Morgunblaðið - 12.03.1974, Side 12

Morgunblaðið - 12.03.1974, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 Þórbergur hálfníræður ÞÓRBERGUR Þórðarson er hálfníræður í dag. Ástæðulaust er að hlaða á hann lofi af þeim sökum, það gerði ég á sjötíu og fimm eða áttræðisafmælinu, ég man ekki hvort heldur var. Þó að aldurinn hafi færzt yfir meistarann og sjúkdómar ekki með öllu látið hann f friði, er hann ern og ber aldurinn vel. Hann er andlega hress og hefur áhuga á öllu eins og fyrri dag- inn, en þó mestan á nýjum lyfj- um og kraftaverkum. Hann tel- ur m.a., að almættisverk hafi verið gert á Páli Isólfssyni nú í vetur, svo mjög sem hann hresstist á tímabili. Páll segir, að eitthvað hafi dregið úr kraftaverkinu, en báðir bfða þeir, Páll og Þórbergur, með talsverðri eftirvæntingu þess eina kraftaverks, sem kalla mætti kontrapúnktinn í náttúrulögmálinu, vorsins. Fyrir sjötugsafmæli Þór- bergs skrifaði ég samtalsbók okkar, 1 kompanfi við allífið. Það voru skemmtilegir mánuð- ir. Nú er hálfur annar áratugur liðinn. Þórbergur og Margrét segja oft, að þá hafi verið gaman. Og ég sakna þessara daga. I þessari bók gerðum við dálitla tilraun til að stöðva tfm- ann. Hún er skrifuð í dagbókar- formi. Við hittumst, oftast heima á Hringbraut 45, Þór- bergur talaði, svaraði spurning- um og lék á als oddi. Ég spurði, hlustaði og skrifaði niður til minnis. Bjarni frá Hofteigi sagði, að ég hefði hraðritað samtölin, en það var rangt. Ég er ekki svo forframaður að kunna slíka tækni. Samtölin skrifaði ég síðar í samfellt mál úr minnispunktunum, það var eins og að upplifa skemmtilega endurminningu. Þegar langt var liðið á verkið, fékk Þór- bergur það til yfirlestrar og gerði sfnar athugasemdir. Þá var gaman að vera ungur, en strangur skóli að vinna með kröfuharðasta stílista fslenzkra bókmennta. . Að baki allri þessari gleði var Ragnar i Smára, auðvitað. I tilefni dagsins læt ég fylgja þessum línum smákafla úr Kompanfinu. Þar er minnzt á elli og æsku og kvikuna, sem er nauðsynleg forsenda þess „að skilja lffið“. Þórbergur var kvfðinn, þegar hann fékk hand- ritið að Kompanfinu í hendur (eins og skýrt er frá í bókinni). Nú mundi hann ekkert taka nærri sér, þótt öll samtöl okkar væru prentuð í einni bók á hundrað ára afmælinu. Samt kysi hann sér fremur aðra afmælisgjöf: að öll landa- mæri væru brotin niður, ekki sfzt þau sem eru milli Iffs og dauða. Einar Benediktsson á að hafa sagt, að enginn dauðdagi væri sér samboðinn, nema heimsendir. Engin afmælisgjöf væri Þórbergi samboðin, nema eilíft lff. En kannski þarf meistarinn ekki áslíkri gjöf að halda, frek- ar en Einar Benediktsson á sín- um heimsendi. Svo sterk er trú Þórbergs á líf eftir dauðann, að hann segist munu vakna upp hinum megin á samri stundu og hann sofnar hérna megin. Hann er sem sagt staðráðinn f að snúa á dauðann, þegar þar að kemur. Það er f samræmi við óbil- andi trú hans á Iffið. M. um æsKu og elll-kompanílð við allíflð Föstudagur 13. febrúar, klukkan 8.35—11.30. — Veiztu það, að ég eldist ekkert andlega, sagði Þórberg- ur. Ég er jafnungur nú í anda og þegar ég var að Ieggja plönin um þakgluggann á Skólavörðu- stíg 10. 11 Margrét kemur inn með enskt Royal-konfekt og segir: — Ef íslendingar gætu nú búið til svona konfekt, það er að segja þeir geta það vel, en þá græða þeir ekki nóg. Hún býður okkur úr kassan- um. — Þá vantar karaktérinn, segir Þórbergur. — Og svo er fólkið nógu heimskt, grípur Margrét fram í, 1 )Þt*Kar hann var að leggja net fyrlr elsk- una sína. ætlaði hann að sí na henni Sfrfus út um gluggann, eins og lý-st er annars staðar I Kompanfinu. til að kaupa af þeim bölvaða drulluna, hvernig sem hún er. Þegar ég kem inn í búðirnar og ætla að kaupa kex, þá segi ég alltaf: — Eg ætla að fá einn pakka af þessu hrossakexi ykk- ar. Því annað er það ekki. — Ertu mikill sælkeri, Þór- bergur? spyr ég. — Nei, laus við það. — Honum þykir gott að fá einn mola, skýtur Margrét inn — Ja, það er bara nervös óvani, segir Þórbergur. — Ertu nervös? spyr ég. — Ég