Morgunblaðið - 13.03.1974, Page 17

Morgunblaðið - 13.03.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 17 Byggj ast ríkjabandalög framtíðarinnar á orkueign Margvíslegar vangaveltur hafa komið fram að undanförnu um hugsanleg áhrif olfukreppunnar á hin ýmsu rfki heims og samskipti þjóða I bráð og lengd. Margföldun olíuverðs á skömmum tíma hefur f för með sér gffurleg- ar breytingar á efnahag rfkja, kemur hart niður á vestrænum iðnrfkj- um og veldur búskap þeirra stórfelldum áföllum, en á að öllum Ifkindum eftir að verða olfuframleiðsluríkjum sterk lyftistöng. Hugsanlega eiga hækkanir á olfu og öðrum hráefnum eftir að brúa hið margumtalaða bil milli þeirra þjóða, sem nú teljast auðugar iðnaðarþjóðir, og fátækra þjóða vanþróaðra og svo gæti farið, að efnahagslegar afleiðingar olfukreppunnar ættu eftir að skekja grund- völl hinna ýmsu þjóðfélaga svo um munaði, m.a. með stórfelldu atvinnuleysi, samfara samdrætti í framleiðslu. Svo kann jafnvel að fara, að þær valdi uppstokkun f millirfkjasam- skiptum og f versta falli vopnuðum átökum milli þeirra, sem orkuna hafa, og hinna, sem ekki standa svo vel að vfgi. Jafnframt má vænta aukinnar notkunar annarra orkulinda en olfu, þegar fram Ifða stundir, og má búast við, að reynslan af þeim og þau skilyrði, sem þær skapa, hafi afgerandi áhrif á Iff þjóðanna f framtfð- inni. Frá kjarnorkuveri í V-Þýzkalandi. Fræðimenn reyna gjarnan að sjá út, hvers megi vænta í fram- tíðinni. Einn þeirra er Stephen C. Ropp prófessor í framtíðar- fræði við háskólann í New Mexico, sem spáir áfram- haldandi orkukreppu a.m.k. fram í fyrsta fjórðung næstu aldar og segir ekki ósenni- legt, að ríkjabandalög verði þá að verulegu leyti byggð á skipan og nýtingu orku- linda. Núverandi skipting heims- ins í áhrifasvæði austurs og vest- urs segir Ropp að kunni að víkja fyrir skiptingu milli orkusnauðra ríkja annars vegar og orkuauð- ugra hins vegar og miðað við nú- verandi ástand megi búast við, að Arabarikin og önnur ríki, sem eiga gnægð olíulinda, verði orðin sterkasta fjármálaaflið í veröld- inni um næstu aldamót. Breytingar ríkjabandalaga Sem dæmi um hugsanleg hern- aðarátök um orkulindir tekur Ropp Japan og Indónesíu. Indónesia hefur til þessa talizt til vanþróaðra ríkja, en er auðugt land að oliulindum. Japan telst aftur á móti til hinna riku iðn- ríkja heims, en skortir tilfinnan- lega orku. Hvað gerist, spyr Ropp, ef Japönum verður stillt upp að vegg; ef Arabar, sem hafa séð Japönum fyrir obbanum af þvi eldsneyti, sem þeir þarfnast, draga að sér höndina og aðrar olíuframleiðsluþjóðir fara að þeirra dæmi. Gæti afleiðingin ekki orðið endurtekning ein- hverra þátta síðustu heimsstyrj- aldar? Hann bendir einnig á aðstöðu- mun landa á borð við Brasilíu annars vegar og nágrannaríkin Perú og Venezúela hins vegar; nefnir líka hugsanlegan mögu- leika á einhvers konar átökum milli Skotlands og Englands, sem virðist hreint ekki út í hött, þegar höfð eru í huga úrslit nýafstað- inna kosninga i Bretlandi, þar sem skozkir þjóðernissinnar unnu umtalsverðan sigur eftir að hafa m.a. haldið fram skorinorðum kröfum um, að verulegur hluti ágóðans af Norðursjávarolíunni komi Skotlandi til góða, þegar framleiðslan hefst. Ropp leiðir