Morgunblaðið - 12.03.1974, Side 32
flUKR
°£R UIÐSKIPTin SERl
rt RUCLVSR í
jl ifloruimblíitiiftu
|Wír@imí>íaí>il>
nUGLVSinCRR
^-«22480
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1974
Borgarafundurinn:
Ráðherrarnir svöruðu ekki fyrir-
spurnum Geirs Hallgrímssonar
A aimennum borgarafundi um
varnarmáiin, sem stúdentar
efndu til að Ilótel Sögu á sunnu-
dag, lagði Geir Hallgrímsson
fimm spurningar fyrir ráðherr-
ana Einar Ágústsson og Magnús
Kjartansson í þeim tilgangi að fá
upplýsta stöðu þessara mála inn-
an ríkisstjórnarinnar í dag, eftir
að tillögur utanríkisráðherra um
umræðugrundvöll við Banda-
ríkjastjórn hafa verið til umræðu
innan ríkisst jórnarinnar um
skeið. Það vakti athygli, að báðir
ráðherrarnir skoruðust undan því
að gefa svör við þessum spurning-
um, og ekkert kom fram í ræðum
ráðherranna, sem nýtt gæti tal
izt.
Spurningar þær, sem Geir Hall-
grímsson lagði fyrir ráðherrana,
voru svohljóðandi:
1. Er það rétt, að Alþýðubanda-
lagið sé búið að framlengja dvöl
varnarliðs heilt ár fram yfir nú-
verandi kjörtímabil?
2. Hvað felst í þessu undarlega
orðalagi „hreyfanlegar flugsveit-
ir“? Eru þetta flugsveitir, sem
eiga að hafa hér fast aðsetur með
búsetu flugliða um 5 mánaða
skeið í senn, hverfa síðan á braut,
en þá komi nýjar sv.eitir í staðinn
og svo koll af kolli. Hversu fjöl-
mennar eiga þessar sveitir að
vera?
3. Hafa Alþýðubandalagsráð-
herrarnir framlengt dvöl banda-
rískra flugsveita hér á landi um
óákveðinn tíma fram yfir 1976,
sex mánuði í senn?
4. Verða tillögur utanríkisráð-
herra lagðar fram i viðræðum við
Bandaríkjamenn sem fyrstu hug-
myndir og umræðugrundvöllur af
hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar,
eða síðustu tillögur og úrslitakost-
ir?
5. Eru ráðherrarnir ekki sam-
mála því, að ítreka fyrri yfirlýs-
ingar sínar um, að hver svo sem
niðurstaðan verður í varnarmál-
unum innan ríkisstjórnarinnar
eða í viðræðum við Bandaríkin,
verði málið lagt fyrir Alþingi til
endanlegrar afgreiðslu?
leikar hraðfrystihúsa
EINAR Sigurðsson, útgerðarmað-
ur, sem um árabil hefur ritað
þáttinn „Verið“ fyrir Morgun-
blaðið, segir í þætti sínum síðast-
liðinn sunnudag, að afkomuhorf-
ur frystihúsanna séu nú svo bág-
ar, vegna hækkandi reksturs-
kostnaðar og ískyggilegrar þróun-
ar blokkarverðs á Bandaríkja-
markaði, að til greina geti komið,
að frystihúsum landsins verði
lokað, ef ekki með samtökum, þá
af sjálfu sér. I gær var haldinn
stjórnarfundur í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, þar sem af-
komuhorfur voru m.a. ræddar.
Morgunblaðið sneri sér í gær til
Guðmundar H. Garðarssonar,
blaðafulltrúa S.H. og spurði hann
hvernig staða hraðfrystiiðnaðar-
ins væri m.a. með tilliti til þess, að
loðnufrysting væri mun minni en
áætlað var, nýir kjarasamningar
hefðu verið gerðir og ískyggileg
þróun virtist vera að hefjast á
Bandaríkjamarkaði. Guðmundur
sagði, að stjórn S.H. hefði verið á
fundi í gær, þar sem fjallað hefði
verið um þessi mál. Eru hrað-
frvstihúsamenn mjög áhyggju-
fullir vegna þróunar mála og við
óbreyttar aðstæður kvað Guð-
Framhald á bls. 30.
Blysför til
Þórbergs
í TILEFNI af 85 ára afmæli
Þórbergs Þórðarsonar hafa
nokkur félög, þ.á.m. skólafélög
og verkalýðsfélög, ákveðið að
efna til blysfarar að heimili
skáldsins, Hringbraut 45. Lagt
verður af stað í Vonarstræti kl.
6.30. síðdegis í dag.
