Morgunblaðið - 13.03.1974, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
Steinþó
Gestss:
Komið verði í veg fyrir
fóðurvöntun af völdum kals
STEINÞÓR Gestsson (S) mælti
fyrir tillögu til þingsályktunar
sem hann flytur ásamt Pálma
Jónssyni (S) um ráðstafanir tii að
tryggja landinu varaforða sáð-
korns til nota í kalárum. Gerir
tiiiagan ráð fyrir að ríkisstjórnin
geri þegar ráðstafanir til að inn-
kaupastofnanir ríkisins, í
samráði við sáðvöruinnflytj-
endur, flytji inn og hafi á boð-
stólum I vor umtalsvert magn af
sáðkorni umfram venjuleg ársnot
sem grfpa mætti til fyrirvaralaust
til grænfóðurræktar, ef í gróand-
anum kæmi fram kal f túnum,
sem hugsaniega gæti orðið eftir
óvenjulangan svellavetur og leitt
til fóðurvöntunar, ef ekki væri að
gert. Við ákvörðun magns og teg-
unda sáðvaranna skuli innflytj-
andi hafa samráð við Búnaðar-
félag tslands og Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins.
í framsöguræðu sinni sagði
Steinþór Gestsson m.a.:
Bændur eru uggandi um gras-
brest á komandi vori, þar sem
þeir óttast, að hin óvenjumiklu
svellalög f byggðum landsins geti
leitt af sér kal i túnum og ræktar-
jörð. Það er öllum vitanlegt, að
allt frá byrjun nóvember hefur
hitastig verið óvenjulegt og hefur
það haft þau sýnilegu áhrif að
hleypa jörðinni í gagn og jafna
frerann á öllu flatlendi, þ.e.a.s.
það hefur skapast hættuástand
um fóðuröflun bænda f sumar.
Bændur eru ekki einir um að
meta horfurnar viðsjárverðar.
Sérfræðingar telja, að af völdum
köfnunarkals séu tiðir kalskaðar
hérlendis og að þessu megi vænta,
að svell liggi á túnum lengi fram
eftir. Sérfræðingar eru og sam-
mála um að sú leiðin, sem tiltæki-
legust sé til að koma i veg fyrir
fóðurskort af völdum kal-
skemmda, sé ræktun grænfóðurs,
því að í flestum árum fá einærar
grænfóðurjurtir nægan vaxtar-
tíma til góðrar uppskeru, ef sáð-
korn er fyrir hendi, þegar fullséð
er, hvort um kalskemmdir er að
ræða eftir veturinn. Ekki þarf að
óttast það, að grænfóðurræktun
fari í handaskolum. Bændur eru
orðnir þaulvanir þeirri ræktun og
nota hana mjög árlega til þess að
auka á fjölbreytni fóðursins um
leið og hún er liður í varanlegri
ræktun landsins."
Friðjón Þórðarson:
Nauðsvn að efla svslusjóði
FRIÐJÓN Þörðarson (S) mælti í
síðustu viku fyrir tillögu til
þingsályktunar, sem hann flytur
ásamt Birni Fr. Björnssyni (F)
um aukna tekjustofna sýslu-
félaga. Gerir tillagan ráð fyrir, að
Alþingi skori á rfkisstjórnina að
gera nú þegar ráðstafanir til að
auka tekjur sýslufélaga, svo að
þeim verði gert kleift að sinna
lögboðnu hlutverki og aðkallandi
viðfangsefnum. Að lokinni fram-
söguræðu var umræðu um málið
frestað, og því vísað til Alls-
herjarnefndar.
Friðjón Þórðarson sagði, að
samkvæmt sveitarstjórnarlögum
væri starfsvið sýslufélaga mjög
margháttað, og rakti þingmaður-
inn upp helstu málaflokkana, sem
sýslufélögum er skylt samkvæmt
lögum þessum að sinna. Margvís-
legur kostnaður fylgdi að sjálf-
sögðu þessum skyldum, en sá
væri gallinn á, að samkvæmt
sveitarstjórnarlögunum væri að-
eins talað um að það, sem á vant-
aði að tekjur sýslunnar hrykkju
fyrir útgjöldum, skyldi jafna
niður á hreppana eftir vissum
reglum, sem þar væru nánar tald-
ar. Orðalag greinarinnar virtist
þó augljóslega benda til þess, að
sýslusjóðir ættu að hafa aðgang
að öðrum tekjustofnum, en þar
væru taldir. í raun væri það þö
svo, að sýslusjóðsgjaldið, sem um
væri rætt í fyrrnefndri grein
sveitarstjórnarlaganna, væri eini
tekjustofn sýslufélaganna.