getum að því, að ofangreind skipting ríkja geti orðið á þann veg til dæmis, að Sovétríkin, Arabarikin, Vene- zúela, Ekvador, Perú, Nígería, Skotland, Indónesía og fleiri bindist samtökum, en andspænis þeim verði samtök flestra landa Vestur- og jafnvel Austur- Evrópu, Englands, Japans, Ind- lands o.fl., en fer ekki nánar út í þessa skiptingu heldur tekur fram, að þessar hugmyndir sínar séu einungis lauslegar vangavelt- ur, en ekki fram settar sem fram- tíðarspár. Hann leggur hins vegar áherzlu á það atriði, sem mönnum hefur orðið mjög tiðrætt um í vanga- veltum um afleiðingar oliukrepp- unnar í framtíðinni, en það er, hvernig Arabaríkin muni nota hinn mikla olíuauð sinn, hvort þeir veiti honum inn í alþjóða- gjaldeyriskerfið og fjárfesti í framleiðslufyrirtækjum, sem auk- ið geti atvinnu, eða hvort þeir noti hann til vopnakaupa og til stuðnings róttækum byltingar- hreyfingum. I þessum efnum á líka eftir að skipta máli, hvernig Arabaríkin og önnur olíufram- leiðsluríki, sem kunna að verða aflögufær um fé, bregðast við þörfum annarra vanþróaðra ríkja, því að eigi að verða áframhald uppbyggingar þeirra með sama hraða og verið hefur síðustu ár er talið, að efnahagsaðstoð til þeirra þurfi að aukast um hundruð millj- arða króna á ári. Ætlazt til aukinnar aðstoðar olíuframleiðsluríkja Laust eftir áramót ákváðu OPEC ríkin á fundi að stofna sér- stakan þróunarbanka eða sjóð, sem sérstaklega skyldi sinna þörf- um þróunarlandanna og hjálpa þeim að yfirstiga erfiðleikana, sem samfara yrðu hækkuðu olíu- verði, en framkvæmdir I þessum efnum hafa orðið hægari en við var búizt. Það hefur vakið nokkra gremju og sú spurning gerzt áleitnari meðal ýmissa vestrænna ríkja, hvort ástæða sé til þess að þau leggi svo mikið af mörkum til efnahagsaðstoðar og fjármögnun- ar meiriháttar þróunarverkefna í þriðja heiminum svonefnda, þeg- ar þau standi sjálf æ verr vegna hækkana á olíuverði og öðrum hráefnum. Verða og æ háværari kröfur um tilfærslu aðstoðarfjár, þannig að minna verði veitt til olíuframleiðsluríkjanna, en því meira til þurfandi þjóða á borð við Indland, Pakistan og Bangla Desh. A það er bent til dæmis, að Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna — UNICEF — sem byggir eingöngu á frjálsum fram- lögum ríkisstjórna og stofnana, ver fjárupphæð, er nemur um 450 milljónum islenzkra króna á ári til ýmiss konar framkvæmda og verkefna hjá sextán þjóðum i Austurlöndum nær, en á þeim slóðum hefur sjóðurinn unnið mörg merkileg verkefni á liðnum árum. Á sl. ári lögðu arabísku olíuframleiðsluríkin og Iran fram 75 milljónir króna af þessu fé, þar af lagði Saudi-Arabía til 2,5 millj- ónir, en á sama tíma varði UNICEF 42,5 milljónum króna þar i landi, að langmestu leyti til þjálfunar og kennslustarfa. Saudi-Arabía hefur nú sem kunn- ugt er gífurlegar tekjur af olíu- sölu. Stærstu fjárframlög til UNICEF koma frá Bandaríkj- unum, 1275 milljónir króna, og Sviþjóð um 850 milljónir kr. og Indverjar, sem sennilega fara allra þjóða verst út úr hækkun oliuverðsins, lögðu á sl. ári hærri upphæð til sjóðsins en ofangreind olíuríki, eða um 85 milljónir kr. 1 þessu sambandi er á það bent, Aröbum og öðrum oliufram- leiðsluríkjum til málsbótar, að olían fór ekki að hækka