Morgunblaðið - 12.03.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974
5
Sinfóníutónleikar
Stjórnandi: Páll P.
Pálsson.
Einleikari: Laszlo Simon.
Há ndel — Vatnasvítan
Bartok — Píanókonsert nr.
3.
Páll Pálsson — Diologe.
Strauss — Till Eulen-
spiegel.
Efnisskrá þessara tónleika er
eins og sögulegt yfirlit þróunar í
tónsmfði, en þó stiklað á stóru.
Um 1750, eða skömmu fyrir dauða
HSndels, koma fram nýjar hug-
myndir á hljóðfæraskipan hljóm-
sveitarinnar, sem olli straum-
hvörfum í tónsmíði og varð þess
valdandi að eldri tónverk voru
ekki lengur talin hæf eða hentug
verkefni. Að hæfilegum tima
liðnum er farið að huga að eldri
tónsmíðum og með miklum krafti
er hver stórsnillingurinn upp-
götvaður og verk þeirra flutt,
eftir að uppfinningamennirnir
höfðu endurritað verkin til sam-
ræmis ríkjandi smekk. Og enn
líður tíminn. Þá kemur i ljós að
í mörgum tilfellum hafa tónverk
þessara vesalings tónskálda verið
svo hart leikin, að upp risu menn
sem fundu hjá sér hvöt til að
flytja verkin í upprunalegri
gerð. I dag eru raftöflumeistarar
Takmarkanir
á sölu getn-
aðarverja
ARGENTÍNSKA stjórnin
hefur kunngert, að hún hafi
hert á eftirliti með sölu á
hvers konar getnaðar-
verjum. Juan Peron forseti
hefur hvað eftir annað lýst
því yfir, að hann sé mjög
óánægður með fólksfæðina i
landinu — miðað við stærð
þess. Argentína er á stærð
við Vestur-Evrópu, en þar
eru aðeins 25 milljónir íbúa.
Vill Peron auka þessa tölu
að miklum mun fyrir árið
2000.
Fram að þessu hefur sala
á getnaðarverjum, þar á
meðal pillunni, verið frjáls,
en nú verður að leggja fram
læknisvottorð í hvorki meira
né minna en þremur ein-
tökum til að fá aðgang að
getnaðarverjum.
með svokallaða „múg
sintisæsera“ að rafsjóða niður
þessi verk, væntanlega til yndis
róbottum framtíðarinnar og hinir
og aðrir da-ba-da-ba-dabb kórar
og popparar þykjast lifa fyrir þá
hugsjón að endurskapa verk
þessara varnarlausu fórnarlamba,
til samræmis ríkjandi smekk.
Hvað skal gera? Eigum við að æpa
Halelújakórinn, svo villimaður-
inn í okkur fá'i útrás, magna upp
sveifluna í Vatnasvítunni, af því
að það eru svo hollt að svitna,
skella þessu öllu saman í einn
æðisgenginn mengunarballett og
sprengja svo allt í loft upp? Ja,
það væri réttast. Þrátt fyrir allar
breytingar á smekk er það inni-
hald verkanna, sem gefur þeim
gildi og þá vaknar sú spurning
hvort smiðir slíkra hugverka séu
réttindalausar skepnur og hver
sem er hafi full yfirráð verka
þeirra, sjálfum sér til frægðar og
ábata. Má vera að sir Hamilton
Harty hafi unnið glæsilegt afrek
e- hann raddsetti verk Handels,
en erum við þá að hlusta á Hándel
eða Harty? Að vísu verður ekki
hægt að færa okkur til í tfma, en
má ekki láta þessi vesalings tón
skáld njóta sannmælis og flytja
verk þeirra eins nærri uppruna-
legri gerð og kostur er? Fróðlegt
væri að heyra frumgerð Handels
af Vatnasvítunni, sem hann
samdi fyrir blásara.
Flutningur hljómsveitarinnar á
Vatnasvítunni var þokkalegur, en
helzt til bragðdaufur. Það er eins
og hljómsveitin sé oft ekki á
verði, hvað snertir tóngæði og
blæbrigði.
