Morgunblaðið - 05.03.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974
19
Hver hlýtur Oscars-
verðlaunin 1974
J^á er bandarfska
Jf'^kvikmyndaakademian búin
að tilnefna hina fáu heppnu til
Oscarsverðlaunanna í ár. Þessi
frægu verðlaun verða svo af-
hent með pomp og pragt í Los
Angeles Music Center þann 2.
apríl.
Þó margt megi misjafnt segja
um þessi mest auglýstu verð-
laun jarðkringlunnar, efast
enginn um gildi þeirra fyrir
viðkomandi listamenn og áhrif
þeirra á velgengni mynda og
manna. Og óneitanlega væri
mun daufara yfir kvikmynda-
sviðinu ef þeirra nyti ekki við.
En hvað um það, nú er sem sagt
teningunum kastað, og spennan
í algleymingi.
I ár eru það tvær myndir,
sem tóku kúfinn af tilnefning-
unum, eða tíu hver. Það eru
„The Sting“, og „The Exorcist".
Sú fyrrnefnda er gerð af sama
leikstjóra og hin vinsæla
„Butch Cassidy and theJ Sund-
ance Kid“, og með sömu aðal-
leikurum, Paul Newman og
Robert Redford. Hér er því
farið eftir gamalli formúlu I
leit að vinsældum, og finnst
mörgum gagnrýnendum margt
keimlikt með þessum tveimur
myndum sem vonlegt er. Ég
spái þvf myndinni miklum vin-
sældum, en fáum verðlaunum.
Hún fjallar um samstarf
tveggja smábófa i Chicago
kreppuáranna og tilraunum
þeirra við að hlunnfara einn
hinna stóru, sem leikinn er af
Robert Shaw.
Um „The Exorcist", hefur
jafnvel verið mikið ritað hér á
landi þann skamma tíma, sem
Candy Clark I „American
Graffiti", sem margir telja
beztu bandarísku mynd ársins
1973.
r------------
| ó Ijoklinu
Þeir félagar Paul Newman og Robert Redford I „The Sting“.
Tatum litla O’Neal, er af mörgum talin efnilegri en faðir hennar
Ryan O’Neal. Allavega stelur hún frá honum myndinni „Paper
Moon“.
NÝJA Bíð HÁSKÓLABÍð
„Hvíta vonin“
★ ★ Einhverju hefur Ritt
glutrað niður f kvikmynda-
gerð þessa fræga leikrits.En
það bitnar ekki á magn-
þrungnum leik þeirra Jane
Alexander og James Earal
Jones, góðri sviðsetningu og
kvikmyndun.
„Holdsins lystisemd-
ir“
•k ★ ★ Að minu áliti
hefur Nichols tekizt að gera
sanna og heiðarlega kvik-
mynd með trúverðugum,
eðlilegum og skýrt mótuð-
um persónum. Leikur
kvennanna og Nicholson er
með miklum ágætum og
myndin góð, en langdregin
skemmtun.
liðinn er frá því hún var frum-
$ýnd (f desemberlok 1973). Þar
kemur margt til Þetta er mynd,
sem fjallar um djöflatrú, sær-
ingar, reimleika og aðra yfir-
náttúrulega hluti. Hefur mynd-
in skapað þvílfka manfu vestra,
að langar biðraðir, frá morgni
til kvölds eru utan allra þeirra
kvikmyndahúsa, sem sýna „The
Exorcist”, („Særingamaður-
inn“). Þykir myndin „djöful-
lega óhugnanleg”, svo ég noti
óbreytt orð hins þekkta gagn-
rýnanda „The Village Voice”,
Andrew Sarris, og hefur fjöldi
fólks, sem er tæpur á taugum
orðið að leita sér lækninga eftir
þessa „lifsreynslu”.
Myndin hlaut blandaða dóma
gagnrýnenda, en þeim bar ölL
um saman um, að margir kaflar
myndarinnar væru þeir skelfi-
legustu, sem þeir hefðu upp-
lifað i kvikmyndahúsi. Stanley
Kauffman, („The New Repu-
blic“), einn virtasti gagnrýn-
andi Bandarikjanna, segir i
gagnrýni sinni, að þetta sé f
rauninni eina hrollvekjan, sem
hann hefði séð sfðan 1927, er
hann sá þýzku myndina „Dr.
Mabuse”. Kvaðst hann hafa
orðið þeirri stund fegnastur er
myndinni lauk.
