Morgunblaðið - 13.03.1974, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.03.1974, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1974 31 Bjarni Gunnar skorar I leik IS og IR ÍR o g KR sigruðu Bjarni Gannar skoraði 44 stig FYRSTU umferð Bikarkeppni K.K.Í. er lokið. I fyrrakvöld fóru fram tveir leikir, KR sigraði Fram með 69 stigum gegn 46, og ÍR vann óvæntan stórsigur yfir ÍS, skoraði 108 stig gegn 87. Það voru því lið ÍR, KR, UIWFN og UMFG sem komust gegnum þessa umferð, en Valur, Armann, HSK og UMFS sátu yfir og koma nú inn í 8 liða úrslit. KR-ingar tefldu fram hálfgerðu varaliði gegn Fram. Af þeirra aðalleikmönnum léku aðeins þeir Birgir og Stefán. Það tók KR líka 13 mín. að ná upp forustu i leikn- um, mótspyrna Fram kom þeim greinilega á óvart í byrjun. Framarar börðust vel, og voru yfir t.d. 10:6 á 6. min. og 12:8 stuttu siðar. En undir lok hálf- leiksins sigu KR-ingar fram úr og höfðu yfir í leikhléi, 38:24. Þessu héldu þeir síðan í síðari hálfleikn- um og unnu leikinn eins og áður sagði með 69:48. Ólafur Finsen skoraði mest fyrir KR, 20 stig, og átti ágætan leik. Hið unga Framlið er greinilega á réttri braut, og verður gaman að fylgjast með því næstu árin. Leik- menn eins og Jónas Ketilsson Reynir Jónasson og Rúnar Óskarsson eru mjög efnilegir. Jónas skoraði þeirra mest í þess- um leik 13 stig, Jónas 10. Síðan léku ÍR og ÍS, og var búist við skemmtilegri viðureign qkki sist vegna sigurs ÍS yfir KR á dögunum. Þetta fór þó nokkuð á annan veg, ÍR-ingarnir voru mun sterkari og unnu stórsigur. Þeir höfðu 10 stig yfir í hálfleik 45:35, og i síðari hálfleik juku þeir for- skotið enn meira og unnu með 108:87. Liðið lék vel, og var annar bragur yfir því en í leiknum gegn HSK á dögunum. Bjarni Gunnar var sá eini af leikmönnum sem var góður. Bjarni var i miklu stuði og skoraði 44 stig, mörg þeirra á afar fallegan hátt. Eru greinilegar framfarir hjá honum þessa dagana, sérstaklega i sóknarleiknum. Kolbeinn Kristinsson skoraði mest fyrir ÍR, 25 stig, Agnar 22 og Kristinn 20. Þá var ungur piltur sem kom inn á undir lokin, Sigurbergur Bjarnason, mjög góður, skoraði 8 stig og var með 100% nýtingu. Búast má við að róðurinn verði þyngri hjá ÍR í næsta leik keppn- innar, en þá leika þeir gegn Val. KR leikur gegn HSK, UMFN gegn UMFS, og Armann gegn UMFG. gk. FH-stúlka bætti Islands- metið í hástökki stúlkna TVÖ ungmenni úr Hafnarfirði. Lárus H. Bjarnason og Lára Halldórsdóttir, unnu beztu afrek- in á drengja- og stúlknameistara- móti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss, en það fór frám í Njarðvíkunum um helgina. Lára vakti mesta athygli með afreki slnu í hástökki, stökk hún 1,58 metra og bætti bæði telpna- og meyjametið í þessari grein. Átti Lára mjög góðar tilraunir við 1,60 metra, og ætti að stökkva þá hæð áður en langt um líður. Lárus H. Bjarnason hlaut þrjá meistara- titla í keppninni, sigraði f öllum atrennulausu stökkunum. Þar er á ferðinni piltur sem mikils má af vænta í framtíðinni. Segja má reyndar að ágæt afrek hafi verið unnin i öllum keppnis- greinunum. Þannig er 1,85 metr- ar í