Morgunblaðið - 13.03.1974, Side 1
32 SIÐUR
60. tbl. 61. árg.
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Solzhenitsvn sækir um hæli í Sviss:
fyrrahjónabandi og þremur bórn-
um Solzhenitsyn-hjónanna, vega-
bréfsáritanir. RáSuneytið sagði,
að Solzhenitsyn hefði í hyggju að
setjast að í Ziirich, en þar er hann
með lítið íbúðarhús á leigu.
Segir i tilkynningu dómsmála-
ráðuneytisins, að endurfundir
fjölskyldunnar muni eiga sér stað
á bilinu 15. til 20. marz, en
áreiðanlegar heimildir herma, að
þetta verði morguninn 19. marz í
Zlú'ich. Þessi ákvörðun
Solzhenitsyns að sækja um
pólitískt hæli í Sviss, — sem þeg-
ar er vitað að verður veitt, —
kemur nú eftir nokkurra vikna
hik. Aður hafði rithöfundurinn
velt fyrir sér að búa i einhverju
Norðurlandanna, og þá helzt
Noregi, en tungumálaerfiðleikar
munu hafa fengið hann til að
skipta um skoðun. Nú dvelst
Solzhenitsyn í Zúrich og hefur
m.a. keypt tals\'ert af húsgögnum.
Svissnezk yfirvöld hafa einnig
veitt öðrum nýreknum sovézkum
rithöfundi, Vladimir Maksimov,
og konu hans viku dvalarleyfi í
landinu.
Sovézka skoptímaritið
,d<rokodir‘ réðst i dag að
Solzhenitsyn i háðkvæði eftir rit-
höfundinn J. Barsjanski, en raun-
ar er það eiginkona rithöfundar-
ins, sem ávörpuð er i kvæðinu,
sem nefnist ,,Frú Solzh'. Er
skáldinu líkt við vændiskonu, sem
selur land sitt fyrir erlendan
gjaldeyri. Lokaorðin eru lögð
Solzhenitsyn í munn: ,,Ég er,
herrar minir, ekki vændiskona.
Ég er andófsmaður."
Óeining um
síldarkvóta
London, 12. marz — NTB.
TALSVERT írafár varð í dag á
fundi nefndarinnar uin fiskveið-
ar í Norður-Atlantshafi í London
og varð að gera fimm klukku-
stunda hlé eftir að viðræðurnar
höfðu siglt í strand. Ekkert af
þátttökulöndunum fjórtán vildi
minnka þá árlegu síldveiðikvóta,
sem lagðir voru til í viðræðunum
í gær, og því ákvað forsætisnefnd-
in að gera hlé til að ræða við
sendinefndir einstakra landa.
Þessi óeining kom upp, þegar
fulltrúar Danmerkur lögðu fram
ósk um 180.000 tonna síldarkvóta
á ári og að síld yrði 20 til 25%
þess fiskjar, sem tekinn yrði til
vinnslu í viðkomandi landi. Þess-
ar kröfur Dana leiddu til þess, að
fleiri lönd óskuðu eftir því, að
hinir upprunalegu kvótar þeirra
væru hækkaðir. Ekki náðist sam-
staða milli Norðurlandanna mn
sameiginlegar kröfur í þessum
efnum.
Segir i yfirlýsingunni, að sendi-
herra Finna í Stokkhólmi hafi
skýrt sænska utanríkisráðherran-
um Sven Andersson frá þessu fyr-
ir allt að mánuði síðan. Tjáði
sendiherrann Andersson, að
finnska stjórnin liti þessa njósna-
starfsemi alvarlegum augum og
gæti ekki þolað hana. Andersson
hafði fullvissað finnsk stjórnvöld
um það í febrúar sl .er hann var á
ferð í Finnlandi. að IB-stofnunin
hefði aldrei starfað i Finnlandi.
ALEXANDER Solzhenitsyn, hinn
brottrekni sovézki rithöfundur, á
nú von á þvf, að fjölskyldan komi
til móts við hann innan tíu daga,
og mun hann sækja um hæli í
Sviss sem pólitískur flóttamaður,
að því er svissneska dómsmála-
ráðuneytið tilk.vnnti f dag. Hefur
sendiráð Sviss f Moskvu fengið
fyrirmæli um að veita eiginkonu
rithöfundarins, Nataliu, móður
hennar, einu barni hennar frá
Blysfarar hylla meistara
Þórberg í gærkvöldi í til-
efni 85 ára aftnælis hans.
