Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.1974, Blaðsíða 18
18 Einar MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974 Ágústsson á fundi um varnarmál: Verðum að skoða gagn- tilboð, komi það fram ALMENNUR borgarafundur um varn- ar- og öryggismál íslands var á sunnudag haldinn á vegum Stúd- entaráðs Háskólans að Hótel Sögu. Frummælendur voru Einar Ágústs- son utanríkisráðherra, Geir Hall- grimsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra. Fundurinn var fjöl- mennur, og fer hér á eftir úrdráttur úr framsöguræðum ráðherranna tveggja og svörum frummælenda en framsöguræða Geirs Hallgrímssonar er birt í heild á öðrum stað í blaðinu i dag. Ennfremur hér birtur úrdráttur úr ræðum Hannesar Jónssonar blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar og Halldórs Blöndal alþingismanns. Fyrstur tók til máls Einar Ágústsson utanríkisráðherra og rakti fyrst aðdrag- andann að hersetu á íslandi Það hefði verið kveðið svo á i aðildarsamningum að Atlantshafsbandalaginu, að hér skyldi aldrei vera her á friðartímum, Það hefðu því verið mörgum, þ. á m. stórum hluta framsóknarmanna, þung spor er varnarsamningurinn var gerður 1951. Því hefði verið haldið fram, að kjós- endur hefðu ekki vitað hver stefna Framsóknarflokksins í varnarmálum hafi verið við kosníngarnar 1971. Slíkt væri ekki rétt, enda hefði hún komið fram m.a. í samþykktum flokksþinga Framsóknarflokksins. Sitt verkefni í ríkisstjórninni væri nú að finna milliveg milli þess að standa við ákvæði málefnasamningsins, og hins vegar að tryggja áframhaldandi öryggi íslands og uppfylla þær skuld- bindingar, sem við hefðum gagnvart NATO. Vera mætti að hann hefði færzt meira I fang, en hann væri maður til Engu að síður teldi hann sér skylt að reyna svo sem sér væri unnt. Þess vegna hefði hann lagt fram drög að tillögum að umræðugrundvelli í við- ræðum við Bandaríkjamenn. Síðan sagði ráðherrann: „Þær tillögur, sem ég áðan minntist á og ég hef lagt fram, hafa valdið nokkru umtalí, sem eðlilegt má telja, en ég hef ekki talið rétt að birta þær ! heild áður en ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu til þeirra, en það hefur hún ekki gert, en mun gera það mjög bráðlega Ég vil þó freista þess að gera nokkra grein fyrir þeim í örstuttu máli. Tillög- urnar greinast í meginatriðum ! fimm hluta. [ fyrsta lagi er gert ráð fyrir þvl, að varnarliðið fari héðan ! tilteknum, tímasettum áföngum. í öðru lagi er gert ráð fyrir því, að flugvélar á vegum NATO fái lendingarleyfi á Keflavíkur- flugvelli þegar þurfa þykir vegna eftir- litsflugs ! Norðurhöfum í þriðja lagi, að hópur flugvirkja og annarra tækni- manna verði á Keflavíkurflugvelli til að annast nauðsynlega þjónustu við rekst- ur þessara véla. í fjórða lagi, að lög- gæslusveit mönnuð sérþjálfuðum fs- lendingum skuli jafnan vera á flugvell- ínum, og I fimmta lagi, að íslendingar taki að sér rekstur radarstöðvanna á Suðurnesjum og í Hornafirði á sama hátt og við sjáum nú um rekstur alíkra stöðva í V!k ! Mýrdal og Gufuskálum. Nokkur fleiri atriði er að finna ! áður- greindum tillögum, sem ég hirði ekki að rekja hér. Ég veit ekkert um það hvernig mót- tökur þessar tillögur fá hjá Bandarikja- mönnum eða NATO en hitt veit ég, að þær tillögur, sem Bandaríkjamenn hafa hingað til sett fram, eru langt frá því að vera aðgengilegar að mínu mati. Komi hins vegar fram nýtt gagntilboð verð- um við að skoða það þegar þar að kemur. Það biður síns tíma. Þessar tillögur, sem ég hef lagt fram, eru fyrst og fremst settar fram til þess að reyna samningaleiðina til þrautar Það hefur verið skoðun okkar fram- sóknarmanna, að slíkt beri okkur að gera og að við eigum að gefa okkur þann tíma til þess, sem þarf, og að óþolinmæði eigi ekki að ráða ferðinni undir neinum kringumstæðum Reyn- ist samningaleiðin hins vegar ekki fær hefur forsætisráðherra sagt það, að ríkisstjórnin eigi ekki annars kost en að leita heimildar Alþingis til uppsagnar samningsins, en vonandi þarf ekki til þess að koma ." Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra sagði m.a , að þeir ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu flutt breit- ingartillögur við varnarmálatillögur Einars Ágústssonar þegar í stað Það sama hefðu ráðherrar Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna gert Þessar tillögur va?ru nú allar til umræðu ! rlkisstjórnmni, og væri þess að vænta, að úrslit lægju fyrir innan skamms Ráðherrann sagði, að til þess að finna rætur „hernámsins" þyrfti að líta 30 ár aftur í tímann. Þá hefðu banda- menn verið farnir að sjá fram á sigur í heimsstyrjöldinni, og farið að huga að skiptingu heimsins í áhrifasvæði. Þá hefði ekki verið tekið tillit til smáþjóða sem íslands, heldur ákveðið, að annar hlutinn skyldi lúta sóslalístísku þjóðfé- lagskerfi, en þjóðfélagskerfi hins hlut- ans skyldi byggt á kapltalískum grunni. Þá hefði verið ákveðið, að ísland skyldi vera á áhrifasvæði Banda- rlkjanna, og búa við ævarandi hersetu. (slendingar hefðu hafnað málaleitun- um Bandaríkjamanna af þessu tagi, en þeir hefðu þá farið aðrar leiðir til að tryggja sér yfirráð hér. Smátt og smátt hefðu þeir seilzt inn ! íslenzkt þjóðllf, sem orðið hefði til þess, að herinn kom 1951. Áhrifamáttur Bandarikjanna hefði þá enn aukizt að mun, og loks hefði verið svo komið, að 27% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar hefðu verið komnar til vegna dvalar þessa erlenda herliðs á Miðnesheiði Þegar vinstri. stjórnin hefði svo á- kveðið að segja upp varnarsamningn- um 1 956, þótt aldrei hefði orðið úr því þá, hefðu Bandaríkjamenn gert sér grein fyrir því, að stjórnmálaástandið i landinu var það ótryggt, að ekki væri á það treystandi Síðan hefðu þeir þv! dregið úr öllum umsvifum sCnum, og væri nú svo komið, að fjárhagsleg áhrif varnarliðsins hér á landi væru orðin hverfandi lítil Síðan rakti ráðherrann ýmis þau þjóðfélagslegu áhrif, sem hann teldi, að varnarliðið hefði haft hér, en sagði síðan, að ástæðan fyrir þessari upprifj- un væri í fyrsta lagi sú, að sýna fram á, að hersetan væri yfirgangur stjórþjóð- ar, sem ekki væri unnt að réttlæta með neinum rökum. í öðru lagi að sýna fram á það, að minnstu hefði munað, að ísland sogaðist inn í Bandarikin. í þriðja lagi að sýna fram á, að barátta hernámsandstæðinga hefði borið veru- legan árangur, og þeirri baráttu ætti að fylgja fram til sigurs. Magnús Kjartansson kvaðst ekki vera þeirrar skoðunar, að hernaðarjafnvægi raskaðist, þótt varnarliðið hyrfi af ís- landi. Hernaðarstyrkur Bandarlkjanna yrði áfram mun meiri en Rússa, t.d. hefðu þeir algjörlega yfirburði í kaf- bátahernaði. Þá kvaðst hann ekki álíta, að Rússar teldu sér hag í því að varnarliðið hyrfi frá Islandi, nema síður væri, þar sem það gæti haft í för með sér óánægju- raddir ! löndum þeim, sem hersetin væru af Sovétrlkjunum, og vildu fara að dæmi (slendinga. Loks skírskotaði ráðherrann til sjálf- stæðisvitundar þjóðarinnar, en sagði jafnframt, að nýlega hefði sýnt sig, að nokkur hluti þjóðarinnar þyrði ekki að fylgja hugsjón sinni, sumir vegna ann- arlegra hagsmuna, en aðrir af þv!, að þeir þyrðu ekki að lifa lífinu. Að lokinni ræðu Magnúsar Kjartans- sonar hófust almennar umræður, og tók m.a. til málsr Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rfkis- stjórnarinnar og beindi þeirri spurn- ingu til Geirs Hallgrfmssonar, hvenær Sjálfstæðisflokkurinn hefði breytt stefnu sinni í varnarmálum. Málflutn- ingur Geirs væri ekki í neinu samræmi við málflutning fyrri formanna Sjálf- stæðisflokksins, enda virtist hann nú gera ráð fyrir hersetu hér um aldur og ævi Hins vegar hefði það hingað til verið opinber stefna Sjálfstæðisflokks- ins, að