hástökki hjá Jóni S. Þdrðar- syni, ÍR, gott afrek, svo og 14,52 metrar í kúluvarpi hjá Þráni Hafsteinssyni og 2,56 metrar f langstökki án atrennu hjá Guð- rúnu Agústsdóttur. Vonandi leggur þetta unga íþróttafólk sem þarna kom fram rækt við íþrótt sína, því þá er ekki að efa að árangurinn verður góð- ur. Helztu úrslit i keppninni fara hér á eftir: Kúluvarp metr. Þráinn Hafsteinsson, HSK 14,52 Helgi Helgason, ÍR 13,21 Asgrímur Kristóferss. HSK 13,16 Hástökk með atrennu metr. Jón Sævar Þörðarson, ÍR 1,85 Þráinn Hafsteinss. HSK 1,80 Lárus H. Bjarnason, FH 1,65 Langstökk án atrennu metr. Lárus H. Bjarnason, FH 3,03 Guðmundur Sigurjónss. USVS 2,96 FH-INGAR AÐALFUNDUR körfuknattleiks- deildar FH verður haldiun i fé- lagsheimilinu að Hvaleyrarholti í Hafnarfirði laugardaginn 16. marz kl. 14.00. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Ásgrímur Kristóferss. HSK 2,83 Hástökk stúlkna inetr. Kára Halldórsdóttir, FH 1,58 Ingibjörg Aradóttir, ÚIA 1,45 Anna Haraldsdóttir, FH 1,40 Guðrún Ágústsd. HSK 1,40 Hástökk án atrennu metr. Lárus H. Bjarnas. FH 1,45 Þráinn Hafsteinss. HSK 1,40 Olafur Óskarsson, Á 1,25 Langstökk stúlkna án atrennu metr. Guðrún Ágústsd. HSK 2,56 Sigriður Jónsdóttir, HSK 2,53 Ása Halldórsdóttir, Á 2,45 Þrfstökk án atrennu metr. Lárus H. Bjarnason, FH 9,17 Þorvaldur V. Þórss. UMSS 8,73 Jón Sævar Þorðars. IR 8,66 Víðavangshlaup Islands VlÐAVANGSHLAUP Íslands fer fram sunnudaginn 24. marz. Keppt verður í karla-, kvenna-, sveina-, drengja-, og piltaflokk- um. Skriflegar þátttökutilkynn- ingar verða að hafa borizt til skrifstofu FRl, eða í pósthólf 1099, i síðasta lagi mánudaginn 18. marz. Keppnisnúmer verða siðan af- hent laugardaginn 23. marz kl. 10—12 á skrifstofu FRl í Iþrótta- miðstöðinni í Laugardal. Þátt- tökugjald á mann er kr. 50.00. Blakað 1 Voga- skóla í kvöld í KVÖLD fer fram einn leikur í Íslandsmótinu f blaki. Eigast þar við UMFB (Ungmennafélag Biskupstungna) og Víkingur. Fer leikurinn fram í iþróttahúsi Vogaskóla og hefst kl. 19.00. Bú- ast má við harðri og skemmtilegri viðureign þessara liða, sem hæði eiga góða möguleika á islands- meistaratitlinum i ár, einkum þó Biskupstungnamenn sem eru f forystu í islandsmótinu. GETRAUNA- TAFLA NÚMER 29 ■♦o •H 40 £Ö f—1 Æ 1 u o s Tíminn Vísir 40 •H 40 cö 1—f & 3 40 1—i < •H 'O Ö •H 40 *H -P CÖ •P- w <1) C U 3 40 2 CO Sunday Mirror Sunday Express Sunday People News of the World Sunday Telepqraph SAMTALS 1 X 2 BirminKham - Han, Utd. 1 1 1 1 í 1 X X 2 X 6 5 1 Burnle.y - Everton 1 X X 1 X X X 2 X X 2 7 1 Chelsea - Newcastle X X X X X 2 1 I 1 2 5 5 2 Ipswich - Arsensl X 1 1 í 2 2 1 X 1 2 5 2 5 Leicester - Berby X 1 1 í 1 1 X 1 X X 6 4 0 Liverpool - Leeds X 1 X X X 1 X X 1 2 5 6 1 Man. City - Gheff. Utd. í 1 1 ' í 1 1 X 1 2 1 8 1 1 QPR - Wolves 1 1 1 1 1 2 1 1 1 1 9 0 1 Stoke - Southanroton í 1 1 í 1 1 1 1 1 1 lo 0 0 Tottenham - Norwich 1 2 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 1 West Ham - Coventry X 1 1 1 X 1 1 X X 1 6 4 0 Luton - Orient 1 X 1 í 2 1 X X X X 4 -5- 1 1 bikarkeppninni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.