að veru- legu marki fyrr en langt var liðið á sl. ár og olíugróði framleiðslu- ríkjanna því tiltölulega nýtilkom- inn, að þau hafa ef til vill ekki ennþá áttað sig á því, hvernig honum verði bezt varið eða féð bezt ávaxtað. Sömuleiðis kunni Arabaríkin að þurfa tima til að kynna sér, hvaða verkefni kemur til greina að styrkja og átta sig á því hvort þau vilji fremur veita beina efnahagsaðstoð með milli- rikjasamningum — og þá að hluta i pólitisku augnamiði — eða veita fé sinu til að styrkja starf alþjóða- stofnana á borð við UNICEF. Aukaþing S.Þ. uih orkumálin og nýskipan alþjóðaviðskipta Þeir, sem teljast til Araba þekkja, halda því fram, að þá skorti sizt örlæti og þeir muni sýna það í verki, þegar fram í sækir. Á þessa staðhæfingu ætti að reyna á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna, sem boðað hefur verið til 9. apríl nk., þar sem fjalla á um hráefnamálin, sérstaklega áhrif verðhækkana oliunnar á þróunar- löndin, og sömuleiðis hvort unnt sé að koma á nýju skipulagi i alþjóðaviðskiptum, þar sem í grundvallaratriðum sé byggt á jafnrétti rikja og sameiginlegum hagsmunamálum. Houari Boumedienne forseti Alsirs, sem er frumkvöðull þess, að aukaþing S.Þ. sé kallað saman, hefur lagt á það áherzlu, að sam- staða olíuframleiðsluríkjanna um hækkun oliuverðsins hafi ekki sizt verið til þess ætluð að koma á meira jafnvægi milli iðnaðar- og þróunarrikjanna. Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera vel undir það búnar að fjalla um þessi mál, því að á þeirra vegum hefur verið fylgzt náið með ástandi orkumálanna og áhrifum þeirra i þróunarlönd- unum, m.a. vegna hinna margvís- legu framkvæmda, sem þar er unnið að á vegum ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna. S.Þ. hafa árum saman sent frá sér skýrslur um hinar ýmsu hliðar orkumál- anna og þegar árið 1961 var hald- in á vegum S.Þ. orkumálaráð- stefna í Róm, þar sem íslendingar voru meðal þátttakenda og áttu stóran þátt i að vekja áhuga á notkun jarðvarma, sem síðan hef- ur farið vaxandi víða um heim. Eitt af helztu áhyggjuefnum varðandi orkukreppuna eru áhrif hennar á matvælaframleiðsluna í heiminum. Einn af sérfræðingum S.Þ., Janez Stanovik, hefur spáð því, að enda þótt orkukreppan sjálf kunni að ganga yfir eftir nokkur ár, muni hún engu að síður hafa í för með sér slíka hættu á stórfelldri skerðingu mat- vælaframleiðslu á næstunni, m.a. vegna hinnar miklu tæknivæðing- ar landbúnaðarins í mörgum löndum og hækkaðs verðs á til- búnum áburði, að það atriði eitt geti orðið vmannkyninu afdrifa- ríkt. Sömuleiðis megi, þegar fram f sækir, vænta svo margháttaðra tæknibreytinga samfara aukinni notkun annarra orkulinda, að leiði til róttækra umskipta í mat- vælaframleiðslu. Ekki hvað sízt þess vegna sé brýnt að auka sam- starf þjóða heims í orkumálum. Með þetta í huga verður án efa fylgzt af miklum áhuga með gangi málanna á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna í april og þess má vænta, að niðurstöður umræðn- anna þar verði lagðar til grund- vallar matvælaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem fyrirhugað er að halda næsta haust. — mbj. Frá olíuhreinsunarstöð í Saudi-Arabíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.