Morgunblaðið - 29.05.1974, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.05.1974, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGÚR 29, MAl 1974 29 s <uggamync í f inrskn FRAMHALDSSAGA EFTIR |^>ll MARIU LANG, ÞÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 20 ekki sérlega upplögð til sam- ræðna. Samt reyndi ég í fáum orðum að segja honum, hver Staffan Arnold væri, því að þeir höfðu ekki hitzt og hvernig mál- um væri háttað með ritgerð hans. Við gengum upp teppalagðan stig- ann og síðan komurn við upp á aðra hæð. Ég fór með honum og sýndi honum það helzta og svo stefndum við til „söguherbergis- ins" aftur. Ég velti því að sjálfsögðu fyrir mér, hvernig þau hin tækju komu hans. Christer Wijk var ekki bein- línis sannfærandi sem feiminn stúdent, væri að koma I fyrstu heimsókn sína í Hug-B. En allt gekk þó ágætlega. Ég tautaði nafn hans og sagði: — Þetta er bezti vinur okkar Einars. Hann annast mig þangað til Einar kemur heim. Ég deplaði augunum til Jans og hann virtist skilja hvað fyrir mér vakti, því að hann kinkaði kolli til Christers og hélt áfram þeim samræðum, sem höfðu rofnað, þegar við komum inn. Þú varst að segja, Karl Gustaf, dálítið, sem ég er hræddur um að ég skilji ekki til fullnustu... Karl Gustaf hafði tekið fæturna niður af borðinu og sett upp gler- augu. Kannski hélt hann að hann væri virðulegri með þau. — Eg meinti aðeins að þessi skoðun er hættuleg og röng og hún hvetur beinlínis til að glæpur sé framinn. Ef maður heldur að lifið sé ekki annað en flöktandi skuggi, eitthvað EKKERT, sem engu mái skiptir, þá sé ég heldur ekkert því til fyrirstöðu að við aðhöfumst eitthvað sem slekkur LlFIÐ? Skilurðu? Li'ttu bara á Macbeth. . . — Nei, þarna skjátlast þér! Rödd Jans var áköf eins og alltaf, þegar hann steypti sér út í rök- ræður. — Macbeth myrðir ekki, VEGNA ÞESS að hann héfur þetta lífsviðhorf, heldur notar hann það, þegar hann vill sefa sína slæmu samvizku, eftir að hafa framið morðin. Eg held alls ekki... Staffan Arnold tók nú þátt í samræðunum og baðaði ákaft út höndum. — Eg stend með Jan. Ef Karl Gustaf fengi vilja sinum fram- gengt þá mundi hann sjálfsagt verða fær um að sanna að hugsjón Platons — að lífið sé draumur — sé gróðarstía fyrir nútíma vald- beitingu. Það er bezt að við stöðv- um hann i tæka tið. — Ó, gvöð. . . hvað þið eruð há- fleygir! Getið þið ekki talað um eitthvað sem maður skilur? Lillemor tókst meira að segja að geispa á kvenlegan máta. Hún teygði þokkafull úr sér, lokaði augunum og opnaði munninn, svo að allar hvítu og reglulegu tenn- urnar hennar blöstu við sjónum. Svo opnaði hún gulbrún augun og horfði seiðandí augnaráði á Christer. Christer hafði komið sér fyrir i gluggakistunni við hliðina á Jan, var greinilega búinn að fylgjast með öllum hreyfingum hennar. En Staffan ýtti stólnum framar og andvarpaði: — Eitthvað skiljanlegra! Þú meinar sem sagt að við eigum að snúa okkur enn að þvi sem er þin sérgrein og eina áhugamál um þessar mundir — litla huggulega morðinu þinu. . . — Morðinu mínu! Lillemor gretti sig tilgerðarlega. — Tja, það gæti svo sem alveg eins verið ÞITT morð. . . Ég þekki engan, sem hefur slíkt lag og Liliemor að segja sakleysis- legustu hluti á svo ógeðslegan hátt að það liggur við að manni finnist það hljóma trúlega. Að minnsta kosti tókst henni að egna Staffan svo til reiði, að hann þaut upp af stólnum, svo að hann féll um koll. Hann gekk til hennar og hvíslaði engilblitt en með saman- bitnum vörum: — Heyrðu mig nú litla vina — viltu vera svo elskuleg að segja mér hvað þú áttir við með þessari siðustu unaðslegu