Morgunblaðið - 29.05.1974, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.05.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDACUR 29. MAÍ 1974 19 Guðrún Tómasdóttir: Sannleikurinn um altaristöfluna frá Þingvöllum um frá Tekíð skal fram, að grein þessi barsl Morgunblaðinu f byrjun prcntaraverkfalls og hefur ekki birzt fyrr en nú sök- um þrengsla. Mér þykir leitt, að það skuli þurfa að falla i minn hlut að bæta við blaðaskrif vegna altaristöflunnar gömlu frá Þingvöllum. En samt get ég ekki látið hjá líða að svara grein Magnúsar Magnússonar (Mbl. 27.2. ’74), þar eð I henni er gefið í skyn, að grein Guðríð- ar Magnúsdóttur (Mbl. 12.2 ’74) sé ónákvæm óg dregið í efa sannleiksgildi hennar. í grein sinni taldi Guðriður, að Frand Ponzi, listfræðingur, hefði verið sá, sem uppruna- lega kom af stað leitinni að týndu altaristöflunni. Frásögn hennar var i alla staði rétt, nema hvað ártalið 1971 kom þar i stað 1970. Magnús Magnússon, sem ekki vissi betur svaraði og benti réttilega i grein sinni á þessa mótsögn, en gerði um leið framburð Guðríðar tortryggi- legan. Búast hefði mátt við, að þjóðminjavörður, sem uppruna- lega bað Frank Ponzi að fara til Þingvalla og þjóðgarðsvörður, sem hafði nöfn viðkomanda í gestabók sinni frá þeim tíma, myndu koma fram og leiðrétta þessa villu. Ef þeir mundu ekki betur, gátu þeir spurt undir- ritaða, eða málarann, sem vann við kirkjuna einnig á þeim tíma og var viðstaddur. En því miður kusu þeir að láta ekki frá sér heyra. Þögn þeirra í þessu máli hvetur til þessarar leiðrétting- ar: Síðsumars árið 1970 var ég viðstödd, er presturinn á Þing- völlum veitti, aðspurður, upp- lýsingar um altaristöfluna. Hann lét um leið i Ijós efasemd- ir um, að möguleiki reyndist að hafa upp á.töflunni eftir svo mörg ár. Einnig varð ég vitni að því, er Frank stafaði nafn frú Disney Leith I síma fyrir þjóðminjavörð og hvatti hann til að „kosta til einu frímerki” og spyrjast fyrir um ættingja frú Leith í Skotlandi. í sama sím- tali lagði hann ennfremur til. að ef, og þegar altaristaflan fyndist, mætti segja ættingjun- um frá endurnýjun Þingvalla- kirkju og athuga líkur á, að henni yrði skilað aftur á sinn upprunalega slað. Frank stakk einnig upp á, að minningaskjöldur um frú Disney Leith yrði sett- ur upp á Þingvöllum og eftirlfking af altaristöflunni gefin í hennar stað. Ekki löngu seinna hringdi þjóðminjavörð- ur til að skýra Frank frá fundi töflunnar og að von væri bráð- lega á mynd af henni. Frank var aldrei sýnd ljósmyndin og aldrei siðar var minnst á hans þátt í þessu máli. Harma ber, að mál. sem sprottið var af svo einlægum velvilja skuli nú hafa snúist í hvimleiðar rangfærslur. Sann- leiksgildi þessarar frásagnar þekkja þeir, sem hér hafa verið nefndir. En það, sem meira máli skiptir en staðreyndir, lítilsigldur frami, eða ónákvæmni í sjónvarpsþætti BBC, er sú ágenga spurning, hvers vegna það reyndist nauð- synlegt að rangfæra sannleik- ann. Brennholti, Mosfellssveit, 25. marz 1974. Upphlutur tuttugustu aldar. Nýr upphlutur á þjóðhátíðarári tslenzkir þjóðbúningar I heitir bæklingur, sem nýlega kom út á vegum samstarfsnefndar Heimilisiðnaðarfélags Islands, Kvenfélagasambands íslands og Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Nefndin var sett á laggirnar til að gera tillögur um samræmingu I gerð íslenzkra þjóðbúninga með hliðsjón af eldri gerðum, koma á framfæri leiðbeiningum um gerð búninga og reyna að tryggja, að á boðstólum séu efni, sem hæfa í búningana. I þessum bæklingi eru ábendingar um upphlut og fylgja snið að upphlutsbol, skyrtu og pilsi. Gerð þessara munstur- blaða og vinnulýsinga er einn þáttur I starfi nefndarinnar, en væntanlega koma snið og lýsingar á fleiri búningagerðum síðar. Snið og vinnulýsingu gerði Svanhvít Friðriksdóttir handa- vinnukennari. en yfirlit um bún- ingahluti o.fl. gerði Elsa E. Guðjónsson safnvörður. Ljós- myndir tóku ljósmyndastofan ímynd og Gísli Gestsson safn- vörður, en teikningar eru eftir Jenný Erlu Guðmundsdóttur. í samstarfsnefndinni, sem stendur að útgáfu bæklingsins, eiga sæti þær Gerður Hjörleifsdóttir, Elsa E. Guðjónsson, Dóra Jónsdóttir og Sigríður Thorlacius. Bæklingur- inn verður til sölu í verzlununum Vogue, Baldursbrá, skrautgripa- verzl. Jóns Dalmannssonar, islenzkum heimilisiðnaði og hjá Kvenfélagasambandi islands, sem jafnframt