Andstæður og söngrænar linur
verksins voru ekki nógu skýrt
mótaðar og meðferð öll frekar
linkuleg. Laszlo Simon er góður
píanisti enda lék hann sér að
þriðja píanókonsert Bela Bart-
oks. Bartok telst til þeirra tón-
skálda, sem brjótast undan oki
rómantískrar tónlistar. Tónmál
hans er mótað af nýjum hug-
myndum varðandi samhljóm
an, tóntegundaleg tengsl
tónanna og lag-oghryngerðBalk
anskra þjóðlaga. Þriðja verk-
ið á efnisskránni var Diologe
eftir stjórnandann. Verkið er
gamansamt og fjallar um and-
stæður eins og stríð og frið, sorg
og gleði. Samleikurinn hefst í vin-
semd, en síðan taka hljóðfærin að
rífast, þar til slagverksmaður
sussar á þá. Rifrildið og hróp
hljóðfæraleikaranna voru ekki
nægilega vel útfærð. Slíkur flutn-
ingsmáti, sem hér um ræðir, er
fremur fátíður á tónleikuin sin-
Tönlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
fóníuhljómsveita og þess vegna
skíljanlegt að hljóðfæraleikararn-
ir væru fremur vandræðalegir í
þessu nýja hlutverki sínu. í heild
er verkið þægilegt, einfalt í formi
og gamansamt. Tónmál Páls P.
Pálssonar er mál þeirrar kynslóð-
ar, sem útrýmt hefur hefðbundn-
um tengslum tóna, hljóðfalls
og hljóma og býr í óbundnum en
jafn raunverulegum hljóð-
heimi nýstárleikans. Einn þeirra
manna er reyndi að breikka túlk-
unarsvið tónlistar, var Richard
Strauss. Framlag hans var þó
frekar fólgið í hljóðfæratæknileg-
um nýjungum en endursköpun
tónmálsins. Sem hljómsveitarút-
setjari var hann ókrýndur kon-
ungur tónskálda aldamótanna.
Till Eulenspigel er mjög erfitt
verk, en hljómsveit og stjórnandi
stóðu sig með prýði og var flutn-
ingur verksins mjög ánægjulegur.
Víða vantaði þó aðeins herzlu-
muninn hljóðfallslega stundvísi
og öruggt tóntak. Má vera að
hljómsveitin gjaldi fyrir það, hve
vel þekkt þetta verk er í glæsi-
uppfærslum erlendra stórhljóm-
sveita, en þrátt fyrir það, var
verkinu vel tekið og stjórnanda
og hljómsveit fagnað innilega.
FERÐA-
FREISTINGAR
wm m m úrvalsferöir til
1974MaDorca
Þægilegt þotuflug með þotu frá Flugfélagi
íslands,beint til Palma.
í ferðum þessum eru á boðstólnum
hótel og íbúðir auk venjulegra ferða um eyjuna
t.d. Drekahellana, Valdemosa, Næturklúbbaferð
og Grísaveizla.
Hotel Bahamas Mjög gott 1 stjörnu hótel, austast
Arenal a Arenal (ca. 12 km. frá Palma.
Öll herbergi eru með sturtu og
svölum. Sundlaug er við hótelið.
— Fullt fæði.
Hotel Aya 3 stjörnu hótel (10 km. fyrir aust-
Arenal an Palma). Hótelið er viðurkennt
sem gott 3 stjörnu hótel. Dansað
er þrisvar i viku á hótelinu. Öll
herbergi hafa bað og svalir. Sund-
laug er við hótelið. — Fullt fæði.
Hotel
Playa Marina
llletas
3 stjörnu hótel (5 km. fyrir vestan
Palma). Hótelið er staðsett í hinu
mjög svo rómaða þorpi llletas.
sem þekkt er fyrir fegurð og kyrrð.
Gestir hótelsins dvelja aðallega á
veröndum umhverfis sundlaug
hótelsins. Dansað er á hótelinu
þrisvar i viku. Svalir og bað með
hverju herbergi. í hótelinu eru
mjög skemmtilegar setustofur.
Úrvalsfarþegar hafa dvalið á
hótelinu frá opnun þess 1971. —
Fullt fæði.
Las Palomas Nýtt stórt ibúðahús, staðsett fyrir
Palrna Nova miðju hinnar vinsælu strandar
Palma Nova (16 km. fyrir vestan
Palma). Litlar ibúðir með eldhúsi,
baði auk sameiginlegs svefn-
herbergis með setukrók (20 fm ).