Halldór Blöndal:
Nauðsyn að kaupa jarð-
bor til borana við Kröflu
HALLDÓR Blöndal (S) mælti í
fyrri viku fyrir þingsályktunartil-
lögu sem hann flytur ásamt Lár-
usi Jónssyni um kaup á jarðbor,
sem geti borað í allt að tveggja
kílómetra dýpi, enda henti hann
til borunar við Kröflu.
í framsöguræðu sinni sagði
Halldór Blöndal m.a.:
„Ástæðan fyrir því að þessi til-
laga er borin fram er sú, að hér á
landi er aðeins einn jarðbor, oft
nefndur gufubor, sem er nægi-
lega stór til þess að hægt sé að
nota hann við þær boranir, sem
nauðsynlégar eru við Kröflu og
fram eiga að fara á næsta sumri,
sumarið 1975 og sumarið 1976, að
þvi er mér hefur verið tjáð. Gufu-
borinn, þessi eini nægilega stóri
bor hér á landi, mun verða alger-
lega upptekínn allt næsta ár við
verkefni hér á Suð-Vesturlandi
vegna hitaveituframkvæmda og
borana fyrir Reykjavíkursvæðið.
Það verður því ekki hægt að nota
þann bor nyðra á sumrinu 1975. Á
hinn bóginn er orkuskorturinn á
Norðurlandi svo mikill, að það
þolir enga bið að reisa gufuvirkj-
un á háhitasvæðinu við Kröflu.
Mér er ekki kunnugt um, að af
opinberri hálfu hafi verið haft
neitt frumkvæði að þvi, að kaupa
hentugan jarðbor til landsins, þó
að fyrirsjáanlegt sé að nú nálg-
umst við kúf af verkefnum næstu
3—4 árin vegna orkuskorts í
heiminum.
Það er rétt að bor af þessu tagi
er nokkuð dýr, hann kostar
kannski 150 eða 200 millj. kr. Það
er þó ekki meira en svo sem einn
skuttogari. Þeir eru nú farnir að
skipta tugum hér á landi, þó af-
raksturinn af hverjum þeirra fyr-
ir sig verði ekki sambærilegur við
þennan bor ef vel tekst til. Ég álít
að það sé kominn tími til þess að
taka skarið af um þetta. Mér hef-
ur fundist að sá sofandaháttur
sem verið hefur um rannsóknirn-
ar i Kröflu á undanförnum árum
og eins nú við afgreiðslu fjárlaga,
beri það með sér, að það sé ekki
raunverulegur áhugi fyrir hendi
hjá yfirvöldum til þess að þessar
boranir fari fram, og ég óttast það
mjög, að því verði borið við á
næsta ári að af tæknilegum ástæð-
um verði ekki hægt að gera þær
boranir í Kröflu sem lofað hefur
verið. Ég fæ ekki skilið að tóm-
læti iðnaðarráðherra í þessum
efnum geti átt sér aðrar orsakir."
Ennfremur sagði Friðjón?
„Það er svo með þetta sýslu-
sjóðsgjald, að því er fyrst og
fremst jafnað niður á íbúa við-
komandi byggðarlags, þannig að
þarna getur orðið um tilfinnanleg
útgjöld að ræða, einkum þar sem
eiga í hlut fámennir og fátækir
hreppar, en yfirleitt eru sveitar-
félögin á íslandi þannig stödd, að
þau hafa nóg að gera með sína
tekjustofna. Og það vill nú verða
svo, að bæði ríki og sveitarfélög
eru síleitandi að auknum tekju-
stofnum til margháttaðra út-
gjalda. Það gengur stundum verr
að finna slíka tekjustofna. Og það
fer ekki hjá því, að okkur flutn-
ingsmönnum er það full ljóst, að
það getur verið erfitt að finna
þarna tekjustofn, sem kæmi til
greina til að styrkja hag sýslu-
félaganna. 1 niðurlagi greinar-
gerðarinnar nefnum við sem
dæmi, að til greina geti komið t.d.
ei'nhver hluti af söluskatti. Einnig
nefnum við Byggðasjóð, en við
vitum allir, að hlutverk hans er að
stuðla að jafnvægi í byggð lands-
ins. Fleira mætti sjálfsagt nefna.
