Morgunblaðið - 13.03.1974, Page 28

Morgunblaðið - 13.03.1974, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MlÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 .W'Rfl s eftir Qisli, Elnkup 09 Helgl =: „Þú ættir ekki að glápa svona á mig,“ sagði dátinn, „þér gæti orðið illt í augunum." Þar með setti hann hundinn niður á svuntu kerlingar, en þegar hann sá, hvílfk kynstur voru af silfurpeningum í kistunni, þá fleygði hann öllum koparskildingunum og fyllti vasa sína og hertöskuna með skínandi silfrinu. Eftir það fór hann inn í þriðja herbergið. Nei, það var nú ljóta sjónin; það var orð og að sönnu, að hundurinn þar inni hafði augu, sem voru eins stór og „Sívaliturn,“ og snarsnerust þau í hausnum eins og hjól. „Gott kvöld!“ sagði dátinn og brá hendinni upp að húfuderinu, því að slíkan hund hafði hann aldrei séð á ævi sinni. En þegar hann hafði virt hann dálítið fyrir sér, þá hugsaði hann, að nóg væri komið af svo góðu, setti hann niður af kistunni á gófið og lauk upp kistunni. Drottinn minn dýri! hvílík ósköp voru í henni af gullinu! Fyrir það hefði hann getað keypt alla höfuðborgina, alla þá sykurgrísi, sem krydd- brauðsölukonurnar höfðu á boðstólum, alla þá tindáta, keyri og rugghesta, sem til voru í heiminum. Já, þetta voru peningar. Og nú fleygði dátinn öllum þeim silfurpeningum, sem hann hafði fyllt með vasa sína og hertöskuna, og tók nú í þeirra stað gullið og troðfyllti með því alla vasa sína, hertöskuna, húfuna og stígvélin, svo að hann gat varla gengið. Nú hafði hann nóga peningana. Hundinn setti hann upp á kistuna, sekllti á eftir sér hurðinni og hrópaði upp í gegn um tréð: „Dragðu mig nú upp, gamla kerlingarnorn!“ „Ertu með eldfærin?“ sagði kerling. „Æ, það er satt,“ sagði dátinn, „því var ég alveg búinn að gleyma.“ Fór hann þá aftur og náði þeim. Kerlingin dró hann upp, og nú stóð hann aftur þarna á þjóðveginum með vasana, stígvélin, hertöskuna og húfuna, allt troðfullt af peningum. „Hvað ætlarðu að gera við þessi eldfæri?" mælti dátinn. „Það varðar þig ekkert um,“ anzaði kerling, „þú ert búinn að fá peningana. Fáðu mér nú eldfærin orðalaust." „Bull!“ sagði dátinn, „segðu mér undir eins, til hvers þú ætlar að hafa eldfærin eða ég dreg út korðann og hegg af þér höfuðið.“ „Nei, það geri ég ekki,“ sagði kerling. Þá hjó dátinn af henni höfuðið, og þarna lá hún; en hann batt svuntu hennar utan um alla peningana, snaraði bögglinum á bak sér, stakk eldfærunum í vasa sinn og gekk rakleiðis til borgarinnar. Það var falleg borg, og í fallegasta gistihúsið fór hann inn, heimtaði þar handa sér beztu herbergin, sem til væru, og sína kærustu kjörrétti, því að nú var hann ríkismaður og hafði sand af peningum. Þjóninum, sem átti að bursta stígvélin hans, sýnd- ist reyndar, að þau væru heldur gömul og lasleg fyrir svona rfkan herra, en hann átti nú eftir að kaupa sér önnur ný. Daginn eftir fékk hann sér stígvél, sem honum hæfðu, og fallegan klæðnað. Nú var hann orðinn hefðarmaður, og nú sögðu menn honum frá öllu, sem merkilegast var í borginni, frá kónginum sfnum og frá því, hvað dóttir hans væri ljómandi fríð og yndisleg. „Hvar getur maður fengið að sjá hana?“ sagði dátinn. „Það er alls enginn kostur á að sjá hana,“ svöruðu allir; ,Jiún býr í stórri koparhöll, sem lukt er um- hverfis með mörgum múrum og turnum. Engum er DRATTHAGI BLYANTURINN o^Vonni ogcTWanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Heldurðu, að guð vilji gera það fyrir okkur?“ „Já, því ekki það? Hann getur allt. Hún mamma hefur svo oft sagt, að ef við biðjum guð um eitthvað, þá geri hann það“. Ég gat ekki mælt á móti því. og þar með var útgert um þetta. Og nú var ekki nema eitt, sem ég óttaðist. Skyldum við komast heim aftur í tæka tíð, ef við færum svona langt? Ég var hræddur um, að mamma yrði vond við okkur, ef við værum of lengi burtu. En Manni sagði: „Ekki skulum við kvíða því, Nonni. Við förum snemma á fætur, og svo hiaupum við upp í fjallið eins hart og við getum. Og svo náum við í hestinn og förum ríðandi. Þá verðum við ekki lengi á leiðinni upp. Og þar setjumst við á efsta tindinn og borðum brauðið okkar. Svo förum við heim aftur“. Þetta lagði Manni til málanna, og það þótti okkur báðum þjóðráð. En þið fáið nú bráðum að lieyra, hvað allt reyndist mörgum sinnum erfiðara og hvað við komumst í mikil vandræði á leiðinni. En nú gerðist fátt fleira til tíðinda kvöldið áður en við lögðum af stað í þessa löngu og minnisstæðu ferð. Við náðum okkur í fáeinar brauðsneiðar og geymd- um þær uppi í svefnherberginu okkar. Snærisspotta náði ég í líka, svo að ég hefði eitthvað til að hnýta upp í hestinn, ef til þess kæmi. Um kvöldið fórum við snemma að hátta og báðum guð að sjá svo um með einhverju móti, að við vökn- uðum nógu snemma. Síðan sofnuðum við. „Upp yfir fjöllin háu“ Um nóttina vaknaði ég snögglega. Það var bjart inni. Ég leit á klukkuna. Litli vísirinn var á milli þriggja og fjögra. Ég fór fram úr rúminu og læddist til Manna litla. flkÍlmofguAlKiffiiiu — Þá vil ég heldur, að þú byrjir að reykja aftur. — Er nokkuð svo dásamlegt scm sættin á eftir rifrildið. — IVIér þykir það leitt, en ég þoli alls ekki karlmenn með skegg. — Þér verðið að afsaka, hvað þér hafið orðið að bfða lengi. — Ilann er mín eign fyrst ég greip hann áður en hann kom til jarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.