Svalir visa allar út að ströndinni.
Sundlaug og veitingastaður eru
við húsið. Niður að ströndinni eru
aðeins 50 metrar. — Án f æðis.
Maria Elena
I & II
Magaluf
Hús þessi eru bæði staðsett rétt
við ströndina i Magaluf (18 km.
fyrir vestan Paima). fbúðirnar eru
mjög vistlegar. Þær hafa tvö
svefnherbergi. setustofu, eldhús,
bað og svalir. Sundlaug fyrir gesti
er við húsin. Án fæðis.
5/4—15—4 11 dagar
15/4— 3/5 19 —
3/5—17/5 15 —
17/5— 7/6 22 —
7/6—21/615 —
21/6—12/722 —
12/7— 2/8 22 —
26/7— 9/815 —
2/8—16/815 —
9/8—30/8 22dagar
16/8— 6/9 22 —
30/8—13/9 15 —
6/9—20/9 15 —
13/9—4/1022 —
20/9—11/1022 —
4/10—18/1015 —
11/10—31/10 21 —
VERÐLISTI FYRIR MALLORCA 1974
5/4 — 15/4 1 5/4—3/5 3/5—17/5 1 7/5—7/6 7/6 — 21/6 21/6—12/7 26/7— 9/8 9/8—30/8 1 /10—31
4/10—18/10 20/9 — 1 1/10 12/7— 2/8 2/8—6/8 16/8— 6 9
30/8 — 13/9 13/9_4/10
6/9 — 20/9
1 1 dagar 1 9 dagar 1 5 dagar 22 dagar 1 5 dagar 22 dagar 15 dagar 22 dagar 21 dagur
HOTEL BAHAMAS 22.500,— 23.500,— 23.100,— 29.380,— 24.560,— 30 680 — 26.860.— 31 680— 24 950,—
HOTEL AYA 26.050,— 28.200,— 26.700,— 37.550,— 30 600 — 39.050,— 33.400,— 40 250 — 31 500—
HOTEL PLAYA MARINA 29.050,— 32.980,— 30.450,— 43 280 — 34.450,— 44 880 — 37 200 — 46 100 — 36 800 —
ÍBUÐ LAS PALOMAS 24.150,— 23.000,— 25.000 — 29.400,— 25.200,— 32.200,— 30 360 — 35 300 — 25 800 —
ÍBÚÐ 24.150,— 23.000,— 25.000,— 29.400,— 25.200,— 32 200,— 30 360 — 35 300 — 25 800 —
MARIA ELENAipn* 24 100,— 21.100,— 22.000,— 27.100,— 23 950 — 29 550 — 28 550 — 32.750 — 23 950 —
Leitið upplýsinga á skrifstofunni um sérstakan barnaafslátt i ibúðum.
Öll verð eru háð gengisbreytingum og hækkun eða lækkun oliuverðs.
5/4 —15/4 11 dagar verðfrá kr. 22.500,—, (Páskar)
15/4 — 3/5 19 dagar verðfrá kr. 20.100,—
3/5 —17/5 1 5 dagar verð frá kr. 20.700,—
17/5 — 7/6 22 dagar verð frá kr. 27.100,-—
7/6 —21/6 1 5 dagar verð frá kr. 23.950,—
21 /6 —12/7 22 dagar verð frá kr. 29.550,—
12/7 — 2/8 22 dagar verð frá kr. 29.550,—
26/7 — 9/8 15 dagar verð frá kr. 28.550,—
2/8 —16/8 1 5 dagar verð frá kr. 28.550,—
9/8 —30/8
16/8 — 6/9
30/8 —13/9
6/9 — 20/9
13/9 — 4/10
20/9 —11/10
4/10—18/10
11/10—31/10
22 dagar
22 dagar
1 5 dagar
15 dagar
22 dagar
22 dagar
1 5 dagar
21 dagur
verð frá kr. 32.750,
verð frá kr. 32.750.
verð frá kr. 28.550.
verð frá kr. 28.550,
verð frá kr. 32.750,
verð frá kr. 27.100,
verð frá kr. 20.700,
verð frá kr. 23.950,
FERDASKRIFSTOFAN
URVALÆJjP
Eimskipafélagshúsinu.simi 26900