hef alltaf verið það dálítið, svarar hann. Það er nauðsynlegt að vera nervös. — Nú, hvers vegna? — Til að skilja lífið. — Mér finnst ég hafa skilið lifið, segir Margrét, án þess að vera nervös. — Hvað segir Þórbergur við þessu! spyr ég. — Hann segirekkert, svaraði skáldið og hélt áfram að ganga um gólf án afláts með hendur fyrir aftan bak. Ég spurði: — Af hverju gengurðu svona oft um gólf, þegar við tölum saman. Verðurðu ekki þreytt- ur? — Nei, þetta er minn maade at være paa. Ég er samt rólegur maður andlega. Gisli Asmunds- son segir ég verki rólega. Margrét segir: — Hann getur ekki sagt setn- ingu við mig án þess að ganga um gólf. Eg verð stundum rasandi. — Þetta að ganga um gólf er bara ávani, segir Þórbergur. — Það stafar af nervösiteti, segir Margrét með áherzlu. Ef ég ætti að ganga um gólf bara í 10 mínútur, þá yrði ég vitlaus. Þórbergur hlær innilega að þessu. Honum er skemmt: — Sr. Arni gekk mikið um gólf, segir hann, og var alveg ónervös. Og brá litið við váleg tíðindi. Hann orðaði það so: — Það var eins og ég sæti á ölbekk. Ég held það sé hollt fyrir æðar, hjarta og fætur og máski fleiri liffæri, að vera öðru hverju á hreyfingu. Ég er hræddur um, að það fari illa fyrir þessu unga fólki síðar meir, sem varla fer í næstu mjólkurbúð öðruvísi en í bfl. Nema það sé lygi, að hreyfing og hreint loft séu heilsu- samleg. Þegar ég var að skrifa ævisögu sr. Arna, þurfti ég að ganga mikið um gólf til þess að geta sett mig inn í hugsunarhátt hans; til þéss að geta Qrðið eins og hann. Og þegar ég hafði lok- ið ævisögu sr. Arna, var ég bú- inn að fá gamals manns hreyf- ingar. Og þetta var orðið mér svo náttúrlegt, að áheyrendur mínir á Akureyri sögðu, þegar þeir sáu mig lesa upp úr ævi- sögunni í bíóinu: — Skelfing er hann Þórbergur orðinn hrumur (!) Þeir sögðu þetta vitanlega ekki við mig, en um mig, og aðrir sögðu mér. — Til allrar guðslukku hef- urðu losnað við hrumleikann aftur, sagði Margrét. — Eg yngdist upp, þegar ég skrifaði Sálminn um blómið, sagði Þórbergur, því þá varð ég að leika barn I fimm ár. Ef ég hefði haldið áfram önnur fimm, þá hefði ég verið farinn að slefa og pissa ámig. Grímur Jósafatsson fulltrúi — fimmtugur JÓNAS frá Hriflu sagðist aldrei hafa kynnzt heimskum Húnvetn- ingi. Hann hafði þó viða farið og mörgum kynnzt og þá einnig í Húnaþingi. — Ég hefi kynnzt all- nokkrum Húnvetningum hér f Reykjavík og það hefur farið svipað fyrir mér og Jónasi. Eg hefi verið jafn ófundvís á heimska Húnvetninga og hann. Kannski fyrirfinnast þeir samt, en flokkast þá líklega helzt undir dulræn fyrirbæri. Húnvetningar eru líka margir þéttir á velli og þéttir í lund. Gætnir menn, tillögugóðir og drengir góðir, andlega sinnaðir, margir skáldmæltir, áhugasamir um þjóðlegan fróðleik, manna islenzkastir. Einn ágætur maður úr þeirra hópi er fimmtugur í dag: Grímur Jósafatsson fulltrúi hjá Verzl- unarráði íslands, áður kaup- félagsstjóri við Kaupfélagið Höfn á Selfossi og þar áður útibússtjóri Kaupfélags Árnesinga, Hvera- gerði, svo að eitthvað sé talið. Hann hefur fengizt við marg- breytileg störf um dagana og fleiri en ég kann að telja. Hygg ég, að enginn þeirra, sem hann hefur unnið fyrir, hafi verið svik- inn af hans starfi, því að engan mann hefi égþekkt samvizkusam- ari I starfi en Grím. Gáfur hans, þekking og margvísleg starfs- reynsla gera og það að verkum, að hann er frábærlega hæfur starfs- maður. Því miður er ég ekki fróður um ættir þessa góða kunningja míns. Hann er fæddur að Svertingsstöð- um í Miðfirði og voru foreldrar hans hjónin Guðrún Elísabet Ebenesersdóttir og Jósafat Hans- son, er þar bjuggu þá. Svertings- staðir eru nú í eyði. Þau hjón eignuðust 8 börn, fjóra drengi og fjórar stúlkur og lifa þau öll utan ein stúlka er lézt af slysförum á barnsaldri. Jósafat andaðist á bezta aldri, árið 1930, og var þá ekki aðstaða lengur til að börnin ælust öll upp saman, sem urðu að fara til vandalausra. Grímur mun að mestu hafa alizt upp á Hvamms- tanga, eftir að hann missti föður sinn, hjá móðurbróður