli um línu- stæðið. Mannskapur var sendur inn í Nauteyrarhrepp, sem átti að gera við raflínuna þar, en gat ekkert aðhafzt vegna ófærðar og óveð- urs. Ekki er því búið að gera við raflínuna þar, þegar þetta er skrifað, en þar eru brotnir 5 eða 6 raflínustaurar, og frá Ármúla og út að Lóni er linan öll niðri á jörð eða köldum klaka. Simasamband er nú aftur komið i gegnum radíó- stöðina í Bæjum, en sendarar þar voru óvirkir fyrst á eftir að raf- | magnið komst á vegna kulda og raka. Tæknimaður frá Isafirði kom til þess að lagfæra það. Símasamband á öllum bæjum hér í Snæfjallahreppi er nú gegn- um radióstöðina í Bæjum og hef- ir, síðan það komst á, verið með ágætum gott svo að til stakka- skipta má telja, en hins vegar er símasamband héðan við Nauteyr- arhrepp svo til ekkert. Heill er þó siminn þangað að nafninu til, en það má til algjörra undantekning- ar telja, ef nokkurt orð heyrist í þeim sima. Hann er eins og lokuð bók. Ekki er ein einasta þúfa upp úr snjónum hér í öllu ísafjarðar- djúpi. Sést rétt í fremstu kletta- rendur vestan Djúps, en norðan þess er samfelld snjó-jökulbreiða frá hæstu brúnum í sjó fram, en undir snjódyngjunni er helfrosin jörðin. Á milli jarðar og snjó- dyngjunnar liggur svellahjúpur smurður svo jafnt yfir sem krem á tertu. Má af þvi nokkuð Ijóst vera, hversu foldin er í fjötra reyrð, og flestir munu nú geta tekið undir, að fáir sakna þorri þín, þú hefur verið skitinn. Allir vegir eru ófærir hér f Djúpi vegna snjóa, og hafa sumir bæir ekki komið mjólk frá sér allt upp í hálfan mánuð, en reynt var, er upp birti, að troða brautir með jarðýtum fyrir dráttarvélar. Fugl- um himinsins er svo gefið rándýrt mél. Enginn vill missa af sól- skríkjukvaki, þá vorsins blómstur anga i fögnuði bjartara vona, er snjóarnir bráðna fyrir geislum sólar og bjartnætti vorhlýrra tíma. Jens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.