Við vitum, að þessi tekjustofna-
mál, bæði ríkis og sveitarfélaga,
hafa lengi og árum saman verið
til umræðu bæði hér á Alþingi og
á mörgum öðrum stöðum og eru
enn. Það hefur verið bætt úr fyrir
þessum aðilum að ýmsu leyti, en
ég tel, að hvað tekjustofna snert-
ir, þá hafi alþingismenn algerlega
sparað sér ómakið að hugleiða
tekjustofna sýslufélaga og sýslu-
félög hafa að þessu leyti orðið
eftirbátur bæði ríkis og sveitar-
félaga. Þá má því vera fullljóst af
þessu, sem ég nú hef nefnt, að það
ber hina brýnustu nauðsyn til
þess að efla sýslusjóðina og auka
tekjustofna þeirra“.
F yrirspurnartími
1 GÆR voru á dagskrá samein-
aðs þings fjórar fyrirspurnir.
Fer hér á eftir stutt frásögn af
fyrirspurnunum og svörum ráð-
herra.
Bundnar innstæður
Karvel Pálmason (SFV)
spurði viðskiptaráðherra:
Hversu hárri fjárhæð námu
bundnar innstæður banka,
sparisjóða og innlánsdeilda hjá
Seðlabanka Islands um sl. ára-
mót?
Kvernig skiptist fé þetta eftir
kjördæmum?
Lúðvík Jósepsson sagði, að
bundnar innstæður hefðu um
sl. áramót numið 6.797 milljón-
um kr. Ef tekið væri mið af,
hvernig innlán hefðu skipzt á
afgreiðslustaði í lok sept. sl.
hefðu hinar bundnu innstæður
skipzt þannig á kjördæmi:
Reykjavík 3.929 milljónir,
Reykjanes 564 millj., Vestur-
land 340 millj., Vestfirðir 265
millj., Norðurland vestra 258
millj., Norðurland eystra 598
millj., Austurland 265 millj. og
Suðurland 578 millj. kr.
Landshluta-
áætíun N-Þing.
Jónas Jónsson (F) spurði for-
sætisráðherra:
1. Hvað líður gerð landshluta-
áætlunar fyrir Norður-Þing
eyjarsýslu?
2. Til hvaða þátta atvinnulífs
og þjónustu er ætlað, að
áætlunin nái?
Ólafur Jóhannesson sagði, að
verkfræðistofa Guðmundar
Óskarssonar hefði haft áætlun-
ina með höndum. Leggja hefði
átt fram frumskýrslu til við-
ræðna við forstöðumenn frá
áætlanadeild Framkvæmda-
stofnunarinnar fyrir miðjan
febrúar, en því verið frestað til
loka febrúar. Sagði ráðherra,
að sér hefði ekki tekizt að ná I
hlutaðeigandi til að fá upplýs-
ingar um, hvort nú væri búið að
leggja fram þessa frumskýrslu.
2. tl. fyrirspurnarinnar svar-
aði ráðherra þannig, að engin
grein atvinnulífsins hefði fyrir-
fram verið útilokuð i áætlun-
inni, en fyrirsjáanlegt væri, að
hún myndi fyrst og fremst taka
til þéttbýlisstaða á þessu svæði.
Jónas Jónsson þakkaði svörin
og taldi eðlilegt, að áætlunin
beindist fyrst og fremst að þétt-
býlisstöðunum.
Halldór Blöndal (S) harmaði
seinaganginn í áætlunargerð-
inni. Hefði verið gert ráð fyrir,
að unnt yrði að byrja á að vinna
eftir henni áður en hún lægi
fyrir í endanlegum búningi.
Væru heimamenn orðnir
óþolinmóðir og vildi hann því
spyrja ráðherra, hve miklu fjár
magni væri fyrirhugað að verja
til framkvæmdanna á þessu ári.
Ólafur Jóhannesson sagðist
ekki hafa tiltækar upplýsingar
um það.
Halldór Blöndal kvað
nauðsynlegt, að hið opinbera
gerði upp við sig, hvort halda
ætti þessu landsvæði í byggð.
Kvaðst hann vænta þess, að ráð-
herra gerði hvað hann gæti til
að reka á eftir málinu.
Ingvar Gfslason (F) sagði, að
ekki væri eðlilegt að búast við,
að áætluninni væri lokið, þar
sem stutt væri síðan Fram-
kvæmdastofnunin tók til starfa.
Þá væri á þessu stigi útilokað
að ákvarða fjármagn til fram-
kvæmda.
Endurskoðun
tryggingakerfis
Björn Pálsson (F) spurði
tryggingaráðherra:
Hvað hefur rfkisstjórnin gert
viðvíkjandi endurskoðun á
tryggingakerfinu, en tillögu til
þingsályktunar um það efni var
vísað til ríkisstjórnarinnar 14.
apríl 1973?