sínum Hallgrími og konu hans, Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem kennd er við Melgerði, en hún er enn á lífi og mun mörgum kunn af Ijóðum sínum. Grímur stundaði ungur nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði, en síðar lauk hann prófi frá Samvinnuskólanum. Mun þá mestöll skólamenntun hans upptalin, utan hvað hann kynnti sér verzlunarstörf um hríð í Bandaríkjunum á árunum 1958 —1'59. En þótt Grímur sé ekki lang- skólagenginn, þá er hann miklu menntaðri af sjálfum sér en al- mennt gerist. Hann býr yfir ótrú- lega mikiUi þekkingu á fjölmörg- um sviðum, þó held ég, að Islenzk stjórnmálasaga eftir endurreisn Alþingis og ýmiss konar persónu- fróðleikur þar að lútandi sé það viðfangsefni, sem honum er kær- ast og kannski er hann sterkastur i þeim fræðum. Er þó erfitt að skera úr um það, svo vítt sem þekkingarsvið hans er. Þegar ég var strákur, sá ég stundum sérkennilega stóra steina úti i náttúrunni, sem fólk kallaði Grettistök. Þeir voru kenndir við Húnvetning einn ágætan, fyrrverandi íslandsmeist- ara í lyftingum, Gretti Asmundar- son frá Bjargi í Miðfirði. Líklega ertu ekki eins góður lyftinga- maður, Grímur, og þessi forni sýslungi þinn, og muntu þó sterk- ur vel. En hvað skapfestu og traustleika áhrærir minnirðu á þessa þungu steina, sem enginn fékk bifað, nema sterkasti maður Iandsins. Nú hygg ég engan mann svo sterkan á landi hér og þótt vfðar væri leitað, að hann gæti haggað þér til að vinna þau störf, er stríðá mundu gegn samvizku þinni. Eru þó margir ágætir lyft- ingamenn uppi nú tildags. Svo sem getið var, missti Grim- ur föður sinn ungur og sundraðist þá æskuheimili hans. Það hafa verið honum erfið ár á marga lund, enda þjóðin þá hneppt í viðjar kreppu og fábreyttra efna- hagslegra úrkosta. Mjög hefur því stundum verið á loft haldið, að núlifandi miðaldra íslendingar og jafnvel eldri hafi lítið sem ekkert kynnzt skorti. Gaman væri, ef þetta væri rétt, og satt er það: ekki drápumst við úr hungri á kreppuárunum, þótt kaupið væri lágt. En líklega get- um við báðir.félagi Grímur, ásamt mörgum fleiri, sagt eitthvað svipað um þá tima og Grettir sveitungi þinn um vistina hjá Þor- gilsi á Reykhólum forðum, en þar kvaðst hann hafa orðið mat sínum fegnastur, þá er hann náði hon- um. Kosturinn var stundum í fjör- efnasnauðara lagi miðað við vinnuálag, enda blessað stríðið ókomið með aukna björg í allra bú. En kannski er eins gott, að sagnfræðingar gleymi þeirri stað- reynd, að i rauninni var það Adolf Hitler, sem hressti fyrst að marki upp á íslenzkt efnahagslíf með 6 ára þrotlausum tilraunum sínum til að betrumbæta mannlífið hér á jörð með vopnavaldi. — Svona Iangt vorum við nú leiddir og svona var forsjónin okkur hlið- holl. En ekki skal skrifa hér frek- ar um það, sem gleyma ber. Grimur er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigrún Ragnars- dóttir kennari. Þau skildu. Dóttir þeirra Úlfhildur er nú um tvítugt. — Síðari kona Gríms er Soffia Nielsdóttir hjúkrunarkona. Þau hjón eiga eitt barn, Hlyn Níels, sem nú er á áttunda árinu. Vil ég við þetta tækifæri færa Soffíu hugheilar hamingjuóskir og þakk- ir frá okkur hjónunum fyrir frá- bæra alúð, hlýhug og gestrisni okkur sýnda. I þvi sem öðru hafa þau hjón verið mjög samhent. Og nú er þá sjötti áratugurinn fyrir stafni, kunningi góður. Lík- lega er það einhver bezti áratugur ævinnar, ef menn halda góðri heilsu, því að þá er lífsreynsla manna orðin mikil og iitil sem engin ellimörk ennþá merkjan- leg, andleg eða líkamleg. — Ég á oft eftir að hringja i þig og afla mér vitneskju um Pétur og Pál og þeirra aðskiljanlegu ættir, upp- runa og athafnir, svo og margs konar önnur málefni, enda vantar mig enn alfræðibók og þarf raunar vart á henni að halda, meðan ég hefi aðgang að þér, svo margfróður sem þú ert. Svo er nú það, að alfræðibókum hættir til að úreldast, en gildi góðs vinar vex með árunum. — Og feginn vildi ég eiga þig_ að næstu fimmtiu árin. Sveinn Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.