hér ætti ekki að vera her á friðartlmum. Þá vék blaðafulltrúinn að undir- skriftasöfnun Varins lands, og gat þess, að hann hefði verið I Sovétríkjun- um um það leyti, er innrásin var gerð ! Tékkóslóvakíu. Þá hefði það verið helztu röksemdir stjórnvalda, að ráða- menn hefðu sent þeim undirskrifta- lista, þar sem beðið hefði verið um innrásina. Loks sagði blaðafulltrúinn, að íslend- ingar ættu að huga betur að þjóðum þriðja heimsins. T.d hefði verið haldin ráðstefna þessara rfkja ! Algeirsborg ekki alls fyrir löngu, og hefðu sótt hana fulltrúar 75 þjóða í Afrlku og Aslu, þ. á m. helztu stuðningsþjóða okkar ! lahdhelgismálinu. I NATO væru hins vegar allar helztu óvinaþjóðir okkar í því máli. Halldór Blöndal sagði, að sig væri farið að íengja eftir því, að Magnús Kjartansson skýrði frá þessum breyt- ingartillögum sem hann og Lúðvfk Jósepsson hefðu borið fram við tillög- ur utanrfkisráðherra. Menn hefðu kom- ið til þessa fundar til þess að ræða málin !. Ijósi nýrra upplýsinga, sem hefðu átt að koma fram á fundinum, og þv! væri furðulegt, að ráðherrann minntist ekki einu orði á þessar breyt- ingartillögur. Kvaðst Halldór harma það, að ráð- herrann leyfði sér að leggja að jöfnu svæðaskiptingu, þ.e. annars vegar áhrifasvæði Bandaríkjanna og hins vegar áhrifasvæði Sovétríkjanna. Sagðist hann vilja minna á, að við austanvert Eystrasalt hefðu verið sjálf- stæðar þjóðir, Lettland, Eistland, Lit- háen og Pólland. Þær væru ekki sjálf- stæðar lengur. Enginn hefði þó haldið þv! fram, að sjálfstæði íslands hefði verið skert. Önnur þjóð væri ! næsta nábýli við Rússa, þar sem nú væri svo komið innanrlkismálum, að þar væri ekki hægt að gefa út bækur ef þær samrýmdust ekki skoðunum ráð- manna ! Sovét, og væri þv! komið til nýtt orð, sem allir skildu, — Finnlandi- sering. Allir hugsandi menn hlutu að berjast fyrir því, að slikt yrði ekki örlög íslenzku þjóðarinnar. Ennfremur tóku til máls á fundinum Ellas Kristjánsson, Aðalsteinn Gunn- arsson, Arnór Þorkelsson, Margrét Guðnadóttir, Ragnar Stefánsson, Hannes Gissurarson, Halldór Karlsson, Þröstur Ólafsson, Ingólfur Þorkelsson, Sigurður Tómasson, Einar Karls Har- aldsson, Karl V. Matthíasson, Birna Þórðardóttir og Þorsteinn Matthíasson. Einar Ágústsson utanríkisráðherra kvaðst vílja árétta, að tillögurnar um varnarmálin væru nú til athugunar i rlkisstjórninni, og hann hvorki vildi né gæti gert frekari grein fyrir þeim. Einar kvaðst ekki vera sammála þv! að hvasseggjað sverð tryggði friðinn bezt. Hann væri þeirrar skoðunar, að friður yrði bezt tryggður án varnar- bandalaga. Það breytti þv! þó ekki, að hann teldi, að við ættum að halda áfram aðild okkar að NATO, til að veikja ekki samningaaðstöðu banda- lagsins gagnvart austantjaldsþjóðun- um. Sagði hann það vera skoðun sina, að framkoma Bandaríkjamann-hér á landi hefði verið með þeim hætti, að ekki væri undan henni að kvarta. Ef nauð- syn væri á því að hafa hér áfram herlið, þá vildi hann að öðru óreyndu hafa Bandartkjamenn héráfram. Einar kvaðst hafa talið, að undir- skriftalistar Varins lands ætti að af- henda forsætisráðherra. Ef þá ætti hins vegar að afhenda sér, tæki hann að sjálfsögðu við þeim sem hverjum öðr- um undirskriftalistum, og hann væri fylgjandi því, að þeir yrðu látnir liggja frammi. ( tilefni af fyrirspum frá einum fund- armanna sagði utanríkisráðherra, að rlkisstjórnin hefði óskað upplýsinga um það, hverju það sætti, að Islenzkir stúdentar ! Noregi væri kallaðir fimmta herdeild í skjölum NATO, sem gerð hefðu verið opinber vegna máls norska hermannsins Arve Trædal. Varðandi fjölmiðlana á Keflavíkur- flugvelli sagði ráðherra, að það yrði ekki veitt leyfi fyrir uppsetningu lita- sjónvarps á vellinum, — og brátt yrði þar ekkert sjónvarp. Geir Hallgrímsson vék fyrst að máli Magnúsar Kjartanssonar og sagði það furðulega