Morgunblaðið - 12.03.1974, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974
Guðlaugur Gíslason:
Ríkissjóður má ekki
hagnast af eldgosinu
ALLMIKLAR umræSur urSu í
neðri deild í gær um frumvarp
um breytingu á lögum um neyðar-
ráðstafanir vegna jarðeldanna f
Heimaey, sem felur í sér, að að-
flutningsgjöld og söluskattur af
Viðlagasjóðshúsunum skuli
renna til Viðlagasjóðs, en eins og
kunnugt er, hyggst ríkisstjórnin
verja þessum tekjum til hafnar-
gerðar í Þorlákshöfn og Grinda-
vík. Svo virðist sem frumvarpið
verði samþykkt, þar sem skilja
mátti á ræðu sem Garðar Sigurðs-
son (Ab) flutti, að hann myndi
samþykkja frumvarpið. Yrði þá
væntanlega 21 þingmaður f deild-
inni með málinu (stjórnarand-
staðan og Garðar) en 19 þing-
menn stjórnarinnar á móti.
Flutningsmenn þessa frum-
varps eru Guðlaugur Gfslason
(S), Gylfi Þ. Gíslason (A),Bjarni
Guðnason (Ff) og Ingólfur Jóns-
son (S).
Greinargerðin með frumvarp-
inu hljóðar svo:
„Hin innfluttu hús á vegum
Viðlagasjóðs eru keypt fyrir hið
rausnarlega frámlag Norðurland-
anna til endurreisnar byggð í
Vestmannaeyjum, eftir að nátt-
úruhamförunum þar er lokið.
Fullvíst má telja, að enginn ráða-
maður Norðurlandaþjóðanna,
sem máli þessu lagði lið, hafi látið
sér koma til hugar, að allveruleg-
ur hluti af framlaginu yrði látinn
renna sem tolltekjur eða sölu-
skattur til almennra þarfa ríkis-
sjóðs íslands, sem þá beinlínis
hagnaðist fjárhagslega á eldgos-
inu í Eyjum, þar sem hér er um
óvæntar tekjur að ræða, sem áætl-
að er, að nemi um 477 millj. kr.‘‘
Guðlaugur Gíslason mælti fyrir
frumvarpinu og rakti nokkuð
gang málsins fram að þessu. Þeg-
ar málið hefði fyrst komið til
kasta stjórnar Viðlagasjóðs, hefði
hann sjálfur og fleiri ekki talið
koma til greina að innheimta tolla
og söluskatt af Viðlagasjóðshús-
unum. Aðrir hefðu viljað, að þessi
gjöld yrðu innheimt og látin
renna í Viðlagasjóð. Þá hefði eng-
um komið í hug, að gjöldin yrðu
látin renna í ríkissjóð, sem þannig
hagnaðist á eldgosinu í Vest-
mannaeyjum. Slík áform ríkis-
stjórnarinnar væru ekki sæm-
andi. Það væri engan veginn hægt
að segja, að hafnarbætur í
Grindavík og Þorlákshöfn gætu
eins og á stæði talizt aðstoð við
Vestmannaeyjar, sem nú væri
hæsta löndunarstöðin á loðnuver-
tíðinni.
Halldór E. Sigurðsson fjármála-
ráðherra sagði, að nefnd hefði
verið skipuð á siðasta vetri til að
gera tillögur til úrbóta í hafnar-
málum Vestmannaeyinga, en f
þeim hefðu skapazt mikil vand-
kvæði við eldgosið. Hefði nefndin
bent á Þorlákshöfn og Grindavík
og lagt til, að þar yrðu gerðar
hafnarbætur. Á þessu nefndar-
áliti hefði rikisstjórnin byggt er
hún ákvað að taka lán hjá Al-
þjóðabankanum til þessara hafn-
arbóta. Mótframlag íslenzka ríkis-
ins hefði þurft til að koma og
hefði verið ákveðið að verja toll-
tekjunum til að standa undir því.
Ef nú yrði ákveðið að ráðstafa
þessu fé f annað, myndi ekkert
frekar verða úr þessum fram-
kvæmdum í Grindavík og Þor-
lákshöfn.
