Morgunblaðið - 13.03.1974, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
16
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsmgar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 2 5,00 kr. eintakið.
• •
STOÐVAST
FRYSTIHÚSIN?
Astjórnarfundi í Sölu-
miðstöð hraðfrystihús-
anna í fyrradag var rætt
um rekstrarerfiðleika
hraðfrystihúsanna og kom
þar fram, að ekki sé lengur
rekstrargrundvöllur fyrir
frystihúsin, þannig að við-
búið er, að þau muni stöðv-
ast innan skamms, annað-
hvort öll í einu, vegna sam-
eiginlegrar ákvörðunar um
rekstrarstöðvun, eða þá
eitt af öðru eftir því sem
fjármagn þrýtur.
Ástæðan til þessara
miklu erfiðleika eftir
sæmilega afkomu frystiiðn-
aðarins að undanförnu er
að sjálfsögðu hin geigvæn-
lega verðbólguþróun inn-
anlands, sem kynnt er und-
ir af ríkisvaldinu með sí-
felldri þensluaukningu og
fjármálaráðstöfun ríkis-
valdsins. En hins vegar
eiga erfiðleikarnir rætur
sínar að rekja til lækkandi
verðs á útfluttum frystiaf-
urðum. Frystihúsaeigend-
ur krefjast þess nú, að
ríkisvaldið geri ráðstafanir
til að treysta grundvöll
þessa mikilvægasta at-
vinnurekstrar, og hljóta
stjórnvöld að taka þessar
aðvaranir alvarlega, enda
blasti við hreint hrun fs-
lenzks efnahags, ef um
stöðvun frystihúsanna yrði
að ræða.
Á undangengnum árum
hefur verið stöðug og
gífurlega mikil hækkun á
frystum fiski á erlendum
mörkuðum. Hefur verðlag-
ið yfirleitt mótazt af verði á
frystri fiskblokk á frjálsum
markaði í Bandaríkjunum,
en það hefur stigið jafnt og
þétt og komst í 82 Banda-
ríkjacent, en var á erfið-
leikaárunum 1967 og 1968
komið allt iður í nálægt 20
centum. Fjórföldun fisk-
verðs á fáum árum gerði
það að verkum, að unnt var
að reka útgerð og fiskiðnað
af þrótti, þrátt fyrir miklar
innlendar hækkanir. Ljóst
var þó, að á hverjum tíma
var boginn spenntur til
hins ítrasta og ekkert mátti
út af bregða. Nú hafa þau
illu tíðindi hins vegar
spurzt, að fiskblokkin fari
fremur lækkandi en hækk-
andi. Að vísu er ekki enn
um að ræða verulega lækk-
un, en á hitt er að líta, að
þetta er sá árstími, þegar
fiskverð fer yfirleitt frem-
ur hækkandi á Bandarfkja-
markaði vegna mikillar
fiskneyzlu á föstunni, en
dreifingaraðilar byrgja sig
gjarnan upp fyrstu mánuði
ársins, og eftirspurn er þá
mikil. Hætt er því við, að
lækkun fiskverðsins nú
boði varanlega lækkun,
þótt vonandi verði hún
ekki meiri en þegar er orð-
ið.
Fregnirnar af erfiðleik-
um frystiiðnaðarins eru
ennþá alvarlegri fyrir þær
sakir, að framundan er
augljóslega meiri og hrað-
ari verðbólga en áður hef-
ur hér þekkzt. Þeir erfið-
leikar, sem við er að etja í
dag, eru því barnaleikur
hjá því, sem framundan er,
ef ekkert verður að gert.
Vinstri stjórnin hefur setið
við völd í einstæðu góðæri,
og má raunar segja, að
heppilegt hafi verið að
stunda þessa tilraunastarf-
semi einmitt í mesta góð-
ærinu, því að ella hefði
þrengt heldur harkalega
að fólki, vegna hinnar fá-
víslegu stjórnarstefnu. En
hætt er við, að nú sé komið
að skuldadögunum, og
lengur geta stjórnvöld ekki
skotið sér undan þvf að
gera einhverjar ráðstafan-
ir til að tryggja hag út-
flutningsframleiðslunnar.
Ummæli
blaðafulltrúans
Aalmennum borgarafundi
um öryggismál Islands
s.l. sunnudag gerði Hannes
Jónsson, blaðafulltrúi
ríkisstjórnarinnar, sér lítið
fyrir í ræðu og varði, þótt
með óbeinum hætti væri,
innrás Rússa í
Tékkóslóvakíu.
