Morgunblaðið - 13.03.1974, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974
19
Ellert B. Schram o. fl.:
íþróttaiðkend
ur njóti réttar
til slysabóta
Fram er komið á Alþingi frum-
varp um breytingu á lögum um
almannatryggingar, þar sem lagt
er til, að íþróttaiðkendur, sem
fyrir slysum verða við iðkun
íþróttanna, njóti ákvæða laganna
um slysabætur, en eins og kunn-
ugt er hefur lengi verið mikill
áhugi á þessu innan íþróttahreyf-
ingarinnar.
Fyrsti flutningsmaður þessa
frumvarps er Ellert B. Schram
(S), en auk hans standa að flutn-
ingi frumvarpsins Stefán Gunn-
laugsson (A), Jónas Arnason
(Ab), Karvel Pálmason (SFV),
Bjarni Guðnason (Ff) og Jón
Skaftason (F).
Greinargerðin með frumvarp-
inu er svohljóðandi:
Frumvörp um þetta sama efni
hafa oft áður verið flutt á Alþingi,
en þrátt fyrir góðar undirtektir
þingnefnda og áskoranir íþrótta-
samtakanna eigi náð fram að
ganga, og hefur því barátta fyrir
þessum sjálfsögðu réttindum
íþróttafólks staðið í marga ára-
tugi.
Þau rök, sem mæla með sam-
þykkt frumvarpsins, eru þessi:
Eins og flestum, er til þekkja,
er kunnugt, koma oft fyrir slys
við íþróttaæfingar og íþrótta-
keppni, án þess að um verði kennt
óaðgætni eða slæmum útbúnaði
íþróttatækja. Þeir, sem íþróttir
stunda, eru oftast ungt fólk og í
flestum tilfellum félítið.
Augljóst er, að erfitt er fyrir
þetta fólk að mæta skakkaföllum,
sem það verður fyrir, þegar það
verður lengri eða skemmri tíma
frá verki vegna slysa við íþrótta-
iðkanir.
Þennan vanda hefur íþrótta-
hreyfingin sjálf reynt að leysa
með myndun eigin slysatrygg-
ingasjóða, sem því miður, eftir
meira en áratugar starfsemi, hafa
eigi getað fullnægt nema hluta af
tryggingaþörfinni.
Um raunhæfa lausn á þessu
máli er því ekki að ræða aðra en
þá, að íþróttaiðkendur njóti
ákvæða almannatryggingalag-
anna um slysabætur.
Um sanngirni slíks máls má
leiða fram mörg rök, en hér
verður aðeins bent á þýðingu
íþróttanna fyrir uppeldi og
hreysti æskunnar og reyndar
allra þeirra, eldri sem yngri, er
iðka íþróttir, og því fráleitt, að
íþróttafélag njóti eigi ákvæða al-
mannatrygginga um slysabætur
við íþróttaiðkanir.
Eins og fyrr segir, hafa Iþrótta-
samband íslands og íþrótta-
bandalag Reykjavikur rekið sjálf-
stæða slysatryggingasjóði, sem þó
hafa ekki haft bolmagn til
greiðslu fullnægjandi slysa- og
kostnaðarbóta og hafa verið fjár-
Halldór Blöndal:
HALDIN VERÐI
SUMARNÁMSKEIÐ
FYRIR RÉTTINDA-
LAUSA KENNARA
hagslegur baggi fyrir iþrótta-
hreyfinguna. Hafa þessir sjóðir
þó ekki staðið undir örorku- eða
dánarbótum, og verður að telja
það mikilvægasta nýmæli frum-
varpsins, að gert er ráð fyrir
greiðslu slíkra bóta vegna slysa
íþróttafólks, sem leiða til örorku
eða dauða.
Það er með öllu ósæmandi, að
íþróttafólk á íslandi skuli ekki
búa við þær slysatryggingar, sem
i lögum um almannatryggingar
felst. Verður að telja eðlilegt, að
sá fjárhagsvandi verði í fyrstu
leystur sameiginlega af rikissjóði
og iþróttahreyfingunni, en
ágreiningur um iðgjaldagreiðslur
hefur torveldað framgang þessa
réttlætismáls.
