Morgunblaðið - 13.03.1974, Page 25

Morgunblaðið - 13.03.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 25 fclk f fréttum Utvarp Reykjavík MIÐVIKUDAGUR 13. mar/. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag- bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund hamanna kl. 8.45: Þor- leifur Hauksson les framhald sögunnar „Elsku Míó minn“ e. Astrid Lindgren (11). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl.9.30. Þingfréttir kL 9.45. Létt lög á mi lli atriða. Úr játningum Ágústínusar kirkjuföð- ur kl. 10.25: Séra Bolli. Gústafsson i Laufási les þýðingu Sigurbjöms Ein- arssonar biskups (11). Kirkjutónlist kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Fílharmón- íuoktetjjnn i Berlin leikur Oktett í F- dúrop. 166 eftir Schubert. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 F'réttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Meðsínu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljómplöt- um. 14.30 Síðdegissagan: „Föstuhald rabbí- ans“ efti rllarry Kame Iman Séra Rögnvaldur Finnbogason les (5). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Jean Sibelius Ruggiero Ricci og Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika Fiðlukonsert í d-moll op. 47; Öivin Fjeldstad stj. Sinfóniuhljömsveit Lundúna leikur Sinfóniu nr. 5 í Es-dúr op. 82; Anthony Collins stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga harnanna: „Óli og Maggi með gullleitarmönnum" Höf- undurinn, Armann Kr. Einarsson, les (3). 17.30 Framburðarkennsla I spænsku 17.40 Tónleikar. Á skjánum MIÐVIKUDAGÚR 13. mars. 18.00 Skippl Ástralskur myndaflokkur fyrirbörn og unglinga. Þýðand i Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandiog þulurGylfi Gröndal. 18.45 Gítarskólinn Gítarkennsla fyrir byrjendur. 6. þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 1905 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan mfn f næsta húsi 18.00 Húsnæðiv og byggingarmál Ólafur Jensson sér um þáttinn. 18.15 Tónleikar.Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Beinlina Fulltrúar bænda og neytenda i 6 manna nefndinni, Gunnar Guðbjarts- son form. stéttarsamb. )>ænda og Torfi Asgeirsson hagfræðingur, svara spurn- ingum hlustenda um verðlagningu landbúnaða rvöru. Umsjónarmenn: Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 20.00 K'öldvaka a. Finsöngur Ólafur Þ. Jónsson syngur lög eftir Markús Kristjánsson. Árni Kristjánsson leikur á pianó. b. Hjá Austur-Skaftfellingum Þórður Tómasson safnvörður í Skógum flytur fjórða og siðasta hluta ferðaþátt- arsins. c. Liðins tíma lýsigulI Elin Guðjónsdóttir flytur upphaf hug- leiðingar Bjartmars Guðmundssonar frá Sandi um þingeyskar stökur og höfunda þeirra. d. Æviminningar Firfks Guðlaugsson- ar Baldur Pálmason Ies þriðja hluta frá- sögu húnvetnskserfiðismanns. e. Haldið til haga Grimur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar landsbókasafnsins tal- ar. f. Kórsöngur Söngfélagið Harpa syngur íslenzk lög; dr. Róbert A. Ottósson stj. 21.30 Útvarpssagan: Gfsla saga Súrsson- ar Silja Aðalsteiasdóttir les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (27). 22.25 Kvöldsagan: „Vögguvísa“ eftir ElíasMar Höfundur les (8). 22.45 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Breskur gamanmyndaflokkur. Vinirí raun Þýðand i Jón Thor Haraldsson. 20.55 Nýjasta tækni og vfsindi Umsjcnarmaður örnólfur Thorlacius. 21.25 Hryllingur Ungversk bíómynd, byggð á sam- nefndri sögu eftir LasáoNémeth. Leikstjcri Georg Hintsch. Þýðandi Hjalti Kristgeirsson. Myndinge risti' afskekktu byggða rlagi i Ungverjalandi á árunum milli heim- styrjaldanna Ung stúlka leiðist út í hjóiaband með manni, sem henni er ekki meir en svo geðfelldur, en það hjónaband fær s\ip legan endl 23.20 Dagskrárlok fclkí fjclmiélum M. J 60 milljón króna ritstjóri Reg Murphy ritstjóra banda- ríska dagblaðsins Atlanta Constitution var rænt frá heimili sínu fyrir nokkru, eins og skýrt var frá í fréttum, en siðan var hann látinn laus úr ræningjahöndum eftir að út- gáfufyrirtækið, sem gefur út dagblað hans, greiddi fyrir hann 700 þús. dollara lausnar- gjald — eða um 60 milljónir ísl. króna samkvæmt núgildandi gengi. Var Murphy I haldi hjá ræningjunum i tvo daga. Lög- reglan handtók skömmu síðar hjón, sem grunuð voru um mannránið, og Murphy sagði, er hann sá manninn, að ekki léki nokkur vafi á því, að þetta væri maðurinn, sem hefði rænt