Morgunblaðið - 12.03.1974, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974
. ■>»•; f VS
• . ' -v^'4^ «2á i J><’' '/*«ý%8f::í»SÍÉ!^í^2
. "• 'fjh
Önnur myndin sýnir brúarstæðið, eftir að brúin fór. Hin sýnir brúna á grynningunum skammt frá
bænum Hálsum.
Brúin fór alveg
EINS OG fram kom í Morgun
blaðinu á sunnudag, brotnaði
brúin á Andakflsá við Skorra-
dalsvatn 7. febrúar síðast-
liðinn. Á laugardagsmorgun
fór brúin alveg úr stæði sínu óg
barst niður með ánni og
hafnaði á grynningum skammt
frá bænum Hálsum, sem er 4 til
5 km fyrir neðan brúarstæðið.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Mbl. hefur fengið frá
Davíð Péturssyni bo'nda á
Grund og hreppsstjóra í Skorra-
dalshreppi, eru íbúar hreppsins
mjög óánægðir með frammi-
stöðu Vegagerðar rikisins. 28.
janúar hafði syðri brúarstólp-
inn byrjað að gefa sig og var þá
strax haft samband við Vega-
gerðina í Borgarnesi. Frá henni
komu menn, sem negldu fyrir
brúna, en að svo búnu fóru
vegagerðarmennirnir á brott.
Þegar ekkert frekar gerðist
hringdi Davíð aftur f Borgarnes
og spurðist fyrir um framvindu
mála. Var honum þá sagt, að
málið hefði verið falið verk-
fræðingi hjá Vegagerðinni og
væri beðið fyrirmæla hans. Enn
gerðist ekkert og bilaði brúar-
stólpinn hélt enn áfram að
skemmast og loks hinn 7.
febrúar fór hann alveg og brúin
brotnaði eins og myndirnar á
sunnudaginn sýndu.
Á laugardag fór brúin alveg
af brúarstæðinu og barst niður
með ánni. Davíð hringdi þá til
vegamálastjóra, sem sagði, að
„sennilega hefði aldrei kviknað
á perunni hjá verkfræðingi
Vegagerðarinnar“. Þá mótmæl-
ir Davíð því eindregið, að ekki
hafi verið unnt að gera við
brúna, þegar syðri brúar-
stöpullinn var að byrja að
skemmast. Vatnavextir voru
ekki þá svo miklir, að ekki
hefði verið unnt að gera við
brúna á einum degi. Síðar
jukust vatnavextir og fór þá
brúin alveg.
28 togaraskipstjórar
mótmæla togveiðibanm
TUTTUGU og átta togaraskip-
stjórar hafa sent frá sér skeyti,
þar sem þeir áfellast vinnubrögð
sjávarútvegsráðuneytisins I frið-
unarmáium og er tilefnið friðun á
svæði úti af Víkurál. í fyrsta lagi
mótmæla skipstjórarnir friðunar-
svæðinu í Víkurálnum, í öðru lagi
hvernig friðun þess bar að og í
þriðja lagi, að lokað sé hefð-
bundnum veiðisvæðum og þá
einkum þar sem beztur fiskur er
á þessu svæði á þessum tfma.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Ingólf Stefánsson, formann Far-
manna- og fiskimannasambands-
ins, og sagði hann, að skipstjór-
arnir hefðu sent ráðuneytinu
nokkur skeyti áður, sem hann
hefði borið i milli, og hefði hvorki
hann né þeir haft erindi sem
erfiði, en skipstjórarnir álíta, að
eigi að gera ráðstafanir sem þess-
ar, þá verði að ræða þær við þáeða
samtök þeirra, svo að unnt sé að
kynna það, sem til stendur, og
þeir fái að gera sinar athugasemd-
ir fyrirfram. Sagði Ingólfur, að
14 ÞJOÐIR ÞINGA
UM SÍLDVEIÐAR
TILRAUNIR eru nú gerðar á
fundi Norðausturatlantshafsfisk-
veiðinefndarinnar f London til
þess að ná samkomulagi um tak-
mörkun eða friðun síldarstofn-
anna í Norðursjó. Þórður Ásgeirs-
son, skrifstofustjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu er formaður
sendinefndar tslands á fundinum
og ræddi Mbl. við hann í gær og
spurðist fyrir um fundinn. Þórð-
ur sagði, að enn sem komið væri
væru þátttakendur, sem eru 14
þjóðir, að kynna skoðanir sínar á
málinu og enn hefði í raun ekkert
fréttnæmt gerzt.