Gylfi Þ. Gíslason benti á, að
ríkisstjórnin hefði viljað fram-
lengja 2% söluskattstig í Viðlaga-
sjóð. Þessu hefði stjórnarand-
stæðan og Bjarni Guðnason verið
andvíg og þvf hefði orðið sam-
komulag um að framlengja aðeins
1 stig, þar sem óvissa hefði verið
um fjárþörf sjóðsins. Annað hvort
hefði verið rangt hjá ríkisstjórn-
inni, að sjóðurinn hefði þurft
framlenginu á 2 stigum, eða sam-
þykkja bæri þetta frumvarp.
Tolla- og söluskattstekjurnar
ættu að ganga til beinnar upp-
byggingar í Vestmannaeyjum.
Gylfi sagði, að Alþýðuflokkur
inn styddi frumvarpið. Það gerðu
einnig Sjálfstæðisflokkurinn og
Bjarni Guðnason. Því væru örlög
þess komin undir þvi, hvað ein-
stakir stjórnarþingmenn gerðu í
málinu. Einkum yrði fróðlegt að
sjá hvað þingmenn stjórnarflokk-
anna úr Suðurlandskjördæmi
myndu gera — hvort tryggð
þeirra væri meiri við Vestmann-
eyinga eða villur fjármálaráð-
herrans.
Ingólfur Jónsson sagði, að eng-
inn ágreiningur væri um, að hald-
ið yrði áfram með hafnarfram-
kvæmdir í Grindavík og Þorláks-
höfn. Spurningin stæði um, hvort
þessar framkvæmdir ætti að fjár-
magna af gospeningunum eða
ekki. Þingmenn þyrftu að snúa
ráðherra frá þeirri villu að ætla
að nota fé Vestmannaeyinga til
þessara hafna.
Það væri varla í alvöru sagt hjá
ráðherra, að hætta ætti við þessar
hafnarframkvæmdir ef ekki feng-
ist fé til þeirra frá Vestmannaey-
ingum. Gæti hann ekki boðið
þingmönnum upp á, að ríkis-
stjórnin gæti ekki útgegað 100
milljónir í innlendum peningum
til þeirra. Kvaðst þingmaðurinn
hafa heyrt frá mætum mönnum í
Grindavik, að þeir vildu ekki
þetta fé frá Vestmannaeyingum
til hafnarinnar hjá sér.
Það yrði eftir því tekið hjá vin-
um okkar á Norðurlöndum, hvort
við tækjum tolla og söluskatt af
húsunum í ríkissjóð, því í ríkis-
sjóð færi féð, þó að það gengi til
hafnarbygginga.
Garðar Sigurðsson kvað ráð-
herra hafa sagt, að framkvæmdir
uppi á landi byggðust á því, að
tolltekjurnar rynnu til þeirra.
Hvað hefði hann gert, ef stjórn
Viðlagasjóðs vantaði tekjur og
sama væri, að Viðlagasjóð vantaði
tekjur og sama væri, hvaðan þær
kæmu, hvort það yrði tolltekjur
af húsunum eða eitt söluskattstig.
Ef féð ætti ekki að koma með
þessum tolltekjum, yrði ríkis-
stjórnin að lýsa yfir, hvaðan það
ætti að koma.
Jón Skaftason (F) taldi for-
sendur frumvarpsins rangar.
Ekki ætti að skerða framlög Norð-
urlanda. Tolltekjur, þegar ætti að
selja húsin hér innanlands, væri
allt annar hlutur.
Guðlaugur Gíslason sagði
framlag Norðurlanda hafa numið
um 1530 milljónum. Af þeirri
fjárhæð hefðu verið notaðar um
1000 milljónir til að kaupa húsin.
Eftir voru þá um 500 milljónir,
sem væri sú upphæð, sem inn-
heimta ætti af Viðlagasjóði í tolla
og söluskatt. Það mætti ekki
henda, að ríkissjóður hagnaðist á
eldgosinu.