Blaðafulltrúinn vék að
undirskriftasöfnun ,,Var-
ins lands“ og gat þess f
leiðinni, að hann hefði ver-
ið í Sovétríkjunum um það
leyti, sem innrás var gerð í
Tékkóslóvakíu. Sagðist
hann hafa fylgzt mjög
rækilega með fréttum
rússneskra fjölmiðla af
þeim aðgerðum og hefðu
þeir skýrt ítarlega frá því,
að aðgerðir Varsjárbanda-
lagsríkjanna hefði byggzt á
því, að vinir þeirra í
Tékkóslóvakíu hefðu ákall-
að þá, sent áskorunarskjöl,
og beðið þá að koma sér til
hjálpar.
Þegar blaðafulltrúinn
hafði þetta mælt, klöppuðu
nokkrir kommúnistar ákaf-
lega og glöddust yfir því,
að hafa í þjónustu sinni
slíkan blaðafulltrúa, sem
glottandi lagði að jöfnu
undirskriftir meirihluta
þess fólks, sem að jafnaði
tekur þátt í kosninguin á
Islandi og stórlygar
rússneskra fjölmiðla um
það, að tékkneska þjóðin
hefði beðið Rússa um
vernd, og innrásin hefði
verið gerð að þeirra ósk.
Rétt er að þetta framferði
gleymist ekki.
Baldur
Hermannsson:
PER OLOF SUNDMAN &
YNGVE BAUM
Manniskor vid haf
113 bls, 50 myndir,
A Bonniers förlag StOckhoIm,
1966.
□ i Loftferð Andrésar, bókinni
um hinn misheppnaða heim-
skautaleiðangur Andrées, segir
Per Olof Sundman frá sviplegum
aldurtila Snabbs nokkurs
timburmanns. Snabb var þá
staddur á Spitzbergen með leið-
angri Nordenskiölds.
Eínn frostkaldan vetrardag yf-
irgaf Snabb skyndilega bækí-
stöðvar leíðangursins. Hann kast-
aði ekki kveðju á neinn, en
hraðaði sér í norðurátt. Þetta
gerðist í Ijósaskiptunum. Félagar
hans kölluðu á eftir honum, skutu
af rifflum, en alltkom fyrir ekki.
Snabb sinnti því engu, heldur
stikaði einbeittur í norður.
Nordenskiöld sendi menn eftir
honum, en rökkrið hafði gleypt
hann. Daginn eftir fylgdu þeir
slóð hans nokkrar klukkustundir,
þangað til skammvinn skæðadrífa
máði út sporin.
Timburmaðurinn hafði gengið í
norður og sneri aldrei aftur. Þetta
gerðist árið 1872. Sagan fjallar
fremur um höfuðáttina norður en
Snabb timburmann. Sundman
getur þessa ei.nkennilega atviks
sem dæmis um híð kyniega seið-
magn norðursins.
Sjálfur gaf Sundman sig ungur
seiðnum á vald. Hann fluttist frá
fæðingarborg sinni, Stokkhólmi,
til Norður-Svíþjóðar og rak þar
hótel í hálfan annan áratug, áður
en hann gerðist þingmaður og lár-
viðarskáld.
Sundman þekkir til hlítar hin
harðbýlu lönd norðursins, frost-
greipar vetursins, svalar, bjartar
surnarnætur, dalalæðu og fótspor
f morgundögg. Fólkið, sem býr
Tvær bækur
eftir Sundman
þar, lífir, stritar og deyr á sérstak-
an sess í hjarta hans.
Hann fylgist stöðugt með hrær-
ingum mannlífsins á norðurslóð-
um. Einn daginn slægir hann
þorsk um borð í norskum dalli.
Svo skýtur hann upp kolli hress
og kátur á heiðnu blóti á Drag-
hálsi vestur. Ekkert norrænt er
honum óviðkomandi.
Mánniskor vid hav fjallar um
fiskveiðar í Norður-Noregi. Sund-
man tekur sér nokkurra vikna
orlof frá þingstörfum veturinn
1966 og siglir með strandferða-
skipi frá Ósló til Lofoten. Hann
hreiðrar um sig í afskekktu
sjávarplássi, Henningsvær.
Febrúar er í versta ham, veðrið
hryssingslegt, götur og sund litla
þorpsins á kafi í krapi.
Skáldið er stíflað af illkynjuðu
kvefi, en ber sig vel. Hann öslar
krapið, tekur menn tali, skrifar
hjá sér samræður og upplýs-
ingar. Hann rífur sig upp
í morgunsárið og fer í róð-
ur með fiskimönnunum. Hann
sækir þá heim, drekkur með þeim
rótsterkt kaffi og brennivín.
Blóðugt þilfar og þröngur, skít-
ugur lúkar er veröld að
Sundmans. Fisknnennirnir eru
hraustir, fáorðir strákar oggefa
skáldínu í nefið. Neftóbakið og
sjávarloftið kála í samvinnu kvef-
sýklunum.
Sundman spyr embættismenn
og fiskkaupmenn spjörunum úr,
safnar tölfræðilegum upplýsing-
um um atvinnuvegi og framtíðar-
horfur héraðsins.