Frú Margrét og Þórberg-
ur standa á miðsvölunum
á efstu hæð. Sjá frásögn á
baksíðu. — Ljósm. Mbl.
Sv. Þorm.
Fjölskyldan kem-
ur á næstu dögum
Golda segir Sýrlendinga
undirbúa meiri háttar árás
Damaskus. Tel Aviv, Kairó,
Washington, 12. marz
AP— NTB.
• SÝRLENZKAR og ísraelskar
hersveitir áttu í dag í heiftarleg-
um skotbardögum í einar fjórar
klukkustundir í norðurhluta Gol-
anhæða. Talsmaður hersins í
Damaskus sagði, að ótiltekinn
fjöldi ísraeiskra hermanna hefði
beðið bana, ein þyrla hefði verið
skotin niður og talsvert af her-
gögnum og húsakosti hefði verið
Myrtu írskan
þingmann
Dublin, 12. marz. NTB. AP.
SÍÐLA þriðjudags fann írska lög-
reglan Ifk þingmannsins Billy
Fox, en honum hafði verið rænt á
mánudagskvöld og stóðu fyrir því
tólf grímuklæddir, vopnaðir
menn. Billy Fox var þingmaður
mótmælenda. Hann fannst
skammt frá húsi því, sem hann
dvaldi í, þegar honum var rænt,
en það er rétt við landmæri Irska
lýðveldisins og Norður-lrlands.
Hafði hann verið skotinn f
höfuðið.
Mannræningjarnir kveiktu í
húsinu og sömuleiðis hjólhýsi,
sem stóð við húsið. Skömmu
seinna heyrðu íbúar hússins skot
hvell.
Billy Fox var 36 ára gama!! og
allatkvæðamikill á þingi. Hann
var mjög andsnúinn framgöngu
brezku örýggissveitanna á Norð-
ur-lrlandi og alveg sérstaklega
iðju þeirra f landamærahéruðun-
um. Lögreglan grunar, að öfga-
sinnaðir mótmælendur standi að
baki morðinu og ástæðan hafi
verið afstaða þingmannsins til
mála á Norður-írlandi.
Morð þetta er litið mjög alvar-
legum augum og þykir hliðstæður
atburður ekki hafa gerzt síðan
Kevin O’Higgins varaforseti írska
lýðveldisins var myrtur árið 1927.
Mjög umfangsmikil leit stendur
yfir að morðingjunum.
eyðilagt. Þetta var ekki staðfest
af ísraelum, og Sýrlendingar
sögðu ekkert um eigin skaða.
£ Goldu Meir forsætisráðherra
ísraels bárust þessar fregnir, er
hún var að flytja ræðu hjá verka-
lýðsfélagi einu. Hætti hún ræð-
unni og lýsti því yfir, að Sýrlend
ingar hefðu átt upptokin og væru
þeir nú að undirbúa meiri háttar
árás á þessum vígstöðvum. Golda
Meir bætti við, að viðræður þær,
sem fara eiga fram í Washington
með milligöngu Henry Kissingers
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, ættu vonandi eftir að leiða
til beinna viðræðna Ísraels og
Sýrlands um lausn á aðskilnaði
herjanna.
• í dag fóru hins vegar fram í
Washington viðræður milli Huss-
eins Jórdanfukonungs og Nixons
forseta. A þeim fundi tjáði Nixon
konunginum, að Bandaríkin
hygðust þrýsta á deiluaðila til að
ná samkomulagi þrátt fyrir óviss-
una, sem nú er um, hvort Arabar
aflétta olíubanninu á Bandarfkin,
að því er Ronald Ziegler blaða-
fulltrúi forsetans sagði eftir
fundinn. „Við vonum, að banninu
verði aflétt.en það eru engin bein
tengsl milli tilrauna Bandarfkj-
anna til að koma á friði og afnámi
olíubannsins."
