Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 17

Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1974 17 Sr. Hreinn Hjartarson: grein fyrir þessu, þeir vita, að þeir eiga ekki langt eftir enda kalla þeir sjálfir hver annan „lifandi lík '. Hún er ömurleg frásögn þeirra vinanna Jörgens og Jens, sem kom fram i blaðavið- tali við þá. Látum þá segja frá. ,,Við byrjuðum með eiturefni fyrir sex til sjö árum. Það er hægast að segja, að það sé okkur að kenna, hvernig komið er fyrir okkur, Við þekktum ekkert til eiturefna, en allt í einu höfðum við það í hönd- unum og það var í tísku að neyta þess. En þegar maður einu sinni er byrjaður, er ekki svo auðvelt að hætta. Þvi vilja foreldrar okkar ekki trúa, þeir vilja hjálpa okkur eftir bestu getu, en þeir skilja ekki, hvers vegna við getum ekki tekið okkur á og hætt. Hver getur sannfært þá um, hversu erfitt það er að hætta?" Þeir eru 22 og 25 ára gamlir. Jörgen revnir að styðja við Jens, sem verla getur gengið vegna sára og kýla, sem hann hefur um allan iíkamann. Þeir eru á leið til sjúkrahúss. ,,Við erum að rotna niður og við getum varla staðið á fót- unum lengur. Það er þegar búið landi og gildir það einnig um þá tslendinga sem hér hafa farið út í ..sterku efnin", þeir hafa komist á bragðið heima á Islandi. Eitur- efnum er sem sagt liku smygl- að til Islands. Það er nokk- uð gerl með bréfum og smásendiugum, en það hefur einnig verið reynt i nokkuð stórum stíl, eins og komið hefur i Ijös, þegar lögreglunni hefur tekist að hafa hendur i hári smyglaranna. Það skyldu þö ekki lika finnast svonefndir bakmenn á Islandi? Það er mjög líklegt að svo sé. Þegar ungmenni, sem hér hefur verið atvinnulaust að mestu svo vik- um og mánuðum skiptir, getur allt 1 einu keypt sér farmiða til Islands; fram og til baka og haft með sér hass, sem er tugþús- unda kr. virði, þá liggur beinast við að álíta, að einhver standi á bak við, það hlýtur að vera, því einhvers staðar frá koma pen- ingarnir. Það þarf að hafa uppi á þeim, sem ávaxta fé sitt á þann hátt að kaupa og selja eiturefni og það á að refsa þeim miklu fremur en þeim ung- mennum, sem verða fórnardýr eiturlyfjaneyslunnar. Nú er sumarið gengíð i garö Eiturlyfjaneysla — Kaupmannahöfn Jörgen og Jens. — Þeir þekktust áður en þeir urðu eiturlvf janeyt endur, og þeir fvlgjast stöðugt að. UNDANFARNAR vikur hefur nokkuð verið rætt og ritað um misnotkun eiturefna hér í Kaupmannahöfn. Kveður nú við annan tón en fyrir pokkrum árum. er jafnvel læknar voru í hópi þeirra. sem i ræðu og riti töldu hass skaðlaust efni og neyslu þess hvorki hættulega né vanabindandi. Nú er það álit margra sérfróðra manna um þessi mál, að hassið sé einmitt byrjunin, nevsla þess sé undan- fari notkunar á sterkari eitur- efnum svo sem LSD og ..morfínbasa". Nýr þáttur í hinni raunalegu sögu eiturlyfjanevtenda er haf- inn. — Dauðsföll, graftarkýli, afskornir limir, ónýt lifur, þetta eru einkenni þeirra ung- menna. sem af einhverjum ástæðum urðu fórnardýr eitur- efnanna fyrir sex til sjö árum. Er talið, að margir tugir ungra manna og kvenna láti lífið á næstu tveimur til þremur árum vegna nevslu eiturefna. Það hjáipar ekki, þótt unnt væri að venja þetta fólk af eiturlyfja- notkun því sum liffæri eru þegar óvirk, likaminn hefur hreinlega gefist upp. Eitrið hefur eyðilagt bæði líkama og sál, Þetta eru afleiðingarnar af margra ára misnotkun eitur- lvfja, næringarlevsi og lélegri aðbúð. Hjá flestum var byrjun- in — hass. Það sakaði ekki að prófa að reykja hass nokkrum sinnum, það væri alveg skað- laust. Þetta var hugsanaháttur þessa fólks í fyrstu, en nú hugsar það öðruvisi, því það veit betur, það hefur lært af reynslunni. En reynslan hefur, þvi miður, orðið þessu fólki