í Henningsvær ráða aflabrögð-
in örlögum fólksins. Samt eru bát-
arnir gamlir og i vondu ásigkomu-
lagi. bryggjurnar fúnar. Margra
ára aflabrestur hefur orðið
Henningsvær þungur í skauti.
Greinarhöfundur ræðirmálin við Per Olof Sund-
man kosninganóttina 16. september síðastliðinn.
Ljósm. Il.jG.
Það örlar á feigðarmörkum og
bölsýnín hefur undirtökin.
PER OLOF SUNDMAN
Lofoten sommar
177 bls, Ijósmyndir, P. A. Norstedt & Söners
l'orlag Stockholm, 197.'1.
Sumarið 1970 heimsækir Sund-
man Henningsvær á nýjaleik, nú í
samfylgd verndara síns, Önnu
Karinar. Enn sem fyrr sprangar
skáldið niður þeSsa einu götu
þorpsins, sem heitið getur, og nú
er hýrri háin. Rokfiskirí undan-
farinna ára hefur stappað stálinu
í þorpsbúa og þeir leika við hvern
sinn fingur.
Sól skín í heiði Anna Karin
blóm í sveig. Gamlir kunningjar
Sundmans bjóða þeim heim, og
nú er uppi á þeim tippið. Kaffið
er alltaf jafnsterkt, og hvanna-
rótarbrennivínið islenzka lífgar
sálaryl.
Lofoten sommar er skemmti-
legri aflestrar en Mánniskor vid
hav. Frásögnin er gædd meiri lífs-
gleði, bjartsýni og þrótti. Ljós-
•myndarinn Y. Baum mynd-
skreytti fyrri bókina, en
Sundman sjálfur þá seinni. Mynd-
ir Baums eru fallegar og listræn-
ar eins og vera ber, en heimilda-
gildi þeirra er hverfandi. Ég býst
við, að myndir Sundmanns séu
lakari, séð frá bæjardyrum
ljósmyndalistarinnar, en þær
hafa lífrænna samband við efr.i
bókarinnar og veita betri upplýs-
ingar.
Sundman leggur áherzlu á hinn
sameiginlega lífsstíl fólksins á
norðurslóðum. ísland og
Færeyjar koma litillega við sögu í
Lofoten sommar. Þar segir m.a.
frá samræðum við skáldið á
Gljúfrasteini. Eitthvað virðist
hafa hellzt illa upp á könnuna hjá
Nóbelsskáldinu þann morguninn.
Sundman segir Halldóri frá för
sinni að Heklu, sem þá spjó eldi
og eimyrju yfir landsbyggðina.
„Ég hef ekki séð þetta nýja
gos,“ segir Halldór. „Ég vil ekki
sjá það. Önnur þjóðarógæfa ís-
lands eru allar þessar rollur. A
islandi eru fjórar rollur á hvert
mannsbarn. Einu sinni uxu
bjarkarskógar á íslandi. Nú eru
þeir horfnir. Bannsettar rollurn-
ar hafa nagað þá i tætlur."
Sundman er öllu vanur og ekki
af baki dottinn. Hann heldur
áfram og segir nú Halldóri frá
ferð sinni norður í land. Hann
hælir Dettifossi á hvert reipi og
lýsir með fjálgum orðum fegurð
náttúrunnar þar um slóðir.
„Ég hef komið þangað tvisvar,“
segir Nóbelsskáldið. „Þangað fer
ég aidrei aftur. Það er einhver
ófreskjubragur á Dettifossi. Ég
bíð rrieð óþreyju þess dags, er við
höfum efni á að virkja fossinn.
Við verðum að forða kynslóðum
framtíðarinnar frá Dettifossi.“
Sundman gerir sér sjaldan far
um að kafa í sálardjúp þeirra,
sem gegna hlutverkum í bókum
hans. Hann lýsir andliti þeirra,
svipbrigðum, augnaráði, brosi,
vaxtarlagi, göngulagi, orðræðum
þeirra og athöfnum. Hann hafnar
þeim skáldasið að leggjast á
skráargatið og Ijúga i eyðurnar.
Þrátt fyrir óvenju hlutræna frá-
sögn af, kjörum fölks á úlkjálka
Skandinavíu tekst Sundman að
skapa trausta heildarmynd, sem
ólgar af lífi.
Bækurnar eru troðfullar af töl-
fræðilegum upplýsingum, en
Sundman kann á því tökin að
blása lífi í fróðleikinn. 1 höndum
hans verður tölfræðileg skýrsla
um fólksflutninga, aflabrögð og
skreiðarútflutning hreinasti
skemmtilestur.
1 þessum tveim bókum vottar
hvergi fyrir stjórnmálalegum
vangaveltum.
Fyrirætlun Sundmans hefur
Framhald á bls. 18