Morgunblaðið - 12.03.1974, Qupperneq 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
59. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. IVIARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pompidou á
fund Rússa
París, 11. marz. NTB.
GEORGES Pompidou forseti fer
flugleiðis til Svartahafsbæjarins
Pitsunda á morgun til viðræðna
við sovézka kommúnistaleiðtog-
ann Leonid Brezhnev.
Þetta er þriðji, óformlegi fund-
ur leiðtoganna á einu ári. Þeir
munu aðallega ræða friðsamlega
sambúð, Miðausturlönd og horfur
áauknum viðskiptum, samkvæmt
heimiidum í París.
Agreiningur Frakka og Banda-
ríkjamanna getur haft áhrif á
fundinn. Síðan Frakkar nánast
eyðilögðu orkuráðstefnuna í
Washington í febrúar hefur
Bandaríkjamönnum gramizt, að
Frökkum hefur tekizt að fá EBE
Sovézkur
höfundur
gagnrýnir
löndin til að ræða við olíulönd
Araba án þátttöku Bandarikja-
manna. Michel Jobert utanrikis-
ráðherra, sem er með í förinni,
hefur jafnvel gefið i skyn, að
Frakkar heti lagzt gegn áfram-
haldandi dvöl bandaríska herliðs-
ins í Evrópu.
Frakkar segja, að samskiptin
við Rússa aukist, þrátt fyrir
ágreining i nokkrum málum, sem
snerta öryggi Evrópu. Pompidou
er ekki sammála Brezhnev um^að
öryggisráðstefnunni eigi að ljúka
með fundi æðstu manna.
Heimildirnar i Paris segja, að
viðhorf Frakka og Rússa til deilu-
málanna i Miðausturlöndum séu
náskyld. Pompidou fær skýrslu
frá Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra um ferð hans nýlega til
Kaíró og Damaskus.
Fjölskylda
ferst 1 eldi
Dublin ll.mars-NTB.
TÍU börn og foreldrar þeirra
fórust í dag er þau reyndu að
komast út úr brennandi húsi
sínu með því að brjóta tvöfalt
gler í glugga. Eldurinn kom
upp í morgun í húsi Howard-
fjölskyldunnar í Dublin, og er
fólkið reyndi þessa útgöngu-
leið, varð sprenging svo að all-
ir gluggar sundruðust. Móðir-
in, sem var 37 ára að aldri,
gekk með sitt 14. barn er hún
lézt ásamt eigimnanni og tíu
börnum sínum. 19 ára gömul
dóttir hjónanna komst lifs af
ásamt tveimur ungum bræðr-
um sfnuin, en þau voru öll
þrjú illa haldin af brunasárum
á sjúkrahúsi. Fjölskyldan bjó
í einu af úthverfum Dubiin,
Dalkey. Börnin, sem létust.
voru á aldrinum eins til átján
ára. Er talið, að tvöfalda glerið
hafi komið í veg fyrir, að fólk-
inu tækist að koinast út um
glugga.
Nú hefur fyrrverandi handarískur ráðherra, John Mitchell, komið fyrir rétt f Washington. Hann og
sex aðrir sakborningar, sem eru ákærðir fyrir að hindra rannsókn Watergate-innbrotsins, neituðu
öllum sakargiftum. Sjá frétt á bls. 15.
Golan-viðræður
á næstu vikum
Washington, 11. marz.
AP. NTB.
ÞÓTT olíuráðherrafundi Araba
hafi verið frestað, gerir handa-
ríska utanríkisráðuneytið ráð
fyrir því, að viðræður um aðskiln-
að herjanna í Golanhæðum
hefjist f Washington á næstu
tveimur vikum.
Fyrsta skrefið verður fundur
utanríkisráðherranna Henry
Kissingers og Abba Eban á morg-
un. Þeir ræða meðal annars hver
eigi að verða formaður fsraelsku
nefndarinnar, sem á að semja við
Sýrlendinga með milligöngu
Kissingers. Líklegt er, að það
verði Moshe Dayan landvarna-
ráðherra.
Joseph J. Sisco aðstoðarutan-
ríkisráðherra tjáði utanríkis-
nefnd öldungadeildarinnar í dag,
að ísraelsku fulltrúarnir mundu
koma til Washington innan hálfs
mánaðar.
Hussein Jórdaníukonungur
ræðir jafnframt við Nixon forseta
á morgun og mun líklega fara
fram á aukna hernaðaraðstoð.
Hann vill einnig halda áfram við-
ræðum, sem hann hefur átt við
Kissinger um stórfelldan brott-
flutning Israelsmanna i Jórdan-
dal, en sagt er, að það verði að
bíða þess, að lausn finnist á deil-
unni um Golanhæðir.
Frestun olíufundarins, sem
Egyptar boðuðu til í því skyni að
ræða afnám oliubannsins á
Bandaríkin, er tekið með
jafnaðargeði í Washington. Tals-
maður utanrikisráðuneytisins
Framhald á bls. 31
Viðbúnaður
í Portúgal
Lissabon, 11. marz.