Báðar þessar myndir eru út-
nefndar sem „beztu myndir árs-
ins“, auk „American Graffiti”,
„A Touch of Class”, og „Hvisl
og hróp“ Bergmans, sem hér
hlaut skammarlega dræma að-
sókn fyrir skömmu, og furðu-
lega dóma.
Brando, sem tókst að auglýsa
sig hressilega við síðustu
Oscarsverðlaunaafhendingu, þá
er hann sendi „Indfánastúlku”
fyrir sina hönd við afhending-
una, er nú útnefndur að nýju
fyrir leik sinn i hinni umtöluðu
„Last Tango in Paris”. Þess má
til gamans geta, að það kom i
ljós á þessu ári, að „Indiána-
stúlkan" reyndist vera Pueruo-
Ricani, og alin upp i Bronx. Það
væri sennilega vel til fundið
hjá Brando að senda stúlkuna
einnig i þetta sinn til hátíðar-
innar, því Puerto-Ricanar hafa
það ekkert skárra en frum-
byggjarnir. Lízt þér ekki vel á
það Brando?
Þeir, sem munu berjast við
Brando, sem ég tel sigurstrang-
George Lucas, leikstjóri
„American Graffiti”, er aðeins
29 ára og þvf til margs líklegur
á næstu árum.
og eftiröllum sólarmerkjum að
dæma mun betri leikari en fað-
ir hennar — enda þarf ekki
mikið til. Hin er 15 ára gömul
og fer með hlutverk stúlku, sem
„haldin er djöflinum” i „The
Exorcist”. Þessi efnilega leik-
kona heitir Linda Blair. Candy
Clark er tilnefnd fyrir
„American Graffiti”, Madeline
Kahn fyrir „Paper Moon“ og
Sylvia Sidney fyrir „Summer
Wishes, Winter Drems”.
Vincen Gardenia fyrir „Bang
The Drum Slowly”, Jack Gil-
ford í „Save the Tiger”, John
Houseman i „The Paper
Chase”, Jason Miller i „The
Exorcist” og Randy Quaid I
„The Last Detail", eru tilnefnd-
ir fyrir beztan leik f karlauka-
hlutverki.
Enginn þessara tfu leikara í
aukahlutverkum hefur hlotið
tilnefningu áður.
Því miður hafa mér ekki bor-
izt upplýsingar um tilnefningar
f öðrum greinum en þessum, og
vonast ég til að geta drepið á
þær á næstu síðu.
Sæbjörn Valdimarsson.
Friedkin við töku „The Exorcist”.
legastan, eru þeir Jack Lemm-
on, fyrir „Save the Tiger” Jack
Nicholson, (sem ég vona innst
inni að vinni), fyrir „The Last
Detail”, A1 Pacino fyrir
„Serpico”, og Robert Redford
fyrir „The Sting”.
Tilnefningu fyrir bezta leik
ársins í kvenhlutverki hlutu
þær Ellen Burstyn, fyrir sinn
skerf í áðurnefndri „The
Exorcist”, Glenda Jackson —
„A Touch of Class", Marsha Ma-
son fyrir erfitt gleðikonuhlut-
verk I „Cinderella Liberty”,
Barbra Streisand fyrir „The
Way We Were“, og Joanné
Woodward fyrir „Summer
Wishes, Winter Drems”.
Redford og Mason eru þau
einu, sem ekki hafa hlotið tiL
nefningu áður.
Tilnefningu til fertugustu og
sjöttu Oscarsverðlaunanna fyr-
ir beztu leikstjórn hljóta þeir
George Lucas — „American
Graffiti", Ingmar Bergman —
„Hvísl og hróp“, William
Friedkin fyrir „The Exorcist”,
Bernardo Bertolucci „Last
Tango in Paris”, og George Roy
Hill fyrir „The Sting”. Friedk-
in hlaut verðlaunin fyrir þrem-
ur árum fyrir myndina „The
FrenchConnection”.
Tvær telpur eru tilnefndar I
ár fyrir beztan leik I aukahlut-
verki, (kven-). Það eru þær
Tatum O’Neal fyrir leik sinn f
„Paper Moon“, en hún er dóttir
Ryans O’Neal, niu ára gömul.
kvik
SIGURDUR SVERRIR PALSSON
VALDIMAR JORGENSEN
SÆBJÖRN VALDIMARSSON