hon- um. — Á annarri myndinni sjá- um við Reg Murphy, ásamt tveimur dætrum sínum og eiginkonu, skömmu eftir að honum var sleppt úr haldi. Var myndin tekin fyrir utan heimili hans, er hann svaraði spurn- ingum fréttamanna. — Á hinni myndinni sjást starfsmenn lög- reglunnar telja hluta af þeim peningum, sem náðust eftir handtöku hjónanna, en mest- allt lausnargjaldið komst til skila. Málverki af Nixon stolið í réttarsal lagadeildar Duke- háskóla í Norður-Carolina-riki í Bandaríkjunum hafði um margra ára skeið hangið uppi málverk af einum kunnasta lög- fræðingnum, sem deildin hafði útskrifað: Richard M. Nixon. Hafði málverkið hangið á mest áberandi stað i salnum, fyrir ofan dómarastólinn. Málverkið var metið á 12.500 dollara — eða um 1.075.000 ísl. krónur. Um hádegið 4. marz sl. sáu menn allt í einu, sér til mikillar skelfingar, að málverkið var horfið af veggnum — því hafði verið stolið! Upphófst nú mikil leit og gengu lögreglumenn skólans vasklega fram í því verki og fundu að lokum mál- verkið, rúmum sólarhring síðar, ofan á „fölsku" lofti ann- ars staðar í húsi lagadeildarinn ar. Hafði einhver troðið mál- verkinu á milli „falska" lofts- ins, þ.e. loftklæðningarinnar, og hins raunverulega lofts i við- komandi herbergi — en ekki er vitað, hver var þar að verki eða hvers vegna þetta var gert. Nú er búið að hengja málverkið að nýju upp á sinum gamla stað. Kannski einhverjum hafi þött orðin skömm að því að hafa hangandi uppi málverk af Richard M. Nixon? Skúli Sigurðsson. Kl. 18 verður útvarpað þætti um húsnæðis- og byggingamál. Þátturinn er i umsjá Ólafs Jenssonar, og ræddum við lítil- lega við hann um þáttinn. Ólaf- ur sagðist mundu eiga viðtal við Skúla Sigurðsson skrifstofu- stjóra Húsnæðismálastofnunar ríkisins um þá fyrirgreiðslu, sem stofnunin veitir húsbyggj- endum. Skúli mun útskýra þá möguleika, sem fyrir hendi eru í þessum efnum, og jafnframt hvernig menn skuli haga sér í samskiptum við stofnunina, en sú þjóðsaga hefur gengið, að helzt þurfi að hafa lögfræðing við höndina, þegar útfylla á lánaumsóknir. Konan í næsta húsi Að loknum sjónvarpsfréttum og veðurfregnum verður sýnd- ur annar þáttur um brezku hjónin, sem gerðu heiðarlega tilraun til að losna hvort frá öðru, en tókst það ekki. Fyrsti þáttur lofaði góðu um fram- haldið, enda þótt mörgum finn- ist e.t.v. vitleysan ganga einum of langt. En þátturinn var fjör- ugur og sprenghlægilegur í bland, og þar með er tilgang- inum náð. Það er annars merkilegt út af fyrir sig, hvað hægt er að gera þokkalegt sjónvarpsefni úr litilfjörlegu efni, og ætti það að verða til eftirbreytni fyrir þá, sem gefa sig að gerð sjónvarps- þátta. Ali f Beirut Muhammad Ali (fyrrverandi Cassius Clay), fyrrverandi heims- meistari í hnefaleikum þungavigtar (og tilvonandi heimsmeistari, segja sumir), fór á dögunum I heimsókn til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs til að kynna sér ástandið hjá trúbræðrum sínum, en hann er Múhammeðstrúarmaður, sem kunnugt er, og skipti einmitt um nafn vegna trúar sinnar. Myndin var tekin, er hann heimsótti Ain Helwe-flóttamannabúðirnar í Suður-Líbanon, og fylgja honum vel vopnaðir Palestínu-skæruliðar. Ali dvaldist í búðunum I tæpa hálfa aðra klukkustund, skoðaði búðirnar og neytti matar með fjölskyldum í þeim. Hann gaf einnig eiginhandaráritanir og hlýddi á vélbyssugelt, er skæruliðarnir dældu úr vopnum sínum upp f loftið, honum til heiðurs. Skriffinnskan við lánaumsóknir Hér er um að ræða mál, sem snerta allan almenning, og verður það því að teljast furðu- leg ráðstöfun að þættinum skuli vera ætlaður timi, þegar fæstir eru við útvarpstækin. A.m.k. verður að ætla, að fæstir húsbyggjendur hafi tækifæri til að hlusta á útvarpstæki kl. 18. En ekki verður á allt kosið — síðan fréttatíminn breyttist aft- ur, hefur bezti hlustunartíminn stytzt til muna. Þess vegna hlýt- ur vandinn nú að vera sá að meta, hvaða efni eigi að út- varpa á tímanum milli 19.25 og 20. Komu snemma á kjörstað Það var metþátttaka í brezku þingkosningunum á dögunum, enda voru þær ákaflega þýðingarmiklar og úrslitin tvísýn. Nunn- ur létu ekki sitt eftir liggja frekar en flestir aðrir og þessi mynd var tekin við einn kjörstaðinn árla morguns, er nokkrar nunnur komu til að greiða atkvæði sfn. — Það er heillandi spurning, hverjum þær hafi greitt atkvæði sín — eða kannski þær hafi skilað auðu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.