athugasemd. Ef ekki, þá skal ég lofa þér að þú skalt fara sömu leið og Eva... En vertu snör. . . — Kannski ungfrú Olin hafi á réttu að standa. Djúp rödd Christers var enn dýpri en venjulega. Allir stöðu á þennan háa ókunna mann, sem hélt áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. — Það ER kannski Staffan Arn- old sem er hinn dularfulli morð- ingi... Hann. .. eða einhver við- stadda. Hafið þið ekki leitt hug- ann að einu atriði í sambandi við morðið. Eva Claeson lá i baðkari Pucks, þegar einhver kom inn til hennar, tók fingrunum um háls henni og þrýsti henni undir vatns- flötinn. Það var létt verk og löður- mannlegt og viðkomandi þarf ekki að hafa revnt á sig, þvi að Eva hefur áreiðanlega misst með- vitundina fljótlega. En — er ekki eitthvað, sem þið komið auga á í þessu sambandi? Ég sá bliki bregða fvrir i augum Karls Gustafs. — Jú, svei mér þá! Hún hlýtur sjálf að hafa hleypt morðingjan- um inn — áður en hún sté upp í baðkarið. . . og.. . maður verður vist að segja, að það sé dálitið einkennileg gestrisni að fara i bað meðan gestír eru. Christer kinkaði kolli til sam- þykkis. — Það er einmitt þetta, sem ég hef sagt við sjálfan mig. Og ætli þetta segi okkur ekki talsvert um morðingjann? Hann leit spyrj- andi á mig. — Segðu mér Puck. I nærveru hverra gæturðu hugsað þér að hegða þér eins og Eva Claeson gerði. — Eg veit það ekki almenni- lega, sagði ég seinlega. — Nema þvi aðeins að ég hefði þegar látið renna í baðið, þegar hringdi á bjöllunm myndi ég sjálfsagt halda mínu striki og fara i baðið, ef gesturinn væri vinur eða vin- kona... sem ég gæti talað við... eða mjög góður VINUR... — Og hefði nú umræddur gest- ur verið hjá þér allan sunnudag- inn? — Ja, ef við hefðum þekkzt svo vel, að við hefðum getað fengizt við okkar verkefni án þess að þurfa að taka alltof mikið tillit til hins þá hefði ég sjálfsagt farið í bað, hefði mig langað til þess. En ég verð þó að segja, að ég vil nú SIGGA V/öGA g 1ILVEÍWW jazzBaLLetCskóLi bópu ömur athugiöÍQ I >4 3 líkdm/rcekl Sturtur — sauna tæki — matarkúr. Hinir vinsælu 3ja vikna sumarkúrar hefjast mánudaginn 4. júní. Líkamsrækt og megr- unaræ fin gar fyrir dömur á öllum aldri. Tímar fjórum eða tvisvar sinnum í viku. Morgun- dag- og kvöldtímar. N N 0 5 JaZZBDLLettSkÓLj BÓPU Seljum í dag Saab 99 EA 2 árg. 1 973. Saab 99 árg. 1971. Saab 99 árg. 1 970. Saab 96 árg. 1972. Saab 96 árg. 1971. Saab 96 árg. 1 967 V4. Saab 96 árg. 1 966, 2T Saab 96 árg. 1 963. Saab 95 árg. 1971. Saab 95 árg. 1 968 V4. VW. 1303 árg. 1 973. Toyota Corolla árg. 1968. Taunus 1 2 m, árg. 1968. f BDÖRNSSON *co- S“'“NS Stangveiðimenn — stangveiðifélög Tungufljót í Vestur-Skaftafellssýslu er til leigu, ef viðunnandi tilboð fæst. Ain er dragá, vatnsmikil með óviðjafnanlegum veiðistöðum í fögru umhverfi. Veiði er sjó- genginn urriði og lax. Tilboðum sé skilað fyrir 1 . júlí til Vals Odd- steinssonar, Úthlíð eða Sigvalda Jóhannes- sonar, Hemru, er veita einnig frekari upplýsing- ar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til sölu Á ísafirði eru til sölu eftirtaldar eignir. 1. Húsið Fjarðarstræti 47 ásamt eignarlóð og stórum bílskúr. 2. Vélsmiðjan að Fjarðarstræti 18a. Starfs- aðstaða er fyrir 2 — 3 menn, sem gætu hafið starf með mjög stuttum fyrirvara, einnig kemur til greina að selja einstök áhöld vélsmiðjunnar svo sem góðan og vel með farinn Mondale rennibekk 1,5 metra, rafsuðutæki, logsuðu- tæki, eldsmiðju með tilheyrandi og fleira. 