Morgunblaðið - 13.03.1974, Qupperneq 11
Fréttabréf
úr Mikla-
o
holtshreppi
Borg í Miklaholtshreppi, 4.
marz 1974.
Þegar þorri er nú rúmlega
liðinn er ekki úr vegi að lita til
baka og gefa honum fáein eft-
irmæli. Segja má, að sá vetur,
sem nú stendur yfir, sé einn sá
harðasti, sem komið hefur um
langt árabil. Fyrstu mánuðirn-
ir voru kaldir og feikilega
frostharðir, klaki fór þá mjög
djúpt í jörðu og ofan á þennan
mikla klaka hefur hlaðizt
gaddur á gadd ofan. Tún hafa
sums staðar verið svellgaddur
yfir að líta, þar til nú í dag
hefur verið þiða og nokkuð
hefur þiðnað af þessum mikla
og óhugnanlega gaddi, sem get-
ur eflaust skilið eftir sig köl og
köfnun á gróðri.
Fyrri hlutann í febrúar eða
aðfararnótt þ. 12. gerði hér
aftaka veður og urðu þá miklar
síma- og rafmagnsbilanir. All-
ar sveitir hér sunnan fjalls á
Snæffelsnesi og einnig Hraun-
hreppur í Mýrarsýslu voru raf-
magnslausar í 6 sólarhringa.
Kom það sér víða afar illa, hús
eru viða hituð upp með raf-
magni, vatni er einnig dælt
með rafmagni fyrir heimili og
gripi, ekki má svo gleyma
heimilistækjum og mjöltum,
sem allt er háð þessari undra
orku. Voru margir orðnir lang-
eygðir eftir því að fá að sjá
ljósin aftur.
Félagslíf er nokkuð eins og
venjulega, en rafmagnsleysið
um daginn breytti þar áætlun
á sumum sviðum. — Konur í
kvenfélginu „Liljunni'* i
Miklaholtshreppi voru farnar
að undirbúa „þorrablót" áður
en rafmagnstruflunin varð. En
svo urðu þær að breyta sínu
þorrablóti í góublót eða góu-
fagnað. Sl. laugardag var svo
þessi ágæti góufagnaður hald-
inn á Brciðabliki. Var þar
samankominn mikill fjöldi
fólks úr fjórum hreppum, Kol-
beinsstaðahreppi, Eyjahreppi,
Miklaholtshreppi og Staðar-
sveit. Miklar og rausnarlegar
veitingar voru þar fram born-
ar, sannarlegur þorramatur,
sem samkomugestir neyttu
með beztu lyst. Þá voru marg-
vísleg skemmtiatriði, sem léttu
skap samankomugesta með
miklum hlátri, var svo stiginn
dans af miklu fjöri. Var sam-
koma þessi öllum þeim, sem að
henni stóðu, til mikils sóma og
sýnir vel, hvað hægt er að
koma upp góðum gleðiskap,
þegar allir leggja sig fram við
að gleðja aðra og gjöra sér
dagamun. —
Frú Margrét Guðjónsdóttir i
Dalsmynni í Eyjahreppi
þakkaði gestgjöfum fyrir hönd
sinna sveitunga á eftirfarandi
hátt:
1.
Húsráðendum hlýnaði um
hjartarætur
er boðið barst um góugleði
glaðnaði yfirþeirra geði.
2.
Rafmagnsskortur, húskuldi og
harður vetur
gleymist fljótt á gleðistundum
gaman er á skemmtifundum.
3.
Eyhreppingar hverfa heim
með sól i sinni,
saddir og í sæluvímu
sigra þeir betur lífsin glímu.
4.
Þökkum „LiIju“og ykkur
öllum yndisstundir,
allt verður eintómt glens og
gaman
ef getum við notið lífsins
saman.
Páll Pálsson.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
11
TRAUSTl
bTlasala VITATORGI
Höfum kaupendur að flestum gerðum nýlegra bíla.
Ef þið viljið selja þá hafið samband við okkur.
SÍMI — 12500 — 12600
Samband
egg jaf ram leiÖenda
Heildsöluverð á eggjum er kr. 250,00 kg.
á hænsnakjöti 210.00 kg.
á kjúklingum kr. 340.00 kg.
Stjórnin.
MÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL
AF KVENSKÓM
snosa
LAUGAVEGI 60.
SÍMI 21270
Hallt Halló
Tæklfærlskaup
Kvenkjólar stuttir og síðir frá kr. 500.
Fermingarkjólarallskonarfrá kr. 500.
Pilsfrá kr. 250. Mussurfrá kr. 500.
Kvensíðbuxur á kr. 500 og 750.
Síðir barnasamfestingar á kr. 500.
Táningaúlpur alull á kr. 1 800 og mikið úrval af allskonar
lítilsháttar gölluðum nærfatnaði.
Lilla h.f., VíSimel 64. Simi 15146.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Aukatónleikar
I Háskólabiói fimmtudaginn 1 4 marz kl. 20.30.
Stjórnandi RICHARD KAPP
Einsöngvarar NANCY DEERING og ROBERT MOSLEY
Flutt verður: Cúbanskur forleikur eftir Gershwin, Naetur ! hitabeltinu
eftir Gottschalk, Landnámið mikla eftir Virgil Thomson og þættir úr
söngleiknum „Porgyog Bess" eftir Gershwin.
Aðgöngumiðar seldir I bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustlg 2 og
bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18.
Áskriftarskirteini gilda ekki að þessum tónleikum.
O
Höfum opnaÓ útsölu á litiÖ gölluÖum vörum
frá verksmiÖjum okkar aÖ SNORRABRAUT 56, Reykjavík.
!_____________Selt verÖur:___________________
Prjónagarn, gluggatjaldaefni, áklæði, teryleneefni, tweedefni, ullarteppi, svefn-
pokar, gallabuxur, peysur, úlpur, frakkar, herraskór, kvenskór, unglingaskór,
inniskór, safariskór, knattspyrnuskór og margt fleira.
EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL
M KAUPA GÆÐAVðRU Á GJAFAVERÐI.
Verksm iöjurnar
GEFJUN — HEKLA — IÐUNN
Akureyri