dýrkeypt, það verður að gjalda fyrir hana með lifi sinu. Þeir eiturlyfjaneytendur, sem verst eru settir, gera sér fyllilega að taka helminginn af hægri fætinum á mér, því drep var komið í hann." segir Jörgen. ,,Við þekkjum vel leiðina inn í fangelsin, því flestir eiturlyfja- nevtendur leiðast út á afbrota- braut til að komast yfir pen- inga. Þegar við vöknum á morgnana, er okkar fyrsta hugsun, hvernig getum við nú náð í peninga fyrir morfin- basa." Nú óska þeir sér einskis fremur en að geta hætt og tekið upp eðlilega lifnaðarhætti á ný, fengið atvinnu eða tekið til við námið aftur. En þeir óttast, að það sé orðið of seint. Vinir þeirra eru allir horfnir, sumir hafa snúið við þeim bakinu, aðrir eru enn verr settir én þeir sjálfir og nokkrir eru dánir. Upphafið að óláni þeirra félaga, Jörgens og Jens, var, að þeir byrjuðu á að reykja hass. Þetta átti aldrei að verða annað en smávegis fikt, sem væri alveg saklaust, en raunin varð önnur. Þeir eru, því miður, alltof margir, sem orðið hafa eiturlyfjunum að bráð og hafa svipaða sögu að segja. Er þá svona auðvelt að kom- ast yfir eiturefni spyrja menn. Það virðist vera harla auðvelt, ef peningar eru fyrir hendi. Um það sjá samviskulausir smyglarar og braskarar, sem leggja fram fé til kaupa á eitur- efnum til að fá það margfalt aftur. Eru þeir oft nefndir ..bakmenn", því þeir standa á bak við, fara huldu höfði, en láta aðra, oft eiturlyfjaneytend- ur, annast smásöluna fyrir sig. Oft eru þetta vel metnir borgar- ar. T.d. komst upp um einn, nú fyrir skömmu, sem rekur verk- stæði í norðurhluta borgar- innar. A fáum árum er hann búinn að selja um 200 kg af hassi og hefur grammið farið á 7 til 10 kr.d., svo hann hefur hagnast sæmilega. Þessi maður hefur örugglega ekki hugsað um það böl, sem hagnaður hans hefur valdið, ekki leitt hugann að lífi þeirra ungmenna, sem hann hefur lagt í rúst. Líklega vita þessir menn ekki hvað þeir gera, þvi það væri hörmulegt, ef þeir stunduðu þessa iðju vit- andi, að þeir væru með því að eyðileggja lif saklauss ungs fólks. Hann má vera fagur hljómurinn af gullinu, ef hann getur svæft samvisku þeirra manna, sem vitandi vits hagn- ast á þvi að selja unglingum eiturefni. Það heyrist oft heima á Is- landi, að Kaupmannahöfn sé miðstöð fyrir neyslu og sölu eiturefna og í augum margra er Kaupmannahöfn stórhættuleg borg, hvað þetta snertir. Það er rétt að þvi leyti, að i Kaup- mannahöfn er auðveldara og ódýrara að komast yfir eitur- efni heldur en t.d. i höfuðborg- um hinna Norðurlandanna. Veldur þar mestu um hin gifurlega umferð um borgina og nægir i því sambandi að nefna Kastrup-flugvöll sem er fjórði stærsti flugvöllur í Evrópu miðað við fjölda lend- inga. Þá eru mjög örar sam- göngur til Þýskalands og Hollands, en frá Amsterdam er smyglað miklu af eiturefnum til Danmerkur, en þangað er þeim aftur smyglað frá Marseille í Frakklandi, þar sem efnið er tilreitt fyrir markaðinn úr hráefninu, sem flutt er frá Austurlöndum. Er það gert í smá verksmiðjum, sem stað- settar eru í ffnum villum, en aldrei nema nokkra daga í senn í hverju húsi. Þetta veit lögregl- an, en hún getur ekki sannað neitt, nema grípa einhvern að verki og það virðist vera harla erfitt, þvi bakmennirnir i fínu villunum eru oft menn i góðum stöðum og njóta álits og trausts samborgara sinna. Vegna þess, að tiltölulega auðvelt og ódýrt er að ná í eiturefni í Kaupmannahöfn, flykkjast eiturlyfjane.vtendur þangað, sérstaklega frá hinum Norðurlöndunum. En flestir hafa byrjað heima í eigin og sjálfsagt stefnir hugur margra íslenskra unglinga tii Kaupmannahafnar. þegar skóla lýkur og sumarleyfi hefst. Er það mjög eðlilegt og undan- farin sumur hefur fjöldi ungl- inga frá íslandi komið til Kaup- mannahafnar