Lúðrasveit verkalýðsins fer
fyrir göngunni og þegar heim
til Þorbergs kemur, verður
hann ávarpaður af fulltrúa
blysfara.
Afmælis Þórbergs er minnzt
á 12. bls. i blaðinu í dag.
DR. ROBERT A.
OTTÓSSON LÁTINN
Við komu Engeyjar RE
1 til Reykjavíkur á
sunnudag. — Einar Sig-
urðsson útgerðarmaður
ásamt konu sinni Svövu
Ágústsdóttur og dóttur-
inni Auði, sem skýrði
skipið — sjá bls. 3.
(Ljósm. Mbl. Ól.K.M.)
FALLINN er í valinn einn mikil-
hæfasti forystumaður fslenzkra
tónlistarmála, dr. Röbert A.
Ottósson, söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar, 61 árs að aldri. Hann
lézt aðfararnótt sunnudagsins 10.
marz sl. eftir stutta sjúkrahúss-
legu í Lundi í Svfþjóð, en þar var
“nÍSTTag: Verður fallizt á kröfu
kommúnista um úrslitakosti?
hann á fyrirlestraferð. Banamein
hans var hjartaslag.
Tónlistarstörf Dr. Róberts A.
Ottóssonar á Islandi voru fjöl-
breytt og umfangsmikil allt frá
því hann fluttist til landsins 23ja
ára að aldri. Hann stundaði jöfn-
um höndum píanóleik, kennslu í
ýmsum greinum tónlistar, kór- og
hljómsveitarstjórn, hélt fyrir-
lestra hér heima og erlendis,
stundaði ritstörf og annaðist út-
gáfur kirkjulegra tónbókmennta.
Árviss flutningur hans á ein-
hverju af stórverkum tónbók-
menntanna ásamt Söngsveitinni
Filharmoníu, sem hann stjórnaði
frá stofnun, — og Sinfóníuhljóm-
sveit Islands, hefur um langt
skeið verið með stærstu viðburð-
um hvers árs í íslenzku
menningarlifi. Eftirlifandi eigin-
kona dr. Róberts er Guðríður
Magnúsdóttir, kennari við
Austurbæjarskólann í Reykjavík.
Þau áttu einn uppkominn son.
Dr. Róbert A. Ottósson var
fæddur í Berlín 17. mai árið 1912.
Framhald á bls. 30.
Verða tillögur Einars Agústs-
sonar f varnarmálunum —
óbreyttar eða breyttar skv. kröf-
um Alþýðubandalagsins — lagðar
fram sem fyrstu tillögur og um-
ræðugrundvöllur af hálfu Islend-
inga eða sem úrslitakostir á næsta
viðræðufundi með Bandarfkja-
mönnum? Þessi spurning er
kjarni þeirra umræðna og þess
ágreinings, sem nú eru uppi inn-
an ríkisstjórnarinnar um næsta
skrefið f varnarmálunum. Að
undanförnu hafa farið fram við-
ræður milli ráðherranna um
varnarmálin, og miða þær að þvf
að kanna til þrautar, hvort sam-
staða getur náðst milli stjórnar-
flokkanna f málinu. Morgunblað-
inu er kunnugt um, að á þriðju-
dag í síðustu viku ræddu forsætis-
ráðherra og utanrfkisráðherra við
ráðherra Alþýðubandalagsins um
málið og á miðvikudag ræddi for-
sætisráðherra við ráðherra SFV.
Ætlunin var að halda ríkisstjórn-
arfund sl. föstudag en af því gat
ekki orðið og má vænta þess, að
varnarmálin verði til umræðu á
ráðherrafundi fyrir hádegi í dag.
Miklir reksturserfið-
Tillögur Einars og
breytingartillög-
ur kommúnista
Til grundvallar þessum umræð-
um innan ríkisstjórnarinnar
liggja tillögur Einars Agústssonar
um drög að umræðugrundvelli
við Bandaríkjamenn og breyting-
artillögur ráðherra Alþýðubanda-
lagsins. Meginágreiningurinn er
þessi:
□ Ráðherrar Framsóknarflokks-
ins og SFV vilja, að tillögur
utanríkisráðherra verði lagðar
fram á viðræðufundi með
Bandaríkjamönnum, sem
fyrstu tillögur og umræðu-
grundvöllur af hálfu fslenzku
ríkisstjórnarinnar. Utanrikis-
ráðherra lýsti þvi yfir á al-
mennum borgarafundi í fyrra-
dag, að kæmu fram gagntillög-
ur frá Bandarfkjamönnum,
yrðu þær skoðaðar.
□ Ráðherrar Alþýðubandalags-
ins krefjast þess hins vegar, að
tillögur utanríkisráðherra
Framhald á bls. 31