Sagði Björn í framsögu sinni,
að hann hefði á 2 síðustu þing-
um flutt þingsályktunartillögur
um endurskoðun trygginga-
kerfisins, sem miðuðu að því að
gera kerfið einfaldara, ódýrara
og réttlátara.
Magnús Kjartansson sagðist
vera sammála þingmanninum
um, að endurskoðun væri nauð-
synleg. I tilefni af tillögu
Björns frá í fyrra hefði verið
leitað eftir áliti frá Guðjóni
Hanssyni tryggingafræðingi
um endurskoðun á lífeyris-
sjóðakerfinu. Hefði hann ekki
talið mögulegt að sameina alla
núverandi lífeyrissjóði í einn
lífeyrissjóð, sem næði til allra
landsmanna. Hefði hann bent á
3 leiðir f málinu. Sagði ráð-
herra, að þingmönnum yrði
innan skamms afhent eintök af
skýrslu tryggingafræðingsins.
Björn Pálsson sagði, að ráð-
herra þyrfti ekki neina nefnd
til að fjalla um málið, en í ræðu
ráðherrans hafði komið fram,
að nefnd væri í tryggingamál-
unum. Taka mætti tillit til
kerfa, sem notuð væru í Noregi
og Svíþjóð, og þar sem ráðherra
væri vel læs á þessi tungumál
þyrfti hann engar nefndir til að
semja fyrir sig einhver vit-
leysisfrumvörp. Björn nefndi
lögin um lífeyrissjóð bænda
sem dæmi um vitleysuna í þess-
um málum. Helzti kosturinn við
þau væri sá, að þau væru svo
vitlaus, að enginn færi eftir
þeim.
Að lokum lýsti þingmaðurinn
því yfir, að hann væri til í að
eyða tveimur kvöldstundum
með ráðherra til að semja til-
lögur í þessum málum og
kvaðst hann ekki myndu taka
neitt fyrir það.
Öryggisráðstafanir
fyrir farþegaflug
Benedikt Gröndal (A) spurði
dómsmálaráðherra:
1. 'Hvaða öryggisráðstafanir
eru gerðar á íslenzkum flug-
völlum til verndar farþegaflug-
vélum gegn hættu á flugvéla-
ráni, ferðum hermdarverka-
manna og annars slíks?
2. Geta fslenzk yfirvöld annazt
sprengjuleit í farþegaflugvél-
um, ef tilefni gefst til?
Einar Ágústsson utanríkis-
ráðherra svaraði fyrirspurn-
inni að ósk dómsmálaráðherra,
en Einar fer með málefni
Keflavíkurflugvallar.
Ríkið hefði fest kaup á málm-
leitartæki 1972 til að leita á
farþegum og farangri í því
Framhald á bls. 18
Nefndarálit: — Seltjarn-
arnes verði kaupstaður
FRAM er komið á Alþingi
nefndarálit félagsmálanefndar
neðri deildar um frumvarp til
laga um kaupstaðarréttindi til
handa Seltjarnarneshreppi. Legg-
ur nefndin einróma til, að
Seltjarnarneshreppur hljóti
kaupstaðarréttindi, þó svo að
dómsmálast jörn, lögreglustjórn,
tollstjórn o.fl. heyri undir við-
komandi embætti í Reykjavík.
Fjarverandi afgreiðslu málsins í
nefndinni voru þingmennirnir
Stefán Valgeirsson (F) og Gylfi
Þ. Gfslason (A).
Nefndin leggur til að megin-
greinar frumvarpsins hljóði svo:
1.1. gr. orðist svo:
Seltjarnarneshreppur skal vera
kaupstaður. Nær umdæmið yfir
allan núverandi Seltjarnarnes-
hrepp og heitir Seltjarnarnes-
kaupstaður. Heyrir umdæmið til
Reykjaneskjördæmi.
2. 2. gr. orðist svo:
Dómsmálameðferð, lögreglu-
stjórn, tollstjórn og önnur sú með-
ferð málefna af hálfu ríkisvalds-
ins í umdæminu, sem um ræðir í
lögum um skipan dómsvalds í
héraði, lögreglustjórn, tollstjórn
o.fl., sbr. nú lög nr. 74 1972,
heyrir undir þau embætti í
Reykjavík, sem í þeim lögum
greinir, sbr. nú 1.—6. gr. laga nr.
7.4 1972.
Seltjarnarneskaupstaður og
Reykjavík eiga saman dómþing-
há.