Þörður sagði, að. mikið bæri á
milli aðila. í raun væru um
tvenns konar öfgar að ræða á
fundinum. Þórður, sagði, að Is-
lendingar héldu einkum á loft
þeirri skoðun, að þeir veiddu nær
eingöngu til manneldis og væru
þeír tilbúnir til þess að skrifa
undir samning, sem bannaði veið-
ar á síld til bræðslu. Jafnframt
benda íslendíngarnir á, að ef þeir
hefðu einnig veitt bræðslufisk,
hefði kvóti þeirra í heildarveið-
inni orðið mun stærri en hann er í
raun í dag og því yrði að taka
tillit til þess, ef veiðar yrðu tak-
markaðar. Þá vill ákveðinn hópur
þjóða leggja til grundvallar við
takmörkun veiða veiðar þjóðanna
síðustu 10 til 15 ár, en svo langur
tími er ekki frá því að íslendingat'
hófu veiðar i Norðursjó.
sér fyndist eðlilegt, að skipstjór-
arnir yrðu spurðir að því, hvað
ætti að friða og hvar loka svæðum
fyrir veiðum f stað þess að láta
einhverja þingmenn ráða þvf,
sem kannski gætu verið jafnmis-
vitrir og aðrir landsmenn í þess-
um málum. Skeyti hinna 28
skipstjóra hljóðar svo:
„Við undirritaðir togaraskip-
stjórar mótmælum harðlega lok-
un hefðbundinna togveiðisvæða
svo sem línu- og netasvæði því,
sem lokað er í Víkurál, en enginn
línu- eða netabátur notar það
svæði. Þar er nú mikil fiskigengd
í veiðanlegu ástandi og krefjumst
við, að svæðið verði opnað tafar-
laust.Einnig mótmælum við harð-
lega þeim vinnubrögðum, sem
viðhöfð eru, þegar svæðum er lok-
að fyrirvaralaust og án tilefnis
með einni útvarpsauglýsingu og
menn verða sjálfir að afla sér
upplýsinga um staðsetningu og
dagsetningu slíkra svæða. Af-
biðjum við slík vinnubrögð fram-
vegis.“
Guðmundur RE
aflahæstur á loðnu
SAMKVÆMT skýrslu Fiskifélags
íslands var vitað um, að 136 skip
höfðu fengið einhvern afla s.l.
laugardagskvöld og nam vikuafl-
inn samtals 18.877 lestum. Heild-
araflinn frá vertíðarbyrjun var
þá samtals 358.883 lestir, en var á
sama tíma í fyrra 282.621 lest en
þá hafði 91 skip fengið afla.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst ekki að fá uppgefinn afla
frá Breiðdalsvík, Rifi og Patreks-
firði, en nokkru magni mun hafa
verið landað þar.
Aflahæsta skipið er Guðmund-
ur RE, skipstjórinn nú er Páll
Guðmundsson.
No. 1 Guðmundur RE 10.978 1
No. 2 Börkur NK 10.366 1
No. 3 Eldborg GK 8.3611
No. 4 Gísli Árni RE 8.2961
Á laugardagskvöld höfðu 98
skip fengið 1000 lestir eða meira
(sjá mf. skýrslu) og loðnu verið
landað á 26 höfnum og birtist hér
listi yfir þær.
Lísti yfir Iöndunarhafnir:
1. Vopnafjörður 16.207
2. Seyðisfjörður 34.063
3. Neskaupstaður 30.486
4. Eskifjörður 18.941
5. Reyðarfjörður 12.167
6. Fáskrúðsfjörður 8.668
7. Stöðvarfjörður 9.256
8. Breiðdalsvík 4.681
9. Djúpivogur 8.081
10. Höfn, Hornafirði 15.713
11. Vestmannaeyjar 62.568
12. Þorlákshöfn 15.376
13. Grindavík 21.075
14. Sandgerði 10.954
15. Keflavík 14.344
16. Hafnarfjörður 8.476
17. Reykjavík 24.928
18. Akranes 19.063
Framhald á bls. 31
Vigri verður frá veið-
um fram í ágústmánuð
KOMIÐ hefur í Ijós alvarleg bil-
un í (iðrum af tveimur nýsmfðuð-
um skuttogurum Ögurvfkur h.f.