í því sambandi er hugsanlegt,
að íþróttahreyfingin leggi fram
höfuðstóla þeirra slysatrygginga-
sjóða, sem hún nú rekur, enda
verði þeir skoðaðir sem iðgjalda-
greiðslur af hálfu íþrótta-
hreyfingarinnar næstu árin. Með
því ætti að létta á kostnaði ríkis-
sjóðs vegna þessarar lagabreyt-
ingar.
Gert er ráð fyrir, að um þessi
atriði verði nánar kveðið á I reglu-
gerð.
HALLDÖR Blöndal (S) mælti
fyrir þingsályktunartillögu, sem
hann flytur ásamt Sveríi
Hermannssyni (S) um starfsrétt-
indi kennara, á fundi sameinaðs
þings í fyrri viku. Samkvæmt til-
lögu þessari er lagt til, að Alþingi
álykti að skora á ríkisstjörnina að
hlutast til um, að yfirvöld haldi
námskeið fyrir starfandi kennara
á barna- og gagnfræðaskólastigi,
sem ekki hafi kennararéttindi.
Skuli við það miðað, að þeir hafi
verið settir um óákveðinn tíma
eða gegnt fullu starfi f a.m.k.
fimm ár, enda mæli viðkomandi
skólastjóri og fræðsluráð eða
skólanefnd með því. Námskeið
þetta skuli vera eitt sumar og
haldið tvívegis aan.k. sumrin
1974 og 1975. Að þvf loknu skulu
viðkomandi kennarar hafa full
starfsréttindi á því stigi, sem þeir
kenna við.
í framsöguræðu sinni sagði
Halldór Blöndal m.a.:
„Ástæðan til þess að þessi til-
laga er fram borin er sú, að eins
og ástandið hefur verið í skóla-
málum, hefur mikið skort á það,
að kennarar með full starfsrétt-
indi hafi fengist til þess að kenna
við hina ýmsu skóla víðs vegar um
landið. Þannig er nú talið t.d., að
um 100 skólakennarar á barna-
skólastigi hafi ekki full kennara
réttindi, og er sömu sögu að segja
úr gagnfræðaskólunum, að það er
Qddur Olafsson:
Sveitarfélögin fái Viðlagasjóðshúsin
- m.a. til nota fyrir aldraða og öryrkja
áhuga, því að enda þótt milli
80—90% af okkar fjölskyldum í
þessu landi búi i eigin húsnæði,
þá er það þó svo, að af ýmsum
ástæðum eru vissir hópar þjóð-
félagsins, sem jafnan þurfa að
treysta á aðstoð og hjálp sveitar-
félaganna til þess að geta búið í
viðunandi húsnæði. Ég hef þá
einkum í huga aldraða, öryrkja,
ungt fólk, sem er að byrja búskap, j
fólk, sem ekki hefur efni á þvi að
kaupa sér íbúðir á gangverði og 1
þarf að búa i leiguhúsnæði i 5—10
ár, uns fjárhagurinn leyfir
flutning i eigið húsnæði. Og svo
enn fremur sérfrótt fólk, sem
kemur til starfa úti í sveitar-
félögunum í stuttan tíma, vill
ógjarnan kaupa sér húsnæði á
stöðunum eða byggja, en þarf á
húsnæði að halda og er nauðsyn-
legt fyrir sveitarfélögin að geta
útvegað slíku fólki leiguhúsnæði,
annaðhvort á eigin vegum eða
a.m.k. sjá til þess, að það sé hægt
að fá leiguhúsnæði innan sveitar-
félagsins. Að öðrum kosti er lík-
legt t.d., að unga fólkið drífi sig
burtu til staða, þar sem lausn
þessa aðalframfærsluvandamáls
er auðveldari og enn fremur, að
verr en ella gangi að fá kennara,
heilbrigðisstarfsfólk og fleiri sér-
fróða aðila til starfa.