Um þetta deildu þeir lítillega í
viðbót Jón og Guðlaugur, en síðan
var umræðu Iýst lokið, atkvæða-
greiðslu frestað og málið tekið út
af dagskrá.
Þingfréttir í stuttu máli
I gær komu til fyrstu umræðu í
neðri deild frumvörpin um
skattalega meðferð verðbréfa og
ríkisreikninginn 1971. Hafa bæði
þessi frumvörp verið afgreidd frá
efri deild og mælti Halldór E.
Sigurðsson fjármálaráðherra fyr-
ir þeim í gær. Var þeim visað til 2.
umræðu.
Þá var frumvarp um breytingu
á lögum um veiðar í landhelgi
afgreitt í gegnum 2. og 3. umræðu
i neðri deild með afbrigðum. Var
það síðan tekið til fyrstu umræðu
í efri deild og afgreitt til 2. um-
ræðu.
í efri deild var frumvarp um
breytingu á lögum um orlof til 1.
umræðu og tóku Helgi F. Seijan
(Ab) og Björn Jónsson félags-
málaráðherra til máls. Er frum-
varp þetta komið frá neðri deild.
Frumvarp til jarðalaga var til
framhalds 2. umræðu í deildinni
og mælti Steinþór Gestsson (S)
fyrir nefndaráliti minnihlutans,
en hann skipa fulltrúar Sjálfstæð-
isfiokksins og Alþýðuflokksins í
nefndinni. Verður sagt nánar frá
ræðu Steinþórs í blaðinu síðar.
Einnig kom til framhalds 2. um-
ræðu stjórnarfrumvarp um breyt-
ingu á lögum um kosningar til
Alþingis.Tók Einar Ágústsson til
máls.
MÞinCI
Stjórnarfrumvarp:
Lántökuheimildír
erlendis
Ragnhildur Helgadóttir og fleiri:
Byggt verði íþrótta-
hús fyrir nema M.H.
Til meðferðar er nú á Alþingi
stjórnarfrumvarp til laga um lán-
tökuheimildir erlendis. Gerir það
ráð fyrir að fjármálaráðherra sé
heimilt að taka erlent lán fyrir
hönd ríkissjóðs að jafnvirði alit
að 494 millj. kr. sem verja skal
sem hér segir: a) Tii fram-
kvæmda í raforkumálum 149
millj. kr. b) til orkurannsókna
127 millj. kr. e) til flutningslfnu
raforku um Suður- Vestur og
Norðurland 100 millj. kr. d) til
Laxárvirkjunar 100 millj. kr. e)
til landshafna 18 millj. kr.
Þá segir í annarri grein frum-
varpsins, að heimilt sé að ábyrgj-
ast tækjakaupalán vegna Raf-
magnsveitna rikisins að jafnvirði
allt að 90 millj. kr. vegna kaupa á
þrýstivatnspípu og vélbunaði til
Mjólkárvirkjunar.
I greinargerð með frumvarpinu
segir m.a.:
„Með fjárlögum fyrir árið 1974
var hætt að lögfesta sérstaka
framkvæmda- og fjáröflunaráætl-
un ríkisstjórnarinnar, svo sem
gert hafði verið árlega allt frá
árinu 1963, og var framkvæmda-
hluti þessarar áætlunar nú sam-
einaður fjárlögunum. Hið sama
gildir um innlendan hluta fjáröfl-
unarinnar, en talið hefur verið
eðlilegra, að heimild til lántaka
erlendis styðjist við sérstök lög,
enda vafasamt, að heimild í fjár-
lögum sé nægilega tryggur grund-
völlur til slikra aðgerða."
1 SlÐUSTU viku var lögð fram á
Alþingi þingsályktunartillaga um
íþróttahús Menntaskólans við
Hamrahlíð, sem Ragnhildur
Helgadóttir (S) er fyrsti flutn-
ingsmaður að. Er tillagan svo-
hljóðandi: „Alþingi ályktar að
skora á menntamálaráðherra að
láta nú þegar hefja undirbúning
að byggingu íþróttahúss fyrir
Menntaskólann við Hamrahlíð."