til að vinna, sum- ir i og með í leit að ævintýrum. Langflestir hafa staðið sig vel og verið landi og þjóð til sóma, en samt hefur einn og einn orðið freistingunum að bráð. Eg m.vndi eindregið ráða for- eldrum frá að senda unglinga til Kaupmannahafnar, nema viðkomandi hefði fyrirfram fasta atvinnu og heímili til að búa á. Það á ekki við flesta óharnaða unglinga að vinna á sjúkrahúsi eða ef til vill lélegu veitingahúsi, þurfa að leigja sér miður gott herbergi og hafa engan samastað til að leita til, ef leiðindi og einmanaleiki leitar á. Það ér eins og oft sé stutt í slæman félagsskap og hann er auðfundinn hér í Kaup- mannahöfn. Ekki af því, að Kaupmannahöfn sé verri en aðrar stórborgir, þegar talað er um það, sem miður fer í félags- skap og lifnaðarháttum ungs fólks. Það hefur hver borg bæði gott og slæmt upp á aö bjóða, Kaupmannahöfn ekki síður en aðrar borgir. Nægir að benda á söfnin, leikhúsin, garðana, óteijandi möguleika á að læra og kynna sér nýjungar o.fl. En þar sem margt er á boðstólum, er hver og einn settur í þann vanda að velja og hafna. Og þegar um er að ræða unglinga í ókunnu landi, sem standa frammi f.vrir þeim vanda að velja og hafna, þá er ..vegurinn breiði" því miður of oft fund- inn og genginn. Kaupmannahöfn í maf, 1974. Hreinn Hjartarson. o Frétta- bréf úr Holtum Mykjunesi, l.'L maí. Þótt prentarar sætu á sínum rassi á annan mánuð og engin blöð kæmu út þann tima, gekk lífið sinn vanagang, var meira að segja öndvegistíð og voraði með fyrsta móti. Talsverður gróður er kominn og ýmist búið eða þá verið að sleppa fé. Siðari hluti vetrar er einn sá bezti sem menn muna eftir, mildur og hlýr. Sauðburður fer að hefjast hvað liður og er reyndar hafinn á stöku stað. Vegirnir hafa sloppið vel að þessu sinni og ekki vitað til að neins staðar hafi orðið ófært, en óhætt er að segja að viða þyldu þeir meira viðhald. Ekki er farið að bera tilbúinn áburð á tún að neinu ráði, en verið er að flytja hann til bænda og er ekki þvi að leyna, að sumum þykir hann nokkuð dýr. Nokkurt kal er í tún- um og sums staðar allmikið. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir þvi ennþá hve alvarlegt það er, þvi á stöku stað er talið að votti fyrir gróðri þar sem jörð sýndist til skamms tíma dauð. Fuglalíf er fjörugt i þessari góðu tíð og eru máfuglar farnir að verpa sem er óvenju fljótt. Krian sást hér i dag og segja sumir að eiginlega sé þá sumarið komið þegar hún sé komin. Eftir venju eru einhverjar framkvæmdir fyrirhugaðar hér. en byggingarframkvæmdir munu þó verða með minna móti. Mjiig er nú orðið dýrt að byggja og svo vill það dragast nokkuð lengi að menn fái vitneskju um, hvort þeir fái framkvæmdalán og er það mjiig bagalegt. Fóstþjónustu hefur hrakað hér i vetur. Um langan aldur hafa mjólkurbílarnir flutt póstinn. Eft- ir að mjólkurtankarnir komu á bæina og bflarnir hættu að koma nema þrisvar i viku, koma aðrir bílar með pöstinn tvo daga i viku. þannig að á vikukorni urðu pöst- ferðirnar fimm. Um síðustu ára- möt hættu svo mjólkurbíiarnir iillum póstflutningum og síðan hefur pösturinn ekki komiö nema þrisvar i viku og er hér um stóra afturför að ræða. Hér hefur innflúensan verið að stinga sér niöur og farið hægt yfir, en yfirleitt lagzt þungt á fólk. Er langt siðan jafn 'slæm pest hefur gengið hér. ()g svo eru miklar kosningar framundan. 20. júni eiga að l'ara fram þrennar kosníngar i sveita- hreppum hér á Suðurlandi. Það eru Alþingis-, sveitarstjórnar- og búnaðarþingkosningai'. Viða mun þetta skapa nokkra erfiöleika i framkvæmd og i sannleika sagt furðulegt að láta þetta allt bera upp á sunnudaginn. En það hel'ur víst sjaldan þýtt að deila við dómarann. \1.G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.