Morgunblaðið - 13.03.1974, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
Vill virkja Jökulsá
til hliðar við
Dettifoss
ÉG held, að það sé misráðið
að virkja Dettifoss, vegna
þess að þar nýtist fallhæðin
mjög illa. Ef jökulvatnið úr
Jökulsá á Fjöllum væri
virkjað annars staðar og ofar
lega, yrði eftir falleg lindaá
við Dettifoss, sem mundi
gera þjóðgarðinn skemmti-
legri. Jökulvatninu mætti
veita áfram í norður með
uppistöðulónum og virkja
annars staðar, svo sem t.d.
með aðalvirkjun undir Fjórð
ungshóli. Þar fengist 370 m
fall niður í frárennslisgöng í
Brunná og síðan áfram til
sjávar. Þar yrði álíka mikið
vatn og reiknað er með við
Búrfell, en þar er fallið ekki
nema um 118 m, svo stöðin
ætti að geta orðið þrefalt
stærri.
Eggert V. Briem
Þessar nýstárlegu vangaveltur eru
hafðar eftir Eggerti V Briem. Hann
hefur lengst af ævinnar unnið að
úrlausnum á flóknum vísindalegum
viðfangsefnum f Bandaríkjunum, fann
þar upp ýmsa nýtilega hluti, en er nú
setztur í helgan stein og dvelur mikið á
íslandi og er að velta fyrir sér flóknum
vísindum á borð við Ijóshraðann. En i
framhjáhlaupi hefur hann farið að velta
fyrir sér virkjunum á Norðausturlandi
og komizt að skemmtilegum niður-
stöðum, sem hann sagði frá í fyrirlestri
í Raunvísindastofnun Háskólans
nýlega.
Eggerti*ízt ekkert á að fara að tengja
saman allar stóru Jökulsárnar og veita
vatninu úr Jökulsá á Fjöllum austur i
Fljótsdal. Telur heppilegra, að þarna
séu tvær aðskildar virkjanir, önnur í
Fljótsdal með vatnsgeymslu í Eyja-
bakkalóni, en hins vegar yrðu Jökulsá
á Fjöllum pg Kreppa teknar i neðan-
verðri Krepputungu og veitt I Arnar-
dalslón og vatnið siðan leitt ( norður
eftir lægðum og dölum. Þarna þarf að
velja á milli, að veita vatninu yfir í
Fljótsdal eða i Arnardalslón, því að
lónið liggur of lágt til þess að veita
vatni þaðan til vírkjunar í Fljótsdal. En
meira er um vert að fá þarna mikið og
gott vatnsgeymslurými. — Arnardals-
svæðíð, sem er rétt yfir 500 m hæð,
hefur verið athugað af Orkustofnun-
og fá þrefalda
Búrfells-
virkjun
inni, segir Eggert. Þetta er gamalt
jökullón með þykkum jökulleir, svo
efni i stíflu væri nærtækt, ef það væri
upp í 560 m hæð, gæti lónið geymt
um 2000 Gl (gígalítri er eins metra
djúpt vatn á ferkilómetra svæði eða
milljón tonn af vatni). Þetta væri upp
undir þriðjungur af þvi vatni, sem
kemur undan jöklinum á ári, á svæðinu
milli Trölladyngju og Snæfells, og
mundi duga til sæmilegrar vatnsmiðl-
unar.
— í Arnardalslón mætti einnig veita
Jökulsá á Brú með stiflu upp í 565 m
hæð í neðanverðri Hafrahvammagljúfri
og 1 3 km löngum jarðgöngum þaðan i
Arnardalslón. Þessi göng mundu líka
duga til þess að flytja vatn i lónið frá
orkuveri, sem síðar er getið Þetta
svæði hefur ekki verið athugað með
tilliti til jarðgangna, en nokkru sunnar í
sama fjallgarði hefur það verið gert og
virðist bergið þar sæmilegt.
— Æskilegt væri að fá meira
geymslurúm, enda ástæðulaust að láta
verða vatnsþurrð. Slíkt rúm mætti fá i
Þríhyrningsdal, sem er rétt norðaustur
af Arnardal. Þessi geymslustaður hefur
ekki verið athugaður, en samkvæmt
kortinu má fá þar að minnsta kosti
1200 Gl geymslu með stíflum upp í
630 m hæð. Tvær þeirra væru talsvert
stórar, en sú þriðja lítil. Hún væri við
norðurenda dalsins og varnaði vatninu
að renna norður í Vopnafjörð.
— Vatni yrði að veita í þríhyrnings-
lónið Það mætti gera með því að njóta
góðs af lóni, sem Orkustofnunin hefur
athugað möguleika á — reyndar i
öðrum tilgangi. Þetta lón væri í 680 m
hæð, frá jökulröndinni norður i Gæsa-
vötn, á fjallinu milli Kreppu og
Jökulsár á Brú. í lónið er veitt Kreppu,
Kverká og Kringilsá, til samans með
um tvo þriðju af því vatni, sem til fellur
á þessum slóðum. Þessu vatni mætti
veita um 2 km langan skurð i lægð
norður úr Gæsavötnum. Þá væri komið
i Magagil, sem fellur i Þrihyrningsdal.