Varðandi aldraða hafa erfið-
leikar þeirra hvað eftir annað
verið ræddir hér á Alþingi. Öllum
er ljóst, að húsnæði vantar fyrir
aldrað fólk. Þótt þörfin sé e.t.v.
mest fyrir hjúkrunarþurfandi
aldraða, þá er þó allmikill fjöldi
þeirra, bæði inni á stofnunum og i
heimahúsum, sem gæti mjög auð-
veldlega búið í húsum h'kum
þeim, sem hér er um að ræða,
búið við skilyrði þar sem þeim
Framhald á bls. 18
Lárus Jónsson:
ODDUR Ólafsson (S) mælti i síð-
ustu viku fyrir tillögu sinni til
þingsályktunar um ráðstöfun Við-
lagasjóðshúsa. Gerir tillagan ráð
fyrir, að ríkisstjórnin stuðli að
þvf, að sveitarfélögum verði gef-
inn kostur á að kaupa innan-
sveitarviðlagasjóðshús á kostn-
aðarverði, er þau verða auglýst til
sölu nú á næstunni. Ennfremur,
að 80% söluverðsins verði lánað
sveitarfélögunum með hagkvæm-
um kjörum, enda verði húsin nýtt
sem elliheimili, sem íbúðir fyrir
aldraða og öryrkja eða verði leigð
þeim íbúum viðkomandi sveitar-
félags, er ekki hafa efni á að
koma sér upp eigin húsnæði.
í framsöguræðu sinni fyrir til-
lögunni sagði Oddur Ólafsson
m.a.:
„Þarfir sveitarfélaganna fyrir
leiguhúsnæði eru viðurkenndar.
Það hefur verið nefnt hér á
Alþingi, að bygging leiguhús-
næðis á vegum sveitarfélaga væri
þjóðþrifamál. Það er vitað, að
fjöldi sveitarstjórnarmanna
hefur sýnt þessu máli mikinn
Dieselrafstöðva þörf til
að sporna við öngþveiti
LARUS Jónsson (S) mælti fyrir
tillögu til þingsályktunar, sem
hann flytur ásamt Halldóri
Blöndal (S) á fundi sameinaðs
þings f fyrri viku. Tillagan er
svohljóðandi: Alþingi ályktar að
skora á ríkisstjórnina að fela Raf-
magnsveitum ríkisins að reisa
vararaforkustöðvar á Ólafsfirði,
Dalvfk, Greinivfk og Kópaskcri,
og cndurbæta vélbúnað í stöðinni
á Raufarhöfn:.
1 framsöguræðu sinni sagði
Lárus Jónsson m.a.:
„Það kom nýlega áþreifanlega í
ljós, þegar mikið óveður geisaði á
Norðurlandi, að nokkrir þéttbýlis-
staðir þar á Norðurlandi. eystra
eru illa settir með vararaforku.
Hér er fyrst og fremst um að ræða
Ölafsfjörð, Dalvík og Grenivík, en
einnig væri þörf á að reisa vara-
stöð á Kópaskeri fyrir sveitirnar í
kring og hyggja að endurbótum á
vélum vararaforkustöðvar á
Raufarhöfn.
Á þessum stöðum, sem ég
nefndi hér og fram koma í tillögu-
greininni, voru milljónatugaverð-
mæti í hættu vegna rafmagns-
skorts svo að sólarhringum skipti
eftir að línur frá Laxárvirkjun og
Skeiðfossvirkjun biluðu i um-
ræddu óveðri. Hér var bæði um að
ræða heimili fólks, sem beint og
óbeint þarfnast raforku á þessum
stöðum til upphitunar og einnig
hvers konar atvinnurekstur og
hraðfrystihús, en þar eru
milljónaverðmæti i hættu, ef raf-
orku nýtur ekki við auk þess
tjóns, sem verður á starfrækslu
þessara fyrirtækja.“
Þá vék Lárus að því, að iðnaðar-
ráðherra hefði staðfest það á Al-
þingi að Norðlendingar fengju
ekki örugga orku frá Landsvirkj-
un fyrr en sumarið 1976, jafnvel
þótt háspennulína um byggðireða
öræfi risi fyrr. ýmsir kunnáttu-
menn bæru þó brigður á, að þessi
áætlun mundi standast, en jafn-
vel þótt hún gerði það, væri þörf á
stórfelldri raforku frá dieselraf-
stöðvum á Norðurlandi næstu ár,
ef ekki ætti að verða þar algjört
öngþveiti og stöðnun vegna orku-
skorts.