Gir togarans Vigra bilaði fyrir
rúmum mánuði og er togarinn
farinn til Þýzkalands, þar sem
gírinn verður endursmíðaður en
Pólverjar, sem smfðuðu togarann,
smíðuðu einnig gírinn með leyfi
vestur-þýzks fyrirtækis, sem
hannað hefur hann og aðsetur
hefur í Augsburg.
Gísli Jón Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Ögurvíkur h.f.,
sagði, að búizt væri við því, að
viðgerð lyki i ágústmánuði næst-
komandi, en þegar er hafin smíði
á tannhjólunum, sem eru f gírn-
um(í Augsburg. Sagðist Gísli Jón
vonast til þess, að verksmiðjan
færi eitthvað fram úr áætlun með
endursmfð gírkassans, svo að tog-
arinn kæmist á veiðar fyrr en
ætlað er. Augsburg-verksmiðjan
hefur lofað togaranum til baka
15. ágúst.
Til þess að togarinn kæmist ut-
an, varð að taka öll tannhjól úr
honum hér heima, nema tvö og
eru það drifhjólin á skrúfuna. I
gírkassanum eru samtals 9 hjól og
er hið stærsta 2,7 tonn að þyngd.
r
Utvarpsdagskrá
um Þórberg
í KVÖLD verður útvarpsdagskrá
um Þórberg Þórðarson 85 ára.
Þar verða:
Viðtöl við Þórberg, þar sem
hann segir frá ýmsu um ævi sína
og lífsviðhorf, Steinþór bróður
hans og stundum er tveggja
manna tal milli bræðranna.
Margrét talar um fyrstu kynni
þeirra hjónanna og ýmislegt
fleira.
Leikarar flytja samlestur úr
bókum Þdrbergs í umsjá Baldvins
Halldörssonar.
Sverrir Kristjánsson sagnfræð-
ingur mun einnig flytja f þættin-
um erindi um Þórberg og ritferil
hans.
Enn ekki vitað um dánar-
orsök mannsins, sem fannst
látinn við Hafravatn
ENN hefur rannsókn ekki leitt f
Ijós dánarorsök 46 ára gamals
manns, sem fannst látinn síðdegis
á laugardag við sumarbústað við
Hafravatn. Maðurinn hér Oli
Anton Þórarinsson, til heimilis að
Rauðarárstfg 20 í Reykjavík.
Hann var einhleypur ogöryrki.
Lík Óla fannst vegna ábending-
Undanfarið hafa verið hér í heimsókn hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 10 japanskir framleiðendur og
seljendur loðnu. Þeir hafa skoðað hraðfrystihús og átt viðræður við forráðamenn S.H. Myndin var tekin
við það tækifæri.
Japanirnir heita Minoru Nishihira, Toshio Yamada, Kazuyoshi Yamauchi, Shozo Hanada, Hirokazu
Sasahara, Nobuo Honda, Kiyohito Toyoda, Hisayuki, Ichikawa, Yusuke Itoh, og K. Nemura.
ar tveggja bræðra í Mosfellssveit,
sem átt höfðu leið um veginn við
Hafravatn. Höfðu þeir á ferð
sinni á laugardagsmorguninn séð
þar jakka og úlpu, en ekki skeytt
því neitt frekar og haldið áfram
sína leið. Er þeir komu til baka á
fjórða tímanum síðdegis, sáu þeir
úlpuna og jakkann enn á sama
stað. Tóku þeir flfkurnar og fóru
með til lögreglunnar, sem lét þá
hefja leit á svæðinu. Fannst lfk
Óla Antons um kl. 16:45.
Síðast var vitað um ferðir hans
kl. 21:30 á föstudagskvöldið, er
hann fór frá heimili systur sinnar
og kvaðst ætla niður í bæ. Öli
Anton var bæklaður eftir tvö
alvarleg slys, sem hann hafði lent
f fyrr á árum, bílslys og slys á sjó.
Er því talið ólíklegt, að hann hafi
farið að ganga upp að Hafravatni,
en hins vegar hefur ekki hafzt
upp á neinum þeim, sem hefur
ekið honum þangað uppeftir eða
eitthvað áleiðis.
Ekki voru á líkinu áverkar, sem
bentu til þess, að hann hefði orðið
fyrir árás. I vösum yfirhafna hans
voru skilrfki og tvær bankabæk-
ur, önnur innstæðulaus, en hin
með 745 þús. kr. innstæðu.
Eins og fyrr sagði hefur rann-
sókn ekki leitt í ljós dánarorsök
Óla Antons, en i gær stóð til, að
líkið yrði krufið fyrir hádegi i
dag.