söguskýringu, að stórveldin hefðu samið fyrirfram um ánrifasvæði. — Hvers vegna hefðu þau þá vígbúizt, og hvers vegna hefði þá komið til kalda stríðsins. Þá sagði Geir, að það kæmi nokkuð spánskt fyrir sjónir, að Magnús Kjart- ansson hefði nú í máli sínu hallmælt innrásinni I Tékkóslóvakíu og innrás- ínni í Ungverjaland. Þjóðviljinn hefði hins vegar reynt eftir megni áð bera blak af Sovétrlkjunum vegna þessara innrása í ritstjórnartíð ráðherrans. Þá benti Geir á, að nokkuð hefði ráðherrann orðið tvlsaga í málflutningi sínum, er hann hefði sagt, að Banda- ríkjamenn hefðu sýnt hér yfirgang, en segði svo, að þeir hafi verið að draga mjög úr umsvifum sinum hér á síðasta áratug Af gefnu tilefni sagðist Geir telja kommúnisma einræðisstefnu, enda væri ekkert dæmi um það, að komm- únisma eða sósialisma hefði verið komið á i löndum nema með valdbeit- ingu minnihlutahópa. Þetta stjórnarfyr- irkomulag væri nú hvergi við lýði hjá þjóðum nema því hefði verið þvingað uppáþær. Vegna ummæla Hannesar Jónsson- ar sagði Geir Hallgrímsson, að um- mæli sín hefðu verið í fullu samræmi við ummæli fyrri forystumanna Sjálf- stæðisflokksins, og hefðu þau m.a. verið að verulegu leyti grundvölluð á skrifum Bjarna Benediktssonar í stefnu Sjálfstæðisflokksins fælist alls ekki, að hér ætti að vera ævarandi herseta. Það væri og myndi alltaf vera úrlausnarefni fslendinga sjálfra, hve- nær herinn færi. Menn yrðu að gera sér grein fyrir þv!, að heimurinn væri orðinn svo lítill, að t.d. átök fyrir botni Miðjarðarhafs gætu auðveldlega haft áhrif hér á landi, og miðað við þau átök, sem þar hefðu verið að undanfömu, væri þv! ekki hægt að tala um, að nú ríktu friðartímar. Vegna spurningar Sigurðar Tómas- sonar sagði Geir Hallgrímsson, að hann teldi hlutverk herja ! Noregi vera það fyrst og fremst að verjast innrás, enda verðu Norðmenn nú 10—12% þjóðartekna sinna til landvarna, og þeir teldu sér enga minnkun ! þv! að hafa samband við aðrar þjóðir um varnir lands síns. Gert væri ráð fyrir því, að herir Norðmanna gætu veitt viðnám þar til hjálp frá bandalagsþjóðunum bærist. f tilefni af ummælum Einars Karls Haraldssonar sagði Geir, að hans per- sónulega álit væri það, að ekki ætti að loka sjónvarpsstöðinni á Keflavlkur- flugvelli, enda teldi hann ekki, að hún hefði þau áhrif á menningarlíf íslend- inga, sem af væri látið. Loks sagði Geir Hallgrrmsson, að nú væru að fara fram einhvers konar hrossakaup ! ríkisstjórninni um eitt veigamesta mál þjóðarinnar. Ráðherrar vildu ekki upplýsa hvað haft væri að bitbeini nú til að tryggja þeim áfram- haldandi stjórnarsetu. Það væri sjálf- sögð krafa, að þjóðin væri látin vita um hvað þessir ráðamenn væru nú að pukra með Magnús Kjartansson ítrekaði, að skiptingin ! áhrifasvæði hefði verið staðreynd. Ennfremur sagði hann, að sér fynd- ist Geir Hallgrímsson koma fram sem sértrúarmaður, sem tryði á allt, sem kæmi frá Bandarfkjamönnum. Hann og fleiri hefðu kallað þá sósfal- ista á fslandi kommúnista. Sllkt væri aðeins fúkyrði, enda sýndi 60 ára reynsla, að sósíalistar á íslandi hefðu beitt sér fyrir ýmsum málum mjög andstæðum kommúnisma. Þá sagði Magnús Kjartansson, að það lægi Ijóst fyrir hvert væri verkefni rlkisstjórnarinnar I þessu máli. Það kæmi fram í stjórnarsáttmálanum, að herinn ætti að fara, og að þv! væri nú unnið. hins vegar greindi menn á um leiðir, og væri því ekkert eðlilegra en að ráðherrar ríkisstjórnarinnar ákvæðu s!n á milli hvaða leið skyldi velja. Hvað ákvæðið í málefnasamningn- um áhrærði sagði ráðherrann, að þeir Alþýðubandalagsmenn hefðu kosið að hafa það ákveðnara, en meining þess færi þó ekki á milli mála. Kvaðst hann gera sér fyllstu vohir um, að staðið yrði við þetta ákvæði Hann tryði þv! ekki, að neinn í ríkisstjórninni skoraðist und- an því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.