verulegur hópur kennara starf-
andi þar, sem ekki hefur lokið
tilskildum prófum. Réttarstaða
þessara kennara er mjög óörugg
og nánast þannig í mörgum tilfell-
um, að kennararnir eru ráðnir frá
ári til árs, en verða síðan að vikja,
ef um stöðu þeirra sækir maður
með full réttindi, jafnvel þótt
þannig standi á, að nokkurn veg-
inn megi segja með fullri vissu, að
viðkomandi kennari muni ekki
dveljast til langframa á þeim stað,
sem um ræðir. Margir þessara
réttindalausu kennara hafa rækt
störf sín með mikilli prýði um
árabil og beinlínis bjargað því að
unnt hefur verið að halda uppi
skólastarfi. Þetta fólk hefur lagt
mikið á sig í sjálfsnámi og að auki
öðlast gegnum langt starf mikla
reynslu og þekkingu, sem er
áreiðanlega virði þó nokkurrar
skólagöngu.
Á hinn bóginn hlýtur það að
vera skylda rikisvaldsins að kosta
nokkru til þess, að þeir menn,
sem við kennslu fást, hafi nauð-
synlega undirbúningskunnáttu og
fræðslu, og það sýnist sanngjarnt,
bæði gagnvart nemendum og eins
gagnvart þessum kennurum, að
Alþingi taki af skarið um það, að
þetta starfsfólk njóti þess, sem
það hefur vel gert á liðnum árum
og efnt verði til sumarnámskeiðs
fyrir það. Hér er um fullorðið fólk
að ræða, sem mundi nota slík
námskeið mjög vel og hafa mikið
gagn af því. Þetta fölk mundi
leggja sig fram um að geta notið
alls þess, sem þar fer fram og
áreiðanlegt er, að það yrði auðvelt
fræðsluyfirvöldum að leiðbeina
þessu fólki um það, hvernig það
gæti undirbúið sig, áður en nám-
skeiðin hæfust, þannig að fólkið
væri vel með á nótunum um það,
sem þar færi fram.
Að mínu áliti er það ekki sæm-
andi af ríkisvaldinu að nota starfs
krafta þessa fólks á meðan ríkis-
valdið þarf á því að halda, en
síðar meir, þegar fólkið er farið
að reskjast, þá eigi kannski að
kasta því út á kaldan klakann og
láta það taka upp aðra atvinnu,
sem það hefur ekki gegnt. Þá er
það einnig alvarleg hlið á þessu
máli, og það er sú reynsla, sem
orðið hefur af Kennaraháskólan-
um síðan hann tók til starfa, við-
hafa 7 ára nám að loknu lands-
prófi. Eins og Kennaraskólinn var
áður útskrifuðust þaðan urn 200
kennaraefni á hverju ári og
nægði þó ekki til þess að full-
nægja eftirspurninni. Nú eru
horfur á því, að fulllærðir kennar-
ar verði 12 og upp i 20 á næstu
árum og það þarf ekki mörgum
orðum að fara um það, hvert
stefnir í þessum efnum, að við
erum síður en svo þannig á vegi
stödd og það hefu ekki verið stað-
ið þannig að, að við getum búist
við fullmenntuðum kennurum í
öll þau störf, sem losna, hvað þá
að taka við störfum af þeirn kenn-
urum, sem vel hafa reynst á und-
anförnum árum.“