3. Bifreiðin I-376 sem er 4ra manna Austin bifreið ásamt nokkru af nýjum varahlutum. Upplýsingar um eignir þessar gefur Sigurður Baldvinsson í síma 96-1 1 928 kl. 20 — 22. Fréttabréf frá Djúpi Bæjum 24. maí 1974. MIKIL er dýrð vorsíns þegar sólin baðar hlíðar. hálsa og dali. og samfelld góðviðrisblíða hefur ríkt hér síðan i mars i vetur, eftir samfellt og stórkostlegt harðinda- tímabil frá því í byrjaðan nóv ember í haust. Iðjagræn tún og grænir hagar blasa nú við búpen- ingi bænda, og muna skepnur ekki annan eins kjarngróður um þennan tima. og tæplega nema elstu bændur. Ærnar háma í sig gróskumikinn nýgræðinginn. og lömbin hoppa með kátínu og ærsl- um út um hóla og tún. Sauðburð- ur stendur nú sem hæst. og ánum sleppt jafnóðum og þær bera út á guðsgræna jörðina. Það er tnunur eða undanfarin vor. Um miðjan maí kom flóabátur- inn Baldur hér inn í Djúp með áburð til bænda beint frá Gufu- nesi. Var þó nokkuð af farmi hans skipað upp á Isafirði. og einnig þangað áður komið nokkurt magn áburðar. sem i Djúpið átti að fara. en það þvkir nokkur handabaks- vinna, að handlanga þangað upp áburð, sem i Djúpið á að fara. til þess eftir nokkra daga að yfir- skipa því aftur í annan bát. og gengur jafnvel ekki of vel að fá til þess mannskap. Aðflutt mjólk til Mjólkursam- lags ísfirðinga á s.l. ári var 74.204 lítrar, 28.380 lítrar af súrmjólk, 17.729 lítrar af rjóma og 13.724 kíló af skyri. Innmæld mjólk frá framleiðendum á samlagssvæðinu var 1.333.432 litrar á s.l. ári. og á því sést að mikið vantar á að hægst sé að fullnægja markaðn- um af heimaframleiddri mjólk. og mjólkurvörum. enda oft þurft að grípa til skömmtunar á þessunt vörum. Um 5 kr. á lítra kostar aó flvtja mjólkina frá Reykjavfk á flugvöllinn á ísafirði. A s.l. hausti var siátrað hjá Kaupfélagi tsfirðinga 8.575 fjár. þar af f Vatnsfírði 2.950 fjár. Með alfailþungi dilka reyndist vera 15,9 kg af því sem slátrað var.á Isaf.. en 17,0 kg sem slátrað var í Vatnsfirði. en meðaltal beggja húsanna var 16.3 kg, sem má tel'j- ast góð vigt. Þyngsta dilka áttu: Kristín Aðalsteinsdóttir. Skjald- fönn. 26.6 kg: Eiías Þorbergsson. Hattardal. 25,3 kg og Halldór Haf- liðason Ögri 24.9. Mestu meðal- þvngd höfðu Aðalsteinn Jóhanns- son. Skjaldfönn 19.14 kg; Jón Ebenezerson, Fremri Bakka, 18,66 kg og Kristín Aðalsteins- dóttir, Skjaldfönn 18,34 kg. Mikill hugur er i bændum um framkvæmd hinnar margnefndu Inn-Djúpsáætlunar. og má þar nefna að áformað er f sumar að ræktaðir verði um 120 hektarar og bvggð 12 fjárhús með tilheyr- andi hlöðum. Byrjað er á jarð- ræktarvinnu með jarðýtu Rækt- unarsambands Nauteyrar- og Snæ fjallahreppa. Önnur ýta sam- bandsins hefur verið í vegalag- færingum, en er nú senn að byrja á vinnu við Blæfardalsárstíflu. Aformað er að Ijúlta því verki í sumar og vonast til að úr rætist með fjármuni til þeirra fram- kvæmda, og má segja að á raf- magni og ræktun hvili öll tilvera fólksins hér til varanlegrar bú- setu. Vegir eru orðnir eins og venju- lega á sumrin. og Þorskafjarðar- heiði er orðin þurr og umferðar- fær sem venjulega yfir sumarið. Akveðið er að Vegagerðin byrji framkvæmdir við Djúpveginn upp úr hvítasunnu, og keyrt hef- ur verið á jeppa ft á Isafirði kring- um Djúpið nú i vor. Þeim mörgu, sem sent hafa mér góðar kveðjur og bréf. með þakk- læti fvrir fréttir úr Djúpi. flyt ég hér með bestu þakkir og kveðjur. Sumarið í sælum skrúða. svifur vfir landið prúða. Og það sem mestri hlýju veldur. er hugans innsti manndómseldur. og nú verði bjart til fanga. og veginn breiða megi ganga. hver til sinnar gæfu hallar. svo sem lifið.flesta kallar. og öiíum megi blessun veitast, til hvers þess, er þráir hettast. Jens í Kaldalóni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.