Erindi Husseins til Washington
er einkum það að fá ný og full-
komin hergögn fyrir jórdanska
herinn, svo og aukna efnahagsað-
stoð, en Bandaríkin hafa löngum
haft betra samband við Jórdaníu
en önnur Arabalönd. Næsta skref-
ið i tilraununum til að leysa
vandamálið um aðskilnað herj-
anna verður fundur milli Kissing-
ers og Abba Ebans utanrfkisráð-
herra ísraels á fimmtudaginn.
Hins vegar hefst á morgun, mið-
vikudag, fundur arabfskra olíu-
málaráðherra í Trípólí, höfuðborg
Lfbýu, um hvort aflétta beri olíu-
banninu á Bandarikin eður ei.
Talið er, að Egj'ptaland og Saudi-
Arabía séu þvf fylgjandi, að bann-
inu verði aflétt, en Sýrlendingar,
Líbýumenn og Alsirbúar séu því
hins vegar mótfallnir. Er þó
sennilegt, að löndin muni reyna
alvarlega að ná samstöðu um
þetta atriði.
Hið hálfopinbera Kairo-blað A1
Gomhourya sagði í dag, að Nixon
forseti kæmi í heimsókn til
Egj’ptalands fyrir 15. maí í vor til
viðræðna við Sadat.
Wilson dregur í land
Lítið af rót-
tæku kosninga-
loforðunum í
hásætisræðunni
London, 12. marz, AP — NTB.
HIN nýja ríkisstjórn Verka-
mannaf lokksins undir forystu
Harolds Wilsons sló af róttæk-
ustu stefnumálum sfnum og kosn-
ingaloforðum í dag, er Elísabet
drottning las hina hefðbundnu
hásætisræðu í lávarðadeild þings-
ins, en ræðan er samin af ríkis-
stjórninni. 1 ræðunni kom frain,
að ríkisstjórnin hyggst einbeita
sér að stöðvun verðbólgu og bót-
um á félagslega sviðinu, til þess
að tryggja sér fylgi á þingi og
með þjóðinni, en hinar umdeildu
þjóðnýtingaráætlanir Verka-
mannaflokksins virðast hafa ver-
ið settar til hliðar.
Q 1 hásætisræöunni var aðeins
minnzt á eitt slikt áform, þ.e.
eignarnám þess lands, sem þarf
til þróunar iðnaðarins, en „þjóð-
nýting" sem slík er hvergi nefnd
á nafn. Astæða þessarar varkárni
er talin vera viðleitni til að lenda
ekki strax f árekstruin við thalds-
flokkinn og Frjálslynda flokkinn
á þingi, svo og til að styggja ekki
kjósendur ef þörf yrði á nýjuin
kosningum f bráð. Að öðru leyti
lofar ríkisstjórnin að standa við
það loforö sitt að hefja nýjar
samningaviðræður um aðild Bret-
lands að Efnahagsbandalaginu.
og eftir að drottningin hafði flutt
ræðuna, sagði Wilson, að hann
teldi líklegt, að þjóðaratkvæða-
greiðsla yrði höfð um áframhald-
andi aöild, og jafnvel yrði málið
afgreitt með nýjum kosningum.
Þá kom fram í hásætisræðunni,
að ríkisstjórn Wilsons hyggst
nema úr gildi hina óvinsælu
vinnumálalöggjöf ihaldsstjórnar-
innar og i staðinn kemur nýtt
sátta- og gerðardómskerfi. Þá ætl-
ar ríkisstjórnin að auka fátækra-
styrk og ellilifeyri og ráðast til
atlögu gegn verðbólgunni.
Einnig lýsti hásætisræðan
áframhaldandi tryggð Breta við
Atlantshafsbandalagið og minnt-
ist ekki einu orði á kosningalof-
orðið um að skera hundruð millj-
óna punda utan af útgjöldum til
varnarmála.
Stjórnmálaskýrendur í London
telja litlar líkur á þvi, að þær
tillögur, sem boðaðar eru í hásæt-
isræðunni, muni veröa felldar í
Framhald á bls. 18
IB var líka
í Finnlandi
Helsingfors, 12. marz — NTB.
SÆNSKA njósnastofnunin
Informationsbyrán (IB) rak einn-
ig starfsemi í Finnlandi, auk
Svíþjóðar, að því er fram kom í
yfirlýsingu, sem finnska utan-
ríkisráðuneytið gaf út f kvöld.