annast dreifingu út á land. Nú geta íslenzkar konur því saumað sér sjálfar upphlut og má segja, að það hæfi vel á þjóð- hátiðarári. Að vísu verður það nokkuð dýrt, en bara silfrið, sem reyndar er það lang dýrasta, kostar varla minna en 30 þús. krónur. Þess má þó geta, að ekki þarf að kaupa það allt í einu og hér er um að ræða búning, sem hægt er að nota jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Tveir nýir ræðismenn GUNNARI Ásgeirssyni stórkaup- manni í Reykjavík hefur verið veitt viðurkenning til að vera kjörræðismaður með aðalræðis- mannsstigi fyrir Perú. Þá hefur Gísli M. Gíslasyni ver- ið veitt viðurkenning til að vera kjörræðismaður með vararæðis- mannsstigi fyrir Sambandslýð- veldið Þýzkaland í Vestmannaeyj- um. Rækjuafli fyrir vestan svipaður og í fyrra RÆKJUVERTÍÐ S Vestfjörðum lauk f lok aprflmánaðar, þegar Bfldudalsbátar hættu veiðum. Steingrímsfirðingar hættu veið- um f lok marz, en ísfirðingar f byrjun apríl. Þegar vertíðinni lauk, höfðu borizt á land 2,192 lestir. Er það 4 lestum meira en á vorvertíð 1973, og upp á tonn sami afli og barst á land á vorver- tfð 1972. Aflinn á þessum þremur vertfðum skiptist þannig eftir svæðum: lestir. en haustið gaf 241 lest. Er vertíðaraflinn þvf 611 lestir, en var 600 lestir í f.vrra. Aflahæstu bátarnir voru: Vísir með 47,7 lestir, Svanur 35,5 lestir, Jódis 34.7 lestir.' Þröstur 34.7 lestir og Helgi Magnússon 34,2 lestir. Við ísafjarðardjúp bárust á land 1.219 lestir, en haustið gaf 1.290 lestir. Er vertíðaraflinn því 2.509 lestir, en var 1.903 lestir í f.vrra. Bíldudalur ísafjarðardjúp Steingrímsfjörður 1972 297 lestir 1.374 lestir 521 lestir 1973 391 lestir 1.188 lestir 609 lestir 1974 370 lestir 1.219 lestir 603 lestir Leiðrétting I MORGUNBLAÐINU, þriðjudag- inn 28. maí, sl.. eru umsagnir forustumanna Sjálfstæðisflokks- ins i kaupstöðum og kauptúnum landsins um úrslit kosninganna. 1 umsögn Sigurðar Helgasonar. ef.sta manns á lista Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi, varð nokkur brenglun og er svar Sigurðar rétt þannig: „Við erum ánægðir yfir að hafa aukið fylgi okkar hér um 5.2%. en ég get ekki neitað því, að ég vonaðist til, að samstarfsflokkar okkar, Framsóknarflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem nú stóðu að framboði saman. mundu koma betur út úr kosningunum en raun ber vitni um, þar sem ég tel. að framfarir í Kópavogi séu f.vrst og fremst þessum aðilum að þakka”. os.frv. Samtals 2.192 lestir 2.188 lestir 2.192 lestir Heildaraflinn á haustinu var 2.006 lestir á móti 1.241 lest árið áður. Er vertiðaraflinn frá hausti til vors þvi 4.288 lestir, en var 3.429 lestir vfir sama tímabil í fyrra. á Bíldudal bárust á land 370 SAMKVÆMT bráðabirgðaskrán- ingu Umferðaráðs á umferðar- slysum þá fjóra mánuði, sem af eru þessu ári, hafa alls orðið 2308 umferðaróhöpp. í 266 tilvikum urðu meiðsli á mönnum, alls 355, sem slösuðust, og 4, sem létust. Sömu mánuði ársins 1973 voru 2424 umferðaróhöpp skráð, þar af 254 með meiðslum. Samanburðar- tala um fjölda slasaðra liggur ekki fyrir, en fyrstu fjóra mánuði A Hólmavík og Drangsnesi komu á land 603 lestir, en haustið gaf 565 lestir. Vertíðaraflinn er því 1.168 lestir. en var 926 lestir í fvrra. Aflahæstu bátarnir voru allir með um 50 lestir frá ára- mótum. þessa árs létust 9 manns í um- ferðarslysum. . . Af þeim 355 vegfarendum, sem slösuðust það sem af er þessu ári, voru 110 ökumenn, 117 farþegar, 111 gangandi vegfarendur og 17 hjólreiðamenn. 86 hinna slösuðu voru 14 ára og yngri, 55 voru 15—17 ára, 44 voru 18—20 ára, 32 voru 21—24 ára, 122 voru 25—64 ára og 16 voru 65 ára og eldri. Jeppinn lagðist saman Akureyri, 27. maí. MJÖG harður bifreiðaárekstur varð I Öxnadal skammt sunnan við Engimýri. sem er fremsti byggður bær I dalnum. skömmu eftir hádegi sl. laugardag. Þar rákust saman Blazer-jeppi frá bílaleigu, sem var á suðurleið. og flutningabíll úr Reykjavík á norðurleið. Flutningabillinn fór út af veginum og valt á hliðina, en jeppinn snerist og lagðist að miklu leyti saman við áreksturinn og er hann talinn ónýtur. Tveir menn voru f vörubílnum og sakaði ekki, en 4 piltar í jeppan- urn og sluppu lítt meiddir nema ökumaður, sem kjálkabrotnaði illa og hlaut fleiri meiðsl og liggur I sjúkrahúsi. Sv.P. Fjögur banaslys í umferðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.