AP. NTB.
VIÐBÚNAÐUR hefur verið fyrir-
skipaður f heraflanum í Portúgal
vegna agaerfiðleika og öll leyfi
hermanna hafa verið afturkölluð
að því er opinber talsmaður
skýrði frá í dag.
Hermönnum hefur veriðskipað
að vera í búðum sínum síðan á
laugardag og viðbúnaöurinn inun
standa út vikuna samkvæmt góð-
um heimildum. I Portúgal eru
45.000 hermenn, sjóliðar og flug-
liðar.
Ókyrrðin á rætur f óánægju
með laun og hugsanlegar aðgerðir
gegn vinsælum herforingja, An-
tonio de Spinola, fyrrverandi
landstjóra í Portúgölsku Guineu,
að því er heimildirnar herma.
Spinola er höfundur bókarinn-
Framhald á bls. 31
Moskvu, 11. marz. NTB.
SOVÉZKI rithöfundurinn Viktor
Nekrasov gagnrýndi harðlega
stefnuna í sovézkum menningar-
málum í dag og kvað afleiðingu
hennar þá, að beztu listamenn og
rithöfundar landsins væru
flæmdir í útlegð.
Ilann telur, að sovézka öryggis-
lögreglan hafi mótað stefnuna í
inenningarmálunum. Nekrasov
er 62ja ára gamall og hlaut Stal-
ínsverðlaunin 1947.
Svíum mótmælt
Róm, 11. marz. AP.
UM 50 íranskir stúdentar efndu
til mótmælaaðgerða fyrir framan
sænska sendiráðið i Róm f dag
vegna þess, að íranskir stúdentar
hafa verið handteknir í Stokk-
hólmi.
Þess var krafizt, að stúdentarn-
ir yrðu látnir lausir. Stúdentarnir
báru spjöld með formælingum í
garð írönsku stjórnarinnar og
sænsku lögreglunnar.
Wilson reynir að fá
baráttumál samþykkt
Barber verður ekki í
„skuggaráðuneytinu”
London, 11. marz. AP
EDWARD Ileath fyrrverandi for-
sætisráðherra myndaði í dag
„skuggaráðuneyti“ sitt, en nokkr-
ir kunnir forystumenn fá þar eng-
in sérstök verkefni.
Þeirra á meðal eru Anthony
Baiber fv. fjármálaráðherra,
Hailsham lávarður fv. forseti lá-
varðadeildarinnar og Sir Keith
Joseph fv. félagsmálaráðherra.
Orðrómuí er uppi um klofning í
forystu Ihaldsflokksins. Barber
baðst lausnar „af persónulegum
ástæðum". Hann kvaðst lengi
hafa haft i hyggju að draga sig i
hlé.
Framhald á bls. 31
London, 11. marz. NTB: AP.
FIMM daga vinnuvika hófst aftur
í Bretlandi f dag og Harold Wil-
son lagði síðustu hönd á hásætis-
ræðuna, sem Elísabet drottning
flytur þegar nýkjörið þing kemur
saman á morgun.
Wilson mun leggja höfuðkapp
á að fá sem flest baráttumál
Verkamannaflokksins samþykkt
án þess að stjórnin verði strax
felld í Neðri máistofunni.
Hann mun heita því að semja
aftur um skilyrðin fyrir aðild
Bretlands að Efnahagsbandalag-
inu og afnema umdeild vinnu-
málalög síðustu stjórnar, sem
vöktu reiði verkalýðshreyfingar-
innar og áttu þátt í falli stjórnar
Edwards Heaths.
Wilson leggur einnig áherzlu á
matarpeninga, eftirlaunahækkan-
ir, verðlagseftirlit og baráttu
gegn húsnæðisbraski, enda er
gert ráð fyrir því, að nýjar kosn-
ingar verði ef til vill haldnar siðar
á þessu ári.
Stjórnmálasérfræðingar búast
einnig við að Wilson muni heita
Skotlandi og Wales aukinni sjálf-
stjórn til þess að fá stuðning þjóð-
ernissinna i Neðri málstofunni.
Aftur á móti mun Wilson ekki
leggja rika áherzlu á þjóðnýtingu
mikilvægra greina iðnaðarins
eins og vinstri armurinn í
flokki hans krefst. Hann mun
reyna hvort tveggja í senn, forð-
ast ósigur í Neðri málstofunni og
vinslit við vinstra arminn.
Fulltrúi Frjálslynda flókksins,
John Pardoe, sagði í gær að stjórn
Wilsons yrði felld ef hún legði
fram frumvörp um stórfellra
þjóðnýtingu.
Sennilegt er talið að margar
vikur líði þar til kolafrantleiðslan
komist i eðlilegt horf. Enn verður
þriggja daga vika i sumum grein-
um bílaiðnaðarins vegna skorts á
vissum hlutum.