— Talsverður hæðarmunur er á lón-
unum, heldur Eggert áfram útskýr-
ingum sinum. Gæsavatnalónið væri í
680 m hæð, Þrihyrningslónið i 585
— 625 m hæð og Arnardalslónsyfir-
borðið i 520 — til 555 m. Fallið milli
lónanna mætti bezt nýta i dálitið sér-
kennilegri stöð Vatnið í gæsavatns-
lóninu væri svo að segja ótemprað og
yrði að notast jafnóðum og það gæfist,
þegar mikið bærist að, þyrfti margar
túrbínur til þess að nýta fall þess niður
i Þríhyrningslón. Þær væru í neðan-
jarðarstöð, þaðan sem vatnið væri leitt
um niðurfall og frá stöðinni færi það
um jarðgöng til Þrihyrningslóns. Þegar
vatnið frá jöklinum rénaði, mætti láta
eina túrbínu i senn skipta um hlutverk
með annarri stillingu á lokum i að- og
frárennslisrásunum, þannig að nú tæki
túrbinan inn vatn frá Þríhyrningslóni
og virkjaði það niður í göngin frá
Hafrahvammastíflunni til Arnardals-
lóns og þar með færi vatnið í Arnar-
dalslón. Á þennan hátt mundu túrbínu-
samstæðurnar nýtast mest allt árið.
— Ýmsar leiðir hafa verið athugaðar
fyrir vatnið norður frá Arnardalslóni,
en ekki sú, sem hér er stungið upp á.
Sú lægi um Víðidal, þar sem væri gert
12—15 km lón. Úr þvi rynni vatn til
neðanjarðarstöðvar nálægt gömlu
Grímsstöðum, sem virkjaði 90 m niður
í rás norður Hólssand. austan við
Grímsstaði og vestan við Grundarhól.
Sú rás hefur verið athuguð hjá Orku-
stofnuninni, en athugun er ekki lokið
um hvar heppilegast væri að setja
orkustöð. Bergið sunnan Tunguheiðar
er svo sprungið, að þar þykir ekki
mögulegt að gera frárennslisgöng, en
vonir standa til að það mætti takast
norðar.
— Til gamans get ég mér til, að
vatninu verði veitt norður með Lauf-
skálafjallgarði og vestur Sauðafells-
múla að Fjórðungshóli og aðalvirkjunin
yrði þá undir Fjórðungsholi. Þar fæst
370 m fall, sem gæfi möguleika á
mjög stórri virkjun. Til samanburðar
má geta þess, að fallið við Búrfell er
100 m, en vatnsmagnið þarna mundi
vera álika og þar. Eftir það mundi
vatnið leitt í frárennsliskurði i Brunná
og þaðan rynni það til sjávar.
Með þessu móti yrði ekki virkjað við
Dettifoss, sem Eggert telur óæskilegt.
— Ráðgert er að taka ána úr far-
veginum ofan við Selfoss og veita
henni vestan fossanna að virkjun, sem
á að nýta um 150 m fall niður í
gljúfrið, segir hann. En það væri sorg-
legt ef úr yrði, þvf neðan hennar færi
viðlíka mikíl fallhæð til ónýtis vegna
örðugrar aðstöðu, þar sem bergið er
mjög sprungið og búast má við mót
mælum náttúruverndarmanna gegn
hvers konar mannvirkjum á þessum
stað. Ef bráðliggur á að virkja eitt-
hvað, virðist tilvalið að virkja Jökulsá á
Dal, segir hann ennfremur. Þar er 600
m fallhæð i einu, svo að á móti sömu
orku, sem fengist með virkjun Dettis-
foss, þyrfti fjórðung vatns, er þarna
fengist. Þetta væri meðfærilegra og
þarna væri heldurengin hætta á hlaupi
ef vatnsgeymi væri komið upp á Eyja-
bökkum. Komið hefur til tals að veita
Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú
austur i Fljótsdal til virkjunar. En þó að
virkjun á Jökulsá á Dal sé i alla stáði
æskileg, þarf ekki hið sama að gilda
um hinar jökulsárnar. Ef virkja á
Jökulsá á Fjöllum og á Brú austur í
Fljótsdal. verður að velja á milli þess
að leggja 70.000.000 kúbikmetra í
stíflur og 20 km i jarðgöng eða
40.000.000 kúbikmetra i stiflur og
24 í jarðgöng og tapa 20% af vatninu.
Hvorugur kosturinn er góður og full
ástæða til að leita annarra virkjunar-
möguleika, segir Eggert.
En af hverju er hann að þessum
vangaveltum? — Ég er að þvi að
gamni mínu, svarar hann kíminn. Ég er
gamall uppgjafarmaður og er að leika
mér að þessu milli annarra „spekula-
sjóna '. Ég vil líka gjarnan koma af stað
umræðum um þetta. Fólkið þarf að
fræðast um það Það ræður fjárveit-
ingum og ef það ekki veit og veltir
hlutunum fyrir sér, þá er hætt við
vitleysum Þá geta stjórnmálamenn
sagt eitthvað fallega og fólkið trúir þvi
og feilst á að kosta vitleysuna.
— E. Pá.
ÞESSI UPPDRÁTTUR SÝNIR HUGMYND EGGERTS UM,
HVERNIG VIRKJA MEGI JÖKULSÁ, ÁN ÞESS AÐ VIRKJA
VIÐ DETTIFOSS. VATNIÐ ER LEITT EFTIR ÖÐRUM
LEIÐUM OG GERÐ UPPISTÖÐULÓNA OG AÐALVIRKJUN
VIÐ FJÓRÐUNGSHÓL.