Auk Ragnhildar standa að til-
lögu þessari Þórarinn Þórarins-
son (F), Jón Snorri Þorleifsson
(Ab), Bjarni Guðnason (Ff),
Halldór S. Magnússon (SFV) og
Benedikt Gröndal (A).
Greinargerðin með tillögunni
er svohljóðandi:
„Við Menntaskólann við
Hamrahlíð stunda um 1200 nem-
endur nám. Þessi stóri hópur hef-
ur enga aðstöðu til íþróttaiðkana
við skóla sinn. Er þetta eini
menntaskólinn í borginni, sem
hefur engan leikfimisal fyrir
nemendur sína. Ljóst er, að þessi
stóri hópur fer af þessum sökum á
mis við þá heilsuvernd og hress-
ingu, sem hóflegar íþróttir veita.
Vorið 1972 var samþykkt á Al-
þingi þingsályktun um sameigin-
legt íþróttahús fyrir Menntaskól-
ann við Hamrahlíð og Hlíðaskóla.
Eftir athugun þess máls þótti yfir-
völdum menntamála slík tilhögun
ekki henta vegna stærðar skól-
anna. Á þeim tima, sem síðan er
liðinn, hefur þörfin fyrir íþrótta-
aðstöðu síst minnkað, en ekkert
verið aðhafst að hálfu ríkisvalds
til lausnar þessum vanda.
Þar sem menntaskólarnir eru
rikisskólar, verður ekkert skref
stigið í þessu máli ánatbeina ráð-
herra og síðar fjárveitingarvalds
ríkisins. Því er þessi tillaga flutt.
Það er von flutningsmanna, að
undirbuningur þessarar bygging-
ar komist á þann rekspöl fyrir
næsta haust, að unnt verði að gera
ráð fyrir nauðsynlegum fjárveit-
ingum til að héfja framk væmdir á
næsta ári.“
Veiða Bretarnir
á friðaða svæðinu?
1 GÆR urðu nokkrar umræður í
neðri deild um friðaða línu’veiði-
svæðið f Vfkurál fyrir Vestfjörð-
um. Gerði Sverrir Hermannsson
(S) fyrirspurnir til sjávarútvegs-
ráðherra um, hvað hefði ráðið
því, að svæði þetta var friðað og
hvort rétt væri, að friðuninni
væri ekki sinnt af brezkum togur-
um.
Sverrir sagði því vera haldið
fram þar vestra, að þessi friðun
svæðisins fyrir línuveiðar kæmi
bara Bretunum til góða, þar sem
íslenzku togararnir virtu friðun-
ina en ekki þeir brezku. Spurði
hann einnig, hvort einhverjar
ráðstafanir væru fyrirhugaðar til
að bæta úr þessu ástandi.
Lúðvfk Jósepsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði, að greinilegur
ágreiningur væri kominn upp á
Vestfjörðum um þessa friðun.
Togaramennirnig væru óánægðir
með friðunina. Ástæðurnar fyrir
þessari friðun hefðu verið itrekuð
tilmæli frá útgerðarmönnum og
sjómönnum á sunnanverðum
Vestfjörðum, þar sem þeir hefðu
orðið fyrir ágangi frá innlendum
og erlendum togurum. Gat ráð-
herra um, að nú 15. þ.m. myndi
friðunartíminn renna út. Það
væri vandasamt að setja regiur
þannig, að allir yrði ánægðir. Það
yrði bið á því, að aftur yrði friðað
fyrir Vestfjörðum fyrst að heima-
menn gætu ekki komíð sér saman.
Ráðherra sagði það rangt, að
útlendir togarar fengju að veiða á
svæðinu óáreittir. Þeir hefðu ver-
ið reknir út fyrir af landhelgis-
gæzlunni.
Olafur Jóhannesson dómsmála-
ráðherra kvað ekki hafa enn kom-
ið neinar kærur til dómsmála-
ráðuneytisins vegna veiða Bret-
anna.
Umræður þessar urðu við 2.
umræðu um frumvarp um breyt-
ingu á nýsettum lögum um veiðar
í landhelgi.